Liverpool 1 – 1 Newcastle, Deja Vu. (Skýrsla uppfærð)

Þetta var ég byrjaður að skrifa þegar mark var dæmt af Newcastle í uppbótartíma:

Verð að taka á mig að hafa jinxað þetta

 

Fari það í þúsund grámyglaðar grásleppur. Meiri bévítans hörmungin

Gangur leiksins.

Leikurinn hefði ekki getað farið betur af stað. Eftir aðeins þrjár mínútur vann Salah barátuna um frákast í teignum og sneri sér á staðnum og þrumaði boltanum viðstöðulaust í nær vinkilinn. Stórfenglegt mark sem á skilið að vera mark mánaðarins. Þetta var tuttugusta mark Salah í deild í vetur, þriðja árið í röð sem hann nær þeim árangri. Einfaldlega einn sá allra besti sem hefur klæðst treyjunni.

Eftir þetta mark var taktur leiksins kunnulegur. Allt, allt of kunnulegur. Við vorum með boltann á bilinu 70-80 prósent, óðum í færum en framlínan okkar bara gat ekki komið boltanum í netið. Newcastle beitti hinni víðfrægu lágu blokk og beittu skyndisóknum. Náðu einni frábærri um miðjan hálfleikinn þar sem Longstaff slapp í gegn og við máttum vera þakklát Alisson fyrir frábæra markvörslu. Hraði Longstaff og Saint-Maximin var að valda varnarlínunni okkar usla. Það gæti líka tengst að okkar menn voru svo ákafir að sækja að oft á tíðum vorum við með 9 leikmenn í sóknarþriðjungi vallarins.

Í hálfleik hefur Steve Bruce væntanlega verið nokkuð sáttur. Liverpool búin að hafa öll völd á vellinum en Newcastle enn þá inn í leiknum. Fyrri hluti seinni hálfleiks var síðan áframhald af þeim fyrri. Liverpool miklu meira með boltann, stöku glefsur af frábæru samspili en alltaf þessi ónotatilfinning… þeir þurfa bara eitt mark.

Á 58. mínútu kom James Milner inn á fyrir Jota og fannst mér sú skipting heppnast ágætlega. Ef eitthvað var jókst stjórn Liverpool yfir leiknum, gamli maðurinn tók stjórnina og maður sá fram á að nú yrði leikurinn drepinn. Svo komu líklega stærstu mistökin: Curtis Jones inn á fyrir Thiago.

Ég vil hafa það krystaltært að ég kenni ekki Jones um neitt. En án Thiago á miðsvæðinu misstu okkar menn einfaldlega stjórn á leiknum. Á 85 mínútu voru okkar menn með boltann, Newcastle menn allir á eigin vallarhelmingi. Fyrir ári hefðum við látið boltann ganga endalaust á milli, bara haldið honum og drepið leikinn. Í staðinn var gerð sókn, við misstum boltann eftir hálffæri og það sem eftir lifði leiksins voru lærisveinar Bruce með vindinn í bakið. Það var eitthvað svo óhjákvæmilegt, tragískt við það sem var að gerast. Ríkjandi meistarar, rúnir sjálfstrausti og án sinna bestu manna, eftir að hafa verið með algjöra yfirburði…

Á 93. mínútu blótuði milljón stuðningsmenn Liverpool í kór þegar Callum Wilson náði með smá heppni að skora. Hann hafði hins vegar fengið boltann í hendina. Ég byrjaði að skrifa það sem stendur hér efst. Nýttu okkar menn gjöfina frá VAR dómaranum? Nei. Þeir misstu boltann nánast strax og í þetta sinn stóð markið, Joe Willock skoraði og Meistaradeildarsætið komið algjörlega úr okkar höndum. Eiga Liverpool það svo skilið?

Maður leiksins.

Bara byggt á því hversu mikið leikur Liverpool hrundi eftir að Thiago var tekin útaf þá ætla ég að velja hann. Ég finn ekki tístið sem ég ætlaði að setja hérna en áður en hann var tekinn útaf vorum við 70+ prósent með boltann, þessar loka tíu mínútur undir 60 prósent með hann. Alisson átti líka tvær frábærar vörslur og þess virði að minnast á hann.

Slæmur dagur.

