Hópurinn sem mætir til æfinga á mánudaginn

Æfingaferð til Austurríkis – aftur

Undirbúningstímabilið hjá Liverpool hefst á mánuaginn en Liverpool eru hvað seinastir til að hefja leik að nýju eftir síðasta tímabil, eitthvað sem getur varla komið á óvart.

Klopp ætlar aftur til Austurríkis í æfingabúðir en ekkert hefur verið gefið út formlega um æfingaleiki. Það verður þó engin local æfingaleikur í ár eins og undanfarin ár strax í byrjun undirbúningstímabilsins.

Liverpool er með fjölmarga lykilmenn klára frá fyrsta degi en þetta er hópurinn sem fer til Austurríkis:
Markmenn: Caoimhin Kelleher, Adrian, Loris Karius, Marcelo Pitaluga
Kelleher er núna flokkaður sem afgerandi markmaður númer 2 hjá Liverpool, Karius mætir líklega á mánudaginn en það er aðeins tímaspursmál hvenær hann fer í annað lið, hvort sem það er á láni eða varanlega. Hann er með samning hjá Liverpool sem ekki er auðvelt að losna við.
Marcelo Pitaluga er svo mjög efnilegur samlandi Alisson sem er líklega nr 1 hjá U23 ára liðinu í vetur.

Varnarmenn: Virgil van Dijk, Joe Gomez, Joel Matip, Ibrahima Konate, Trent Alexander-Arnold, Kostas Tsimikas, Ben Davies, Nat Phillips, Rhys Williams
The band is back together frá fyrsta degi, það er algjörlega geggjað þó við vitum ekki ennþá hvort þeir séu allir klárir í 100% pre-season æfingar. Eins er búið að bæta Konate við hópinn og hann er klár í slaginn. Davies, Phillips, Williams og Billy The Kid fara svo allir með að auki.
Trent Alexander- Arnold er búinn að ná sér það vel að hann mætir strax til æfinga, höfum séð það á samfélagsmiðlum að hann hefur verið að bulk-a sig vel upp í sumar.

Miðjumenn: Naby Keita, Curtis Jones, James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain, Harvey Elliott, Marko Grujic
Hér vantar alla byrjunarliðsmennina og líka þennan sem á eftir að kaupa á miðjuna (er það ekki?). Samt nær Klopp að vinna með Naby Keita, Milner og Curtis Jones sem vonandi tekur annað stórt skref á þessu tímabili. Ox nær vonandi meiðslalaustu undirbúningstímabili líka.
Mest spennandi verður að sjá Harvey Elliott, hvort sem hann er flokkaður sem miðjumaður eða aðeins framar á vellinum. Hann var einmitt að skrifa undir nýjan langtímasamning hjá Liverpool sem gætu mjög fljótlega flokkast sem meira en frábærar fréttir

Marko Grujic stoppar hinsvegar líklega stutt við að venju.

Sóknarmenn: Mohamed Salah, Sadio Mane, Takumi Minamino, Divock Origi, Ben Woodburn, Taiwo Awoniyi
Hérna vantar Bobby og vonandi einn nýjan í viðbót en rest mæta strax frá fyrsta degi. Salah sérstaklega virðist ætla að koma í rosalegu formi til leiks eftir sumarfrí og fer blessunarlega ekki á ÓL eins og stefndi í á tímabili. Minamino og Origi mæta auðvitað til leiks en a.m.k. annar þeirra hlítur að fara í sumar til að fá fleiri mínútur en þeir koma til með að fá hjá Liverpool.

Taiwo Awoniyi og Ben Woodburn eru ennþá leikmenn Liverpool þó þeir séu alls engir unglingar lengur. Awoniyi var að fá atvinnuleyfi loksins á Bretlandi og má því spila á Englandi en verður líklega seldur á næstunni fyrir um 8m.

Ungir pjakkar: Að vanda fara svo nokkrir ungir strákar með í æfingaferðina sem hafa ekki mikið komið við sögu hjá aðalliðinu.

