Mikilvægur leikur annað kvöld!

Annað kvöld heimsækir Liverpool lið Burnley fyrir framan tíu þúsund stuðningsmenn þeirra í næst síðustu umferð úrvalsdeildarinnar þessa leiktíðina. Takist Liverpool að sigra Burnley hoppa þeir upp í fjórða sætið yfir Leicester á markatölu og verða í bílstjórasætinu í lokaumferðinni ef svo er raunin.

En það er þetta litla smáatriði að leggja Burnley að velli fyrst áður en það verður hægt að velta sér upp úr einhverju sem gæti eða gæti ekki gerst í lokaumferðinni. Burnley skít tapaði fyrir Leeds í síðustu umferð og litu afar illa út það litla sem ég sá af leiknum en spurning hvað heimavöllurinn og stuðningsmenn geta fært þeim í næsta leik.

Liverpool hefur litið vel út undanfarna leiki og náð í mikilvæg stig. Liðið vann stórglæsilegan sigur gegn Man Utd á Old Trafford og vann svo heldur betur eftirminnilegan og hádramatískan sigur á WBA í síðasta leik þegar Alisson Becker skoraði sigurmarkið úr skalla á 95.mín. Það ætti nú líklega ekki að hafa farið framhjá neinum!

James Milner og Alex Oxlade-Chamberlain ættu að koma inn í hópinn aftur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla sem er mjög fínt en Keita og Kabak ná líklega ekki að vera klárir í leikina tvo sem eftir eru. Klopp sagði að Diogo Jota gæti hins vegar kannski náð leiknum gegn Crystal Palace í lokaumferðinni sem yrði frábært ef sú yrði raunin.

Alisson

Trent – Williams – Phillips – Robertson

Thiago – Fabinho – Wijnaldum

Salah – Firmino – Mane

Þetta verður held ég liðið sem Klopp mun stilla upp annað kvöld, ein breyting frá síðasta leik þar sem að Wijnaldum kemur inn fyrir Curtis Jones. Rhys Williams og Nat Phillips hafa verið nokkuð flottir í miðvörðunum undanfarna tvo leiki og það gefur Liverpool rosa mikið að geta haft Fabinho og Thiago, sem hefur verið frábær undanfarnar vikur og lítur út fyrir að vera sá Thiago sem við biðum eftir að fá í liðið. Salah gengur vel að skora og Firmino hefur verið að spila mjög vel, Mane átt nokkur stór moment undanfarið en á klárlega helling inni svo það væri frábært ef þeir halda dampi og Mane stígur upp í þessum tveimur leikjum sem eftir eru.

Það er í raun afar erfitt að ætla að lesa eitthvað rosa ítarlega í þennan leik því á þessu stigi koma ansi oft óvænt úrslit þar sem stór hluti liðana hefur ekkert í húfi en heiðurinn og allt það. Burnley hefur öllu jafna alls ekki gengið vel gegn stóru liðunum en samt svona lið sem manni finnst oft erfitt að ætla að afskrifa eitthvað. Hins vegar þar sem það er ansi mikið í húfi fyrir reynslumikið og sterkt lið Liverpool þá verður nú að segjast að allt annað en sannfærandi sigur sé óásættanlegt.

Þetta er nú ekki alveg draumastaðan en við sjáum endalínuna og þetta er allt í höndum Liverpool sem þarf í raun bara að vinna sína leiki og þá ætti þetta líklegast að vera í höfn. Stór sigur væri algjörlega ideal en það má vel sætta sig við 1-0 svo lengi sem þessi þrjú stig koma á töfluna.

Koma svo Liverpool, please klárið þetta!

18 Comments

  1. Við verðum að fara varlega inn i þennan leik, megum ekki fa a okkur mark. Jafntefli yrðu fín úrslit þo eg vilji alltaf 3 stig.
    Burnley með ahorfendur og eg er helviti stressaður fyrir þennan leik.

    1
      • Jafntefli myndi ekki útiloka að Liverpool kæmist í CL, en líkurnar myndu minnka talsvert. Þá þyrfti liðið að stóla á að Spurs vinni Leicester í síðasta leik. Sá leikur gæti farið hvernig sem er.

        3
    • haha jafntefli fín úrslit…. liklega heimskulegata comment sem ég hef séð lengi… jafntefli hefði þýtt að liverpool þyrfti að treysta á aðra.. annaðhvort að tott myndi vinna leic eða að villa myndi vinna chelsea …

      1
  2. Hef takmarkaðan áhuga á að sjá Winjaldum í byrjunarliðinu og hvað þá sem fyrirliða, hefur verið slakur undanfarið og svo sást skýrt þegar Alisson skoraði markið fræga, hversu lítið það gerði fyrir Winjaldum sem labbaði/skokkaði langseinastur til þeirra að fagna þessu geggjaða og mikilvæga marki.
    Miklu frekar hafa Jones þarna á miðjunni og setja bandið á Salah eða Trent.
    Annars er byrjunarliðið bara skipað þeim sem eftir eru heilir.

