Manchester United 2 – 4 Liverpool (Skýrsla uppfærð)

Eftir mótmæli, breyttan leiktíma og meiri mótmæli mættu leikmenn Liverpool loksins á heimavöll erkifjendanna og fyrir leik var í þrettánda sinn í ljóst að Meistaradeildarsætið væri í höndum okkar manna. Á sama tíma voru United búnir að tryggja sitt sæti í deild hinna bestu og væntanlega með annað augað á úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Það eina sem þeir höfðu að spila fyrir í kvöld var annað sæti í deildinni og að skemma fyrir okkar mönnum, sem er auðvitað alveg hellingur.

Fyrri hálfleikur.

Til að byrja með réðu heimamenn lögum og lofum á vellinum. Spilið á milli leikmanna United var virkilega flott, hraði og kraftur í þeim. Það var eftir virkilega gott spil við hlið vítateigs Liverpool sem Bruno Fernandes komst í álitlega skotstöðu og reyndi að skrúfa boltann í fjærhornið. Skotið virtist ætla að geiga en Nat Phillips rak fótin fyrir það og boltinn skoppaði í netið. Staðan 1-0 fyrir rauðu djöflunum og taugaspenna okkar allra í hámarki.

Okkar menn byrjuðu hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn eftir þetta mark og eftir því sem pressa okkar manna náði betri takti, þá varð spil andstæðinganna verra. Victor Lindelof missti boltann bakvið endalínu og Liverpool átti horn. Boltinn skoppaði í teignum og Bailly tæklaði boltann, hitti illa og rak takkana í sköflunginn á Nat Phillips sem féll við. Anthony Taylor dæmdi víti en eftir að hafa ráðfært sig við VAR dómarann var það dæmt af. Hafði sem betur fer ekki áhrif á úrslitinn og kommon: Hver treystir ekki dómara frá Manchester borg fyrir að dæma rétt á Old Traffort eftir að hafa ráðfært sig við fjórða dómara frá Manchester borg og VAR dómara frá Manchester svæðinu?

Á einhverjum tímapunkti í vetur, fyrir kannski mánuð gæti ég alveg ímyndað mér að Liverpool hefði brotnað við svona högg. Þvert á móti, þeir ráku bílinn upp um gír og stuttu seinna voru þeir aftur með horn. Það var algjör daraðadans í teignum, Nat Phillips rak boltann frá markinu, sneri sér við og sendi á Diego Jota sem skoraði með hælskoti í netið! Okkar menn komnir með blóð á tennurnar og það sem eftir lifði hálfleiksins var einstefna að marki United!

Það var svo í uppbótartíma sem Liverpool komst yfir. Aukaspyrna var dæmd sem Trent tók. Boltinn var gullfallegur á fjærstöngina þar sem Bobby Firmino var einn og algjörlega óvaldaður. Brassinn með fallega brosið lét ekki bjóða sér svona tvisvar, skallaði upp í þaknetið og Liverpool komnir yfir! Ef ég væri United maður hefði ég verið spinnigal reiður reiður út í ónefndan Frakka sem skildi Bobby eftir svona, stórfurðulegur og vel þakkaður varnarleikur.

Seinni hálfleikur

Varnaleikur andstæðingana var ekki mikið betri í byrjun seinni hálfleiks. Það var farasakennt hversu illa þeir burgðust við pressu Liverpool og eftir fasta skot Trent Alexanders-Arnolds rataði boltinn í lappirnar á Firmino sem aftur þrumaði honum í netið! 1-3 og leikurinn (og meistaradeildarsætið) algjörlega komið í hendurnar á okkar mönnum!

Næstu mínútur gekk leikurinn þann ganga sem Liverpool vildi. Á fimmtugust mínútu komust United í skyndisókn, sem var í fyrsta skipti í hálfleiknum sem United komst inn í varnarþriðjung Liverpool! Nokkrir leikmenn Liverpool fengu tækifæri til að drepa leikinn en það gekk ekki, munaði minnstu þegar Jota þrumaði í stöngina á stuttu færi.