Það er alltaf pínu spes að dæma Gini Wijnaldum, vegna þess að svo mikið sem hann gerir vel er ekki neitt sérstaklega áberandi. Fannst hann samt ósýnilegri en oft áður í dag. En Jota og Mané maður minn. Maður fyrirgefur framherjum ansi margt ef þeir ná að klára eitt færi. Sem þeir gerðu ekki. Svo verður bara að setja risa spurningamerki við Klopp, hvað var hann að pæla að taka Thiago útaf?

Umræðupunktar

 • Sigur í dag, eða gegn Leeds hefði þýtt að mögulega væri Meistaradeildarsætið í okkar höndum. En nei. Okkar menn köstuðu því frá sér. Það eru sex leikir eftir og ef annað hvort Chelsea eða West Ham vinna á eftir þá vantar okkur fjögur stig í fjórða sæti.
 • Þetta lið þarf innilega á sumarfríi að halda. Held reyndar að við stuðningsmenn þurfum það líka.
 • Það er margt sem þarf að gera upp eftir þetta tímabil en eitt sem er ekki nógu mikið rætt er hversu bitlausir við erum í föstum leikatriðum. Við misstum ansi mikið af meðalhæð þegar Van Dijk og Matip duttu út og það munar um það.
 • Það er ekki hægt að kenna vörninni um þetta í dag. 22 skot, eitt mark. Hvað er í gangi?
 • Bara svo það sé eitthvað hér á skemmtilegum nótum, James Milner var að koma inná sem varamaður í 159. sinn. Hann er því mest notaði varamaður í sögu Úrvalsdeildarinnar og tók sætið af Peter Crouch.
 • Það ótrúlega er að ef West Ham og Chelsea gera jafntefli er smá von. Ekki mikil, en smá…

Næst á dagskrá.

Eftir átta daga er stærsti leikurinn í enskri knattspyrnu. United, erkifjendurnir sem sitja hæst ánægðir í öðru sæti. Heil vika í undirbúning á meðan þeir keppa í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.

65 Comments

  • Var FSG að spila þennan leik og kluðra öllum þeasum dauðfærum???

   5
   • Er þetta ekki nokkuð ljóst? FSG net spend 0!!! Superleague osvfl osvfl
    Endurnýjun á liðinu vegna færanýtingu og spilamennsku ,,, En takk fyrir að benda á að fsg var ekki að spila…

    2
 1. Jurgen Klopp ma skammast sin fyrir þessa frammistoðu. Er ekki að na nokkru ut ur þessum mannskap.

  8
 2. Hauslausir ..30 færi í leiknum með 10000 sendingar með 95% nákvæmni..skiptir ekki máli leyfum bara Newcastle að pressa okkur í drasl og jafna á síðustu 5

  5
 3. Lið sem vinnur ekki Newcastle á heimavelli hefur ekkert að gera í CL. Með ólíkindum hvað þetta lið getur klúðrað dauðafærum.

  10
 4. Miðað við byrjunina þá hélt maður að þetta stefndi i 90s 4-3 sigur okkar manna en þetta mark hjá Newcastle í lokin lá í loftinu og þessi Skrtel tækling frá Fab sem fleytti boltanum inn einhverveginn týpisk lok á þessum leik. Áttum ekki meira skilið því miður.

  5
 5. Furðulegur fótboltaleikur, leið eins og ég væri að horfa á football manager live.
  30 + skot endalaust af færum en tölvan var búinn að ákveða að leikurinn endar 1-1…

  Hvernig er ekki hægt að halda út í 2 mín, þeir skora 2x mörk og hefðu getað skorað fleiri.

  4
 6. Úff ég hef svo margt vont að segja en ætla ekki að fara þangað.
  En hvernig geta menn eins og Firmino og Mane fengið 95 mín þessum leik með svona skítaframmistöðu.
  Thiago og Jota teknir af velli.

  6
  • Þú spyrð í þessum leik. Firmino hefur ekkert getað í meira en ár núna en samt er hann nánast alltaf inná. Gini spilar á 40 % ákefð og er alltaf inná. Mane hefur ekkert getað í marga mánuði alltaf inná. Er ekki bara vandamálið þrjóskan í Klopp? Móri var rekinn um daginn frá Tottenham en samt geta þeir komist yfir okkur ef þeir vinna næsta leik.