    10
    • Ekki alveg sammála þér þarna, Gini búinn að vera okkar traustasti maður í vetur og haldist heill ólíkt mörgum öðrum! Hálfgert vélmenni en eðlilegt að menn missi dampinn eins og reyndar allt liðið í öllum þessum hremmingum í vetur. Sáum t.d. hvernig Trent dalaði en er núna að stíga heldur betur upp. Ég væri svo sannarlega til að hafa þennan kappa áfram í okkar röðum! Lottóvinningur fyrir önnur lið að fá hann frítt ef hann á annað borð yfirgefur okkur!

      5
      • Já ekki misskilja mig, ég myndi glaður vilja að hann væri áfram hjá okkur og skrifa undir nýjan samning, en undanfarið og þá trúlegast eftir að hann ákvað að hann myndi fara frá liðinu þá hefur hausinn ekki verið á réttum stað.
        hann var geggjaður fyrrihlutann af tímabilinu og spilaði alla leiki fyrir okkur.
        en í dag, búinn að ákveða að fara frá liðinu þá á hann ekki að vera fyrirliði liðsins.

        3
    • Algjörlega sammála. Það var ekki að sjá að hann væri að fagna þessu eins og ALLIR hinir.

      1
  3. Svona til tilbreytingar og blóðþrýstinginn hjá okkur sem horfum á – vinsamlega ekki byrja á því að lenda marki undir eins og í síðustu tveimur leikjum! Væri t.d. gott að setja´nn fljótlega og svo annað rétt fyrir hálfleik. Dáleiða Nat og Rhys……. þið eruð klettar, varnarveggur og múr sem enginn kemst í gegnum nema fuglinn fljúgandi!

    Er ég nokkuð að biðja um of mikið?!

    YNWA

    12
    • Hahahaha sorrý en já mér finnst það 🙁 , ég er á sama stað samt bjartsýnn ef markvörðurinn er farinn að skora, en mun það breytast að við séum hægir í gang, lélegar sendingar, menn að reyna að skjóta yfir áhorfendapallana í stað þess að skjóta á rammann og þar eftir götunum.
      Maður vonar en, þetta er bara bananahýði.
      Annað hvort öruggur sigur eða bölvað ströggl, ónýt sjónvörp (djöfull yrði pabbi reiður) o.þ.h
      En ég vona.

      2
  4. Enn einn úrslitaleikurinn framundan. Úrslitaleikur sem ætti miðað við allt eðlilegt að vera auðveldur fyrir stríðsmenn okkar en í ensku deildinni hefur nær ekkert verið eðlilegt þennan veturinn og þá sérstaklega hjá okkar mönnum. Ég bið um að einbeitingin verði 100 % hjá okkur í kvöld og það má ekki undir neinum kringumstöðum gefa Burnleymönnum mikið af auka og hornspyrnum, þeir eru sannarlega með lið til að vinna skallaeinvígi í teignum og geta verið okkur skeinuhættir. Sé alveg fyrir mér að uppstilling eins og Ólafur Haukur setur þetta upp sé sú sem við eigum eftir að sjá í kvöld. Ef við náum að spila okkar leik og framherjarnir nýta eins og 2-3 færi þá klárum við þetta, nú ef ekki þá þarf Alison væntanlega að koma fram í öllum hornum og aukaspyrnum og redda þessu fyrir okkur. Spurning hvort við setjum Adrian í markið og höfum Alison uppi á topp ? Maður spyr sig hvort þetta væri lausnin

    4
  5. Plan B, ef við lendum í vandræðum með að skora þá skellum við bara Adrian í markið og Alisson spilar sem fremsti maður og Trent fer að dæla boltum í teiginn. 🙂

    5
  6. Sælir félagar

    Sigur er það eina sem er í boði. Mér er nákvæmlega sama hvernig Klopp stillir þessu upp, hvernig markatalan verður, sigur og ekkert nema sigur er það sem ég vil og er það sem ég þarf.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  7. Sko, það er ekki sjens í helvíti að liðið sé ekki að fara að ná þessu CL sæti. Alison Becker einfaldlega skrifaði það í skýin í síðasta leik.
    En.
    Það er líka 100% öruggt að það verður eitthvað algert basl og nagað upp í handarkrika dæmi hvernig það mun gerast. Liðið mun ekki vinna Burnley eitthvað öruggt og Palace leikurinn verður allan daginn upp á markatölu sem ræðst í uppbótartíma með einhverju rugli. VAR mun að öllum líkindum koma eitthvað við sögu.
    En CL sætið mun nást !

    5
  8. Það er einn úrslitaleikur eftir, hann er eftir 2 og hálfan tíma. Svo einfalt er það.
    Hinsvegar ef hann vinnst þá fáum við annan úrslitaleik, eru unglömbin að fara að höndla pressuna í vörninni? Verða menn of tense til að spila vel og klára færin? Þessi leiktíð gefur manni ekkert of miklar vonir en að öllu jöfnu ættu okkar menn að klára þessa leiki. Svo má ekki gleyma því sem klopp sagði, þeir hafa tekist á við miklu meira en við vitum, ég bara treysti því að menn komi í leikinn eins og klopp ætlast til.
    Ég vona að myndbandið af marki Ali hafi verið spilað mörgum sinnum í dag!
    Ég vona.

    4
  9. Liðið komið , Gini ,Fab og Thiago á miðjunni, rest er sjálfvalin.

    1

Gullkastið – Heilagur Alisson Becker

Byrjunarliðið gegn Burnley