Núverandi hópur vanmetin og hungraður

Síðasta tímabil var svo hræðilega þreytandi, langdregið og misheppnað að líklega vanmeta margir hversu gott núverandi Liverpool lið er í raun og veru. Hópurinn sem vann Meistaradeildina og deildina árið eftir er nánast eins og hann leggur og þær breytingar sem gerðar hafa verið styrkja þann hóp töluvert. Liðið er alls ekki komið á eftirlaunaaldur þó stutt sé eftir af samningum nokkurra lykilmanna. Hópurinn er á besta aldri, þeir eru flestir um og undir þrítugu ennþá.

Liverpool var besta lið deildarinnar í fyrsta þriðjungi tímabilsins og einning í síðasta þriðjungi. Það var í raun bara háveturinn sem fór alveg með þetta fyrir okkar menn þegar meiðslalistinn var kominn á Almannavarnastig.

Liverpool rústaði stigameti félagsins 2018/19 með 97 stiga tímabili og vann Meistaradeildina í þokkabót. Árið eftir var Liverpool búið að vinna deildina um og eftir áramót og gaf töluvert eftir í restina, 99 stiga tímabil. Diogo Jota, Thiago, Jones og Konate hafa bæst við hópinn sem náði þessum stigafjölda og Wijnaldum, Lallana og Lovren eru farnir. Mögulega getum við farið að telja Elliott og Tisimikas með sem jákvæða viðbót við hópinn að auki.

Síðasta tímabil

Það blikkuðu viðvörunarbjöllur nánast frá fyrsta leik á síðasta tímabili, sprækir nýliðar Leeds skoruðu þrjú mörk á Anfield í fyrsta leik en töpuðu samt. Því var fylgt á eftir með góðum sigrum á Chelsea og Arsenal. Fullt hús stiga í september.

Það sem litar fyrsta þriðjung tímabilsins hjá Liverpool er 2-7 kjaftshöggið gegn Aston Villa með Adrian í markinu og svo hið rándýra og sturlað ósanngjarna 2-2 jafntefli gegn Everton. Liverpool vann þann leik reyndar fair ´n´ square en fullkomlega vanhæfur dómari leiksins dæmdi löglegt mark af í kjölfar Pickford og Richarlison árásanna sem höfðu mjög alvarleg áhrif á allt tímabilið.

Liverpool var á toppnum um áramótin síðustu með 33 stig eftir 16 leiki. Alls ekkert sérstakt og mörg stig í súginn gegn liðum sem Liverpool hefur verið að rúlla upp undanfarin 2-3 tímabil en samt bestir í deildinni fram að þessum tímapunkti. Meiðslin héldu endalaust áfram að hrannast upp og frá miðjum nóvember var Klopp án allra þriggja miðvarðanna, magnað ekki síst í ljósi þess að tímabilið byrjaði í september! Alisson missti líka úr slatta af leikjum, Thiago var ekkert með eftir Everton leikinn í 5.umferð og Jota fór líka á meiðslalistann. Henderson var alltaf að meiðast eitthvað smá, Mané, Salah, Trent og Keita fengu allir Covid.

Liverpool var reyndar með 31 stig eftir 14 umferðir en enduðu árið með tveimur slæmum jafnteflum áður en öll meiðslin fóru að taka sinn toll fyrir alvöru. Fjórtán leikja run frá því að Liverpool vann Crystal Palace 0-7 19.desember skilaði aðeins 12 stigum sem er sturlað miðað við gengi Liverpool fram að því.

Liverpool liðið sem setti félagsmet í sigrum á heimavelli tapaði sex í röð loksins þegar liðið tapaði á Anfield. Tómum Anfield að sjálfsögðu, það verður líklega aldrei hægt að reikna út hversu miklu máli það skiptir að hafa áhorfendur á leikjum en það kemur ekkert á óvart að þessar hörmungar hafi átt sér stað á Anfield á meðan stúkan var tóm.

