Gullkastið – Brexit hjá Manchester

Spáum í helstu vendingar á leikmanna og þjálfaramarkaðnum, horfum aðeins til baka á þetta tímabil og tókum snúning á úrslitaleikjunum í Evrópu sem voru í þessari viku.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 337

34 Comments

 1. Takk fyrir mig! Það er bara geggjað að vera með hlaðvarpið í öðru og i sólinni <3

  Er svo sammaála ykkur með sólarskerið, það er svo yyyyyndislegt að sjá hvernig fasið breyttist á öllum þessum júnæteted-fönsum hérna í Norðverjaríkinu eftir þennan ömurlega leik þeirra… hehehe.
  Vonandi fær norðmaðurinn langan samning því hann er ekkert með þetta.

  Annað, Håland eða Haaland er borið fram sem HOland en ekki sem Haland 😉 Just saying.

  Gleðilegt sumar, love and peace!

  6
  • Við tölum alvöru norsku hér á landi og hér heitir hann Haland. Þetta sem þið eruð að tala í Noregi er bara bjagað afbrigði megnað af öðrum tungumálum 🙂

   9
   • Hehehe… Það er alveg rétt hjá ykkur. Norskan er stundum óþolandi og mikill tungubrjótur en rétt skal vera rétt, bara svona eins og að Liverpool sé besti fótboltaklúbburinn í heimi og í geimi 😉

    5
  • Ole er búinn að gera vel hjá united, því miður.

   A fyrstu 3 árum klopp náði hann 8 sæti, 4 sæti og 4 sæti.
   Auk þess var klopp kominn með svarta beltið í að tapa úrslitaleikjum áður en hann vann sinn fyrsta titil

   Á fyrstu 3 árum Ole, 6 sæti (kom á miðju tímabili) 3 sæti og 2 sæti .

   Engin ástæða til að gera lítið úr hans árangri .
   Við ættum frekar að hugsa um okkur, það er næg ástæða til

   7
   • Ole tók við mun betra búi og ef Fernandes eða Maguire meiðast þá er þetta lið sem er að rembast við 6.sætið.

    8
   • Jú, full ástæða til að gera lítið úr óla skólskeri því þeir eru með launahæsta liðið í deildinni og maður sér ekkert sérstaklega miklar framfarir hjá þeim, sem betur fer. Megi það vara um eilífð og vonandi mun neverton falla 😀

    8
   • Ole er búinn að gera mjög ómerkilegalega hluti hjá Man utd.

    Áttum okkur á því að þetta er eitt ríkasta lið í heimi og með hæðstu laun leikmanna.

    Hvaða leikmenn hafa sprungið út hjá honum og urðir miklu betri undir hans stjórn? Er sóknarleikurinn orðið betri? Hvað með varnarleikinn?

    Ole tók við Man utd liði 19.des 2018 af Jose og voru leikmenn komnir með ógeð á þeim manni og voru þeir mjög sáttir við að hann fór. Ole tók góðan endasprett með liðið og viti menn hann fékk að halda starfinu.

    2018/19 var hans fyrsta heila tímabilið með liðið
    66 stig og 6.sæti = skelfilegt tímabil
    2019/20
    66 stig og 3.sæti = Lélegt tímabil í stigasöfnun(sjáið sama og árið á undan sem dugði í 6.sætið)
    2020/21
    74 stig og 2.sætið = Venjulega myndi þetta ekki duga til að ná svona hátt(aðeins 8 stigum meira en þegar liðið lenti í 6.sæti tveimur árum áður)

    Liðið spilar ekki skemmtilegan fótbolta en það væri í lagi ef þeir væru að vinna eitthvað sem þeir eru ekki að gera.
    Ég sem Liverpool aðdándi gæti ekki verið ánægðari með að Ole er stjóri Liverpool og megi hann vera það sem lengst 🙂 Ég vona að þeir verða lengi að átta sig á því að þeir eru ekki að fara að gera einhverja spennandi hluti með hann sem stjóra.

    7
 2. Ancelotti farinn frá Everton til Real Madrid. Sá þetta ekki gerast en nokkuð magnað tvist. Hver verður þá stjórinn hjá þeim bláu? Ég held ég fari bara að poppa, þetta er að verða æsispennandi stjórarúlletta.

  5
  • Ég sá þennan mann aldrei endast lengi hjá bláliðum. Ég vona svo innilega að það verði algjört hrun hjá neverton núna og framunda. Sérstaklega á þetta við um pigford og richarlson eða hvað sem þessir fautar heita.