   6
 7. Get þessa leikmenn ekki meir.
  Hvernig þetta var hægt fæ ég ekki skilið, bara fæ ekki skilið, en samt, þeir hafa verið ansi duglegir við þetta undanfarna mánuði.
  Búið hjá mér.

  5
 8. Sælir félagar

  Hvílík djöfulsins drulla á Jota og Mané. Jota var svo ömurlegur í þessum leik að það átti að skipta honum útaf í miðjum fyrri hálfleik. Mané er svo lélegur að það viil hann örugglega enginn þó það ætti að gefann. Eini maðurinn í framlínunni sem getur skorað mark er Salah en það dugir skammt með þessa meðalmenn með honum þarna frammi. Enn einn leikur hinna glötuðu tækifæra og Gini stoppaði spilið eins oft og hann gat.Slæm skipting að skipta Thiago útaf. Jones komst aldrei í neitt samband við leikinn. Skelfilegt jafntefli bara, alveg skelfilegt. 4. sætið farið.

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
 9. Þvílíkir aumingjar ? þetta lið er svo gagnslaust án Henderson. Eigum ekki neitt skilið úr þessu tímabili, hrista vel uppí þessu í sumar ef við ætlum ekki að detta í langa lægð eins og við þekkjum reyndar alltof vel.

  7
 10. Þetta er ófyrirgefanlegt, á ekki a? vera hægt. Og afhverju i andsk….gera þeir ekki klára? svona leiki lengur 2,3,4 – 0???

  4
 11. Já það er farið að hitna all svakalega undir Klopp. Ég elska Klopp og mun alltaf gera – en hann er ekki að skila ásættanlegri niðurstöðu.

  Helst vona ég að Klopp finni mojoið sitt aftur og að FSG kaupi það sem hann biður um.

  Og það er ekki öll von úti ennþá, hvað varðar fjórða sætið. Ég held í þá litlu von aðeins lengur.

  6
 12. Klopp á þetta bara skuldlaust afhverju róterar maðurinn ekki neitt??? Sömu gaurarnir á bekknum leik eftir leik á meðan aðal liðið er gjörsamlega bensinlaust.

  Ég vill frekar tapa með Keita, Origi Oxlade og Co sem ættu þó að vera ferskir heldur en að horfa á þessu drullu.

  8
 13. Leeds jafnar á 87 mínútu, Newcastle jafnar á 95 eftir að VAR var aldrei þessu vant að fara að hjálpa okkur að landa 3 stigum þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Lukkudísirnar margfæru fyrir löngu komnar í sumarfrí, sjálfstraustið farið, 4 sætið farið……

  Skiptingarnar hjá Klopp skrýtnar, hvað er með Ox og Keita?! Þetta tímabil er það ótrúlegasta sem maður hefur upplifað í langan tíma. Maður bíður bara eftir að vakna upp úr vondum draumi og komast úr þessu “tvælightzone-i” sem veturinn er búinn að vera!

  5
 14. Vá hvað ég er búinn að fá nóg af þessum tveimur ólukkans framherjum…

  Hefðu þeir nýtt færin sín á þessu ári sem eru mýmörg – þá væri staða liðsins öll önnur.

  4
 15. Jota er samt alltaf líklegri til að skora eða búa til færi en Firmino sem gat ekki neitt í þessum leik frekar en öðrum leikjum í vetur.
  Fyrirliðinn inná vellinum sem er að fara að yfirgefa liðið í sumar á ekki að vera fyrirliði eða í þessu liði yfir höfuð miðað við frammistöðu.
  Mane getur bara ekki skorað mörk og Salah þarf að draga vagninn endalaust.

  Ég vona að Klopp og félagar séu á fullu að leita að alvöru striker í þetta lið og losa okkur við Firmino, það er eins og hann sé 10 árum eldri en í fyrra.

  7
 16. Sæl öll
  ég bara get ekki skilið og troðið því í gegnum mína þykku skel hví í ósköpunum þurfti að taka Thiago út af!!!

  5
  • Liðið hefur ekki getað neitt eftir að Thiago kom.

   3
 17. Veit ekki hvað þessir jeppar eru að gera þarna, 5-6 dauða færi og flest frammhjá eða á markmanninn, Hversu oft komust gestirnir á milli lélegra sendingar, 4 eða 5 sinnum. Þetta lið er hálf lamað en útaf hverju , veit ég ekki.

