Gullkastið – Þar fór það

Vonbrigðin þetta tímabilið ætla bara engan enda að taka. Enn einu sinni kastar Liverpool frá sér leik sem ætti að öllu eðlilegu að vera löngu búinn. Tímabilið fjaraði svo gott sem endanlega út fyrir vikið.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 333

7 Comments

 1. Ömurlegt tímabil heldur bara áfram að vera ömurlegt.
  Skil reyndar ekki þessa gífurlegu gagnrýni á skiptingarnar/uppstillingu og tal um heilatognanir, glóruleysi og geðveiki, það er ekki eins og Thiago og Jota hafi verið að gera sig ómissandi með frammistöðu sinni í þessum leik. Milner kemur með reynslu inn á völlinn og Jones er leikmaður sem alltaf er gott að hafa inni á vellinum og nánast okkar besti miðjumaður miðað við frammistöðu hinna miðjumannanna. Og Fab.. hvaða miðvörð áttum við að hafa inná? Williams? Þá fyrst eru menn í vandræðum. Þegar spilað er gegn Newcastle sem liggur í vörn í 89 mínútur þá er fullkomlega eðlilegt að hafa Fabinho í miðverðinum þar sem hann er hvort eð er að hlaupa um í miðjuhringnum allan leikinn. Klopp er ekki fullkominn en hann kostaði okkur ekki sigurinn í þessum leik, það voru framherjarnir.

  21
 2. Eg var styrimaður a fiskiskipum, svona svipað og að vera fyrirliði i fotbolta, en það var alltaf skipstjorinn sem bar mesta abyrgð. Það var a hans abyrgð ef ekki fiskaðist vel. Þannig er það lika með stjorana i fotbolta. Aðal abyrgðin er stjorans hverju sinni, ef ekki tekst að skora mork hja Liverpool er aðal abyrgðin hja Jurgen Klopp.

  5
 3. Í sambandi við Newcastle leikinn ég skil ekki gangrýnina á Klopp.

  Hann stillir upp sókndjöfur liði.
  Hvað gerðir þetta sókndjarfa lið? Jú þeir stjórna leiknum gegn Newcastle og skapa sér fullt af dauðafærum svo að leikplannið var heldur betur að ganga. Varnarmúrinn galopnaðist nokkrum sinnum hjá þeim og til þess er leikurinn gerður.
  Ég held meiri segja að ef Klopp hefði komist í þessi færi þá hefði Liverpool að minnsta kosti skorað tvö mörk í leiknum.

  Þessar skiptingar fannst mér líka bara ágætar. Thiago virkar oft mjög þreyttur og þungur undir lok leikja og að setja ferskan hreyfanlegri Jones síðustu 15 mín finnst manni ekki galinn hugmynd og ég tala nú ekki um að það var búið að taka út steingeldan Jota fyrir Milner sem þýðir að við ættum að vera miklu þéttari á miðsvæðinu.

  Það sem mér fannst ekki ágæt var að fá þetta jöfnunarmark á okkur og þar með mikilvæg stig töpuð og horfi maður númer 1,2 og 3 á öll þessi glötuðu færi hjá Mane, Jota og Salah heldur en um að Jones kom inn á eða að byrjunarliðið hafði ekki verið gott.

  Þetta tímabil er búið að vera erfitt og má alveg setja út á Klopp en ég ætla að gefa honum algjöran fríí passa.
  Fékk ekki að fagna titli með stuðningsmönnum
  Missti móðir sína
  Liðið lenti í miklu VAR mótlæti í byrjun móts
  Missti þrjá bestu miðverðina sína
  Missti lykilmenn aftur og aftur á tímabilinu.
  Leikjaálagið aldrei eins mikið.
  Hafði ekki Anfield stuðningsmenn til að styðja liðið.

  Hefði einhvern stjóri náð meira úr þessu liði í vetur? Ég bara veit það ekki. Kannski einhver eins og Móri sem hefði verið sáttur að pakka í vörn með þetta lið á sínu fyrsta tímabili og vera með skyndisóknir eða hefði Pep getað látið okkur spila sendingarboltan sinn í 90 mín með Phillips/Kabak í miðverðinum og miðju sem saman stendur af Milner, Gini, Fabinho, Thiago, Keita/Ox(alltaf meiddir). Já kannski en ég myndi ekki vilja skipta á þeim og Klopp.

  YNWA

  14
 4. Sælir félagar

  Auðvitað ber Klopp ábyrgðina þegar upp er staðið. Allir þeir sem voru að spjalla í hlaðvarpinu eru gegnheilir Klopp menn og styðja hann út yfir gröf og dauða. En það segir ekki að ekki megi gagnrýna Klopp af stuðningsmönnum hans. Skiptingin á Thiago var í bezta falli skrítin og í verzta falli glórulaus. Thiago að eiga sinn bezta leik og hélt spilinu og pressunnni gangandi ásamt því að vera anzi duglegur við að stöðva sóknartilburði andstæðingsins. Eðlilegra að taka Jota útaf fyrir Jones því Jota var ekki neinu sambandi í þessum leik.

  Annars nenni ég ekki að þrasa um þetta eða annað í sambandi við Newcastle leikinn. Niðurstaða hans var hörmung og liðinu til skammar að tapa honum en slysin gerast og þessi leiktíð virðist ætla að verða eitt samfellt og uppihaldslaust stórslys. Eitt af því sem gæti þó skemmt manni væri að vinna MU á sunnudaginn svona til að finna til einhverrar gleði í lokin. Það mundi líka kveikja vonir um betra gengi í lok leiktíðar. Að lokum þakka ég fyrir þáttinn og að mínu mati hafa þeir sem þar standa að málum alveg leyfi til að rasa aðeins út eins og við hinir. Þeirra vonbrigði eru jafn mikil og okkar hinna.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
 5. Þjáningarbræður mínir hér að ofan og í Gullkastinu hafa allir eitthvað til síns máls. Eigum við ekki að lifa í voninni að Chelsea hiksti á lokasprettinum með hugann við Meistaradeildina og erfitt leikjaprógram í deild og að West Ham fari á taugum á þessum sama lokaspretti!

  EN……. þá verðum við líka að nýta tækifærið og byrja strax á því sunnudaginn 2 maí kl. 15:30! Eins og staðan er núna hjá okkur erum við í sæti “Europa Conference League Qualification”! Þýðir það ekki að við værum þá að fara spila einhverja umspilsleiki strax í júlí?!

  Má ég þá frekar biðja um 7. sætið!

  YNWA

  2
 6. “þar fór það” Jú þetta mikla óheppna og vonbriðgartímabil ætlar engna endi að taka. Við eigum allann daginn að vinna Leeds og Newcastle með þennan hóp.
  Það yrði gríðaleg gleði og vítanmínsprauta af við skildum vinna ManU á sunnudag, og jafnvel yrði maður bara helvíti sáttu eftir allt sem á undarn er gengið.

  Er drullu kvíðin ætla að horfa, en samt ekki en ég heldi ég þorri ekki að missa af þ.e. ef við skildum vinna. You kow what I mean.

  YNWA

  4
 7. Við eigum séns á fimmta sæti.
  Lélegt tímabil. Ætti helst að sekta leikmenn fyrir það sem boðið hefur verið uppá.

  2

Kvennaliðið heimsækir Sheffield

Kjúklingarnir í U18