Stórleikurinn í hættu – Óvíst hvort hann fari fram Uppfært: Samkvæmt Guardian er búið að fresta leiknum

Það er búin að vera hasar fyrir leik í Manchester, en stuðningsmenn United hafa fyrir löngu fengið skiljanlega fullsadda á Glazer fjölskyldunni og Ofurdeildin var kveikjan að risa mótmælum fyrir utan völlinn í dag og bárust þau mótmæli inn á grasið fyrir um klukkutíma. Liðin eru samkvæmt Guardian á hótelunum og munu ekki fara af stað fyrr en öryggi hefur verið fulltryggt. Við uppfærum hérna eftir því sem upplýsingar berast.


Uppfært 14:32: Enn alls óvíst hvort leikurinn fari fram:

https://mobile.twitter.com/lauriewhitwell/status/1388859609390239747


Uppfært 14:36: Ef leikurinn fer fram (sem virðist vera ólíklegt) munu byrjunarliðin vera svona:

Manchester United (4-2-3-1) Henderson; Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Shaw; McTominay, Fred; Greenwood, Fernandes, Pogba; Rashford.
Subs: de Gea, Bailly, Telles, Williams, Tuanzebe, Mata, Matic, van de Beek, Cavani.

Liverpool (4-3-3) Alisson; Alexander-Arnold, Phillips, Kabak, Robertson; Thiago, Fabinho, Milner; Salah, Firmino, Mane.
Substitutes: Adrian, Tsimikas, R Williams, Wijnaldum, Keita, Oxlade-Chamberlain, Jota, Jones, Shaqiri.


Uppfært 14:55: ljóst að leikurinn byrjar ekki 15:30 eins og upphaflega var áætlað, en ekkert verið gefið út um það hvenær hann hefst:

https://www.independent.co.uk/sport/football/manchester-united-liverpool-protest-kickoff-b1840998.html

Uppfært 16:38

Nú virðist búið að fresta leiknum, en ekki orð um hvenær hann fer fram.

37 Comments

      • Liverpool var betri aðilinn en nýttu ekki færin, Pogba fiskaði VAR- víti fyrir Fernandes sem skoraði á lokamínutunum. Það breytti engu þó Milner hafi komið inn á fyrir Salah á 68min.

        2
  1. Nú eru háværar raddir á lofti að leikurinn verði skráður sem 0-0 jafntefli.
    Meikar sens þar sem erfitt mun reynast að spila þennan leik vegna skamms tíma og að Utd er ennþá í Evrópukeppninni.

    2
      • Miðað við síðustu leiki getum við unað vel þessari endanlegu niðurstöðu.

        3
  2. The Premier League have released a statement saying Man Utd will be hit with a severe penalty following the invasion of Old Trafford by fans this afternoon.

    Bruno Fernandes will take it.

    18
  3. eg á nú eftir að sjá það að júnæted fái einhverja refsingu frá FA

    2
    • Nákvæmlega; það ætti að dæma okkur 0:3 sigur og refsa þeim fyrir að hafa völlinn ekki tilbúinn og öruggan. Ég er brjálaður…

      11
  4. Hvað segja reglur Enska knattspyrnusambandsins um þetta mál ?
    Þarf Liverpool að samþykkja að spila annan dag eða getur sambandið dæmt Liverpool 0-3 sigur.
    Væri reyndar frekar til í að spila við þá og vinna, en væri til í að vita hvað reglurnar segja.
    Finnst svo lítið rætt um þetta mál miðað við að þetta er svo stór leikur.

    2
  5. Ef United fer í gegnum þetta refsingarlaust(ég er ekki að tala um peningasekt), hvað kemur í veg fyrir að “stuðingasmenn” liða stormi inn á völlinn fyrir leik og honum síðan bara frestað. Lið kannski átt erfiðan leik nokkrum dögum fyrr og mynda alveg vilja seiknun á leiknum.
    Þetta tal mann að félagið sé miklu meira en eigendurnir, félagið séu stuðningsmennirnir, Ok þá hlýtur félagið að taka út refsingu fyrir gjörðir stuðningsmanna sinna. Öllum enskum liðum var refsað fyrir gjörðir stuðningsmanna Liverpool og dæmdir til að spila ekki í Evrópukeppnum, var það ekki. Ef þetta væri eitthvað annað lið en United þá væri búið að útskurða um þetta núna.

    Áfram Liverpool.

    22
  6. Hvernig gat það gerst að fólk komst eftirlitslaust inn á völlinn hjá Man U? Virkar á mig eins og hrikalegt öryggismála-klúður. Þeir hljóta að fá sekt fyrir þetta.

    3
  7. Menn eiga ekki að geta komist inn á vellina þetta verður ManU dýrt hvað það varðar en hvort þeim verði dæmdur tap í leiknum veit maður ekki ég sá fyrir mér sigur í dag þar sem við vorum að færa Fab upp á miðju og því svekkjandi að fá ekki leikinn strax, verður hann ekki bara spilaður þegar Virgil og Hendó eru komnir til baka í lok maí ?

    YNWA.

    2
  8. Einn stærsti leikur tímabilsins og honum er frestað útaf nokkrum fávitum en svo heyrist bara ekki neitt.
    Hvað er málið ?
    Fer þessi leikur fram, hvernær þá ?
    Fær United refsingu, þá hvaða refsingu ?