Það voru allt í einu allskonar skítalið að vinna á Anfield. Burnley braut ísinn og svo Brighton. Bæði lið höfðu ekki getað blautan fram að því. Man City vann sannfærandi 1-4 og meira að segja Everton vann á Anfield, eitthvað sem hafði ekki gerst síðan á síðustu öld. Chelsea vann líka og eins nágrannar þeirra í Fulham sem féllu sannfærandi í vor!

Rosalegur meiðslalisti er auðvitað augljós skýring á þessum hræðilega kafla, ekki bara vegna þess að Liverpool saknaði þeirra leikmanna sem voru frá heldur líka vegna þess hvaða áhrif þetta hafði á alla holningu liðsins. Fabinho spilaði örugglega helminginn af sínum deildarleikjum sem miðvörður. Henderson var á tímabili kominn í miðvörðinn með honum eða þá fyrir Fabinho þegar hann meiddist líka! Ofan á það var einn mest spennandi miðjumaður sem Liverpool hefur keypt meiddur á þessum versta kafla tímabilsins.

Það að skipta nánast alveg um leikmenn eða hlutverk leikmanna hefur eðlilega áhrif á allt liðið. Við vorum að tala um það síðasta sumar að það gæti tekið Frank Lampard smá tíma að slípa Chelsea liðið saman eftir öll risastóru leikmannakaupin það sumarið. Hversu langan tekur það þá á miðju tímabili að taka menn úr U23 ára liðinu inn í staðin fyrir Van Dijk, Gomez og Matip í vörnina eða Fabinho og Henderson á miðjuna? Já eða spila nokkuð marga leiki ofan í þetta án Alisson? Trent, Robbo og sóknarlínan fengu enga hvíld nema þegar þeir voru jú líka frá vegna meiðsla eða veikinda.

Hlutverk Trent og Robbo breyttist fullkomlega og frelsi þeirra var miklu minna en það hefur verið. Þjónustan við sóknarlínuna var lítil sem engin í kjölfarið á öllum þessum hræringum fyrir aftan þá. Til að toppa allt saman var Jota meiddur og Mané að eiga sitt versta tímabil.

Nat Phillips spilaði langmest allra miðvarða Liverpool í vetur eða litlu minna en Van Dijk, Gomez og Matip samanlagt. Rhys Williams spilaði líka meira en Gomez og Van Dijk en vantaði hálftíma upp á að spila meira en Matip.

Síðustu tíu leiki tímabilsins var Liverpool aftur besta liðið á Englandi, nú með bakið fyllilega upp við vegginn og hópinn enn í henglum vegna meiðsla. Klopp tókst að slípa liðið nógu vel saman til að tapa ekki leik í síðustu tíu leikjunum og vinna átta þeirra. Það er líklega hans mesta afrek sem þjálfari. Liverpool náði ekki bara Meistaradeildarsæti heldur endaði í því þriðja eftir allt þetta og var styttra frá Man City en þeir voru á eftir Liverpool tímabilið á undan.

Næsta tímabil

Við erum öll sammála um að Liverpool liðið þarf að halda áfram að þróast og má ekki sitja á hakanum á meðan helstu keppinautarnir versla hressilega inn af frábærum leikmönnum. Þörfin í sumar var samt númer eitt, tvö og þrjú að kaupa alvöru miðvörð sem getur farið beint í byrjunarliðið. Það var gert strax. Þar fyrir utan er kjarninn nógu góður til að setja markið aftur á 90+ stiga tímabil. Byrjunarliðið er ennþá það gott og Jurgen Klopp er ennþá stjóri Liverpool.

Það að bæta Thiago við frá byrjun er eitt og sér rosalega spennandi viðbót við hópinn sem við fengum ekki að njóta á síðasta tímabili. Thiago með alvöru vörn fyrir aftan sig og Fabinho og Henderson/Keita í skítverkum í kringum sig er miklu hættulegra vopn en við sáum í fyrra. Samstaf hans og Fabinho undir lok síðasta tímabils er lykillinn á bak við Meistaradeildarsæti á þessu tímabili. Það var með Nat Phillips og Rhys Williams í vörninni!

