Sumarfrí og Stórmót

Nákvæmlega núna er rólegasti kafli hvers tímabils hvað Liverpool varðar, þeir sem ekki eru á stórmótum eru í sumarfríi og lítið sem ekkert að frétta á leikmannamarkaðnum enda langflestir þeirra sem líklegir eru til að færa sig milli liða í sumar að spila með landsliðunum.

Adrian og Kelleher

Stærsta staðfesta fréttin úr herbúðum Liverpool í dag er að Adrian er búinn að semja til tveggja ára við Liverpool og því ljóst að hann verður æfingafélagi Alisson og að öllum líkindum Kelleher sem nú er talað um sem afgerandi markmann númer tvö hjá Liverpool. Addi er vinsæll innan hópsins og skaðlaust að hafa hann sem þriðja markmann enda það jafnan staða sem menn á lokametrum ferilsins fylla hjá stóru liðunum.

Kelleher fær líklega nýjan samning fljótlega einnig, hvort að hann sé nógu góður er eitthvað sem við verðum að treysta þjálfarateymi Liverpool fyrir, þeir hafa meira vit á því en við. Hann er uppfyllir líka skilyrði um uppalda leikmenn sem er kostur.

Svo lengi sem Alisson meiðist ekki er manni slétt sama hverjir æfa með honum.

Landsliðsverkefni og sumarfrí

Miðað við að það eru bæði EM og Copa America í gangi núna, galið eins og það nú er þá er ljóst að Liverpool hefur oft átt fleiri leikmenn í stærri hlutverkum en núna. Reyndar kemur það að stóru leiti til vegna þess að hópurinn var keyrður í kaf núna í vetur.

Alisson er á Copa America en Adrian og Kelleher fá sumarfrí og fullt undirbúningstímabil.

Öll miðvarðasveitin fær frí í sumar og ættu að vera með á fyrstu æfingu í júlí. Konate var í U23 ára landsliði Frakka sem lauk leik stutt eftir að tímabilinu lauk. Joe Gomez á að vera kominn lengst í endurhæfingu þeirra miðvarða sem voru fyrir og var farinn að hlaupa nokkuð eðlilega í lok apríl. Van Dijk var jafnvel talin eiga séns á að ná EM á tímabili í vor og hefur verið í bullandi endurhæfingu með Gomez í sumar. Það er enn ekkert búið að gefa út um hvenær hann verður klár í 100% æfingaprógramm aftur, það er ekkert öruggt að hann verði klár frá fyrsta degi pre-season. Endurhæfing Joel Matip skiptir svo engu máli enda meiðist hann strax aftur um leið og hann hefur náð sér.

Ótrúlegt en satt þá er eini miðvörður Liverpool sem tekur þátt í stórmóti í sumar Ben Davies og er hann byrjunarliðsmaður hjá Wales (EDIT: Fake News, okkar Ben Davies sem er ekki til í raun og veru er enskur og alls engin landsliðsmaður)

Andy Robertson er fyrirliði Skota og eftir tap í dag gegn Tékkum er líklegra að hann fari snemma í sumarfrí. Trent er meiddur í 4-6 vikur og verður líklega ekki orðin 100% klár fyrir pre-season. Tsimikas þarf svo að sýna á undirbúningstímabilinu að hann geti eitthvað létt undir með Robbo á næsta tímabili. Neco Williams sömuleiðis.

Henderson fór á EM en verður líklega ekki í aðalhlutverki á þessu móti, ekki innanvallar. Thiago er hinsvegar líklega að fara spila alla leikina sem í boði eru því Spánn er alltaf að fara í úrslit (á móti Frökkum).

Jones, Keita og Ox verða hinsvegar allir klárir frá fyrsta degi og gæti undirbúningstímabilið verið sérstaklega mikilvægt fyrir þá alla. Þeir hafa verið heilir í nokkra mánuði núna og ættu að koma með hreint blað til leiks í júlí. Ef að Ox og Keita fara ekki í sumar hljótum við að vera tala um þeirra síðasta séns. Klopp að vinna með Curtis Jones á æfingasvæðinu nokkuð óhindrað í sumar er svo heillandi tilhugsun.

Fabinho er á Copa America en virðist vera fyrir aftan Casimero í landsliðinu. Milner verður auðvitað klár frá fyrsta degi og ef Shaqiri verður enn leikmaður Liverpool ætti hann að koma fljótlega inn í undirbúningstímabilið einnig, fer eftir því hversu langt Sviss nær.

Salah og Mané fá mjög kærkomið sumarfrí en við gætum misst þá í janúar í staðin. Eins er ekki útilokað að Salah fari á þessa bull Ólympíuleika. Jota er með landsliði Portúgal og Bobby Firmino virðist eins og Fabinho vera varamaður hjá landsliðinu á Copa America.

