Everton og Spurs með nýja stjóra / Sancho til United

Nú þegar styttist í undirbúningstímabilið hjá ensku liðunum fer stóru fréttunum að fjölga. Reyndar hefur ekki aðeins verið rólegt á leikmannamarkaðnum því þrjú lið í deildinni áttu eftir að ráða stjóra fyrir tímabilið.

Rafa Benitez til Everton

Fréttin frá því í morgun hefur nú semsagt verið staðfest. Rafa Benitez af öllum mönnum er að fara stýra Everton í vetur með Duncan Ferguson og félögum. Þetta er aðalega stórmál vegna þess að það er afar sjaldgæft að leikmenn og alls ekki stjórar starfi hjá báðum félögum í Liverpool borg.

Rafa Benitez skuldar Liverpool FC ekki neitt, hann hefur frá því hann hætti verið í góðum tengslum við stuðningsmenn liðsins og haldið heimili í borginni en ekkert komið nálægt Liverpool FC síðan hann var jú rekinn árið 2010, Gillett og Hicks fengu það út að Roy Hodgson væri betri kostur. Bara fyrir það eitt myndi ég skilja hann vel að taka við erkifjendum Liverpool. Benitez er auðvitað langt í frá að hugsa sinn feril á slíkum nótum, hann hefur alla tíð verið mikill fagmaður og óhræddur að taka erfiðar ákvarðanir án tilits til tilfinninga.

Ef að maður reynir að hugsa þetta frá hans sjónarhóli þá er lítið mál að skilja afhverju hann ákveður að taka við Everton og með því kannski menga tengsl sín við stuðningsmenn Liverpool. Fyrir það fyrsta er alvöru metnaður í eigendum liðsins, þeir eru að setja mjög mikin pening í hópinn og langt komnir með nokkuð vígaleg plön fyrir nýjan heimavöll. Everton hefur sem dæmi eytt töluvert meira nettó í leikmannakaup en Liverpool undanfarin ár.

Það er eitthvað sem Benitez hefur alls ekki alltaf fengið hjá þeim liðum sem hann hefur tekið og raunar má segja að hann hafi sérhæft sig í að taka við liðum í eigu erfiðra eigenda. Valencia stjórnin bakkaði hann ekki upp eftir tvo titla í röð, Gillett og Hicks keyptu Liverpool þegar hann var hálfnaður með sitt verk þar, þaðan fór hann til Moratti hjá Inter, eigandi Napoli er jafnvel ennþá klikkaðari, Roman hjá Chelsea er þarna líka og hvað þá Perez hjá Real Madríd. Næst var það Mike Ashley hjá Newcastle og guð má vita fyrir hverja hann var að vinna í Kína.

Þetta er rosalegur listi. Núna fer hann svo inn hjá Everton þvert á vilja stuðninsmanna liðsins að því er virðist. Það er eins og hann leiti í svona vesen.

Hópurinn sem hann tekur við þarfnast endurbóta en inniheldur ágætan kjarna sem vel er hægt að byggja við. Gott tímabil hjá þeim væri að bæta 10. sæti á síðasta tímabili.

Benitez var dottinn út úr þjálfarahringekju stóru liðanna í Evrópu og sér þarna kannski leið aftur inn. Koeman og Ancelotti eru sem dæmi að stýra Real og Barcelona núna og Martinez er þjálfari Belga. Eftir Real Madríd hefur Benitez verið stjóri Newcastle sem hann þurfti að byrja að ná upp um deild og þaðan fór hann til Kína. M.ö.o. mun minna að frétta en honum bíðst núna hjá Everton.

Hann býr í Liverpool og hefur alla tíð viljað starfa á Englandi. Það að taka við Everton gagnvart Liverpool er líklega fyrir honum eins og að taka við Chelsea, helstu erkifjendum Liverpool er hann var stjóri liðsins.

Persónulega vildi ég alls ekki sjá þetta gerast, það verður hálf súrrealískt að sjá Benitez í brúnni hjá þeim bláu satt að segja. Skiptir þó ekki stóru máli, Jurgen Klopp er stjóri Liverpool.