Konate er á stærð við Van Dijk og með hraða á við hollendinginn. Hann hefur alla burði til að vinna sér strax sæti í byrjunarliði Liverpool og hefur alla burði til að verða mun betri en hann er núna. Hann kemur með hæð inn í liðið sem vantaði sárlega mest allt síðasta tímabil. Allir hinir þrír eru auðvitað ennþá mikil spurningamerki en endurhæfing þeirra hefur lofað góðu so far, þeir koma auðvitað líka með hæð inn í byrjunarliðið. Liverpool með tvo af fjórum bestu miðvörðum liðsins í vörninni eru ekki nærri því jafn miklir aumingjar í loftinu og liðið var á síðasta tímabili.

Diogo Jota hefur svo alla burði til þess að taka byrjunarliðssætið af annaðhvort Mané eða Firmino. Auðvitað koma þeir allir til með að spila mjög mikið en haldi Mané og Firmino áfram í svipuðum gír og þeir voru stóran hluta síðasta tímabils verður Jota vonandi tilbúinn núna til að koma inn. Botninn datt fyrst alveg úr hjá Liverpool síðasta vetur þegar hann meiddist í danmörku.

Naby Keita sérstaklega og mögulega Ox gætu verið wild card í vetur. Keita hefur í raun ekki verið meiddur síðan í febrúar og Ox ekki heldur. Keita kom lítið sem ekkert við sögu undir lok síðasta tímabils og er sagður hafa verið í sérstakri endurhæfingu í langan tíma en Klopp virðist alls ekki vera búinn að gefast upp á honum. Brottför Wijnaldum gæti fjölgað mínútum Naby Keita umtalsvert. Þeir hjá Leipzig tala ennþá um hann sem besta leikmann í sögu félagsins, vonandi fáum við að sjá þann leikmann reglulega í vetur.

Það er engin þörf á ofurstjörnu til viðbótar við núverandi lið ef meiðslalistinn verður eðlilegur í vetur. Það er heldur ekki auðvelt að sannfæra leikmenn um að koma til Liverpool og keppa við núverandi byrjunarlið um stöðu. Næsta sumar er miklu líklegra hvað það varðar þá á móti stórri sölu á einhverjum.

Leikmannakaup?

Liverpool er aldrei að fara kaupa leikmenn eins og Mbappé eða Haaland, dýrustu bitana á markaðnum sem munu heimta nálægt hæstu launum sögunnar. Eins eru eigendur Liverpool betri í stærðfræði en svo að kaupa 28 ára leikmenn eins og Kane eða Lukaku á +/-100m. Chiesa væri kannski nær lagi upp á tegund leikmanns og aldur en þá aðeins í staðin fyrir Mané eða Salah.

Það sem er miklu líklegra núna í ágúst er að einhver af Origi, Shaqiri eða Minamino fari og nýr leikmaður komi í staðin fyrir þá. Þ.e. leikmaður sem fer á bekkinn en er með potential í að þróast í byrjunarliðsmann.

Þegar Diogo Jota var keyptur í fyrra var hann einn af þremur sóknarmönnum á óskalista FSG. Hinir voru Ismaela Sarr fóstbróðir Mané og Jonathan David, kanadískur sóknarmaður Frakklandsmeistara Lille. Verðmæti beggja hefur hækkað umtalsvert í vetur, Sarr er núna aftur Úrvalsdeildarleikmaður og David sprakk út á sínu fyrsta ári hjá Lille. Þeir eru engu að síður í fjárhagsvandræðum eins og öll franska deildin (fyrir utan PSG). Covid beit mun verr í Frakklandi en annarsstaðar þar sem þeir flautuðu mótið alveg af og eins vegna þess að risastór sjónvarpssamningur sem Ligue 1 var búið að gera fór í vaskinn. David er 21 árs sóknarmaður sem gæti aukið breiddina umtalsvert umfram það sem Minamino og Origi eru að gera og hefur alla burði til að verða miklu betri. Sömuleiðis Sarr rétt eins og Jota í fyrra. Það er ekkert víst að listinn sé eins mannaður í ár en örugglega svipaður hvað profile leikmanna varðar.

