Liðið gegn Newcastle klárt: Framherjarnir byrja allir!

Ég er mikill aðdáandi hádegisleikja á laugardögum, sérstaklega ef þeir vinnast og maður getur farið brosandi inn í helgina. Það er aðeins annar tónn í Liverpool borg þessa helgi en var í Leeds á mánudaginn:

Byrjunarliðið okkar er svo svona:

Williams er semsagt meiddur sem er ekki beint óvænt, gaman að sjá Curtis Jones aftur á bekknum. Held þetta sé sókndjarfasta uppstilling sem er völ á hjá okkar mönnum.

Steve Bruce stillir aftur á móti upp svona:

Þetta er skyldusigur og mig langar að trúa að allt ruglið í þessari viku hjálpi okkar mönnum, hressandi eftir allt dramað að geta bara farið út á völl og spilað.

Hvernig lýst ykkur á?

29 Comments

 1. Sælie félagar

  Mér líst vel á allt nema Wijnaldum. Ég skil ekki af hverju hann er alltaf í byrjunarliðinu. Hann hefur verið víðáttulélegur undanfarið. Þetta er greinilega sóknaruppstilling nema Gini og vonandi uppskerum við eins og til er sáð.

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 2. Og Wijnaldum gerður að fyrirliði. Maður sem hefur gefið klúbbnum langt nef með því að neita að skifa undir nýjan samning.

  5
 3. Flott þessi byrjun hjá okkar mönnum og Salah heldur áfram að gera það sem gerir best..skora mörk.
  Þurfum þessi 3 stig í dag.

  4
 4. Úfff…það sem þetta lið þarf að færum til að skora. Vonandi að komi ekki í bakið á því.

  4
 5. Sjálfstraustið hjá Mané er 0 þessa stundina finnst mér..Salah gaf sendingu sem ætti að öllum líkindum að vera mark í svona stöðu en þetta leit út eins og erfiðsta færi heims þegar Mané fékk boltann.

  3
 6. Ef að Liverpool nær ekki marki númer 2 fljótlega í seinni hálfleik þá verður þetta þungur seinni hálfleikur held ég ótrúlegt hvað Liverpool þarf aragrúa af færum til að skora.

  3
 7. Djöfull er Mane að eyðileggja fyrir okkur tímabilið. Bensínið kláraðist á tanknum hjá honum fyrir nokkrum mánuðum síðan. Má alveg fara senda hann í sumarfrí.

  2
 8. Ætli heimilislifið se ekki i lagi hja Mane ? Eitthvað er allavega að sem skerðir sjalfstraustið hja honum.

  1
 9. Ættum að vera 4-5 mörkum yfir. Það væri svo týpískt að Newcastle jafnaði í seinni hálfleik. Tímabilið í hnotskurn….

  4
 10. Ótrúlega léleg færanýting …. bara mjög pirrandi … Thiago yfirburðamaður í fyrri hálfleik. En sterkara lið væri búið að refsa okkur varnarlega … furðulegar stöður á vörninni nokkrum sinnum í fyrri hálfleik sem Newc nýtti sér ekki. Annars væri maður alveg til í þennan Maxim gaur í Lpool.

  5
 11. Mikið er fólk nú heppið að meiga ekki og geta ekki borgað sig inn á þessi óskup.

  1
 12. Ha ha ha eru Liverpool lélegir hvað kemur til eins gott að maður er hættur að horfa á þessa hörmung.

  2
  • Get ekki nema bara hleigið af þessu öllu saman ..þetta er algjört djók..á rassgatinu á móti newcastle Klopp með fáranlegar skiptingar tekur besta manninn útaf og miðjan gjörsamlega hrundi

   3
 13. Algjörlega Klopp að kenna. Átti að skipta Mane útaf. Hann er hálfur maður á vellinum.

  1
 14. löngu hættur að horfa á þennann viðbjóð.

  þetta lið getur ekki rassgat án van djik og henderson.. 2 leiðtogar í liðinu sem stjórna liðinu, eins og að ætlast til að verkamenni vinnu á fullu án þess að nokkur yfirmaður sé til staðar.

 15. Þvílíkur aumingjaskapur … segi bara ekki annað … United mun tæta þessa vörn í sig í næsta leik því miður.

Liverpool – Newcastle (Upphitun)

Liverpool 1 – 1 Newcastle, Deja Vu. (Skýrsla uppfærð)