  2
 18. Þreyta, líkamleg og andleg. Hjá öllum.

  Engin endurnýjun átt sér stað þrátt fyrir það augljósa. Ég á erfitt með að kenna leikmönnum um þetta. Þetta eru sigurvegarar. Búnir að sanna það svo um munar. En það er ekki hægt að keyra á sömu leikmönnum í mörg ár. Og svo auðvitað meiðsli lykil leikmanna.

  Ég er að vona FSG reyni að bæta ímynd sína með stórkaupum. Mér hefur alltaf fundist þeir full sparsamir.

  Áfram Liverpool og áfram Klopp!

  15
 19. Þessi leikur sýndi það best hversu Klopp er langt frá því að skilja vandamálið og orðinn hreint út sagt clueless hvernig hann ætlar að laga vandamálið. Mjög alvarlegt sérstaklega hversu fljótt þetta hefur gerst.

  Punktar sem mér finnst vanta hjá Klopp:

  1) skilja hvenær hann á og á ekki að spila framarlega gegn liðum. Þessi svo kallaða “game management” sem talað er um er eitthvað sem hann gefur skít í og þess vegna getum við ekki skít! 70% possession og samt að spila með vörnina svona framarlega og Newcastle var alltaf að ógna en voru aldrei þeð i þessum leik. Ef hann ætlar stanslaust að reyna að hamra á liðum þá þarf hann að geta mótíverað leikmenn sem eru ekkert að geta.

  Falleinkunn, Klopp!

  2) Spila helvitis miðjumönnum á miðjunni og varnarmönnum í vörninni!! Fabinho sem stjornað hefur leikjum undanfarið sem hann hefur verið á miðjunni en af þvi að 1.deildarleikmaðurinn Nat Philips var meiddur þá treysti hann ekki hinum non league varnarmanninum Rhys Williams að fylla í skarðið (sem hann hefur oft gert!) og þess vegna fórnaði hann Fabinho þar.

  Falleinkunn, Klopp. Falleinkunn!!

  3) Ef hann er ekki að treysta leikmönnunum sínum þá kaupa betri!!! Hætta þessari safnaraáráttu á miðlungs/lélegum leikmönnum og kaupa betri! Án gríns. Það virkar! Þessi Konate frá Læpsig á víst að vera á leiðinni og hann er einmitt gaur sem hefur verið meiddur í tvö ár nánast. Stefnuleysi og greinilegt að eigendurnir eru að reyna að halda að sér veskinu svo þeir þurfu ekki að eyða mikið. Sorglegt.

  Falleinkunn!

  Klopp er kominn í þrot. Eigendurnir eru komnir í þrot.

  5
 20. Officially, goodbye CL next season.
  Eigum alls e?ki skilið að spila í evrópudeildinni heldur.

  4
 21. Sælir félagar

  Því miður á Klopp skilið mikið af þeirri gagnrýni sem hann fær eftir þennan leik. Wijnaldum alltaf í liðinu. Hvernig er með Keita??? Er hann dauður eða bara dauður úr öllum æðum. Hvað með Saq? Ekkert að frétta eða . . . ? Hvað með Uxann er hann kominn á eftirlaun? Hvað átti þessi skipting á Thiago að þýða? hvaða helv . . . bull er þetta? Hvað á það að þýða að spila Mané leik eftir leik eftir leik? Hann getur nákvæmlega ekkert og tekur pláss frá öðrum sem gætu ef til vill ógnað eitthvað. Jota? Hvað kom fyrir hann mér er spurn? Hann getur nákvæmlega jafn mikið og Mané.

  Eru einhverjar lyfjagjafir í gangi hjá LFC sem tekur allt úr mönnum sem einhverntíma hafa getað eitthvað. Af hverju er verið að spila sömu mönnunum endalaust þó þeir leggi ekkert til liðsins. OG af hverju er bezti miðjumaður liðsins enn og aftur settur í vörnina með þeim árangri að lið sem eru í tapstöðu ná að jafna. Leikirnir sem við hörum unnið eru með Fab á miðjunni. Klopp fær falleinkunn fyrir þennan leik ásamt nokkrum leimönnum.

  Það er nú þannig

  YNWA

  10
 22. Um jólin vorum við með 3 stiga forystu á toppnum, 8 stigum fyrir ofan Chelsea, 10 stigum fyrir ofan West Ham… það er ekkert eðlilegt við þetta.