Mateusz Musialowski er sá mest spennandi úr þessum hópi. Þetta er strákur sem Pólverjar hafa lengi vitað af og hefur verið kallaður pólski Edin Hazard (slíkar samlíkingar hafa aldrei klikkað). Vonandi nær hann að sýna sig í sumar og komast nær aðalliðinu í vetur því þetta er það mikið efni að hann verður að fá mínútur til að Liverpool haldi honum.

Conor Bradley – Mjög mikið efni frá N-Írlandi sem er talin nógu góður til að fylla skarð Neco Williams í hópnum. Þ.e. Liverpool er talið vera tilbúið að hlusta á tilboð í Neco þar sem Bradley er að koma upp líka (og er meira efni). Hann er 18 ára og á þegar einn landsleik að baki. Auðvitað ekki gott að vera varaskeifa fyrir Alexander-Arnold sem er svo afgerandi í sinni stöðu en hann var svosem jafngamall og Bradley er núna þegar hann komst inn í liðið.

Kaide Gordon – Þessi var keyptur á 3 m frá Derby og er ári yngri en Musialowski og alls engu minna efni. Hann var frábær síðasta vetur í yngri liðunum og var farinn að æfa með aðalliðinu 16 ára. Þú þarft að vera mjög góður til að Klopp taki þig inn svo ungan.

Billy Koumetio – Var meira efni en Rhys Williams fyrir síðasta tímabil. Hann er sterkur og stór miðvörður sem verður 19 ára í lok árs. Vonandi verður næsta tímabil samt ekki svo mikið rugl að hann endi sem lykilmaður, þó þetta sé ansi mikið efni. Það er pretty much það sem gerðist í vetur í tilviki Rhys Williams.

Tyler Morton, Jake Cain og Leighton Clarkson eru allt Scouserar og allt miðjumenn. Cain og Clarkson voru nokkrum sinnum í hóp á síðasta tímabili og eiga ágætlega bjarta framtíð fyrir sér í boltanum þó það verði líklega ekki hjá Liverpool. Morton er yngri og erfitt að segja til hvert þakið er hjá honum.

Harvey Davies og Owen Beck – Þetta eru svo markmaður og vinstri bakvörður sem fara með. Lítið heyrt af þeim.

Það er farið að styttast hressilega í næsta tímabil.

21 Comments

    • Það er hægt að reikna a.m.k. þrjár vikur frá því landslið þeirra sem ekki eru að mæta á mánudaginn þar til þeir koma til æfinga hjá Liverpool.

      4
  1. Þetta fer að byrja aftur og núna spila þeir loksins fyrir fullu húsi á Anfield og með alla miðverðina komna til baka. Salah og Mane búnir að fá frábært og mjög svo nauðsynlegt frí þannig að ég treysti á að þeir muni koma öflugir inn í nýtt tímabil.
    Ef að Keita og Minamino gætu nú farið að sýna af hverju þeir voru keyptir til liðsins þá verðum við í góðum málum, Naby Keita var geggjaður leikmaður og það er ömurlegt ef hann myndi ekki sýna það hjá Liverpool. En spenntastur er ég fyrir því að sjá Harvey Elliot, vona að hann fái alvöru tækifæri í vetur.
    Það er samt ennþá algjör nauðsyn að fá inn alvöru sóknarmann, þó að það væri eini leikmaðurinn sem að kæmi ásamt Konate, svo framarlega að það sé alvöru sleggja.

    8
    • í mars og apríl hafi Keita haldist heill í einhvern tíma og lítið sem ekkert spilað utan 30 mín gegn RM. Samt tókst honum að meiðast enn einn ganginn undir lok tímabilsins.

      Ég hef lengi haldið í vonina með Keita, því þetta er akkúrat leikkmaðurinn sem liðið þarf á miðjuna. Hann er yfirleitt lengi í gang eftir meiðsli og nær sjaldan meira en 3 leikjum sem hann spilar í góðu standi. Er það eitthvað til að halda í?

      Væntanlega kemur hár launatékki í veg fyrir að hægt sé að losa hann annað, svo það er líklega ekkert annanð að gera en að vonast eftir kraftaverki um að þessi frábæri leikmaður fari að skila því sem vonast var eftir frá honum.

