Nathaniel Phillips halda eða sleppa?

Nathaniel Phillips spilaði óvænt stórt hlutverk hjá okkur á síðustu leiktíð en hann spilaði 17 úrvalsdeildarleiki og stóð sig heilt yfir vel. Hann fékk þetta tækifæri af því að kappar eins og Van Dijk, Matip og Gomez voru meira upp í stúku en á vellinum. Það er reiknað með að þessir miðverðir verða tilbúnir eða allavega mjög nálægt því að vera tilbúnir þegar nýtt tímabil á að hefjast. Því er líklegt að Phillips verður ekki fastamaður í byrjunarliðinu og ég tala nú ekki um að Liverpool fjárfesti í Konaté sem er ætlað alvöru hlutverk.

Það er vitað af áhuga frá öðrum liðum í Phillips sem sýndi að hann getur heldur betur spjarað sig í úrvalsdeildinni en þá er spurt eigum við að halda kappanum eða selja hann þegar hans virði gæti verið í toppi núna á tímum þar sem fjármagn er ekki mikið eftir covid faraldur (Haraldur).

Kostur: Að halda honum gefur okkur meira öryggi þegar(ath ekki ef) einhverjir af hinum miðvörðunum meiðast (Matip ég er að horfa á þig) og við viljum ekki lenda í þeirri stöðu að nota Fabinho eða Henderson í miðverðinum.

Ókostur: Að halda honum og spila honum lítið sem ekkert og enda svo á að láta hann fara þegar virði hans verður mun minna en í sumar.

Hvað segið þið kæru stuðningsmenn?

Hvað eigum við að gera við Nathaniel Phillips í sumar?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

14 Comments

 1. Virði hans er í hámarki núna og skiljanlega vill hann fá meiri spilatíma og betri samning og það myndi hann gera hjá nýju liði enda búinn að sýna að hann er í klassa til að spila í deildinni. En ég held að það verði að halda allavega 4 miðvörðum og þá á 1 þeirra ekki að vera Matip.

  1. Van Dijk
  2. Joe Gomez
  3. Ibrahima Konate
  4. Nat Philips ( helst halda )
  5. Joel Matip ( selja )
  6. Ben Davies ( selja )
  7. Rhys Williams ( Lána )

  Það er spurning hvort fáist meira fyrir Davies eða Philips en ég vil fá Matip í burtu, það er engið leið að treysta á hann.

  11
  • Nú styttist í nýtt tímabil og óvissan með miðverðina heldur áfram að mínu mati. Hvernig koma þessir þrír (aðal) undan langvinnum meiðslum og verður kannski VvD bara svipur hjá sjón. Þetta vitum við ekki fyrir utan að þegar menn hafa meiðst illa þá eru þeir viðkvæmir fyrir að meiðsli taki sig upp. Sporin hræða og munum við alveg hvernig Lucas Leiva var eftir sín meiðsli, Gerrard eftir sín, Ox, Martin Kelly, Sturridge, Owen ofl ofl. Auðvitað vonar maður að VvD, Comez og Matip haldist heilir og nái fyrri styrkleika því þá er okkar lið með bestu miðvarðapör deildarinnar.

   1
 2. Red, ég skrifa alveg 100 % undir það sem þú stillir upp hér og bara spyr í leiðinni af hverju Ben Davies var eiginlega fenginn og hvort eitthvað lið vilji virkilega fá Matip ?

  3
  • Ég held að þeir hafi einfaldlega séð ódýran kost sem átti lítið eftir af samning sem þeir gátu fengið og selt svo í sumar á meiri pening.
   Þessi strákur ætti alveg að fara á 6-10 millur og var fengin á 1.5 ef mig minnir rétt.
   Svo á Van Dijk alls ekki að þurfa að spila alla leiki, hann á að taka deildarleiki og meistaradeildarleiki annað ekki.

