Liðið sem komst eftir krókaleiðum á Old Trafford

Ævintýrin í kringum þennan blessaða United leik halda áfram. Fyrir tæpri klukkustund bárust fréttir af því að Liverpool-rúta hefði verið stöðvuð af mótmælendum einhversstaðar skammt frá leikvanginum, og einhver vildi meina að lofti hefði verið hleypt úr dekkjum hennar eða skorið á þau. Lögreglan var kölluð til og hún hélt áfram leiðar sinnar, en það kom svo á daginn að liðið var alls ekki í þessari rútu. Liðið ku víst nota svarta liðsrútu fyrir útivallarleiki, en mögulega var verið að reyna að afvegaleiða mótmælendur. Alvarlegt mál engu að síður.

Liðið okkar kom á staðinn núna fyrir nokkrum mínútum í svörtu rútunni, og því stefnir allt í að leikurinn fari fram.

Klopp ætlar að stilla þessu svona upp:

Bekkur: Adrian, Kelleher, Mané, Origi, Curtis, Tsimikas, Shaqiri, Woodburn, Neco

Klopp ætlar að stóla á Rhys Williams í miðverðinum, og vill greinilega hafa Fab á miðjunni áfram. Við sjáum til hvernig þetta reynist, kannski er Rhys reynslunni ríkari eftir bikarleikinn í janúar. Þetta er stórt veðmál sem getur dottið hvernig sem er, en á hinn bóginn á Klopp kannski ekki mjög marga kosti í stöðunni.

Þessi örlitli möguleiki á því að ná 4. sætinu er ennþá á lífi, lítill er hann en smá glóð. Vonum að það takist að blása örlitlu meira lífi í þann möguleika í kvöld, og væri ekki amalegt ef Klopp næði sínum fyrsta sigri á Old Trafford. Kominn tími til!

42 Comments

 1. Þegar svona hegðun hefur engar afleiðingar þá má búast við að hún endurtaki sig.

  9
 2. Finnst leikir i deildinni í vetur oft spilaðir einsog æfingaleikir menn eru ekki að keyra á fullu gasi…vonandi mæta okkar menn á fullu í leikinn á eftir og láta finna fyrir sér…það er ljóst ef við vinnum í kvöld þá eru góðar lýkur á 4 sætinu

 3. Þetta var pjúra hendi..Firmino er að fara gefa á Jota sem er að fara skora

  5
 4. Ég held að ekkert lið í deildinni myndi stilla þessum tveim í hafsentstöðu í sínu liði.

  3
  • Nei, en samt af tveimur (annað ekki vafa atriði) vítum sem ættu að vera myndi maður halda að eitt yrði allavega dæmt. Ef einhver var í vafa um hlutdrægni á old trafford, þá er allur vafi hér með horfinn.

 5. Rússibani hjá mér hérna..var svo pirraður áðan en ekki núna VÁ hvar er þessi spilamennska búinn að vera ? erum með auka mann á vellinum á móti drullu sterku liði United.

  1
 6. Sóknarlínan, trent og robertson!!!
  Pls haldið sama tempói!
  Jota okkar besti maður takk fyrir.

  1
 7. Þetta er skrítni leikurinn.
  Við höfum ekkert verið að spila eitthvað frábærlega en samt verið betri en þeir heilt yfir.
  Alisson reyndi að gefa Man utd mark en tókst ekki
  Sjálfsmark hjá Phillips
  Jota með færi
  Víti? Já, þetta er heldur betur víti. Hann fer allan daginn í boltan en þú mátt ekki fylgja svona á eftir með sólan á lofti og strauja leikmanninn.
  Svo skorum við tvö mörk úr föstum leikatriðum(Jota/Firmino)

  Maður hefur samt áhyggjur af varnarleiknum okkar. Þeir eru að ná að tvöfalda á Andy og er það kannski af því að Jota er ekki alveg að hjálpa eins mikið tilbaka og Mane en við fyrirgefum Jota það því að hann skoraði gott mark.
  Við þurfum að passa að tapa ekki boltanum á hættulegum stað.

  Þetta er alls ekki búið og er ég viss um að heimamenn setja pressu á okkur í síðari hálfleik og spurning um hvort að síðustu 15-20 mín ef staðan er áfram svoleiðis og þeir að færa sig framar hvort að Mane fyrir Firmino sé ekki málið(erum þá með þrjá eldfljóta til að refsa)

  1
 8. Sæl og blessuð.

  Frábært að vera yfir. Phillips fattaði ekki að maður má taka hann með höndum inni í eigin teig … eða er það ekki annars?

  En MU er alltaf betri í síðari hálfleik og það verður vafalaust þannig núna líka. Eins gott að standa sig.

  3
 9. Þegar Klopp tekur 2 af bestu mönnunum af velli fer maður að efast. Afhverju?

  2
 10. Skilst að Man.utd hafi vara verið með varaliðið, gerðu 10 breytingar fyrir leikinn frá þeim síðasta.

  9

Upphitun: Manchester United á Old Trafford – Taka tvö!

Manchester United 2 – 4 Liverpool (Skýrsla uppfærð)