Gullkastið – Æfingaleikir, sölur og samningar

Æfingaleikjatímabilið hófst með óvenjulegum hætti í dag þegar Liverpool spilaði tvo hálftíma leiki í Austurríki. Það er svo venjulegur leikur á föstudaginn gegn Mainz. Liverpool seldi tvo leikmenn í þessari viku og það gæti verið stutt í sölu á fleiri mönnum. Eitthvað sem gæti losað um fyrir kaupum á nýjum mönnum. Svo voru áhugaverðar fréttir af samningsmálum lykilmanna.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 339

6 Comments

  1. Takk fyrir gott Gullkast. Verðum við ekki kaupa úr efstu eða næst efstu hillu svona annaðhvert ár eða svo, annars verður árangur næstu ára eflaust bara tilviljunarkenndur.

    2
      • Hann er ekki komin þangað en getur klárlega komist þangað eftir þessvegna strax nuna næsta timab eða þarnæsta tímabili.

        Maður vonast eftir einum stórum kaupum. Það hljóta að koma 1-2 gaurar sem styrkja byrjunarliðið eða veikja það mjög lítið við að koma inná.

        2
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn og vonandi verða þeir vikulegir hér eftir. Ótrúlegt hvað maður saknar spjallsins um Liverpool þessar vikurnar en það er svo sem ekki mikið að gerast hjá liðinu nú um stundir. Það er í sjálfu sér ekkert einfalt að kaupa inn í liðið menn sem bæta byrjunarlið Liverpool. Til þess eru gæðin of mikil. En það ætti þó að vera hægt að finna miðjumann sem stendur undir nafni og sóknarmann sem gerir það líka. Í þessar stöður vantar menn og reyndar líka “bakkup” fyrir TAA. En sjáum hvað setur ef liðinu tekst að selja þá leikmenn sem nauðsynlegt er að losa af launaskrá.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  3. Jarrod Bowen leit vel út þegar ég sá hann spila síðast. Hann ætti að geta hjálpað Liverpool í keppninni um fjórða sætið á næstu leiktíð. Sett smá pressu á menn eins og Jota.

    4

Tveir hálftíma æfingaleikir í dag

Væntingavísitala varðandi nýjan sóknarmann