  11
 23. Ég ætla bara ekki að losna við andskotans Hodgson-hrollinn úr mér! Verður erfitt að æsa sig upp í að horfa á síðustu leikina…

  Það er augljóst að framundan er amk. 1-2ja ára breytingaskeið hjá liðinu. Margir komnir á aldur og FSG hefur ekki keypt neitt af viti undanfarið.

  Því minna sem er sagt um Super League, því betra, en það þarf enginn að halda að þetta hafi ekki haft meiriháttar áhrif á bæði leikmenn og Klopp. Dj. dj.!

  3
 24. Jota var skelfilegur, átti að fara út í hálfleik. Thiago átti að klára leikinn og Gini út. Hvað er með þetta Gini dæmi? Af hverju er hann alltaf í liðinu? Og fyrirliði. Skil þetta ekki. Maðurinn er að fara og ekki að spila vel.
  Til hvers vorum við að fá Ben Davies ef ekki er hægt að nota hann?
  En að sama skapi. Þó að Virgil og Gomes hefðu verið hafsentar þá hefði það ekki hjálpað þessum vonlausu sóknarmönnum að klára þessi dauðafæri. Ef allt hefði verið eðlilegt hefði Liverpool skorað 5 bara í fyrri hálfleik.
  Þetta er orðið vel þreytt og fimmtudagskvöld næsta vetur.

  3
  • Ben Davies er reddingin sem FSG bauð upp á. 500.000 pund frá Preston. Skv. Hann hefur eitthvað smávægilega verið meiddur, en aðeins einu sinni komist á bekkinn. Skv. því sem ég hef heyrt þá hefur hann ekki nægileg gæði.

   2
 25. Frábærir menn að standa sig illaa. Síðustu mín. var eins og þeir væru búnir að gleyma 87. mín. leedsleiksins og að sjá liðið þegar flautað var af var eins og að horfa á uppgefna menn. Er úthaldið að bresta?

  1
 26. Þetta er alveg magnað!
  30 sæmileg tímabil með örfáum góðum punktum. Eitt frábært tímabil þar sem allt féll með og gekk upp.
  Síðan eitt sæmilegt tímabil og lýðurinn tryllist.

  Þekki engan Leicester aðdáenda en er nokkuð viss um að þeir hafi verið niðri á jörðinni 16-17 tímabilið.

  6
 27. Ekki hlakka eg nu til fimmtudags kvölda i Evropudeildinni á næsta tímabili Hreinn viðbjoður.

  LFC ekki CL, Mabebe ekkert að koma hlaupandi til okkar

  Það er nu þannig

  2
 28. Það sem manni finnst líklega hvað verst við þessi úrslit er að við vitum alveg hvað liðið er fært um. Við vitum að fyrir ekkert svo löngu hefði þetta lið siglt bæði þessum leik, sem og Leeds leiknum, örugglega í höfn. Hefðu jafnvel bætt við 1-2 mörkum svona til öryggis, en hefðu alltaf haldið stjórninni á leiknum. Hvort þetta ástand sé tímabundið, og menn eigi eftir að ná fyrri hæðum, eða hvort það sé einfaldlega búið að kreista það sem hægt er úr tilteknum leikmönnum (Firmino, Mané, Gini) verður líklega að koma í ljós. En það er a.m.k. alveg klárt að þetta lið er fjarri því að vera sama “mentality monsters” eins og það var fyrir ári síðan eða svo.

  Aðeins að Gini: ég bara skil ekki af hverju hann fær svona mikinn spilatíma. Mögulega eru FSG að gera stór mistök með því að semja ekki við hann: spara eyrinn en kasta krónunni. Hvað myndi nýr samningur kosta? Og myndi full-mótíveraður Gini ekki ná í einhver stig til viðbótar?

  Á einkaspjalli okkar kop.is penna stakk Óli Haukur upp á því að Klopp ætti e.t.v. að mæta með framlínuna úr U18 í þá leiki sem eftir eru í deildinni. Ég hef nú satt að segja alveg heyrt vitlausari hugmyndir, þ.e. ef menn eru búnir að afskrifa meistaradeildina. Ég er reyndar ekki búinn að því, held að við eigum eftir að sjá einhver “twist” í söguþræðinum, alveg fram undir lok maí. En vissulega minnkuðu líkurnar full mikið með þessum töpuðu tveim stigum. Hitt er svo annað mál að ég er mjög spenntur fyrir U18, og ætla að henda inn smá pistli um þá á næstu dögum.