Gini Wijnaldum spilaði +3.000 mínútur í deildinni í fyrra og augljósi kosturinn væri að skipta þeim á milli Thiago, Jones og Keita/Ox. Ef að Liverpool kaupir nýjan miðjumann í ágúst er mjög hæpið að hann komi að ráði inn í byrjunarliðið fyrr en í fyrsta lagi um og eftir áramót. Keita og Ox eru 85m af miðjumönnum á besta aldri sem hafa verið svo gott sem ónotaðir í þrjú ár. Harvey Elliott gæti jafnvel verið hugsaður sem valmöguleiki á eftir þessum hópi.

Brottför Gini og jafnvel Shaq skilur engu að síður eftir sig skarð sem þarf að fylla með traustari hætti og þá helst einhverjum sem getur leyst af aftar á miðjunni, fyrir Henderson eða Fabinho. Það meikar lítið sens að kaupa leikmann sem færi framfyrir Curtis Jones í goggunarröðinni. Að fá slíkt talent úr akademíunni á einmitt að spara félaginu kaup nýjum leikmanni í sömu stöðu.

Ef að það á að kaupa nýjan miðjumann erum við annaðhvort að horfa á svipaða hugmyndafræði og í sókninni, Sarr eða David tegund af leikmanni með miklu hærra þak. Eða einhvern sem telur sig geta komið í byrjunarliðið á kostnað einhvers af Fabinho, Henderson og Thiago.

Af raunhæfum kostum væri Saul Niguez leikmaður sem gæti keppt strax við okkar bestu menn um byrjunarliðssæti, frábær í pressu, mjög góður á boltann, ágætlega hávaxinn og getur spilað allar stöður á miðjunni.

Jafnvel ef Liverpool gerir ekkert í viðbót á markaðnum er Klopp að endurheimta saman lið sem hefur tvisvar náð nálægt 100 stiga tímabili, lið sem tók 26 stig af 30 undir lok síðasta tímabils.

FSG virðist líkt og áður leggja ekki minni áherslu á að semja áfram við bestu leikmenn liðsins en að kaupa nýja í staðin. Það að semja við Trent, Alisson, Fabinho, Robbo, Salah, Mané og Van Dijk er ekki síður mikilvægt en að kaupa nýja leikmenn.

Síðasta sumar á leikmannamarkaðnum var mjög skrítið vegna Covid, Liverpool kláraði kaupin á Jota og Thiago sem dæmi ekki fyrr en í september eða rétt fyrir tímabilið. Þetta sumar verður ekki síður brenglað vegna Covid en síðustu vikurnar gætu orðið mjög áhugaverðar núna þegar stærri fjárhæðir eru farnar að hreyfast milli liða.

16 Comments

  1. Það er ekkert sem segir að menn geti ekki meiðst og ef t.d. Hendo, Fabinho og Trent meiðast er liðið komið í sama skítinn og síðasta tímabil. Það sýndi sig að liðið ræður ekki við meiðsli þriggja, eða fleiri, lykilmanna vegna of einhæfs hóps. Við þurfum eins og þrjá Milnera og menn með Nat Philips attitjúd.

    11
  2. Einar er spot on!

    Við erum með frábært byrjunarlið og mjög góðan hóp. Lið sem getur klárlega barist um titlana sem skipta máli.
    Eitt af því mikilvægasta er að tryggja að við verðum tilbúnir með nýja lykilleikmenn þegar núverandi menn detta út, en það gerist á allra næstu árum í sókninni og á miðjunni, þar sem lykilmenn eru að nálgast efri fótboltaárin.
    En ég er rólegur í bili.

    1
  3. Ég hef mestar áhyggjur af því hvernig van djik kemur til baka, það eru meiri líkur en minni að menn nái sér aldrei 100% af svona meiðslum, hann leit nú ekki vel út þann stutta tíma sem hann spilaði gegn Herthu

    5
    • Sammála þessu. Vonum að van Dijk sé ekki búinn á hæsta leveli. Var magnaður og besti miðvörður deildarinnar í tvö tímabil, sem er alltof stuttur tími miðað við það sem hann sýndi á þeim tíma.