Eftir klukkutíma leik koma Mason Greenwood inná og breytti leiknum. Spilið hjá United fór allt í einu að ganga fullkomnlega og þeir komust trekk í trekk í hættulegar stöður. Rashford minnkaði muninn í eitt mark og Nat Phillips þurfti svo að bjarga á línu skömmu seinna.

Þá var komið að Klopp að breyta leiknum. Hann setti Curtis Jones og Mané inná fyrir Jota og Gini og miklu meira jafnræði komst á.

Naglabönd stuðningsmanna Liverpool um allan heim voru svo sundurnöguð næstu mínútur. Liðið virtist hins vegar hafa tröllatrú á verkefninu, gáfu sér nægan tíma í allt og á sama tíma spóluðu fleiri og fleiri leikmenn United upp völlinn. Það var svo ekki fyrr en á nítugust mínútu sem við fengum að sjá eina fegurstu sjón í knattspyrnu: Skyndisókn í uppbótartíma á móti Manchester United.

Fabinho var réttur maður á réttum stað rétt fyrir utan teig Liverpool. Hann sendi boltann á Jones sem skilaði tuðrunni áfram á Salah. Egyptinn var komin einn í gegn með mann á eftir sér, Dean Henderson tók sú furðulegu ákvörðun að halda sig inn í eigin markteig og Mohammed Salah skoraði auðveldlega! 2-4 lokatölur og fyrsti sigur Jurgen Klopp á Old Trafford staðreynd!

Maður leiksins.

Þetta var frábær leikur hjá mörgum en drottinn minn hvað Trent var góður! Stoðsending, át Pogba trekk í trekk og á aðeins betri degi hefði hann líka skorað! Scouserinn í liðinu.

Slæmur dagur

Mané var ekki góður þegar hann  kom inn á og kórónaði það svo með fremur kjánalegur atviki eftir leik. Hann hafnaði fimmu frá Klopp eftir að flautan gall, ekki í fyrsta sinn sem hann gefur pressunni umræðupunkt með svona vitleysu. En ég kvarta ekki yfir að leikmenn síni ástríðu, þetta er gleymt og grafið innan liðsins en pressan á eftir að japla á þessu dögum saman.

Næst á dagskrá

West Brom og Stóri Sámur eiga von á heimsókn frá okkar mönnum á sunnudag, þeir hafa að enga keppa því þeir eru fallnir (sá missir fyrri deildina…), svo þessi leikur er skilgreiningin á bananahýði. Klárum það og fylgjumst svo spennt með Leicester-Chelsea tveim dögum seinna…

32 Comments

   • Má ég biðja um Dijk og Phillips saman á næsta tímabili … það verður negla ….

    5
 1. Ribbaldalýðurinn réðist á vitlausa rútu og okkar menn komust klakklaust á gömlu tröð! Þá var ekki að sökum að spyrja.

  Hafi einhver gleymt því þá er þetta ástæðan fyrir því að við elskum þetta lið.

  Þvílíkur sigur. Þvílíkur karakter. Og FIR RMIN NO!!!

  MEÐ TVÖ!!!

  9
 2. Svartsýnn fyrir leik. Elska að vinna utd. Magnað. Takk Klopp. Nú er bara að vinna næstu þrjá.

  7
 3. Hjúkket að þessum leik var ekki cancelað og okkur dæmdur 0-3 sigur.
  Það er svo fallegt að sigra þetta ógeðslega united lið
  Núna þarf að byggja á þessu og klára þetta tímabil í 3-4 sæti.
  Rhys Williams og Philips voru flottir í kvöld sem og öll sóknarlínan.

  Njótið vel félagar.

  6
  • Sammála N to the P hætti við að vera skúrkur og ákvað að gerast hetja og lagði í eina sendingu fyrir marki svona á að gera þetta ..ekki gefast upp ég er mjög ánægður með þá þarna aftast voru á móti næst sterkasta liði deildarinnar og gáfu ekki neitt eftir þetta vill maður sjá.

