Liverpool – Mainz 1-0

Leikþráður um æfingaleik við Mainz

Klopp gerði 11 breytingar í hálfleik og má segja að leiknum hafi verið skipt á milli A liðsins og B liðsins.

Byrjunarliðið í fyrri hálfleik:

Kelleher – Trent – Kontate – Matip – Tsimikas / Milner – Keita – Elliott / Salah – Mane – Ox.

Byrjunarliðið í seinni hálfleik: 

Adrian / Williams – Koumetio – Phillips – Beck / Jones – Clarkson – Morton / Minamino – Origi – Gordon

Aðrir: Karius – H Davies – Bradley – Cain – Jota

Diogo Jota er með hópnum en kom bara í þessari viku og spilar því líklega ekki gegn Mainz. Harry Wilson er einnig með úti en spilar ekki þar sem hann er sagður á barmi þess að semja við Fulham. Ben Davies er ekki til… ég meina er ekki með af persónulegum ástæðum.

Leikurinn sjálfur var dæmigerður æfingaleikur snemma á æfingatímabilinu og ekki margt nýtt sem við lærðum þannig séð. Engu að síður alltaf gaman að horfa á Liverpool fara af stað á ný.

Kelleher kom aftur í markið og spilaði fyrir aftan Konate og Matip sem verða teljast líklegir til að byrja saman í fyrsta deildarleik úr því að Van Dijk og Gomez eru ekki enn komnir í 100% æfingaprógramm. Keita stóð hvað helst uppúr í fyrri hálfleik og var út um allt eins og við þekkjum frá honum þegar hann er heill heilsu. Ox var svo áfram í Firmino holunni.

Fyrri hálfleikur fór 0-0

Seinni hálfleikur var skipaður leikmönnum  (fyrir utan Curtis Jones) sem verða líklega lítið sem ekkert í plönum Klopp á næsta tímabili. Mainz skipti reyndar sömuleiðis um lið. Williams byrjaði en hann var ekki kominn úr fríi í síðustu viku. Bradley fór því á bekkinn. Phillips kom einnig inn í liðið sem er áhugavert í ljósi þess að hann spilaði ekki í síðustu viku, veit ekki til þess að hann hafi verið meiddur. Billy The Kid var með honum í miðverðinum. Owen Beck var sprækur í vinstri bakverði og skapaði sjálfsmarkið sem gerði út um þennan leik. Pressan var fín frá miðjunni sem var skipuð Jones – Clarkson – Morton. Frammi var svo langmest spennandi að fylgjast með Kadie Gordon sem var óheppinn að skora ekki í dag en markið hans var dæmt af vegna rangstöðu í aðdragandanum.

Leikar enduðu 1-0

Eftir leik útilokaði Klopp nánast að við fengjum að sjá Van Dijk og Gomez í Berlín í næsta leik

10 Comments

  1. Hrikalega líst mér vel á Konaté! Cool as you like í leiknum í dag. Kloflangur með afbrigðum og fljótur að éta metrana, ef einhver sleppur framhjá. Slef-spennandi að sjá hann og VVD saman!

    3
  2. Keïta leit líka vel út, eins og svo oft í léttum og vinalegum æfingaleikjum undirbúningstímabilsins, þar sem enginn meiðir annan viljandi. Hins vegar segir mér svo hugur að um leið og alvara enska boltans hefst með öllum sínum harðspörkum og svínaríi þá muni okkar maður meiðast. Hann er frábær tekniker en ekki nógu sterkbyggður (hvort sem það er nú að innan eða utan) fyrir hnjaskboltann í Englandi. Þetta verður síðasta tímabilið hans með Liverpool.

    3
  3. Hef smá áhyggjur að við vorum að nota Nat Phillips. Það bendir til að meiðsli Vvd og Gomez séu verri en við héldum og það sé lengra í þá og Phillips verður ekki seldur fyrr en útséð er hvort þeir verða heilir þetta season.
    Vonandi hef ég rangt fyrir mer

    3
    • Nat Phillips fór nú langt með að vera maður tímabilsins á síðasta ári.

      En ég hugsa að hann sé fyrir aftan Matip og Konate í goggunarröðinni.

      3
      • Já ekki misskilja mig Daníel, Nat var frábær á síðasta tímabili.
        Hins vegar þá er Nat ekki í þeim gæðum sem vip viljum hjá Liverpool enda ekki hraður og myndi eiga erfitt í uppspili.
        Ég er líka viss að hann vil gripa gæsina og fá sölu í úrvaldsdeildinni eftir að hafa sannað sig hjá Lfc.
        Það að hann spilaði í gær veldur þeim áhyggjum að jafnvel sé enn lengra í Virgill og Gomez en við bjuggumst við og það er verulegt áhyggjuefni enda Vvd eins mikill lykilmaður og þeir gerast.
        Vonandi var þetta bara sýningagluggi fyrir hann og hann verður seldur fyrir flotta upphæð.
        Enda höfum við ekkert að gera með hann sem 5th miðvörð

      • Persónulega verð ég alveg rólegur þó Nat verði hjá klúbbnum þegar glugginn lokar. Einmitt út af því hvar VVD og Gomez verða staddir í sínu bataferli. Ég met það sem svo að Nat sé þá þriðji miðvörður, og við vitum að þegar Matip er fyrsti eða annar miðvörður þá er nauðsynlegt að vera með solid þriðja miðvörð. Nat er einmitt þannig. Ekki kannski aðalmiðvörður til að byggja liðið í kringum, en sem hefur ákveðna styrkleika og þekkir sína veikleika.

        2
  4. jæja með sölunni á Willson erum við búnir nánast komnir á núllið í leikmannamarkaðnum þrátt fyrir kaupin á Konate.

    Allt eins og FSG vilja hafa það.

    6
  5. Já núna verið að safna í baukinn en já ekki mikill söknuður af þessum leikmönnum spiluðu aldrei. Maður hafði vonir um Wilson en það gekk ekki upp.

    2
  6. Eitthvað ítalskt blað segir okkar menn hafa boðið 86 milljónir í Chiesa hjá Juve en ég trúi því ekki að okkarm menn hafi eða muni bjóða svona upphæð í leikmann nema selja stórt þá áður. Við erum bara ekki og virðumst ekki ætla að keppa um stærstu bita evropu a markaðnum því miður . Vonað að það komi einn eða tveir en giska á að þeir muni ekki kosta nema 30-50 hvor en það gætu alveg verið hörkuleikmenn þott það sé kannski ekki alveg úr efstu hillunni.

    4
  7. Jæja Gini Wijnaldum segir að félagaskiptin hafi ekki snúist um peninga heldur fannst honum hann ekki samþykktur af aðdáenduum á samfélagsmiðlum.

    Semsagt aukaatriði að hann hafi þrefaldað launin sín á þriggja ára samning og væntanlega fengið feitan undirskriftarrékka líka.

    2

Væntingavísitala varðandi nýjan sóknarmann

Hverjir taka við hlutverki Wijnaldum?