      1
  4. Fabinho var að skrifa undir nýjan samning til næstu 5 ára. Frábærar fréttir.
    Eins og nýr leikmaður (hehe)

    5
  5. Sammála að ofan að dijk verði ekki samur, allavega ekki fyrr en er nálgast áramótin. Er konate tilbúinn í að fylla það skarð 95%? Vonandi.
    Auðvitað hefur maður trú og allt það en skynsemin þarf að fylgja með, og við erum ekki með nokkra varamenn í hinar ýmsu stöður til að veikja ekki byrjunarliðið. Því hef ég áhyggjur af, sem ég vona að verði ekki raunin. Ég treysti klopp 100% en fsg? Þeir þurfa að sanna meira fyrir mér, þótt ég sé ekki óánægður með þá.

    7
  6. Smá þráðrán Man Cyti að kaupa jack Grealish ! á sama tíma og Pep talar með rassgatinu að það séu ekki til peningar til að kaupa dýra flotta leikmenn þeir eiga líka eftir að kaupa framherja og þori ég að veðja að sá verður ekki ódýrari en Grealish sannið til nema þeir fari utan Englands ?

    YNWA

    4
  7. Sælir félagar

    Öll félögin sem teljast til hinna stærri eru að styrkja sig og sum verulega. Liverpool er eina félagið sem virðist ekkert vera að gera á leikmannamarkaðinum. Eftir að hafa keypt miðvörð í vor virðist allt vera botnfrosið hjá félaginu. Kaupin á miðverðinum voru neyðarkaup og óumflýjanleg en annað virðist vera eigendunum ofraun. Það eina sem gerist er að það eru keyptir krakkar héðan og þaðan til að selja síðar meir en að styrkja hópinn – nei.

    M. city er að landa Grealish og Kane, MU búuið að kaupa amk. 2 alvöru menn og eru ekki hættir, Chelsea að landa Lukaku og ef til vill meira sem ég man ekki. Leicester að kaupa (og reyndar selja líka), Arsenal kaupir og kaupir (amk. reynir) og reynir o.s. frv. Hjá Liverpool er nákvæmlega ekkert að gerast nema slúðrið bendlar félagið við einhverja skaula en leikmenn sem styrkja núverandi byrjunarlið eru félaginu ofraun. Frekar súrt finnst mér.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  8. Ég vill sjá miðjumann og sóknarmann sem geta allavega gert góða tilraun til að komast í byrjunarliðid eða allavega veikja það lítið. Ótrúlega lítið virðist í gangi hjá okkar mönnum og ekki heyrist múkk
    Höfum áður uppllifad að lítið heyrist og svo bara væng og maður mættur,. Vonandi er eitthvað slíkt í gangi núna. Ég neita að trúa að 3 sumarið í röð komi nánast ekkert. Það kom ekkert eftir meistaradeildar og deildarsigurinn nema jú thiago og jota seint í fyrra eins og Einar segir. Ég æli að sjá hin liðin kaupa leikmenn fyrir sturlaður upphæðir. Vill sjá okkar menn taka allavega eins og ég segi miðjumann og sóknarmann eitthvað spennandi.

    3
  9. Tímabilið ekki byrjað og Thiago er meiddur og verður ekki með fyrsta eða fyrstu leiki tímabils byrjar vel.

    5
  10. Takk fyrir góða samantekt. Nú er City að landa Grealish og hugsanllega einnig Kane.
    Er þá ekki lag að fá Sterling til baka. Hann mun sennilega fá mun minna að spila hjá City og verður væntanlega ekki sáttur með það.