   Annars Firmino hvað er að frétta ákvað hann að geyma púðrið þar til núna eða hvað?

   4
 4. Pálminn er að juggla á milli handana hjá þeim og þetta er enn í jögglinu…vonin lifir ?

  2
 5. Dómgæslan I thessum leik fær 1/10

  Alveg hættur ad skilja hvad thetta Var á ad gera… Rautt spjald ekki skodad a Scott, ì endursýningu thá segja allir commentary sérfræ?ingarnir, Neville systirinn, Carrager og hinn skilja ekkert afhverju thetta er ekki sko?a? of Man U, séu virkilega ” heppnir aftur”

  Annars leikurinn buinn 3 stig og next game.

  7
  • Það er ekkert nýtt af nálinni að önnur lög gilda um þá.

   1
  • Nei ég meðal talinn..ég hélt í vonina en var farinn að pirrast útí dómarann og eh eftir fyrsta markið. Okkar menn höfðu önnur plön í kvöld svo nokkuð er víst það er ennþá möguleiki á að enda í top4 það þýðir auðvitað að vinna restina.

   4
 6. Eina sem ég er ósáttur við er Mané ..verð að koma því frá mér..sá að hann vildi ekki gefa Klopp fimmu eftir leikinn..erum að tala um að Klopp setti fimmu á leikmenn United eftir fokkin leikinn en Mané vildi það ekki..alls ekki sáttur við hann..ég veit hann er með keppnis skap andskotans en þetta er ekki boðlegt og vanvirðing gegn okkar stjóra þetta gerir maður ekki.

  12
  • Aukaatriði….5upp eða ekki….menn eru rétt að lenda eftir leikinn og sjá svo ljósið….nagandi grísir á tvitter eða hvað þetta allt heitir geta snúið þessu í allar áttir…..

   5
   • Þetta er að engu síður vanvirðing við Klopp og mér er sama hver á í hlut þú gefur stjóranum fimmu hvort sem þú byrjaðir leikinn eða ekki.

    7
 7. Sælir félagar

  Takk fyrir mig því ég var verulega áhyggjufullur fyrir þennan leik. Okkar menn sýndu þvílíkan karakter og vilja í þessum leik að það hálfa væri nóg gegn þessu MU liði með eintóma Manchester við dómgæslu. En þrátt fyrir dómgæslu uppá 1/10 af meðaldómgæslu þá gáfu okkar menn ekkert og hefðu getað sigrað stærra. Það eina sem skyggði á þetta er heimskuleg framkoma Mané sem sýndi gat ekkert þann tíma sem hann spilaði. TAA, Firmino og Salah frábærir ásamt NP sem er stór og þungur en samt þyngdar sinnar virði í gulli.

  Það er nú þannig

  YNWA

  7
 8. til lukku liverpool menn sem utd maður var mér svo alveg sama um þennan leik við eru ekki að keppa um 4 sæti hugurinn er á bara einn leik enn þið vitið hvaða leikur það er og þið eruð ekki komnir enn í Meistaradeildar sæti held að hin liðin vilji það líka he he

  1
  • Bara sjálfskapar víti hjá mínum mönnum erum búnir að vera slakir á þessu tímabili og tapa stigum gegn botn liðum deildar.
   Cl sæti eða ekki..við þurfum að eiga erindi þangað og þaug lið sem vinna sér það inn eiga það skilið það kemur í ljós eftir 38

   1
 9. Það var auðvitað frábært að ná í þessi 3 stig, en ennþá sætara að vinna United á þeirra heimavelli. Það hefur ekki gerst það oft núna í seinni tíð, og bara löngu orðið tímabært.

