Græða á ungum leikmönnum innan vallar sem utan.

Akademía Liverpool hefur heldur betur verið að standa sig undanfarin ár og sést það ekki bara á þeim ungu leikmönnum sem eru að banka á dyrnar heldur líka á sölu leikmanna frá liðinu. Akademía Liverpool er á hraðri uppleið og má því kannski þakka að í liðinu er stjóri sem er duglegur að gefa ungum leikmönnum tækifæri á stóra sviðinu og hefur það hjálpað Liverpool að ná í unga og efnilega leikmenn til sín sem sjá að miði er möguleiki ef þú kemur til Liverpool. Liverpool hafa líka á undanförnum árum sett meira púður í alla umgjörð í kringum akademíuna því að það einfaldlega skilar sér vel til baka bæði innan vallar sem utan.

Það er talið að það kosti um 10 m punda að reka akademíuna á hverju tímabili en Klopp er að fara í sitt sjötta heila tímabil núna með liðið og stærðfræði snillingar sjá að það hefur því kostað liverpool um 60 m punda á þessum tíma að reka unglingahreyfingu liðsins en væri ekki betra að nota þessa seðla í að fjárfesta í nýjum leikmönnum í aðalliðið? Heldur betur ekki því að á þessum árum hefur liðið selt unga leikmenn hægri vinstri.

Skoðum þetta aðeins nánar og sjáum þessa helstu sem hafa verið að fara s.s leikmenn sem hafa alist upp í akademíunni eða fengnir ungir að aldri og voru settir í akademíuna.

2016/17
Jordon Ibe Bournemouth 15m punda
Brad Smith Bournemouth 6m punda
Sergi Canos Norwitch 4,5m punda

2017/18
Kevin Steward Hull 8m punda
Andre Wisdom Derby 4,5m punda

2018/19
Dominic Solanke Bournemouth 19m punda
Danny Ward Leicester 12,5m punda
Rafael Camacho S.Lisbon 7m punda

2019/20
Ryan Kent Rangers 7,5m punda
Allan Rodrigues de Sousa A.Mineiro 3,5m punda

2020/21
Rhian Brewster Sheffield United 23m punda
Ki-Jan Hovever Wolves 13,5m punda
Herbie kane Barnsley 1,25m punda

2021/21
Harry Wilson Fulham 12m punda
Marko Grujic Porto 10,5m punda
Taiwo Awoniyi Union Berlin 6,5m punda
Kamil Grabara FC Copenhagen 3m punda
Liam Millar Basel 1,3m punda

Það eru auðvitað nokkrir þarna sem Liverpool var búið að fjárfesta aðeins í Grujic 5m og Solanke upphæð ekki alveg á hreinu en hún fór fyrir dómstóla og er talinn vera í kringum 5m punda en eins og sjá má í þessari upptalningu þá er þetta slatti af seðlum. Ef akademían væri bara að gera þetta fyrir klúbbinn þá væri það ekki slæmt en hún er líka að skila inn mjög spennandi leikmönnum í aðaliðið og sumir hverjir hafa heldur betur verið að nýta tækifærið.
Trent Alexander Arnold, Curtis Jones, Harvey Elliot, Neco Williams, Rhys Williams og Caoimhin Kelleher hafa allir fengið að spila með aðalliðinu og svo eru nokkrir mjög efnilegir að mæta á svæðið sem við förum yfir betur síður. Það er samt ljóst að framtíðin er björt og hver veit nema að næsta Liverpool goðsögn leynist nú þegar í akademíunni okkar 🙂

22 Comments

 1. Flottur postur og goð samantekt
  Tvær ábendingar Jordan Ibe var seldur til Bournmouth ekki Palace og Trent heitir Alexander Arnold ekki Aron

  1
   • Já þurfum samt að fá Bournmouth aftur í efstu deild til að halda áfram að kaupa þessi leikmenn af okkur. Eigum samt að biðja Sheffield afsökunar á þessari Brewster sölu.

    3
   • Brewster var nú samt að skipta yfir í treyju nr. 7 hjá Sheffield, svo þeir eru nú tæpast alveg búnir að afskrifa hann.