  4
  • Klopp hefði amk. verið alveg óhætt að mæta með kjúklinginn Rhys Williams í vörninni í þennan leik. Það er fullkomlega glatað að sóa Fabinho í vörn og eyðileggja miðjuna.

   4
 29. Það kæmi mér bara ekki neitt á óvart ef við komumst ekki í Evrópukeppni. Meistaradeildinn er farinn og ég hugsa að þetta verði mögulega 8 sæti. Ef 8.sæti verður enda niðurstaða þá á Klopp að segja upp ekki bíða eftir því að vera rekinn.

  2
  • Gleymdu því ekki séns í helvíti við viljum hann burt.
   Þetta tímabil var algjörlega ónýtt frá byrjun þegar öll varnarlínan fótbrotnaði allt tímabilið.

   9
   • Þú veist að um miðjan des vorum við á toppnum. Hvað hefur Klopp gert síðan? Ekkert! Alltaf sama tuggan leik eftir leik. Meiðslin voru afsökun en ekki lengur.

    5
 30. Það er spurnig um að dusta rykið af Origi og athuga hvort hann nenni að leika þessa síðustu leiki.
  Hann hlítur að standa sig betur en þessir framherjar.

  3
  • Hann Origi getur ekkert eða allavega búið að eyðileggja það sem hann getur með stanslausti bekkjarsetu. Mjög svo typical Klopp að halda mönnum mánuðum saman utan liðs og svo henda þeim inn bara allt í einu og ætlast til að þeir komi með stórleik algjörlega án leikæfingar.
   Afhverju ekki bara selja þessa leikmenn sem hann notar ekki og halda 13-14 leikmanna hóp eins og þeir gerðu í 80s og spara launin. Hann er í raun að gera það nema borga launin.

   4
 31. Klopp batt enda á 30 ára bið! Þó að liðið endi í 12 sæti þá á hann að halda áfram. Það er bara ekkert að marka þetta tímabil og það versta sem gæti gerst er að eigendurnir færu að hlusta á einhverja sófakartöflur sem ekkert vita.

  15
  • Ekkert að marka þetta tímabil?? Er Liverpool eina liðið sem á við meiðsli að stríða? Eigum við að gefast upp af því að Virgill er ekki með okkur? Nei!

   Þetta tímabil er jafnvel ennþá mikilvægara en síðasta því þá sjáum við hvort við virkilega erum þetta góða lið sem menn tala um. Liðsheildin hefur hrunið eftir þessi meiðsli og það sem verra er, þjálfarinn berst við andlegt gjaldþrot þar sem að hugmyndaleysið er algjört. Það hefur smitast út í hópinn og þessi trausti aðili sem smitaði alla af vinnugleði hefur algjörlega horfið. Ef þú og aðrir sem eru ósammála sjá það ekki þá er kominn tími á að opna augun/eyrun.
   Ég hef alltaf verið hrifinn af Klopp og því sem hann segir/gerir en það er eins og hann sé ekki þarna lengur. Hann virkar á mig eins og maður sem tilbúinn er að hætta. Það sem hann hefurr gert hefur ekki farið framhjá sófakartöflum eins og mér. Þetta virkar á mig svona eins og einhver sem mætir drukkinn til vinnu í marga daga. Algjörlega absent frá öllu. Týndur og tröllum gefinn.

   2
 32. allir búnir að drulla á sig í vetur hjá liverpool, eigendur, klopp og allt liðið eins og það leggur sig.

  þetta er ótrúlegt.

  3
 33. Gerir fólk sér grein fyrir því að liðið hefur tapað 16 stigum á leiktíðinni með því að fá á sig mark á síðasta kortérinu? 16 stig! Við værum í öðru sæti með 70 stig ef loftið læki ekki alltaf úr blöðrunni!