  Næstu 3 leikir eru einfaldlega 3 risastór bananahýði, og ekkert í hendi með að það náist í 9 stig í þeim leikjum, en mér finnst einhvernveginn eins og liðið sé betur gírað en það var í janúar-mars. Við vitum að ef menn mæta í leikina með hausinn rétt skrúfaðan á, þá á Liverpool að vinna alla þessa leiki. Svo hjálpar að manni finnst Thiago vera farinn að finna sig betur, kannski hjálpaði markið í síðasta leik, en hann er líka bara kominn betur inn í spilið. Ég veit að við sjáum það ekki á þessari leiktíð, en miðja með Fab, Hendo og Thiago hljómar eins og eitthvað sem maður hlakkar til að sjá.

  Svo er líka eiginlega alveg fáránlegt að liðið skuli loksins ná að vinna á OT þegar miðverðir liðsins eru Nat og Rhys. Hvað er liðið búið að fá mörg tækifæri til að vinna með VVD/Gomez/Matip, en mistekist? Ekki það að ég á nú von á að Kabak komi inn í staðinn fyrir Rhys um leið og hann verður leikfær, en kúdos á Rhys fyrir að hafa staðið upp í fjarveru allra hinna miðvarðanna. Ekki það að auðvitað hefur ekkert reynt eitthvað svakalega á Rhys, maður hefur á tilfinningunni að aðrir leikmenn séu svolítið að passa upp á hann, en hann átti þó t.d. góða blokkeringu (strax eftir að Nat bjargaði á línu) í stöðunni 2-3, og er bara greinilega að gera sitt besta.

  Ég hef engar áhyggjur af þessu meinta ósætti milli Mané og Klopp. Bara fínt ef það er skap í mönnum, og að þeir séu ósáttir við að vera hent á bekkinn. Mané má t.d. alveg taka frammistöðu Gini gegn Barcelona sér til fyrirmyndar, og sýna það í næstu leikjum af hverju Klopp sé að gera mistök með að setja hann á bekkinn. Bara endilega, nýttu nú tækifærið Mané minn!

  Svo var gaman að fá staðfesta röðina á varafyrirliðum. Salah fékk bandið frá Gini og skoraði með það, og Trent fékk svo bandið og kláraði leikinn með því að vera fyrirliði Liverpool að vinna United á Old Trafford. Honum hefur ÖRUGGLEGA ekki leiðst það!

  14
  • Ég sé ekki að Mane hafi efni á að vera pirraður út í Klopp, 3 fremstu skoruðu allir og stóðu sig mjög vel. Vonandi beinir hann pirringnum að sjálfum sér og stígur upp, við þurfum á því að halda

   4
 10. Hvað haldið þið að komi upp mörg svona Mane – Klopp moment yfir heilan vetur hjá hópi sem nánast býr saman 11 mánuði á ári? Það er atvikin sem við fáum ekki að sjá. Jafnan blásið upp þegar svonalagað sést í leikjum. Vonandi sýnir Mané í næsta leik að það var bull að hafa hann á bekknum, hefur lítið sýnt það undanfarna 12 mánuði og var sjálfur að tala um þetta sem versta tímabil ferilsins.

  Geggjað að vinna þennan leik og opna aftur á þann möguleika að eyðileggja bara þetta tímabil, ekki það næsta líka.

  12
 11. Gaman að sjá að United menn eru að stelast hingað inn. Kannski fæ ég svar við einu sem ég hef verið að spá í:

  Hvort var liðið sem tapaði gegn Leicester b-lið Man U eða liðið sem tapaði gegn Liverpool b-lið Man U?

  10
 12. Fínn leikur, búmerangið hjá Óla G. sprakk í andlitið á honum sem var gott, hef ekkert til að kvarta yfir eftir leikinn. Komið með næsta lið takk !

  4
 13. frá því það fór að halla undan fæti hjá okkur hef ég heyrt talsvert slúður af lélegu attitude Mané.

  Það sem áður var heilbrigð samkeppni á mili hans og Salah er orðið eitthvað toxic.