      2
  2. Einar gleymir að nefna að Jota er ekki komin til baka og er í sumarfríi allavega 2 vikur í viðbót, er ekki vika allavega síðan Portúgal datt út og ef talað er um 3 vikur þá eru 2 vikur í hann en hefði haldið að allir þessir gaurar ættu að eiga rétt á 4 vikna eða meira sumarfríi bara eins og fólk vinnur sér inn hérna á klakanum sem dæmi en hins vegar virðist þeir oftast koma sirka 3 vikum eftir þessi stórmót.

    Nuna vonar maður bara að eitthvað sé að gerast á bakvið tjöldin og það er það pottett bara spurning hvort það sé eitthvað spennandi eða ekki. Sammála Magga með að okkur vantar 1-2 alvoru kaup. Miðjumann og sóknarmann að þannig kaliber í að þeir styrki beint byrjunarliðið eða allavega veiki það ekki mikið við að byrja leiki eða koma inná og breyta þeim

    5
  3. Annars finnst mér okkur miklu meira vantar afgerandi miðjumann ef sóknarmann þótt helst bæði en ef vara annaðhvort þá allann daginn miðjumann. Thiago Henderson og fabinho eru svaka par en hvað ná þeir morgun leikjum saman ? Efa meira en 50 prósent. Og maður treystir ekkert á hina miðjumennina sem eru allir í einu meiddir eða skiptast látlaust á að vera meiddir. Erum að missa miðjumann sem spilaði sennilega 90 prósent plus deildarleiki og aldrei meiddur.

    Hofum Td fyrir tveimur árum farið inn með framlínu á með heilögu þrenninguna og origi en fengum svo Jota í fyrra sem munar gríðarlega um.

    3
  4. Sælir félagar

    Þetta lítur býsna vel út. Vörnin er gríðarlega vel mönnuð og engin vandamál þar Málið er að er Keita fer að sýna það sem hann getur og var keyptur vegna þá erum við í góðum málum á miðjunni. þetta er lykilspurning og svo að hann og fleiri haldist heilir svona 75% af tímbilinu hver og einn. Framlínan er mögnuð með þá 3 fremstu ásamt Jota og ef svo einn heimsklassa ( Mbappé 🙂 ) kæmi þar í viðbót verður liðið gríðarlega hættulegt öllum vörnum heimsins.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  5. Elliot búinn að gera nýjan langtíma samning við Liverpool vill fá hann inn í liðið á þessu tímabili þessi drengur býr yfir miklum hæfileikum.

    4
    • Algerlega. Umsögnin um hann er að hann þurfi að vera aðeins ákveðnari og hungraðrari að skora, en að hann hafi frábært auga fyrir sendingum. Hann er að fara að æfa með Salah á hverjum degi og mun læra það sem vantar af honum. Þá er hann allt í einu orðinn Harry Kane nema bæði súper fljótur og teknískur. Ef Milner tekur hann í ræktina verður hann svo orðinn nagli fyrir 20ugt…

      Fer þessum landsliðsleiðindum ekki að ljúka fljótlega

      4
  6. Þetta er algjörlega magnað að sjá þennan flotta hóp hjá okkar mönnum. Núna er bara að vona að menn haldist meiðslalausir og að við höldum okkur áfram á sigurbrautinni. Get ekki beðið!

    1
  7. sorrý með mig en ég bara gat ekki unað helvítis Pickfordnum að vinna.

    11
      • Oftast er ég á bandi Englendinga en leikmenn eins og Sterling, Pickford og Kane gerðu mig hlutlausan fram í vítakeppni. Jordan Pickford var í raun hársbreidd frá því að verða þjóðahetja, sem er meira en ég hefði afborið.

        2
      • Þetta var tvöföld ánægja, azzurri meistarar og Englendingar töpuðu.

        1
  8. Framlag Liverpool til Englands í þessari keppni var ekki mikið. Mögulega í mínus, nema utanvallar kannski.

    3

Gullkastið – Nýtt tímabil

Liverpool drama 2020/21