Ibrahima Konate til Liverpool (Staðfest)

Krafan eftir þetta ofboðslega erfiða tímabil sem var að enda var að Liverpool væri nú þegar tilbúið með nýjan miðvörð strax og leikmannaglugginn opnaði. Það er augljóslega ekki hægt að treysta á núverandi miðverði. Það er því gríðarlega jákvætt að það sé kominn Fótbolti.net (Staðfest) svigi utan um Ibrahima Konate til Liverpool.

Það eru auðvitað fjölmörg óvissuatriði varðandi þennan strák enda um að ræða ungan og hráan miðvörð sem hefur verið í fullmiklum meiðslavandræðum. Liverpool kaupir hann engu að síður auðvitað ekki án þess að hafa gert á honum ítarlega læknisskoðun og verðum við að treysta því að Michael Edwards og félagar viti hvað þeir eru að gera í þeim efnum.

En ef hann sleppur sæmilega við meiðsli gæti hann ekki tikkað mikið meira í öll boxinn fyrir leikmann sem við viljum sjá berjast við Gomez og Matip um stöðuna við hliðina á Van Dijk. Hann er 194cm og þar með stærri en Van Dijk, eins er hann með skrokk sem er nær Van Dijk en slánanum Joel Matip. Hann er því eðlilega mjög öflugur í loftinu. Auk þess er Konate mjög fljótur, hann hefur undanfarin tvö tímabil verið að mælast meðal þriggja fljótustu miðvarða í öllum fimm helstu deildum Evrópu. Hann er góður í að bera boltann upp úr vörninni og óhræddur við að taka menn á ef svo ber undir. Hann þarf hinsvegar að bæta sig töluvert þegar kemur að sendingum og hefur átt það til að missa boltann klaufalega (hér er verið að vitna í tölur frá því hann var 19 ára) Hann er í U-23 ára liði Frakka og klárlega með potential í að verða einn allra besti miðvörður í heimi.

Konate er fæddur 25.05.1999 þannig að það er skrifað í skýin að hann henti vel sem Liverpool leikmaður. Hann varð því 22 ára á dögunum en þrátt fyrir ungan aldur (sérstaklega fyrir miðvörð), hefur hann spilað ígildi 67 leikja í deild og meistaradeild fyrir Leipzig undanfarin fjögur tímabil.

Engu að síður er hálf ótrúlegt að Liverpool sé að kaupa miðvörð í sumar sem hefur misst af síðustu tveimur tímabilum meira og minna vegna meiðsla. Samtals ígildi tæplega átta leikja í deild í vetur og 5 leikja í Meistaradeild. Hann spilaði samtals ígildi sjö leikja á síðasta tímabili í þessum keppnum. Eitthvað missti hann samt úr vegna samkeppni um stöðuna hjá Leipzig enda Konate enn mjög ungur.

Meiðslin:

  • Árið 2018/19 var hann 19 ára fastamaður í vörn Leipzig sem var eitt besta tímabil félagsins varnarlega í Bundesliga. Hann spilaði alla deildarleikina nema sex.
  • Hann reif vöðva í október 2019 í Meistaradeildarleik gegn Lyon og kom ekki aftur til leiks fyrr en um miðjan júní 2020. Þau tóku sig upp aftur og hann fór í aðgerð í fyrra sumar. Það eru einu alvarlegu meiðsli Konate á ferlinum. Annað hefur verið minniháttar. Eins spilar aðeins inn í langa fjarveru að ekkert var spilað fótbolta vegna Covid lockdown.
  • Konate var svo lítið notaður í byrjun síðasta tímabils þar til hann meiddist á ökkla í tvo mánuði rétt fyrir jól.

Það er ekkert þarna sem bendir endilega til að hann sé endilega meiðslahrúga heldur hefur hann lent í tveimur ólíkum meiðslum sem héldu honum frá í einhvern tíma og eins hefur hann ekkert alltaf átt greiða leið inn í byrjunarliðið þegar hann er að koma úr meiðslum. Leipzig hefur vissulega verið vel mannað í þessari stöðu undanfarin 2-3 ár. Liverpool sá greinilega nóg þegar hann var 19 ára til að réttlæta það að kaupa hann nú á 35m og treysta að hann sé öllu hraustari en Joe Gomez og Joel Matip.