Tottenham að ráða Nuno Espirito Santo

Ef að það var vesen á Everton í leit sinni að nýjum þjálfara þá er það ekkert í líkingu við Tottenham. Þeir virðast núna vera búnir að ná samkomulagi við fyrrum stjóra Wolves eftir viðræður við menn eins og Conte og Pochettino gengu ekki upp. Ætli Wolves verði ekki einmitt farnir að sakna Santo svipað snemma og Tottenham var farið að sakna Pochettino.

Það verður fróðlegt að sjá Santo með sterkara lið en hann hefur unnið gríðarlega gott starf hjá Úlfunum og er raunar magnað að þeir hafi ákveðið að reka hann eftir þetta tímabil sem var eins langt frá því að vera eðlilegt og hugsast getur. Hann ætti sannarlega að hafa unnið sér inn aðeins meiri þolinmæði fyrir störf sín hjá félaginu.

Santo snarbreytti Wolves liðinu, kom þeim upp um deild þar sem þeir komu inn með látum. Hann var að taka töluvert niður fyrir sig þegar hann fór í Championship deildina en áður en hann kom til Englands var hann stjóri Valencia á Spáni og var þar með liðið í efri helmingi deildarinnar og svo í kjölfarið hjá Porto.

Hann er núna kominn með góða reynslu á Englandi og betur tilbúin í stærra lið en Wolves. Santo var einnig á óskalista Everton á tímabili. Fyrirfram þakka ég samt fyrir að þeir fengu ekki Conte eða Pochettino aftur, menn með alvöru metnað sem gætu tekið Spurs aftur í alvöru Meistaradeildarbaráttu.

Crystal Palace að ráða Vieira

Að lokum virðist Patrick Vieira vera að taka við eldgömlu og samningslausu búi Roy Hodgson hjá Crystal Palace. Fyrir utan Jose Mourinho er líklega hvað verst að taka við liði strax í kjölfarið á Roy Hodgson. Þeir hugsa nákvæmlega ekki neitt til framtíðar og eru sjaldnast lengur en tvö, max þrjú tímabil með sama liðið.

Fyrir utan Eze og Zaha sem þeir þurfa líklega að selja er ekkert rosalega mikið að frétta hjá þessum liðum. Það er því spurning hvort Vieira fái að leiða uppbyggingu liðsins eða mennirnir sem hafa verið að ráða Hodgson, Pulis, Allardyce, Pardew, Neil Warnock og Ian Holloway?

Þeir reyndu Frank De Boer í fjóra leiki áður en hann var rekinn, ætli Vieira verði ekki svipað lengi? Stökkva svo á Steve Bruce eða David Moyes um leið og þeir koma aftur á markaðinn. Palace hefur jú ekki verið undir stjórn Bruce í 20 ár og því klárlega kominn tími á annan hring af sömu mönnum.

Jadon Sancho að fara til United

Stóru fréttir dagsins af leikmannamarkaðnum eru svo þær að United virðist loksins vera að klára kaupin á Sancho frá Dortmund eftir að hafa verið á eftir honum í rúmlega eitt ár. Þar eru þeir auðvitað að fá enn einn gríðarlega efnilegan sóknarleikmann sem bætist við hóp sem samanstendur af Rashford, Greenwood og Martial.

Alltaf ljóst að United, City og Chelsea eru að fara kaupa risastór nöfn í sumar og Liverpool að öllum líkindum ekki. Jadon Sancho verður bara ein af þessum leikmannakaupum.

23 Comments

 1. Sælir félagar

  Ég skil ekki þennan titring vegna Ev/Benitez dílsins. Mér persónulega er nkl. sama þó Rafa eyðileggi sérstakt samband sitt við LFC stuðningsmenn sína. Hans skaði og ekkert annað. Ég reikna með að honum verði tekið með ýmsu móti á Anfield en það verður bara meira gaman að snýta þessum bláliðum með hann við stjórnvölinn. Það er hinsvega verra með N E Santo til T’ham. Það er maður sem veit sínu viti og gæti komið Lundúnaliðinu aftur til vegs og virðingar sem mér finnst ekki gott.

