Kvennaliðið heimsækir Sheffield

Núna kl. 13 er komið að næst síðasta leik kvennaliðsins á þessari leiktíð, og í raun ekki að neinu að keppa lengur þar sem það er ljóst að Leicester fer upp í efstu deild. Núna snýst þetta að mestu um það hvort liðið lendir í 3ja eða 4ða sæti, svosem smá séns að lenda í 2. sæti en þá verður Durham að tapa báðum sínum leikjum sem eftir eru, og litlar líkur á að það gerist.

Skoðum fyrst stöðu knattspyrnustjóra hjá kvennaliði Liverpool: nú ku víst vera í gangi matsferli á þeim sem sóttu um stöðuna. Það verður áhugavert að sjá hvern stjórnendur félagsins ætla að ráða, en það er víst búið að þrengja hópinn úr talsverðum hópi umsækjenda. Hvort Amber Whiteley er þar á meðal á eftir að koma í ljós, en hún hefur a.m.k. staðið fyrir sínu á þessum vikum sem hún hefur stýrt liðinu. Líklega kemur þetta í ljós eftir að leiktíðinni lýkur, en ég held að það megi vera öllum ljóst að Liverpool þarf að gera meira en að ráða nýjan knattspyrnustjóra til að komast aftur upp í efstu deild og fara þar að slást um titilinn (hint: meiri peningar).

Leikurinn nú á eftir er gegn Sheffield United, og þar hittir liðið fyrir nokkra góðkunningja eins og Courtney Sweetman-Kirk, Fran Kitching og Leandra Little, en allar voru þær hjá Liverpool áður en þær fóru til Sheffield.

Segja má að þetta sé hálfgerður úrslitaleikur um 3ja sætið, því liðin eru jöfn í 3. – 4. sæti með 35 stig, og aðeins markamunur sem skilur liðin að. Sheffield er með 22 mörk í plús en Liverpool 21.

Byrjunarliðið mun líta svona út:

Foster

Roberts – Moore – Robe – Hinds

Rodgers – Fahey

Thestrup – Kearns – Lawley

Linnett

Bekkur: Laws, Jane, Parry, Holland

Hvorki Jade Bailey né Ashley Hodson eru með vegna meiðsla. Ekkert er minnst á það hvar Rachel Furness er, og ég held að Jesse Clarke sé líka meidd. Babajide er líklega á leiðinni annað þó það sé ekkert búið að staðfesta um slíkt, og þó svo hún haldi áfram að styðja karlaliðið á Twitter. Annars er bekkurinn óvenju fámennur. Það er líka athyglisvert að Rylee Foster fái markmannsstöðuna, og ýtir undir þá kenningu að hún verði aðalmarkvörður á næstu leiktíð.

Leikurinn verður sýndur á helstu rásum félagsins: Youtube, Facebook, Twitter og víðar.

3 Comments

 1. Leik lokið með 0-1 sigri Liverpool, mark hjá Amalie Thestrup um miðjan fyrri hálfleik. En aðal fjörið var í kringum vítaspyrnurnar þrjár sem fóru forgörðum, þar af tvær hjá Sheffield, þar af önnur á 90+1 sem Rylee Foster varði, og þurfti svo að fara út af með höfuðmeiðsli eftir árekstur þegar hún varði frákastið.

  Durham tapaði í dag svo nú er Liverpool í 3ja sæti, aðeins einu stigi frá 2. sæti, en það verður að teljast ólíklegt að Durham vinni ekki sinn leik í síðustu umferð. Sá leikur er gegn Coventry sem eru í næst neðsta sæti, á meðan Liverpool spila við London City Lionesses á Prenton Park.

 2. Takk Daniel. Það er greinilega meiri metnaður i gangi þarna en hja karlaliðinu.

  2
  • Tja… hjá eigendunum? Nei það er ekki að sjá. Hjá leikmönnunum? Jú það vantar ekki metnaðinn í stelpurnar. En í augnablikinu vantar alveg a.m.k. 2-3 styrkingar til að koma liðinu aftur í efstu deild, og svo þarf örugglega að styrkja liðið aftur ef/þegar liðið fer aftur upp.

   1

FSG OUT?

Gullkastið – Þar fór það