Benitez bara í alvöru að taka við Everton?

Rafa benitez virðist bara í alvörunni vera að taka við Everton í dag!

Talað um að hann skrifi undir þriggja ára samning. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig þetta ævintýri fer hjá honum því þetta virðist vera jafnvel óvinsælla Everton megin en Liverpool megin. Vonandi fara þeir ekki að gefa honum tíma, traust og fjármagn.

Opnum á boltaumræðuna með þessu, annars lítið í gangi tengt Liverpool annað en að Henderson og félagar verða lengur á EM. Nauhaus er á leiðinni heim…

8 Comments

  • Ég vona að honum gangi sem best þarna en þó auðvitað verr en Liverpool. Mega lenda í 2. sæti í deildinni mín vegna.

   4
 1. Everton hefur aldrei farið í taugarnar á mér eins og man utd og svo seinna Chelsea og city því ég var ekki byrjaður að fylgjast með þegar þessi lið voru að vinna titla til skiptis á milli 80 og 90.

  Mer finnst þetta flott hjá þeim og hlakka til að sjá þegar hann kemur á nafield og allir stuðningsmenn Liverpool munu sennilega syngja Ráfa lögin til að Bogga stuðningsmenn Everton.

  Átta mig hins vegar ekki á því af hverju Tottenham hefur ekki reynt við hann búnir að fá sín sirka 10-15 nei frá þjálfurum morgum hverjum sem maður varla hefur heyrt um og menn með miklu minni ferilskrá en Be ktez sem hefur sannað sig sem heimsklassa stjóri.

  En heyrði Td í einum gallhorðum Everton manni og einn af mínum bestu vinum og honum Td lýst ekkert illa á þetta. Held þetta sé meira í borginni. En vonandi taka þeir hann bara í sátt. Eru allavega með fjármagn annað en Td Tottenham sem virðist ekki eiga krónu og skulda allann völlinn sinn sem átti að kosta 4-500 kúlur en endaði helmingi dýrari eða endaði sirka 7 stk af van dijk dýrari en hann átti að kosta og það hlýtur að hafa gríðarleg áhrif Td á leikmanna kaup. Ásamt covid sem hefur skaðað alla en mismikið auðvitað

  5
 2. Mjög eðlilegt að Benitez sé tilbúinn að takast á við þetta starf, hann getur sjálfsagt ekki búist við starfi hjá betri klúbbi í dag. Ég held samt að hann nái ekki að rífa Everton hærra upp töfluna, þeir eiga heima um miðja deild og ég sé það ekki breytast með þessari ráðningu.

  4
 3. Verð að viðurkenna að ég er lítið að pirra mig yfir þessu enda eru Man Und það lið sem mér er hvað verst við. Everton er bara einn af þessum klúbbum. Óska Benitez allt í haginn og megi honum samt aldrei ganga betur en Liverpool 🙂

  5
 4. það eru komin 11 ár síðan maðurinn hvarf á braut frá okkur og jújú hann skilaði okkur Istanbul ævintýri og átti 3 svona góð ár eftir það enn náði ekki að landa þeim titli sem við vildum. Ég erfi það ekki við karlangan hvernig hann skildi við okkur á sýnum tíma allt sem tengdist Liverpool 2010 var á niðurleið. Leikmannahópurinn klúbburinn andrúmsloftið var eins og línuritið segir þráðbeint niður! ef ég á miðað Jurgen Klopp Vs Benna þá er ekki hægt að líkja þeim saman, Annar á skilið Styttu af sér fyrir það sem hann afrekaði sem stjóri hjá okkur og hvernig hann náði að búa til ótrúlegt lið á stuttum tíma. Benna til varnar þá fékk hann aldrei sama bakland til bakka upp transfers market og hugsa sér það vantað fuckin milljón pund til klára Daniel Alves Kaupinn á sínum tíma Leikmaður sem fer í sögubækurnar sem besti RB í sögunni! Benitez gerði margt gott fyrir klúbbin okkar á sýnum tíma enn hann var líka að keppa við vægast sagt ofurefli á þeim tíma kemur inn sem stjóri Liverpool þegar Móri fékk Gull og græna skóga með Lampard – Terry – Drogba kjarna á besta aldri og framhaldi af því Ronaldo – Tevez Rooney hjá united! Benitez gerði allveg merkilega hluti með Liverpool miðað við fjármagn enn náði ekki að gera nóg! Enn það sem ég erfi mest við Benna er að hann vildi frekar fá BARRY á miðjunna og selja Alonso :O Fyrir mér Má Benni Taka við Everton liði og halda því í þessu 7-11 sæti sem þetta lið á heima í. Ef Benitez hefði Skilað okkur multi titlum þá væri kannski annað hljóð í mér enn að fara Lofsama hann fyrir einn Alvöru titil og segja guðlast að taka við Everton Skil ég ekki. Jurgen klopp hefur þurft að keppa við rússagullið á STERUM og samt náð ótrúlegum árangri að vinna þessa 4 titla á stuttum tíma! ég gæti aldrei fyrirgefið Klopp að taka við Everton eftir þessi rússíbanareið sem hann hefur leyft okkur að upplifa 😀

  3
 5. Gæti ekki verið meira sama um þennan mann eða hvað hann er að fara að gera!

Kingsley Coman það nýjasta í slúðrinu

Sigurmörk Liverpool