Létt spjall við fótbolta.net

Við tókum létt spjall við Magga hjá fótbolti.net í dag um Liverpool, leikinn gegn Southampton, sumargluggann, leikinn framundan gegn Man.Utd og sitthvað annað.
Brakandi ferskt Gullkast kemur svo inn seinna í kvöld.
Hægt er að hlusta á okkur hérna.

5 Comments

  1. Kærar þakkir strákar. Var farinn að sakna ykkar. Já, maður er góðu vanur hérna. ?

  2. Kærar þakkir strákar. Var farinn að sakna ykkar. Já, maður er góðu vanur hérna. 🙂

  3. Ég hjó eftir einu sem sagt var: að Salah væri aldrei að fara að færa sig um lið innan Englands.

    En er það útilokað?

    Salah sér sjálfur að það vantar orðið ýmislegt uppá að Liverpool geti haldið áfram að challenga PL og CL – lamaðir menn með honum í framlínunni – og alls ekki á vísan að róa með peninga til að kaupa allan þann helling af mönnum sem vantar.

    Í öðru lagi er hann varla ónæmur fyrir góðu kaupi frekar en aðrar stjörnur. Ég sé Man City alveg reyna við hann með seðlabúnti. Þar vantar endurnýjun í sóknina og botnlaust til af peningum.

    Chelsea á líka til olíupeninga og er á góðu rönni með nýjum þjálfara. Og svo er annað lið í rauðum treyjum sem langar rosalega mikið að endurheimta toppinn.

    Torres skítamixið hérna um árið er ekki gleymt…

    1
    • Svosem ekki hægt að útiloka eitt eða neitt í boltanum þegar peningar eru annars vegar.

      Það væri ofboðslega leiðinlegt að sjá Salah fara. Fyrir mér er hann alveg við það að ná svipaðri stöðu og t.d. Rush (vantar fleiri titla til að jafna þann kappa, og eitthvað smávegis af mörkum), og eitthvað sem hann gæti alveg náð á næstu 2-3 árum með Liverpool að því gefnu að eigendurnir rúlli sér ekki bara á bakið og gefist upp og setji ekkert í endurnýjun. Ég held að Salah viti þetta líka alveg og vonandi langar hann smá að öðlast þennan status meðal Liverpool aðdáenda.

Liverpool 2 – 0 Southampton

Gullkastið – Vonarneisti