  Hvað Sancho til MU varðar þá hefur þessi leikmaður aldrei hrifið mig og mér er nokkuð sama hvoru megin hryggjar hann liggur. Hitt er verra að LFC virðist vera algerlega stopp í sínum leikmannamálum. Ekkert selt og ekkert keypt eftir Konate sem var að vísu gott mál. Nú vil ég að Klopp og félagar fari að girða sig í brók og klára það sem þeir ætla sér svo nýir leikmenn nái heilu undirbúningstímabili.

  Það er nú þannig

  YNWA

  8
  • Sancho búinn að koma að 114 mörkum í 137 leikjum með dortmund
   Þótt hann hafi ekki hrifið þig, þá er þetta stórkostlegur leikmaður og mikil styrking fyrir united.
   Akkúrat leikmaðurinn sem við hefðum þurft til að hrista uppí sóknarmönnum

   13
   • Já sigkarl greinilega að rugla Sancho saman við einhvern gaur í 3 deild á Íslandi. Þetta var nkl það sem við þurftum eða eitthvað sambærilegt. Taka Wilfried zaha núna hann hlýtur loksins að fá að fara núna eftir að hafa reynt síðustu 2 ar. Væri til í hann eða jafnvel Watford gaurinn ismaella Sarr eða eitthvað álíka spennandi. Ég bið og vona að okkar menn taki tielemans frá Leicester sem væri draumur fyrir okkur og kostar ekki eins og Grealish

   • Sancho hefur skorað 43 mörk í 136 leikjum og 52 stoðsendingar, aðeins öðruvísi tölfræði.
    Þýskaland vs enski?
    Keita?
    Minamino?
    Æji, sammála sigkarli, slaka aðeins á í rúnkinu og bíða.

    2
 2. Þögnin í kringum leikmannamál félagsins er æpandi.
  Mér líst ekkert á þetta!

  5
 3. “Þögnin í kringum leikmannamál félagsins er æpandi” Segir nafni minn. Skil svo sem hans afstöðu en get ekki sagt að ég sé jafn óþreyjufullur og hann.

  Ég stend í þeirri meiningu að leikmannahópur Liverpool er rosalega sterkur og það sé leitun að “raunhæfum” kosti sem virkilega myndi styrkja byrjunarliðið eða hvað þá komast á bekkinn. T.d erum við að endurheimta þrjá afbragðsgóða miðverði úr meiðslum og Konate hefur bæst við sem fjórði valkostur við og jafnvel þó Wijnaldum sé horfinn á braut erum við með 7-8 miðjumenn (Fer eftir því hvort Shaqiri teljist miðjumaður)

  Við erum með 4 topp sóknarmenn, Jota, Mane, Firmino, Salah og það er einna helst þar sem ég myndi vilja bæta við einum mjög færum leikmanni við í hópinn á kostnað Origi og Minamino.

  Min niðurstaða er sú að það verði í mesta lagi tveir leikmenn keyptir til félagsins. Nema einhver leikmaður vilji fara frá klúbbnum. Það kæmi mér ekkert á óvart ef enginn yrði keyptur og hreinskilni sagt yrði ég hvergi banginn ef það yrði niðurstaðan.. Hópurinn er töluvert skárri enn í fyrra með Konaté kaupunum og óvæntri hetju-innkomu Nat Philips inn í byrjunarliðshóp.

  6
  • Byrjunarliðið er flott, ekki spurning, en get ekki verið sammála um að hópurinn sé góður. Ekkert almennilegt back-up fyrir okkar back-ups. Neco var efnilegur 18 ára en hefur ekki þróast í þá átt sem vonast var til. JimmyCash er sami draugurinn og Ben Davies. Enginn solid varaskeifa fyrir Fabinho. Gini farinn og eftir stendur Jones og meiðslapésarnir á miðjunni. Það er ekki hægt að treysta á Hendo, Keita og Chambo en Klopp mun gera það og það mun verða okkur að falli ef ekki kemur annar miðjumaður. 4 frammi auk H. Elliot, Minamino, Shaq og Origi verða seldir væntanlega. Miðverðir? Matip er gölluð vara því miður, sá gæji leikur bróður Samuel L. Jackson í the Glass-Man. Jújú, kóngurinn Nat reddar þessu, frekar hæpið að það komi annar miðvörðu. Niðurlag; 2 bakverðir + miðjumaður + 2 kantari/ striker = 5 leikmenn keyptir svo liðið gæti sett stefnuna á fleiri bikara en bara annaðhvort EPL eða CL.