    2
 2. Góð grein. Leiðinlegt að hafa misst alla þessa ungu leikmenn frá okkur í stað þess að byggja til framtíðar.

  4
  • Ég er ekki viss um að þessir strákar hafa getu til þess að spila í toppbatáttunni með Liverpool en þar viljum við vera.

   5
  • Ég held að enginn af þessum strákum, sem voru seldir, hafi haft gæði til að spila fyrir Liverpool.

   Það er mjög erfitt að sjá hverjir verða toppleikmenn og hverjir verða miðlungsleikmenn í kringum 13-20 ára aldurinn og því eðlilegt að leikmenn úr unglindaakademiunni eru seldir til annara liða.

   Það er svo margt sem getur spilað inn í sem getur staðnað þróun leikmanns – t.d, ekki nægjanlegur hraði, líkamlegur vöxtur, meiðsli, andlegi þátturinn, fótboltagreind og margt annað. Svo geta leikmenn líka haft fína eiginleika sem annað hvort er miklu meira en nóg af hjá klúbbnum eða eiginleika sem henta öðrum liðum betur og því oft lang besti kosturinn, fyrir alla aðila að selja þá til annarra liða. T.d Harry Wilson.

   5
 3. Vel tekið saman.

  FSG eru komnir á slétt þetta sumarið eftir sölurnar og kaupin á Konaté. Takmarkinu náð. Vel gert!

  Wake up, John Henry, and spend some money!

  6
 4. Ég var akkúrat að hugsa hver tilgangurinn væri með Minamino, og þá skoraði hann. Skárra en ekkert.

  2
 5. Þessi æfingar leikur var fullkominn. Það vantar þrjá byrjunarliðs menn og þar með 3/4 úr hryggjarstykkinu. Virg fékk áminningu um að hann er líkamlega heill en hefur ekki spilað fótbolta í langan tíma. Fullt af hæfileikum á meðal þeirra sem eru í aðalliðshópnum og nokkrir ungliðar á fínni siglingu en ekki tilbúnir.

  Keita er… (bannað að jinxa)
  Elliot hefur þroskast rosalega vel.
  Trent verður að fara að spila libero úr bakverðinum. Vonandi fáum við að sjá Fabino renna úr 6 í 2 (inní hægri bakvörðinn) og leyfa Trent að rúlla inn sem tengiliður í smá tíma í leikjum. Verður Total football þarna.
  Salah og Mane eru maskínur og fríið hefur hlaðið batteríin.

  Það vantar ekkert í þennan hóp nema smá tíma saman og svo förum við eftir öllum þessum bikurum.

  2
  • Gætum þurft að bæta við nýjum miðverði miðað við getu Virgil Dijk í leiknum.

   1
   • Ertu þá að meina þessar 20 mín sem hann fékk eftir 9 mánuði frá ?

    6
  • “ Það vantar ekkert í þennan hóp nema smá tíma saman og svo förum við eftir öllum þessum bikurum.”

   Rangt. Við höfum aldrei haft áhuga á deildarbikar og FA dollunni síðan Klopp tók við. Annars er hitt rétt hjá þér. Tíminn hjálpar þessum hóp sem er sterkur þar til meiðslin koma og þau koma þegar meðalaldurinn er eins og hann er. Ef við sleppum við meiðsli, Minamito og Keita koma inn sterkir, þá gætum við gefið Citeh smá keppni fram undir Febrúar-mars.

 6. Og talandi um VVD þá er verið að tala um að Schalke sé að reyna að losa sig við Kabak (sem við vorum með í láni frá áramótum) og það á frjálsri sölu. Ég veit að við höfum slatta af DC þessa stundina en ef við erum að tala um að Nat Philips gæti verið seldur þá er gefins Kabak. Rhys Williams á enn langt í land til að verða eitthvað (ef hann verður þá eitthvað. Hann er allavega stór…….efnilegur). Koumetio er að nálgast 1sta liðið. Kabak er ekkert að fara að taka skelfilega há laun og FSG vilja hlutina gefins.

  Bara pæling.

Gullkastið – Leikmannamarkaðurinn á Englandi

Um “heimaræktaða” leikmenn