Nýir stjórar hjá Tottenham og Everton

Það er alltaf áhugavert þegar liðin í kring skipta um stjóra og virðast bæði Everton og Tottenham vera fara áhugaverðar leiðir.

Paulo Fonseca virðist vera á barmi þess að taka við Tottenham en þeir réðu um daginn fyrrum yfirmann knattspyrnumála hjá Juventus til að hafa yfirumsjón með knattspyrnuhlið rekstrarins. Hann væri þar með að skipta við Jose Mourinho um lið því hann var áður stjóri Roma. Þar áður gerði hann áhugaverða hluti með Shaktar Donetsk í Úkraínu. Spurs var samt í viðræðum við Conte sem silgdu blessunarlega í strand, það hefði verið öllu meira statement frá Spurs.

Everton er svo sagt vera að ráða Nuno Santo sem var áður stjóri Wolves. Það fjaraði undan þessu hjá þeim í vetur en því er ekki að neita að hann gerði góða hluti hjá Úlfunum.

Helsta slúðrið

Það mun ekkert verða að frétta af leikmannakaupum strax en helsta slúðrið þessa dagana er Florian Neuhaus, þýskur box-to-box miðjumaður sem er líkt við Leon Goretzka (og Thomas Muller). Christian Falk er einn af þeim blaðamönnum sem heldur því fram að það sé klárlega áhugi þó formlegar viðfærður hafi ekki á sér stað ennþá. Falk var t.a.m. með puttann á púlsinum þegar kom að Thiago langt á undan Scouse pressunni. 

9 Comments

 1. Ben Davies hja Tottenham er í Wales Ben Davies hja Liverpool á held ég engan landsleik með neinu landsliði

  5
 2. Þetta var mátulegt á Ungverjana, bölvaða ruddana.

  Það vona ég að Ronaldo eigi eftir að setja sem flest mörk á þessu móti og slá fleiri met.
  Þvílíkur íþróttamaður!

  1
 3. Gullkorn dagsins – ég skellti upp úr! :O)

  “Endurhæfing Joel Matip skiptir svo engu máli enda meiðist hann strax aftur um leið og hann hefur náð sér.”

  8
  • Já svo er verið að tala um að mögulega selja N.Phillips afþví Matip og Gomez eru að fara koma úr meiðslum ? á hvaða plánetu eru þessir menn..þeir eiga eftir að spila svona 9 leiki samtals á þessu tímabili.

   Það má alveg halda þeim fyrir mér en ef menn ætla að treysta á þá að þeir haldist heilir þá þurfa þeir að koma með aðra brandara.

   4
 4. Kaupa einn miðjumann og einn sóknarmann sem gera tilkall til sætis í byrjunarliðinu. Menn sem eru med kaliber í sama flokki og jota og thiago eða enn betri. Erum komnir með einn varnarmann og tveir mjög öflugir leikmenn í viðbót og þá er ég nokkuð sáttur. Erum aldrei að fara selja 13 og kaupa 7. Getum hins vegar losað 8-10 leikmenn sem hafa verið aðallega bara á láni plús origi ef þessi sóknarmaður kemur og svo má mögulega selja Minamino og shaqiri eða Chamberlain.

  Shaq, Chamberlain Keita og Jones eru alltof mikið meiddir til að dekka út meiðslin sem Henderson, fabinho og thiago munu lenda í. Þeir þrír saman á miðjunni er með þeim mest sexý sem ég hef séð en hvað getum við treyst á marga leiki sem þessir 3 ná saman. Tel okkur heppna ef þeir þrír ná 20 leikjum í deild saman og sirka 50 prósent af mínútum næsta tímabils þess vegna tel ég okkur nauðsynlega vanta mann fyrir wijnaldum leikmann sem er í 99 prósent hægt að treysta , aldrei meiddur og mann með ekki verri gæði en wijnaldum.

  3
  • Þessu er ég sammála ..hversu oft eigum við að horfa á þessa leikmenn meidda 3/4 af tímabilinu án þess að klúbburinn geri alvöru breytingar og kaup.
   Ég er ánægður með innkomu Thiago og erum með einn besta miðjumann heims í okkar röðum en hann kemur ekki í veg fyrir meiðslin hjá hinum né þá staðreynd að Winjaldum er farinn.
   Klúbburinn þarf að bregðast við þessu erum nánast ekkert búnir að styrkja okkur fyrir komandi tímabil bara alls ekki.

   1

Opin þráður – Leikmannakaup í sumar

Leikjaprógrammið tilkynnt