    4
  9. Græðgi eiganda er eitt en ofbeldi annað. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. ALDREI.
    Það tók langan tíma að uppræta ofbeldi í kringum enskabolta og er ég orðlaus yfir því hvernig margir enskir miðlar eru að bregðast við þessum atburði. Eru sumir að ganga svo langt að lofsyngja þetta. Sektir á MU bíta ekkert á þessa svokölluðu aðdáendur nema síður sé. Ekki borga þeir brúsann. Eina sem þeir skilja er bann frá keppni og/eða tap af stigum. Fleirri en stigin þrjú sem menn tala um hérna á síðunni. Þetta ofbeldi þarf að stöðva strax og til þess þarf róttækar aðgerðir!!!

    8
  10. Enska sambandið mun aldrei refsa þeim, þar sem þeir eru ánægðir með þetta, að stuðningsmenn sjái til þess að þessi ofurdeild verði ekki að veruleika

  11. Sælir félagar

    Þarf ekki að taka hlaðvarp á stöðuna? Hvernig verður málið leyst? Verður MU rafsað? Tapa þeir stigum? Fá LFC 3 stig og 3 mörk. Hvað segja reglur um svona vitlaysu o.s. frv. ?

    Það er nú þannig

    YNWA

    9
    • Sammála Sigkarl, Gullkast ekki seinna í kvöld! Þetta er náttúrulega bara skandall, afhverju var ekki spilað í gærkvöldi?! Engir sem hagnast á þessu nema MU……. það er skítalykt af þessu!

      4
    • Ég myndi gjarnan vilja heyra spekúlasjónir í kringum leikmannakaup og þó aðallega sölur.

      Eins og staðan er núna er liðið fullt af fúasprekum sem þurfa að yfirgefa svæðið. Og mönnum sem hafa aldrei náð takti. Plús það að Klopp búinn að keyra sína uppáhaldsmenn algjörlega í kaf. Það er eins gott að aðalliðið fái eitthvað sumarfrí en fjárans Evrópukeppnin er vís með að koma í veg fyrir það.

      Hverjir eiga að fara? Hverja getum við keypt? Mun Klopp halda áfram að setja sömu 11 mennina á smergelið næsta vetur – þangað til þeir drepast?

      Þetta er að mínu mati næsta mál á dagskrá, fyrir utan MU leikinn og stjarnfræðilega smáan sjens á Meistaradeild.

      2
      • Það vantar líka bara nýtt blóð í liðið. Svipað eins og að fá Jota ferskan inn síðasta haust. Nema nú vantar slíkan mann á miðjuna, og í vörnina. Við vitum að sirka 50% allra leikmannakaupa floppa (þó svo það geti komið tímabil þar sem betri árangur næst og líka verri stundum), og því er líklegt að það vanti inn 4 nýja leikmenn til að fá tvo sem virka.

        Annars fannst mér áhugavert að sjá uppstillinguna hjá U18 í gær. Enginn Balagizi, enginn Musialowski, enginn Woltmann, enginn Koumetio, enginn Harvey Davies, enginn Owen Beck. Ég hélt að þeir myndu þá kannski sjást á myndum af æfingu aðalliðsins í gær, en nei, held ég hafi bara séð Davies og mögulega Beck. Væri gaman að vita hvert planið er með þá félaga.

        4
    • MU verðut ekki refsað þú ert nú eldri en tvæ vetur í þrssu Sigkarl.

      4
    • Er sammála, það hljóta að vera til einhverjar reglur sem varða svona tilvik, ef ekki, þá er þessi uppákoma fordæmisgildandi sem refsilaus fyrir önnur félög í framtíðini. Liverpool kemur ekkert við andúð stuðningsmanna manu til eigenda, þetta er innanbúðar mál manu og ættu því að gjalda fyrir það. Svona uppákoma er fyrst og síðast á ábyrgð manu.

      YNWA

      4
  12. er það ekki rétt skilið að allar umferðir verða að klárast á sama tíma í lokaumferð, er virkilega hægt að skella þessum leik á 1-2 vikum eftir að deildin endar?

    1
  13. Verður gaman að gleyma þessu tímabili sem fyrst..get ekki beðið eftir að þessi hryllingur ljúki..leiðinlegasta tímabil frá upphafi ensku úrvalsdeildar staðfest.

    2
  14. Jæja, MU leikurinn verður á fimmtudagskvöldið næsta, 13, maí. En engar fréttir af sekt eða neinu varðandi öryggismálin á Old Trafford. Týpískt.

    2
  15. Hvernig gátu okkar menn tapað fyrir þessu madrid liði. Þeir eru svoooo slappir í þessum leik á móti celski.

    2
      • einmitt helvítið hann Keita, spilaði í 30 mín og var lélegur.

        Þetta hefur auðvitað ekkert með risa mistök hjá Alisson og Trent að gera og okkar steingeldu sóknarlínu sem RM áttu ekki í vandræðum með að halda niðri.

        5
  16. Newcastle að flengja Leicester…..gerir leikinn á morgunn spennandi fyrir okkur…

    1
    • Endaspretturinn verður spennandi. Glatað fyrir menn Brendans að vera enn einu sinni að missa dampinn á síðustu metrunum…

  17. Leicester virðast ansi oft brotna undan pressunni sem fylgir seinustu leikjunum og það gerir þetta virkilega spennandi og það er nokkuð ljóst að þetta er langt frá því að vera búið en okkar menn verða samt að vinna restina helst.

  18. Chelsea og Leiceister eiga eftir að spila saman í deild og bæði lið eiga mjög strembið prógram eftir.

    Okkar menn eiga von, en vonin felst í að vinna rest. Eitt jafnteflið og sætið líklega farið.

    1
  19. Leicester eiga eftir United, Chelsea og Spurs
    Gríðarlega erfitt prógram hjá þeim.

Lokaleikur kvennaliðsins á leiktíðinni

Southampton á Anfield (Upphitun)