   1
  • Þannig að þú vilt bara taka annað sumar þar sem Klopp gjörsamlega sleppir að losa sig við ruslið sem hann notar aldrei, og styrkja hópinn fyrir átökin? Leyfa öðrum liðum að styrkja sig og bera það fyrir sig að þetta sé bæði covid að kenna að við kaupum ekkert í bland við gífurlega sterkan hóp sem ekki er hægt að bæta því hann er svo sterkur?

   Ég held að menn verði að fara að koma niður á blessaða jörðina og vakna eftir þetta “30 ára” groundhogsday partý sem virðist ekki ætla að hætta, og fara að átta sig á því að hópurinn þarfnast styrkingar…….síðasta sumar!!

   Wijnaldum farinn og ef við bætum ekki þann skaða getum við gleymt því að vera að fara að keppa um einhver verðlaun nk tímabil. Konaté kaupin eru eins og gluggaveðri…….gott í gegnum hitann inn í húsi. Hann er frábær efniviður á pappír…….þegar hann helst inn á vellinum. Ég ætla ekki að nöldra yfir honum áður en hann byrjar að sparka bolta en set rautt flagg við hans meiðslasögu ásamt áminningu um að Gomes og VVD eru báðir að koma úr mjög erfiðum meiðslum ásamt því að Matip er alltaf tæpur/meiddur. Svo er spurning hvort bjartasta vonin, Ben Davies komi sterkur inn næst…..þeas ef hann fær þá að spila.

   Það sem mest plagar mig er að okkur hefur verið talin trú um að þessi sala á hlut í FSG (sem færði LFC eigendum £500+), átti að hafa lagfært þennan skaða sem covid skyldi eftir sig og að klúbburinn væri að horfa á þetta sumar eins og um venjulegt árferði væri að ræða. Klárlega er það þvæla því annars væri Michael Edwards og co. búnir að nýta sér covid sakaða annara liða með snilldarkaupum en ekkert hefur heyrst af því. Hvað veldur því vita aðeins þeir.

   Við erum að fara að sjá önnur lið eyða stòrt og styrkja sig á meðan við virðumst vera eina liðið í heiminum sem hefur Financial Fair Play að hugsa um. Ég skil að menn vilji vera sjálfbærir í rekstrinum en þarf það alltaf að vera svona svakalegur tími sem það tekur að losa sig við leikmenn og kaupa aðra?!

   Það verða meiðsli og þessi hópur er ekki til í það.

   3
   • Ok, Klopp veit hvað er hans sterkasta lið og við þekkjum hverjir byrja inná ef allir eru heilir. Hvaða stórstjörnu vilt þú kaupa og hvaða leikmanni úr byrjunarliðinu er sú stjarna að ýta út úr hópnum? Alisson, VVD, Robbó, TAA, Hendó, Fab, Thiago, Mane, Diogo og Salah eru allir heimsklassa leikmenn, enginn er kominn á over-the-hill aldur og þetta er hryggjarstykkið í liðinu sem var klárlega besta lið heims fyrir örstuttu síðan. Nú hafa þeir hugsanlega stoppað í gatið við hliðina á VVD.

    LFC hefur bara sýnt vel að peningar eru ekki fyrirstaða þegar þeir hafa fundið leikmann sem er að þeim gæðum að hann fari beint inn í byrjunarliðshópinn.

    Það er miklu áhugaverðari spurning hverjir af bekknum geta brotist inn í byrjunarliðið og hvaða efnilegu leikmenn Klopp/Edwards eru að skoða til að styrkja bekkinn.

    2
 4. Benitez ráðningin snertir lítið við mér. Hann hefur skilað sínu til LFC, elskar borgina sem hann býr í og því ekkert mjög óeðlilegt að hann taki þeim möguleika að þjálfa fjórða stærsta fótboltaliði borgarinnar fegins hendi. Það er eitthvað sem segir mér að hann muni ekki stilla upp varaliði Everton á móti helstu andstæðingum LFC líkt og margir forverar hans hafa gert í gegnum tíðina.