   3
 3. Hvað finnst ykkur um slúðrið um Gerrard og Everton ?
  Sjáið þið það fyrir ykkur gerast ?

  1
   • Gerrard fer ALDREI til neverton ! Blöðin eru bara að reyna að selja með svona fyrirsögnum. Næsti stjóri þeirra verður nuno espirito santo.
    Skv þeim hjá city þá ætla þeir að eyða og eyða í leikmenn í sumar, helst nefndir eru Kane og Haaland. Þetta olíu drasl fer aldrei eftir FFP og það verður að koma því kerfi á aftur sem fyrst.

    2
 4. Rosalega væri ég til í að fá inn Patson Daka inn fyrir Origi og Raphinha inn fyrir Shaqiri
  hef aðeins verið að skoða þá báða eftir að slúðrið fór aðeins að heyrast um þá 2.
  gríðarlega spennandi leikmenn báðir.
  Væri geggjað að fá inn alvöru sóknarmann sem er frábær slúttari.

  4
 5. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn og vonandi verður annar næsta mánudag og eitthvað að frétta af leikmannamálum. Hvað OGS eða Sólskerjamóra eins og ég kalla hann sem arftaka og sporgöngumann Móra þá heyrði eg í einum eldheitum stuðningsmanni í gær. Hann sagðist vera ánægður með Sólskerjamórann sinn go sagði að með 2 – 3 alvörukaupum þá fari hann í keppni um titilinn á Englandi. Svo þegar Sólskerjamóri verður kominn með lang – langdýrasta lið á Englandi fer hann að veita alvöru liðum keppni samkvæmt þessu. 🙂 Sel það ekki dýrara . . . Hvað hitt varðar þá nenni ég ekki eunu sinni að ræða það.

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 6. Nú fór Trent meiddur af velli hjá Englendingum á móti Austurríki, ekkert sérstakur svipur á honum meðan hann haltraði meðfram vellinum ásamt lækni liðsins.

  • TAA verður frá í ca 6 vikur.
   Pollyönnu finnst gott að þetta gerðist ekki í lok EM (sem er reyndar 22. júní fyrir Englendinga eftir síðasta leikinn í riðlakeppninni)

   3
 7. Sölvi th:

  Það er það nákvæmlega sama og myndi gerast hjá okkur ef van djik og salah væru meiddir.
  Ef salah hefði verið meiddur í vetur, þá værum við í kringum 8 sætið.

  Það er með hreinum ólíkindum að við náðum 3 sætinu, við getum þakkað hvellskitu leicester og chelsea fyrir það

 8. Hvað finnst ykkur um orðróminn um að Coutinho myndi koma aftur til Liverpool þaes..fengjum hann fyrir það sem Barca skuldar Liverpool um 40m punda.

  Partur af mér langar til að segja Countinho geti átt sig og hann hafi verið með leiðindi þegar hann fór en partur af mér skilur þetta líka ..leikmaður frá Brazil og fær boð um að koma til Barca líklegast það sem alla dreymir um þarna.

  Ef að Liverpool myndi hagnast að fá leikmann eins og Coutinho aftur þá segi ég go for it..en þá spyr ég hvað hefur næstum 29 ára Coutinho uppá að bjóða í dag er hann kominn yfir prime? og vill Klopp leikmann sem hagaði sér svona þegar hann fór ?

  Smá vangaveltur í gangi með leikmann sem maður ber bæði virðingu fyrir en líka smá pirring.

  3
  • Góð pæling RH….tæki hann fyrst á einsárs láni og sæi svo til hvernig það kæmi út….held samt að hann komi ekki…

   3
 9. Barcelona skulda Liverpool samt engan pening, skuldin var seld til 3 aðila og Liverpool búnir að fá allt sitt.
  En ég væri frekar til í að sjá aðra leikmenn koma til liðsins.

  4
 10. Jæja, ekki kemur Conte til Tottenham, allt farið í vaskinn. Hver skyldi hreppa góssið? Og ætli Kane komist hvergi?

  3
 11. Er það ekki gott ef Kane fer ekki. Þurfa alltaf bestu mennirnir að fara til topp 6-8 klúbbbana í Evrópu og eltast við peningana? Vona svo sannarlega að hann fari ekki neitt.