  “It takes the 2020/21 season tally to 14 goals conceded in the last 15 minutes of a Premier League fixture, which amounts to a whopping 16 points dropped over the course of the 33 games to date and amounts to 35 percent of their conceded goals.”

  https://www.thisisanfield.com/2021/04/how-late-goals-have-cost-liverpool-in-an-alarming-decline-this-season/

  2
  • Já og tvö í gær gegn slöku Newc á 4 minutum. Spurning að ýta afturlínunni aðeins framar til að sjá hvort við gætum ekki fengið á okkur fleiri en tvö í uppbótartíma(!!!) Það yrði enn eitt metið slegið(!!).
   Aumkunarvert!

   1
 34. Þó liðið sé í lægð vantar ekki að framherjarnir okkar fái marktækifæri. Þau koma á færibandi en þeim virðist alveg fyrirmunað að skora! Liðið er því alveg að skapa færi og við ættum að vera með mun fleiri stig þó ýmislegt vanti. Upplegg liðsins á því að nægja til sigurs. Liðið virkar hins vegar þreytt og því skil ég ekki af hverju Keita, Ox og Shakiri fá ekki spilatíma. Sumarglugginn verður áhugaverður því við verðum ekki í Meistaradeildinni og góðir leikmenn vilja spila þar.

  2
  • gerir þú þér ekki grein fyrir því hversu mikilvægur Firmino er? 6 mörk í 45 leikjum, reyndar kom hann inn á sem varamaður í 3 af þessum 45. 0,13 mörk í leik, 0,19 ef aðeins deildin er talin. Dágott hefði ég haldið.

 35. Ég vil Klopp bara alls alls alls ekki í burtu og finnst þeir sem eru svona harðir á að reka manninn, hvern viljið þið fá í staðinn og hvernig eru þið viss um að sá geri betur en að skila inn CL og EPL titli í hús líkt og Klopp hefur gert?
  Það gjörsamlega sýður á manni að lesa suma vitleysuna hér inni og á erlendum miðlum. Einhver gerðist svo grófur að óska eftir skiptum á Mané og Saint-Maximin??? Þegar Klopp tók við var leikmannahópur Liverpool ekki nægjanlega sterkur til að keppa um titla. Núna er liðið mannað þannig að það er hæft til að vinna hvaða keppni sem er. Núna vantar aðeins breiddina og alveg sárlega fyrir fremstu 3. Jota kom í sumar og er hann eini leikmaðurinn sem getur komið inn fyrir fremstu 3, svo núna er 4 leikmenn um 3 stöður. Næsta sumar kemur sá 5. Það er verið að byggja Liverpool upp á alveg svakalega flottan máta að mínu mati og ég bara vil alls engar breytingar og mega þessir menn allir bara halda sinni góðu vinnu áfram.
  Auðvitað er maður pirraður yfir úrslitunum í gær en Liverpool gjörsamlega yfir spilaði Newcastle og áttu að vera ca. 4-0 yfir í hálfleik og game over. Leikmenn Liverpool eru hins vegar að spila á “gufunum” þessa dagana sökum leikjaálags síðustu tímabila og þá er sjálfstraustið fljótt að fara og menn þurfa sjálfstraust til að klára færi. Ef við tökum Mané sem dæmi að þá hefur hann spilað 135 keppnisleiki fyrir Liverpool síðustu 3 tímabil, skorað 59 mörk og gefið 23 stoðsendingar að auki hefur hann spilað 30 landsleiki yfir þetta tímabil. Þetta ofurmenni hefur síðustu 3 tímabil spilað leik á tæplega 7daga fresti!! ásamt æfingum og ferðalögum. Hann skorar næstum því í öðrum hverjum leik og bara gjörið þið svo vel að skipta á honum og manni sem kom í ensku deildina í fyrra, spilað 46 leiki, gert 6 mörk og 10 stoðsendingar. Til að gæta sanngirnis að þá spilaði Maximin 34 leiki fyrir Nice tímabilið 18/19, skoraði 6 mörk og átti 5 stoðsendingar. Það gera í heild 85 leikir 13 mörk og 17 stoðsendingar yfir sömu 3 tímabil og ég vitnaði í Mané áðan…… og já, Maximin spilaði ekki einn landsleik yfir þetta tímabil.
  Mér fannst ég sjá betri spilamennsku hjá Liverpool í gær heldur en oft eftir áramót og það er algjörlega fáránlegt að þessi leikur í gær hafi endað með jafntefli. Núna þegar liðið á “bara” eftir leiki í deildinni hef ég þá trú að Klopp og þjálfarateymið nái fram betri úrslitum og ég hef ekki gefist upp á topp 4. Leicester á mjög erfiða síðustu 3 leiki og vandamálin hjá West Ham eru einu fleiri eftir leikinn gegn Chelsea.
  Leikmenn Liverpool þurfa hvíld og vonandi fá þeir hana í sumar. Ég hef svo ótrúlega mikla trú á þessu verkefni hjá Klopp að þótt við náum ekki topp 4 núna vil ég bara alls ekki að hann hætti eða verði rekinn!
  Að lokum langar mig að spyrja hvaða miðverði á Liverpool að stilla upp á næsta tímabili? Sagan segir okkur að leikmenn sem meiðast yfir langan tíma eru oft einnig lengi að ná upp “styrk” og stöðugleika í leikformi. Að mínu viti er Matip, því miður, ekki með skrokkinn til að spila á þessu “leveli” og varla Gomez sem hefur meiðst alvarlega þrisvar sinnum á sínum ferli og er aðeins 23 ára (24 ára í maí). Mér finnst Kabak bara hafa komið mjög vel inn í liðið miðað við aðstæður og ég er á því að við eigum að kaupa hann. Eins hræðilegt og það hljómar að þá veit maður ekkert hvernig van Dijk kemur undan vetri og bara vonandi tekur hann ekki þátt í Evrópukeppninni í sumar. Það vita allir að Ben Davies er ekki til og þá liggur fyrir, a.m.k. fyrir mér, að við verðum að kaupa tvo heimsklassa miðverði í sumar og þá er bara spurningin, hverja skal kaupa?