    4
  11. verður fróðlegt að fylgjast með þessu.

    hef ekki áhyggjur af þessu fyrren maður sér liðið spila, fab og hendo á miðju, með uxanum eða keita er alsekki óspennandi tilhugsun, vörnin kemur strax inn sterk með van djik og ? þá held ég að þetta sé í góðu lagi, eigum jota sem backup í fremstu,, hugsa að mane verði allt annar leikmaður enda loks búinn að fá að hvíla sig,, mane og firmino detta í gírinn þá hef ég 0% áhyggjur af þessu.. vitum að salah skorar 30 plús mörk á næstu leiktíð án efa.

    eina sem ég vildi fá á bekkinn virkilega mikið er coutinho, gaur sem gæti hjálpað okkur mikið á móti liðum sem pakka í vörn, annað veit ég ekki.. held ég hafi haft rétt fyrir mér í byrjun sumars að það kæmu ekki fleyri leikmenn til liverpool í þessum glugga, klopp greinilega vill ekki bæta inn í hópinn nema eitthvað stórt fari út.

    • “Eitthvað stórt fari út”! Wijnaldum var að fara frá okkur og við höfum ekki bætt manni á miðjuna! Thiago meiðist og er að ég held meiddur nú þegar Hendó meiðist mikið Keita er bara alltaf meiddur nær 1 leik og svo horfinn í einhverja mánuði Fab er eini miðjumaðurinn sem ég myndi segja að sé mestu líkur á að haldast heill 80% tímabils ég trúi ekki öðru en það eigi að bæta í það minnsta 1 stk miðjumanni í hópinn ekki verra að fá 2stk og svo bara 1 stk Mbappé bið ekki um meira.

      1
  12. Þegar allir eru frískir og í formi þá er hópurinn hjá Liverpool geggjaður og getur unnið allt. En reynslan og tölfræðin segir einfaldlega að það mun ekki vera þannig næsta vetur. Ákveðnir leikmenn munu vera meiddir einhvern hluta tímabilsins (Keita, Ox, Tsimikas, Hendo, Matip, Gomez, Thiago, Alison…). Svo er algerlega óvíst hvernig VVD mun koma til baka. Hann var leikmaður sem meiddist nánast ekkert en eftir svona endurhæfingu er þekkt að menn verða brothættari og jafnvel aldrei sömu leikmenn og þeir voru fyrir meiðsli. Svo eru alltaf einhver ófyrirséð meiðsli eins og VVD síðasta tímabil sem dæmi. Þannig að það eru engar líkur á að allur hópurinn haldist heill allt tímabilið.

    Þá er spurningin hvort að breiddin sé nógu mikil til að mæta því sem mun koma í vetur. Er nóg að kaupa Konate og fá Harvey Elliot til baka? Er Curtis Jones að fara í skóna hans Wijnaldum? Eru einhverjir ungir leikmenn að fara að stíga upp og inn í liðið í vetur?

    Persónulega finnst mér ekki endilega vanta fleiri squad players en væri til í 1-2 topp klassa sóknarsinnaða leikmenn sem myndu vera færir um að fara beint í byrjunarliðið. Ekki hugmynd um hverjir það gætu verið eða hvað er raunhæft.

  13. Um leið og allir fóru að kyrja að menn væru að koma úr meiðslum þá fór ég að hafa smá áhyggjur og líka þegar Klopp var að testa leikmann eins og OX í nýrri stöðu og fleira..kanski var hann að prufa hann í miðverðinum ?

    Thiago núna meiddur áður en tímabilið byrjar og þá er Wijnaldum augljóslega farinn..þarna eru 2 leikmenn sem væru inná strax í byrjun tímabils. 1 farinn og 1 meiddur.

    Er það skrítið að menn hafi áhyggjur ..C.Jones virtist engan veigin vera tilbúinn í þá rullu sem hann fékk síðast og að treysta á OX og Keita hefur ekki reynst okkur vel.

    Elliot til baka er frábært finnst mér og kaupin á Konate gefa manni smá von þarna aftast.
    En það breytir ekki þeirri staðreynd að miðjan er strax byrjuð að hökta og tímabilið ekki byrjað nei ég treysti ekki alveg Ox , Keita eða C.Jones sorry.

    2

Um “heimaræktaða” leikmenn

Alisson, Fabinho og Trent búnir að framlengja