  Sancho eru góð kaup hjá Utd. og það er klárt að þeir koma sterkari til leiks á komandi tímabili. Þetta er statement signing. Sancho er með frábært record og er enn það ungur að hann á möguleika á að bæta sig helling. Þá er viðbúið að Chelsea og City munu koma með sambærileg kaup. Væntingar mínar um að Liverpool geri slíkt eru litlar en hingað til hafa einungis þrír leikmenn verið keyptir fyrir meira en 50 milljónir punda. Það er hins vegar óþarfi að örvænta, enn er langt í mót og keppnistímabilið í raun ekki enn búið hjá mörgum leikmönnum. Væntanlega mun koma einhver hreyfing á leikmannamarkaðinn eftir EM og þá verður áhugavert að sjá hvernig LFC hefur unnið heimavinnuna í síðustu vikurnar.

  3
 5. Konate = styrking þarna aftast
  Winjaldum = veiking á miðjuni

  Ef að menn halda við séum með sterkara lið en á síðasta tímabili þá er það skrítin fræði.
  Menn að koma úr meiðslum róa mig bara alls ekki þegar ég veit að þetta eru leikmenn sem mögulega ná 2-10 leikjum á tímabilinu áður en þeir meiðast aftur.

  Vona að Liverpool girði í brók og fái styrkingu þá sérstaklega á miðjuna og losi sig við drossið.

  6
 6. Ef man utd er að kaupa Varane af Real Madrid a 40 milljónir af því hann á bara ár eftir af samning er það galið og stórkostleg kaup. Hann er á besta aldri 28 ára og klárlega einn af bestu varnarmönnum heims.

  Hvernig fóru okkar menn að því að kaupa þennan konate gaur sem engin þekkir á 37 milljónir evra eða hvað það var og United fengi Varane á 40 er það alveg glatað. Vonandi að ESPN sé að bulla þarna og að hann sé alls ekki að fara til man utd .

  Vonandi er svo allt á fullu a bakvið tjöldin hjá okkar mönnum varðandi miðjumann og einn af þremur fremstu beint fyrir Origi bara. Ég yrði mjög sáttur með sumarið ef okkar menn kaupa bara 3 leikmenn eimmitt i somu stoður og man utd er að styrkja sig í eða varnarmann, miðjumann og sóknarmann en ef United fær samcho og Varane sel dæmi eru g við einhverja pappakassa á móti lýst mér ekkert á þetta. Ég bið ekki um mikið bara þrjá leikmenn sem annaðhvort styrkja beint byrjunarliðið eða setja gríðarlega pressu á þá sem eru þar.

  3
  • Ef það er eitthvað sem við Liverpool menn ættum ekki að pæla í er hversu dýrir leikmenn eru keyptir hjá öðrum liðum. Mane, Salah, Andy, Matip. Mættu flokka sem mjög ódýrir leikmenn miða við gæði. Svo má nefna solid kaup eins og Jota, Fabinho, Winjaldum og Thiago.

   Það sem menn verða að taka með í reikning er að laun leikmanna eru orðinn helvíti há.

   Konate er líklega ekki með há laun á viku 80.000 – 100.000 á viku meðan að Varane er líklega með 200.000 – 300.000 pund á viku. Sem þýðir að Liverpool væri að borga sínum leikmanni 400 þ pund á mánuði en Man utd sínum c.a 1 m punda.

   Annars er Varane leikmaður sem mun líklega styrkja þá mikið ef út í það er farið en svo veit maður aldrei.

   p.s Ef menn vilja tala um Man utd kaup þá má skoða þessi hér.
   Van De Beek, Fred, Lindelof, Bailly, Mkhitaryan, Martial og Di Maria voru allt leikmenn sem kostuðu góðan skilding og menn voru að lofa en svo er lítið að frétta.

   5
   • Einmitt. Ekki gleyma því að þeir seldu Pobpa á nokkrar milljónir og keyptu hann til baka á 90 milljónir nokkrum mánuðum síðar. Flottir í bissness… Not.

