Sigurmörk Liverpool

Það er sumar og það er tími til að gleðjast á skeri sem sólarljós er eitthvað sem er af skornum skammti. Rafa er orðinn stjóri Everton og er hægt að taka þátt í umræðunni í færslunni á undan þessari. Við ætlum samt ekki að leyfa Rafa að fá langan tíma á forsíðunni og er því um að gera að rifja upp sigurmörk Liverpool í úrvalsdeildinni sem komu í blálokin.
Rush, Gerrard, Mellor, McAllister, Origi og Alisson koma þarna við sögu ásamt fjölmörgum öðrum.

Hvert er þitt uppáhalds?

5 Comments

 1. Mellor gegn Arsenal er alltaf í ákveðnu uppáhaldi hjá mér.
  MacAllister með aukaspyrnuna á móti Everton, ég öskraði úr mér lungun
  (var nr 2 í uppáhalds sigurmarkið mitt, á eftir Gerrard/Olympiakos).
  Síðan er Origi sláar-markið á móti Everton náttúrulega ótrúlega fyndið/skemmtilegt mark.
  Alisson Becker er samt auðvitað búin að toppa öll önnur sigurmörk.
  Gerrard á móti Olympiakos er samt ennþá uppáhalds tilfinninga markið mitt.

  2
 2. Ég var fyrir aftan markið þegar Smicer skoraði gegn Chelsea 2002. Alisson, McAllister og Origi eru samt topp3

 3. Gary Mac á þetta alveg skuldlaust , hef aldrei fagnað marki eins mikið ! Vorum líka manni færri og auðvitað að spila við bláa liðið og ég staddur heima hjá tengdó og kallinn er bláliði !
  Þetta var líka geggjað sigur og mánuði seinna sópuðu við inn bikurum , þegar upp var staðið var þetta draumatímabil og mér fannst þessi aukaspyrna hjá Gary vera ákveðið upphaf af hörkulokasprett sem endaði með fullum bikaraskáp og meistaradeildarsæti !
  Fór líka á minn fyrsta og eina leik fyrr á þessu tímabili , einmitt Liverpool-everton sem við unnum 3-1 !!

Benitez bara í alvöru að taka við Everton?

Everton og Spurs með nýja stjóra / Sancho til United