  9
 36. Ágætu stuðningsmenn. Mér finnst eins og sumir ykkur séu að missa hausinn yfir gengi okkar manna og það jafnvel með full miklum ofsa. Vissulega hefur ekki allt farið eins og við vonuðum, kannski frekar lítið. En á því eru margar skýringar…..
  ….miðvarðahallæri sem engan endi ætla að taka og eiga sér engin fordæmi
  ….etv örvæntingarkaup sem ekki hafi gengið upp
  ….taugaveiklun á ögurstundum
  …lukkan hefur heldur ekki verið á okkar bandi í vetur
  …endurkoma manna úr meiðslum erfið eins og td hjá Jota
  …fyrirliðinn meiddur en hann var mikilvægasti maður liðsins sl vetur
  …Origi, Shagiri og OX, jú ekki mikið notaðir og mættu verið notaðir meira. Tek undir það
  …langvarandi þreyta Robbo og Gini. Við skulum bara alls ekki horfa framhjá því
  …eðlilegt “down” tímabil hjá TAA. Ungir leikmenn sem eru svona góðir geta ekki haldið flugi nema í vissan tíma
  …menn úr stöðum, fulloft að mínu mati og hefur ekki skilað miklu
  …ofurdeildarruglið fer sjálfsagt ekki vel með menn??
  Hægt væri að skrifa heila bók um hvernig hlutirnir eru öðruvísi í vetur en sl vetur en þrátt fyrir allt er enn séns á 4. sæti. Gleymum því ekki. Ég fagna því líka þó okkar lið spili í Evrópudeildinni þó einhverjir hafi líst vanþóknum yfir því. Mér er bara alveg sama hvað öðrum finnst um það. Gleðjumst því yfir hverju unnu stigi og ég tala nú ekki um yfir hverjum sigri. Góðar stundir.

  9
 37. Engan veginn kominn tími á Herr Klopp en það vantar gamla góða rock og rólið í hann núna. Samt sammála að miðjumenn á borð við Fab eiga að vera á miðjunni og varnarmenn í vörninni. Ekkerr lið fullyrði ég gæti afborið þau skakkaföll sem við höfum orðið fyrir í vetur. Tökum stigið og komið með næsta leik takk

  2
 38. Sælir félagar

  Sammála að varnarmenn leiki vörn og miðjumenn á miðjunni. Þar að auki er langt í að ég vilji Jurgen Klopp burtu, það vil ég bara alls ekki. En hann er ekki hafin yfir gagnrýni þó það sé ekki oft sem maður getur gagnrýnt hann né vilji.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4

Liðið gegn Newcastle klárt: Framherjarnir byrja allir!

FSG OUT?