   5
 3. Það þarf hóp af leikmönnum sem kunna að spila á toppnum. Ca. 20 ómeiddir þurfa að vera nógu góðir til að spila leiki á hverjum tíma til að hafa lágmarks taktíska möguleika og dýpt. Enska deildin gefur liðum 25 skráða leikmenn yfir 21 árs (þar af amk. 8 sem eru heimaalnir). Til viðbótar mega vera allir leikmenn úr akademíu/U21 hópnum.

  Það er alltaf slatti meiddur og nokkrir U21 sem æfa með hópnum og sitja á bekk.

  Þegar kemur að hafsentum þá er alveg lágmark fyrir lið sem ætlar að vinna deildina að vera með 3-4 ómeidda hafsenta af EPL gæðum á æfingum og í hópnum. Með Konaté kominn, þá erum við að horfa á Virgil, Matip, Gomez, Konaté sem efstu 4. Er ekki með tölurnar, en held ekki að efstu 4 hafsentar liðsins (síðan Lovren) hafi verið ómeiddir og æft allir saman nema einhverjar par vikur síðustu árin. Það er alveg á hreinu að Virgil og Gomez eru ekki að fara spila alla leikina næsta tímabil eftir þessi meiðsli þeirra og verða mjög líklega á mínútutakmörkum fyrri helming tímabilsins. Og Matip spilar aldrei nema 1/3 af leikjunum. Svo það er augljóst að Phillips (eða jafngóður í stað hans) er lykilmaður ef við ætlum að vera einhvers staðar nálægt því að keppa bæði í EPL og UCL. Hann gæti alveg verið að byrja 10 leiki og spila 20-30 mínútur í öðrum 20+. Rhys Williams verður vonandi lánaður og að spila alla daga. Ef hann styrkist og finnur hraða getur hann orðið alger eðal leikmaður.

  9
  • Matip 1/3 af leikjunum mér þykir þú bjarsýn! hann nær varla að spila yfir 750 mins gefum honum mesta lagi 15-20% af tímabilinnu sem hann nær :/ Vil halda Phillips fram að jólum sem trygging Gomez er nú vanur að stimpla sig út 50% af tímabilinnu á hverju ári! Konate hefur ekki verið að spila margar minutur síðust u 2 árin! Ef þið leggið þá þrjá saman Konate – Gomez – Matip þá fáiði ekki einu sinni heildartíma 38 leiki til samans! þetta er risky staða sem við erum að koma okkur í með 3 að koma úr erfiðum meiðslum ásamt nýjum leikmanni! Phillips var einn af stærstu ástæðunum að við komust í meistaradeildinna og hann á skilið að fá tækifæri í vetur hjá okkur.

   2
 4. Einn af kostum NP er sá að hann virtist sjálfur gera sér grein fyrir eigin takmörkunum og líklega er honum fullljóst að eins og staðan er í dag þá eru 4 miðverðir plús Fabinho á undan honum í goggunarröðinni.

  Hann er 24 ára og á tvö ár eftir af samning sem gefur honum minna en 5.000 pund í vikulaun.

  Nat er kominn á þann aldur og laun og spilatími mun skipta hann mestu máli og ef eftirspurnin er eitthvað í líkingu við það sem hún er sögð vera þá er líklegt að hans bíði tíföld launahækkun og byrjunarliðssæti hjá smærri klúbbum.

  Liverpool einfaldlega getur ekki lofað honum þeim spilatíma sem hann á skilið og eins og ef hann skifar ekki undir nýjan samning fljótlega þá er Nat búinn að maxa söluverðið.

  Hann er álitlegur kostur sem hluti af kaupverði í Bissouma, John McGinn eða einhvern álíka

  4
 5. Van Dijk, Gomez, Konate, Matip og Kabak, Fabinho. eru allir betri miðverðir en Nat en það segir ekki allt. Kabak er á láni og líklega á förum og Matip má ekki sjá gras án þess að togna og Fabinho er okkar besti varnartengiliður og það veikir liðið okkar mikið við að færa hann úr þeirri stöðu.