Konate kom til Leipzig eftir að Ralf Ragnick fór til Sochaux í Frakklandi að skoða þennan 17 ára leikmann, hann hafði þá spilað 12 leiki fyrir félagið og aðeins tvisvar verið í sigurliði. Ragnick sem hannaði módelið hjá Red Bull liðunum var að vanda lítið að spá í slíkri tölfræði, hann sá ekkert nema potential í þessum leikmanni og keypti hann yfir alveg í friði frá öðrum stórliðum. Tók hann beint til Þýskalands, ekki Austurríkis sem er nokkuð áhugavert fyrir svo ungan leikmann.

Konate er ættaður frá Malí en foreldrar hans eru innflytjendur í Frakklandi og á hann þar sjö systkini. Ragnick var mjög hrifin af Konate eftir að hafa fundað með honum og foreldrum hans, hann er harðduglegur og gáfaður líkt og systkini sín, þau fóru reyndar menntavegin, ekki í fótboltann. Konate er frá París og var hjá hinu liðinu í París (París FC) til 15 ára aldurs er hann fór sem varnartengiliður í akademíu Sochaux sem er fimm tíma í burtu nálægt Svissnesku landamærunum. Góð menntun hjá Sochaux heillaði foreldra hans ekki síður en aðstæður til fótboltaiðkunar og leyfðu þau honum því að fara þetta ungum.

Þegar Konate var keyptur til Leipzig var honum stillt upp við hlið lands síns Dayot Upamecano sem hefur verið eitt heitasta nafnið í boltanum undanfarin ár og var að skrifa undir hjá FC Bayern núna í sumar. Ralf Ragnick hefur oft verið beðin um álit á Upamecano en hefur ítrekað bent á að hann sé ekkert endilega besti miðvörður Leipzig eða mesta efnið:

Asked by The Athletic about Upamecano’s breakout performance in last season’s Champions League quarter-final win over Atletico Madrid, Rangnick insisted that Konate was just as promising, “a potential world-beater”.

“Whereas Dayot relies a lot on his physique and his pace, Ibu plays with his head more. He’s got great anticipation and positioning,” 

Jurgen Klopp er sagður hafa leitað til heimalandsins í vetur til að spyrja álits á þessum tveimur miðvörðum Leipzig og fengið þau skilaboð til baka að kaupa báða.

Þetta gæti því verið aðeins meira efni en við höldum, það væri ekki í fyrsta skipti undanfarin ár sem Liverpool kaupir tiltölulega óþekktan leikmann sem verður talin meðal þeirra bestu eftir 1-2 ár. Vonum að Konate verði í þeim flokki, þurfum svo sannarlega á því að halda er kemur að næstu miðvarðakaupum.

17 Comments

  1. Góðar fréttir og líst vel á þennan unga leikmann sem á eftir að blómstra undir handleiðslu Klopp og Dijk!

    Nú er bara að vona að við klárum að versla inn sem fyrst það sem við þurfum fyrir næsta tímabil!

    Velkominn drengur minn…… velkominn!

    YNWA

    7
  2. Bara glæsilegt að vera strax búnir að landa einum spennandi leikmanni en núna vill maður meira. Ég var mest spenntur fyrir Grealish fyrir wijnaldum en ef hann kostar 100 milljónir sem city er víst til í að borga getum við gleymt honum en annar leikmaður sem orðaður við okkur í fyrradag er nafn sem ég er lítið minna spenntur fyrir en Grealish og hafði bara gleymt að pæla í þeim frábæra leikmanni en það er youri Tielemans hjá Leicester. Það er leikmaður sem fæst fyrir mun minna en Grealish en er frábær belgískur landsliðsmaður sem er með umfram WIJNALDUM mörk og stoðsendingar. Yrði hæstánægður með að fá hann inn fyrir Wijnaldum.

    Hvað segja menn um þann kauða fyrir Wijnaldum ?

    6
    • Mér finnst bara eitthvað svo ólíklegt að Rodgers vilji selja einn af sínum bestu mönnum (ef ekki þann besta) – og það til keppinautar um toppsæti í PL. Hvernig reikna menn það út að Tielemans vilji/geti komið til Liverpool?

      2
      • Leicester er náttúrlega sirka 100 sinnum minni klúbbur en Liverpool og okkar menn eiga alveg af gets keypt menn af teim bara eins og Chelsea tók Chilwell frá teim og áður Kanye, hef engar áhyggjur af tvi ef okkar menn vilja hann og sá drengur er alltof godur til að vera ekki í meistaradeildinni. Svo er tétta þsnnig að ef hann myndi vilja koma er erfitt fyrir hans lið að halda honum. Sjáum bara Td ef Harry Kane endar í Tottenham og Tad yrði ekki af tvi Tottenham myndi vilja selja til keppinauta.