  2
 12. Ég hlustaði ekki á þetta en ég vona innilega að Óli Gollum fái langan samning. Ef það á að vera afrek að hafa endað í 2.sæti í deild og verða nr. 2 í Fimmtudagsbikarnum þá er þetta lið bara smáklúbbur með mikið egó.
  Þeir kvarta yfir sínum eigendum sem hafa nÿtt sér klúbbinn til að draga til sín mikinn pening árlega, en þeir hafa einnig hent uþb MILLJARÐI punda síðan Saurinn hætti 2013. Rétt undir £100m nettó eytt árlega. Er það eigendunum að kenna að þeim hefur ekkert gengið!? Þeir moka í þá pening og gott að hafa Óla til að eyða því.
  100m á ári er miklu meira en nóg til að byggja upp eitthvað ár eftir ár. Þeir hafa hrúgu af leikmönnum sem eru ekkert að gera og ættu að skipta út en fínt ef þeir halda þeim. Matic á nyjum samning. Bailley á nyjan samning. Glæsilegt!

  1
 13. Talandi um eyðslu þá er ég sammála því að Kane er ekki að fara neitt nema það komi eitthvað heimskulegt tilboð í hann. Ég gæti séð 1-2 leikmenn plús money fyrir hann en Spurs þurfa fyrst að ráða þjálfara áður en eitthvað gerist.
  Hvað okkur varðar þá erum við að fara að gera lítið í sumar. Ef Klopp ætlar ekki að kaupa mikið í sumar þá vil ég allavega að það verði hreinsað út fyrir yngri leikmönnum til að sitja á bekknum og spara laun. Það er með ólíkindum að þjálfari sem hefur skapað sér nafn á því að ala upp unga leikmenn, sé að lána út leikmenn eins og Wilson og Grujic þegar þeir hefðu gert miklu meira hjá okkur í staðinn fyrir Ox og Shaqiri sem ekkert gera nema taka heim há laun fyrir að sitja á bekknum/vera meiddir. Ég vil bara minna menn á að vera ekki að búast við miklu frá okkur enn eina ferðina. Þetta er orðin frekar leiðinlegur ávani en svona eru okkar eigendur. Við fáum ekki þessar netttó 100 millur til að eyða.

  2
  • OX og Shaqiri eru betri leikmenn en Wilson og Grujic því að ef ekki þá væru þeir að í leikmannahóp Liverpool. Já meiðslin eru mjög óheppileg.

   Að lána leikmenn getur verið bæði Liverpool og leikmönnum til góða. Þeir fá fleiri leiki og þeira virði getur hækkað mikið í staðinn fyrir að sitja á bekk eða komast ekki í hóp hjá Liverpool. Þegar lið er með stóran leikmannahóp þá er venjan að lána út efnilega leikmenn. Bæði Wilson og Grujic hafa fengið tækifæri á undirbúningstímabilum en hafa greinilega ekki náð að heilla Klopp og því eru þeir ekki að spila fyrir Klopp.

   Klopp hefur heldur betur treyst ungum leikmönum hjá Liverpool en við vorum í miðvarðarkrísu með nokkra unga í vetur og svo má ekki gleyma að Klopp lét ungan Trent fá stórt hlutverk og núna er C.Jones kominn í róteringu hjá liðinu.

   Liverpool mun ekki gera mikið í sumar en þetta snýst frekar um að endurheimta leikmenn Van Dijk, Matip, Gomez og reyna að fá heilt tímabil með Thiago, Jota, Henderson og stefna á að reyna að fá hálft tímabil af Keita/OX og reyna að hafa það þannig að þeir séu ekki meiddir á sama tíma 😉

   Konate er mættur á svæðið en ég reikna ekki með nema einum eða í mestalagi tveimur leikmönnum inn í viðbót og jafnvel 5-6 út á móti því að Klopp ætlar að treysta C.Jones og vonandi Harvey Elliot til að búa til breydd en losar sig líklega við Origi, Minamino, Shaqiri, Wilson og Grujic.

   3
   • Fer þá ekki að vera þunnur þrettándinn á miðjunni hjá okkur ? Gini fer líka þannig að þá erum við að láta 5 miðjumenn fara og kannski fá einn í staðin inn ? Keita og Ox ná kannski 25 leikjum hvor og við missum þannn miðjumann sem spilaði sem flesta leiki fyrir okkur, og var næstum ekkert meiddur !
    Klopp hlýtur að kaupa allavega tvo í viðbót, miðjumann og sóknarmann eða níu. Annars held ég að það fari lítið meira í gang úr þessu fyrr en eftir EM.

    1
  • Ég veit ekkert um það en við munum missa tvo framherja á Afríkumótið. Hélt að menn væru að leita lausna á því vandamáli frekar en að auka það.

   1
   • Mögulega frestast Afríkumótið skv. Echo. Ég myndi fagna því ef það yrði haldið utan keppnistímabilsins í EPL.

    1

Koma fleiri í sumar?

Opin þráður – Leikmannakaup í sumar