Æfingaleikur gegn Bolognia (2 x 60 mín leikir)

Liverpool er að spila tvo klukkutíma leiki gegn Bolognia í Evian í Frakklandi.
Fyrri leikurinn
Liverpool – Bolognia 2-0
Byrjunarliðið í fyrri leiknum innihélt m.a. Virgil Van Dijk sem spilaði í rúmlega 40 mínútur og var mun líkari sjálfum sér en gegn Hertha um daginn.

Liðið í fyrri leiknum
Liverpool: Kelleher, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Milner, Keita, Elliott, Jota, Mane, Salah.

Subs: Karius, Pitaluga, R. Williams, Woodburn, Beck.

Fyrri hálfleikur var frábær hjá Liverpool og pressan sem þeir settu á Bolognia skapaði ítrekað vandamál. Bæði mörkin litu út eins og gjöf frá ítölunum en voru afrakstur þessarar stanslausu pressu. Elliott og Keita leiddu þessa pressu frá miðjunni en Jota og Mané skoruðu mörkin.

Williams kom inná fyrir Van Dijk eftir rúmlega 40 mínútur og Woodburn kom inn fyrir Elliott þegar tíu mínútur voru eftir, Elliott er mögulega ennþá aðeins tæpur eftir meiðsli fyrr í sumar.

Frábær æfing, Elliott stóð uppúr en stóra fréttin eru mínúturnar hjá Van Dijk.

Seinni leikurinn
Byrjunarliðið: Alisson, N. Williams, Gomez, Konate, Tsimikas, Fabinho, Jones, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri, Minamino, Firmino.
Bekkur: Adrian, Origi, Phillips, Gordon, Woodburn, Beck, Clarkson.

Úrslit: Liverpool – Bolognia 1-0

Hér fengu allir varamennirnir að koma inná, svo það lítur út fyrir að Pitaluga hafi verið sá eini sem ekki fékk mínútur í dag. Það kom svosem ekki á óvart að Brassarnir voru teknir útaf eftir 30 mínútur, enda nýkomnir til byggða. Eina mark leiksins kom snemma leiks þegar Shaqiri átti fína sendingu inn að vítapunkti, Minamino hljóp inn fyrir á hárréttum tíma og skoraði af öryggi. Origi fékk svo gullið tækifæri til að bæta öðru marki við eftir að Woodburn var felldur í teignum í síðari hálfleik, en skaut í stöng og er því ekkert að hjálpa til við að hækka verðmiðann á sér (eða yfirhöfuð að laða að hugsanlega kaupendur).

Margir leikmenn sem stóðu sig vel, ungu strákarnir voru ferskir í seinni hlutanum, þá sérstaklega Kaide Gordon. Woodburn kom furðu ferskur inn í báðum leikjum. Minamino setti auðvitað ágætt mark, og Konate átti ágæta spretti og meiddist sem betur fer ekki eftir að hafa lent í glannalegri tæklingu andstæðinganna í síðari hálfleik.

Semsagt, fín æfing fyrir átökin sem fara að bresta á eftir rétt rúma viku.

22 Comments

 1. Keita og Jota eru virkilega sprækir í þessum leik og geggjað að sjá Van Dijk vera kominn aftur á völlinn

  4
 2. Hvar eru menn að horfa á þetta. Mjög skrýtnir þessir æfingaleikir þetta tímabilið. Engir heilir leikir og voða furðulegt eitthvað. Líka mjög fáir leikir. Eru þetta ekki mun færri leikir en síðustu ár ?

  Endilega þið sem eruð að horfa segir okkur hinum eitthvað sem áhugavert gerist. Síminn virðist ekki vera að sýna neina æfingaleiki eins og stöd 2 gerðu alltaf ef ég man rétt.

  Okkar menn virðast heldur ekki ætla að mæta neinum alvöru liðin fyrir tímabilið. Í gær var td Chelsea gegn Tottenham og fór 2-2 og svo er annaðhvort Chelsea eða Tottenham eftir að mæta Arsenal í síðasta leik fyrir mót.

  2
  • Horfi á þetta á Liverpoolfc.tv eins og flesta undirbúningsleiki.
   Liverpool eiga svo eftir að spila gegn Athletic og Osasuna frá Spáni.

   2
  • Tja gæði og ekki gæði. Held að Liverpool velji sína andstæðinga eftir því hvernig þeir spila og henta félaginu.
   Ég held líka að það skiptir voða litið við hverja þú spilar þarna, snýst um að fá mínútur í skrokkinn á leikmönnum.
   Er heldur ekkert rosalega viss að Arsenal sé mikið sterkar en Bologna

 3. Ekki er Ben Davis að spila í þessum leikjum. Hlýtur að vera seldur á næstu dögum. Líka er Origi að fá endanleg skilaboð þar sem hann kemst ekki í byrjunarliðið í þessum leikjum.

  2
  • Væri frekar til í að Messi færi til Psg og Mbappe kæmi til Liverpool, en ætli Messi endi ekki hjá Man city eða Psg.
   Hverskonar rugl lið væri Psg með ef að Messi færi þangað.

   1
   • Án gríns, af hverju ætti hann ekki að vera spenntur fyrir okkar ástkæra? Hann man alveg eftir stuðningsmönnum t.d og hamingjunni hjá lpool eftir 4-0 tapinu.

    4
 4. Ef Messi kæmi þá færi Salah…..barca hefur líkelega ekki pening í það…viljum við það ?

  2
  • Nákvæmlega Grealish kominn og svo Kean eða Messi frekar hallast að Messi fari til þeirra þar sem þeir bjóða honum bara 160 miljón pund í 2 ár og málið dautt.

   YNWA

   2
 5. Þarf nkl ekkert að hugsa um að Messi komi til LFC, hann myndi aldrei vilja búa í borg eins og Liverpool, hann fer líklegast til PSG eða eh í USA

  1
 6. Sorry en Henry og FSG eiga að fara all in á Messi vagninn og reyna að semja við hann til 2-3 ára.

  Bjóða honum sömu vikulaun og launahæstu menn en bæta við rausnarlegu Signing on fee til að freista Messi. Ég get nokkurn veginn fullyrt að öll stórliðin eru að skoða hann, Lukaku til Chelsea er pottþétt komið á bið útaf þessu og sömuleiðis Kane til City.

  Ef Liverpool elitist ekki við hann þá er það vegna small club mentality. Það má í einstaka tilfellum gera undantekningu frá því að stilla upp liði í Excel skjölum sbr Moneyball aðferðin.

  Er ekki Liverpool með sérstakan samning við Nike um að fá hærri prósentu fyrir hverja selda treyju en fá í staðinn lægri fasta greiðslu? Messi treyjur myndu rokseljast og Liverpool myndi verða mun verðmætara vörumerki á einni nóttu.

  Messi #10 (sorry Mané en þú færð 10% launahækkun í sárabót).

  3
  • 1-0 fyrir LFC, Takumi eftir geggjaða sendingu frá eh sem ég sá ekki hver var

   2
   • Já ég var víst búinn að lofa að uppfæra færsluna með úrslitum. Það er komið inn núna.

    2
 7. Þann dag sem Messi eða Mbappé verða Liverpool leikmenn skal ég hlaupa nakinn niður laugaveginn!

  6
  • Engar áhyggjur kallinn minn það muntu aldrei þurfa að gera ekki það að ég kæmi með þér 🙂

   4
 8. Messi hefur ekkert að gera í deildina á Englandi, það er bara þannig.

  3

Alisson, Fabinho og Trent búnir að framlengja

Gullkastið – Læti á leikmannamarkaðnum