  Það er slúðrað um að Mané sé haldinn einhverju óþoli í garð Salah. Þetta óþol Mané á reyndar ekki að vera nýtilkomið, en þegar gengi liðsins versnaði þá er það meira að koma á yfirborðið.

  Slúður er slúður en þegar horft er á spilamennsku þeirra er margt sem vekur furðu.

  Þeir leggja varla upp færi fyrir hvorn annan lengur og á meðan Salah hefur að mestu haldið sínu striki þá hefur Mané verið að leika verstu leiki lífs sín.

  Aðdáendur annarra liða tala um að Mané sé duglegur að fiska aukaspyrnur, en samt stendur hann allt af sér innan teigs, að því er sagt er vegna þess að hann vilji ekki færa Salah vítaspyrnur.

  Það er ekki nóg með að form Mané hafi verið slakt síðustu mánuði heldur hefur líkamstjáning hans verið sérlega neikvæð líka. Maðurinn virðist bara hundóánægður og hann undirstrikaði það með þessari köldi kveðju til Klopp.

  Mané hefur sjálfur sagt að hann hafi átt versta tímabil lífs sín og því er það eðlilegt að honum sé droppað fyrir leikmann sem leikið hefur mun betur á leiktíðinni og sannaði það í þessum leik að Klopp tók rétta ákvörðun.

  • Æ hvað það er þægilegt að sparka í Mane þessa dagana.
   Er einhvernstaðar hægt að nálgast allt þetta slúður um lélegt attitude hjá Mane, fyrir utan þetta í gær? 😉

   Það er ekkert vandamál um að Mane og Salah hafa verið í markaskorara keppni og sauð það upp þegar Salah var ótrúlega eigingjarn í einu færi(gegn palace minnir mig) og Mane var ekki sáttur að vera tekin þá af velli eftir það en það er þessi keppni sem hefur hjálpað bæði þeim og liðinu að verða betri. Það er ekkert Toxic í gangi á milli þeirra en ef svo væri þá er auðvita miklu þægilegra að kenna þeim um vandamálið sem er ekki að standa sig eins vel..

   Menn eru ótrúlega fljótir að gleyma en Mane hefur verið að leggja t.d upp nokkur mjög góð færi fyrri Salah í undanförnum leikjum en Salah hefur líka verið að klúðra(ef eitthvað af þeim hefur farið inn værum við að ræða þetta í dag?) og Mane skoraði gegn Leeds og Southampton og fannst því skrítið að loksins þegar hann var farinn að skora að hann byrjaði ekki gegn Man utd.

   Ég held að Mane sé með ekkert óþol gegn Salah og ég held að Salah sé með ekkert óþol gangvart Mane. Þetta eru tveir keppnismenn sem eru með Liverpool í forgang en elska báðir að skora mörk( þetta er eins og hjá Trent/Andy sem voru í stoðsendingarkeppni og voru ekkert að fela það)

   Aðdáendur annara liða að tala um að Mane sé duglegur að fiska aukaspyrnur og reynir ekki að fiska víti? HA! Mane hefur alveg dottið inn í teig en hann er líklega sá leikmaður Liverpool sem fær ósangjörnustu meðferð dómara en hann fær ekkert frá þeim.

   Það má gangrýna Mane fyrir að klúðra færum í vetur og eins og hann sagði sjálfur þá hefur hann átt lélega leiktíð. Það sem er ekki hægt að gagnrýna hann fyrir er einmitt hans viðhorf til liðsins. Hann er á fullu alla leiki og er að reyna að keyra á varnir og er mjög duglegur í hápressu. Það er ekki eins og hann sé ekki að reyna þetta hefur bara ekki verið að ganga.