        Tel vel raunhæft af okkar menn gætu stolið honum af leicester

        3
  3. Hef áhyggjur af meiðsla sögu Konate.
    Sama þótt að það sé minna um ýtrekuð sömu meiðsli að þá velti ég fyrir mér hvaða áhrif á líkama hans enn erfiðari deild en hann kemur úr muni hafa. Nóg og mikið hefur hann verið meiddur. Vonandi munu áhyggjur mínar reynast óþarfar og drengurinn eigi eftir að verða að manni hjá okkur og blómstra. Velkominn til Liverpool Konate. YNWA

    6
  4. Liverpool búnir að vera keyra í gegn um árin með meiðsla pésana Gomez ,Matip og Lovren og fleiri ég hef engar áhyggjur ef Konate hefur meiðst kanski þeir 3 myndi þá aftur heilan miðvörð við hlið VVD út tímabilið hvur veit ef það klikkar þá kemur bara N.Phillips og reddar þessu 😀

    9
  5. Gott mál með þennan,en sé hann ekki slá Gomes (heilan)út úr liðinu enda meiðslasaga hans lengri en hjá Gomes.

  6. Eflaust fínustu kaup. Enda slatta peningur. En það þarf talsvert meira til að gera mann spenntan eftir síðasta tímabil.

    Eitthvað segir manni líka einhver fari fram á sölu bráðlega. Salah jafnvel.

    1
  7. Hef nú ekki séð þennan spila með á youtube sem allir geta litið vel út en miðað við gæðin sem að Edwards og félagar hafa krækt í þá er ég bjartsýnn á þetta.
    Gætum alveg séð 3-4-3 leikkerfi í einhverjum leikjum á næsta tímabili með Robbo og Trent á vængjunum með ennþá meira sóknarþunga.
    Þessi strákur virðist allavega tikka í ansi mörg box enda eldfljótur, mjög stór og gríðarlega sterkur.

    4
  8. Dæmigerð FSG kaup. Leikmaður sem tikkar í flest box tölfræðinar og því keyptur eftir að útreikningar bentu til að hann væri besti valkosturinn í þessari stöðu hvað verðmiða varðar.

    1
  9. góð kaup og nóg í vörnina satt að segja, koma allir til baka úr meiðslum í sumar, verðum með gott backup í vörninni.

    sumarglugginn er búinn, það koma engir fleyri inn, bara eitthvað losað út.

    1
    • Já ef hann var keyptur sem backup fyrir Gomez og Matip þá verður hann byrjaður að spila í leikumferð númer 2

      2
  10. Mér finnst nú fullhart af Einari að segja að það sé ekki hægt að treysta á núverandi miðverðum. Hvernig er t.d. hægt að verjast líkamsárás eins og frá pickford á VVD ? Það átti ekkert skylt við fótbolta ! Hvernig þetta skítalið neverton endaði með fleiri en 9 menn inná vellinum er bara enn eitt ruglið með þessa ensku DRASL dómara og hvernig þeir tækla þetta VAR tæki. Þetta var ekki tækling heldur líkamsárás ! Annars er VVD sá traustasti og án meiðsla oftast. Svo var það sama með Gomez ef mig minnir rétt á móti því léttleikandi liði burnley, að hann var “tæklaður” í drasl og Klopp brjálaðist en fávitinn hjá burnley sagði að þetta hefði bara verið tækling. Það er oft talaði um að dómararnir eigi að vernda leikmennina, og þá oftast sóknarmennina, en þetta var algjört rugl og sýnir bara í hnotskurn vanhæfni ensku dómarana.

    1
    • Snýst nú meira um þá sem eru með honum, Gomez og Matip og það er ekki hægt að treysta neitt á þá, allra síst í leikjaálagi. Matip brotnaði um leið og það þurfti eitthvað að treysta á hann. Gomez er búinn með hvað mörg langtímameiðsli núna? Já og ekki bætti úr skák að VVD missti út svo gott sem allt tímabilið líka.

      2
      • Sammála ..veit ekki hvað sumir hafa verið að fylgjast með síðustu árin en þessir leikmenn eru sífellt meiddir..það er enginn að efast um gæði þeirra það er 100%

        2

Gullkastið – Þetta er loksins búið!

Koma fleiri í sumar?