    5
   • Var það ekki Ferguson sem lét Pogba ekki fá nýjan samning á sínum tíma? Kemur ekki á óvart í sjálfu sér því ég held að sá gamli fartur hafi aldrei verið mikið fyrir svarta leikmenn. Leiðréttið endilega ef ég fer með rangt mál.

    1
 7. Henderson14

  Þú ert í bullinu.
  Andy Cole, York, saha, evra , svo einhverjir séu nefndir.
  Ferguson keypti alveg svarta leikmenn.

  Svavar, svosem líka hægt að nefna að þeir keyptu Ronaldo á nokkrar millur og seldu hann svo á 80m

   • Ertu að segja að ferguson sé rasisti útaf hann lét svartan mann fara? ????

   • Ég orðaði þetta kannski ekki nógu skýrt.

    Það sem ég var að vísa í var að uppeldiskúltúrinn hjá Manchester United á gullaldarárum Alex Ferguson var mjög hvítur. Það má telja á fingrum annarrar handar þá ungu svörtu leikmenn sem komust upp úr yngri liðum MU í aðalliðið. Leikmenn ’92 árgangsins fræga voru t.d. allir hvítir, Beckham og co.

    Hinsvegar keypti Ferguson stundum svarta leikmenn frá öðrum liðum þegar þeir höfðu sannað sig. En það voru fullmótaðir fullorðnir leikmenn og þeir sem voru nefndir hér á undan: Cole, Yorke, Saha, Evra, voru allir í kringum 25 ára aldurinn þegar Ferguson keypti þá.

    Semsagt, ég var að hugsa um innanhúss og uppeldiskúltúrinn hjá Man Utd á bestu tímum Ferguson – og hann var mjög hvítur. Pogba gerði ungmennasamning við MU 16 ára en var farinn frá þeim 19 ára til Ítalíu, í blálok Ferguson tímabilsins. Ég ætla ekki að reyna að giska á hvers vegna.

    ps.
    Hvíti kúltúrinn var auðvitað í miklu fleiri liðum á Englandi, bara svo það sé tekið fram.

 8. Eg vil bara segja það að eftir að hafa horft á Italiu vinna góðann sigur á Belgiu( sem ég á erfitt með að þola með gamla Everton stjórann og gamla Everton senterinn og Dy Brune og Hassard og þarf eg að segja meira?) held ég að Liverpool mætti alveg skoða nokkra
  italska leikmenn. Þetta lið ítala er mjög gott og hraðaskiftingarnar eru mjög í anda Jörgen Klopp og svo er varnarleikurinn frábær og þegar þeim tókst best upp í vörninni þá fögnuðu varnarmennirnir eins og þegar sóknarmenn skora,alveg magnað að sjá.
  Áfram Italia segi ég og vonandi sjáum við þá mæta dönum í úrslitaleiknum það yrði sigur fyrir fótboltann í evrópu.

  4
 9. United búnir að kaupa Scancho.Varane og líklega Camavinga væntanlegir. Við að fá R Shanzes en búnir að missa Winjaldum, Ójafn leikur.

 10. Ég man eftir því fyrir 2019/20 tímabilið að menn voru mjög ósáttir við að Liverpool keypti ekkert (van de berg kom og svo Minamino í janúar) á meðan að Ings var seldur. Man city og Man Utd versluðu mikið.
  Það var talað um metnaðarleysi og að við myndum bara dragast aftur úr. þessi sparnaðar taktík var s.s ekki vinsæl.

  Liverpool endaði sem meistara 🙂 svo að ég ætla bara að treysta Klopp og félögum. Það þarf ekki alltaf að kaupa til að bæta lið svo að því sé haldið til haga. Ungir leikmenn bæta sig , leikmaður eina og Thiago sem var lengi í gang eftir meiðsli veit núna hvernig deildin virkar og kannski munum við spila með miðverði í vetur.

  Ef við kaupum ekki fleiri þá hef ég fullan trú á okkar mönnum í vetur.

  YNWA

  1

Sigurmörk Liverpool

Spáuppgjör 2020-2021