   Mane hefur ekki átt góða leiktíð en hann er samt kominn með 14 mörk sem er auðvita aðeins frá 22 mörkunum sem hann skoraði á síðustu leiktíð(3 leikir eftir)en það má samt eiginlega segja að mjög fáir leikmenn hjá Liverpool hafi átt góða leiktið.
   Salah góður, Fabinho góður, Jota komið sterkur inn(mikið frá) og svo hvað? Andy virkaði þreyttur á tímabili, Trent byrjaði skelfilega, Thiago lengi að finna sig, Firmino ekki góður, Alisson að eiga sína verstu leiktíð í liverpool búning(samt góður), Gini ekki merkilegur o.s.frv

   Það er nákvæmlega svona sem gerist þegar illa gengur hjá liðinu. Það þarf að finna sökudólg og núna er Mane gott skotmark af því að hann hefur ekki verið á pari við hans frábæra Liverpool feril hingað til(ætli Covid smitið hans hafi eitthvað með þetta að gera? ).

   Ég er viss um að ekki bara Mane heldur allt Liverpool liðið fer á fullt á næstu leiktíð og þar verður Mane í lykilhlutverki.

   YNWA –

   14
  • Hvaðan er þetta slúður komið um að hann sé svona erfiður og þoli Salah svona illa? Þvert á móti eru nánast allir á því að Mané sé þvílíkt þægilegur í umgengni og vel rúmlega það.
   Þeir hafa btw skapað fullt af færum í vetur sem hafa farið forgörðum.

   4
 14. Sælir félagar

  Það er alltaf verið að koma með einhverjar svona eftirá skýringar sem eig við litil eða engin rök að styðjast. Ég er sammála Sig Ein að þessir leikmenn hafa verið að setja hvorir aðra í ákjósanleg færi sem þeir hafa svo klúðrað í vetur. Það er bara eins og það er að stundum detta leikmenn í djúpar lægðir og þeim líður illa með það. Klopp hefur sjálfur sagt að þetta Mané mál sé bara stormur í vatnsglasi og þetta verði leyst með samtali og “vandinn” þar með enginn.

  Þetta ótrúlega bull að Mané vilji ekki fá víti til að Salah fái ekki mark á “rekordið” sitt er svo vitlaust að ég skil ekki í nokkrum manni að hafa það eftir. Mané hefur alltaf verið svona, reynir að standa af sér tæklingar til að komast í færi eða fyrirgjafafæri. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þetta frá upphafi meðal annars hér á KOP-inu. En hann er einfaldlega svona, hann er ekki dýfari.

  Hann hefur fengið afar ósanngjarna dómgæslu í gegnum tíðina og síðast í leiknum við MU þegar McTominay tók hann niður við vítateig MU. Þá átti hann að fá aukaspyrnu og McTominay spjald og þar með rautt. Þessu augljósa broti var sleppt því dómarinn vildi ekki reka MU manninn útaf. Hann er tekinn niður aftan frá sinn eftir sinn og ekkert dæmt og þetta er öllum Liverpool mönnum ljóst. Það er eins og afar slakir Enskir dómarar séu beinlínis að brjóta Mané niður enda aular upp til hópa.

  Það er því margt sem hrjáir Mané inn á leikvellinum í vetur. Ég skildi reyndar ekki af hverju hann var ekki í byrjunarliðinu á móti MU en læt KLopp eftir að ákveða slíkt enda veit hann eitthvað meira eu fótbolta og liðið en við allir til samans. Honum geta samt orðið á mistök, gáum að því. Mané var búinn að vera að skora smá undanfarið og maður var að vona að hann væri loksins að koma til baka. En í staðin er hann tekinn út úr liðinu og Jota sem hefur verið afar slakur settur inn í staðinn. Ég held að það hafi verið rétt ákvörðun því Jota skorðai fyrsta mark liðsins í leiknum. En hitt er mjög vel skiljanlegt að Mané hafi fundist fram hjá sér gengið og það sé skýringin á hegðun hans.

  Það er nú þannig

  YNWA

  2

Liðið sem komst eftir krókaleiðum á Old Trafford

West Brom – Liverpool, upphitun: Fallnir fjendur heimsóttir