  Í sjálfu sér hef ég ekki algjöra tæmandi hugmynd um gæði leikmanna eins og Ben Davies og Rhys Williams en ef þeir eru svipaðir af gæðum og Nat Phillips er í sjálfu sér í lagi að láta hann fara gegn góðu verði.

  Mér fannst reynslan kenna Klopp í vetur að þeir leikmenn sem eru miðverðir að upplagi eru miklu hæfari í miðvarðarhlutverkið en leikmenn úr öðrum stöðum. Mér fanst fyrst koma stöðugleiki þegar Nat Phillips og Kabak mynduðu miðvarðarpar í byrjun Jan og síðan Nat og Rhys eða Nat og Fab.

  Ég tel Nat Phillips alveg hafa burði til þess að spila fyrir Liverpool því hann hefur marga eiginleika með sér, t.d leikskilning, líkamlegan styrkleika. góður í skallaboltum og þekkir sín takmörk en hann yrði aldrei fyrstu á blað í þessa stöðu nema í algjörri neyðarkrísu.

  4
  • Ég hlusta stundum á TAW (The Anfield Wrap) og The Kopite Podcast. Það er geggjað og þá sérstaklega að heyra mállýskuna! En hefur ekki fotbolti.net verið með einhverja hlaðvarpsþætti?

 6. Ég var að horfa á Dani rúlla yfir Wailes og þar kom inná eftir hálftíma leik þessi Nathaniel Phillips og það er skemmst frá því að segja að ég held að hann hafi bara verið á mynd þegar hann kom inná. Hann sást sem sagt ekki í ansi slöppu lið og ef að þetta er það sem hægt er að búast við af honum er best að hann fari núna. Danir unnu þennann leik 4-0 og í því liði eru margir skemmtilegir og góðir strákar sem gaman var að horfa á og framherjinn Kasper Dolberg sem skoraði tvo góð mörk væri sennilega ágætis super sub fyrir Bobby Firmino og Mo Shala. það má svo bæta því við að það kom inn á einhver Wilsson sem danski þulurinn sagði að væri á samnigi hjá Liverpool og hann gerði ekki annað en að fara í glórulausa tæklingu ný kominn inná og fékk fyrir rauðaspjaldið .Ég er ekki viss um að ég vilji sjá hann inn á hjá Liverpool,allavega ekki ef liðið ætlar sér að komast í topp baráttur aftur.

  1
  • Þú ert eitthvað aðeins að ruglast 🙂

   Phillips var ekki að spila með Wales í kvöld enda en hann er Enskur( er hár og sterkur miðvörður)
   Neco Williams aftur á móti kom inn á en hann er 20 ára hægri bakvörður og varaskeifa fyrir Trent.
   Harry Wilson er búinn að vera leikmaður Liverpool lengi en hann hefur verið meira en minna að spila sem lánsmaður síðan 2015 en hann er 24 ára.

   Þetta eru tveir leikmenn sem eru líklega ekki að fara að spila með Liverpool en sögurnar segja að þeir séu báðir til sölu og vonandi verður hægt að fá eitthvað fyrir þessa kappa til þess að styrkja liðið en frekar.

   5
 7. Mìn reynsla af miðvörðum hvort sem er í mýrarbolta eða CM, þekki fátt annað. Er sú að bestu miðverðirnir, á svo sem við um alla leikmenn, eru þeir sem eru inná og spila leiki. það gerir Nat að besta miðverði liðsins eins og er og af hverju að losa sig við besta miðvörð liðsins þangað til betri menn finnast. Matip og Gomez eru bara kanski. Van Dijk ekki enn mættur á almennilega æfingu.

  Finndu einhvern annan sem er búin að sanna sig í epl og kostar svipað í kaup og laun og þá má skoða það þangað til einfaldlega halda honum. Á pappirnum virðist hann vera númer 5 í röðinni, en það er helvíti stutt í 3.

  4

Þróun liðsins eftir Wijnaldum?

Kingsley Coman það nýjasta í slúðrinu