Liverpool FC hættir við þátttöku í Super League (staðfest)

Leikhúsi fáránleikans hefur verið lokað!

Á sunnudagskvöld kom þruma úr heiðskíru lofti um að búið væra að stofna Ofurdeild fyrir risaliðin í Evrópu, allt væri planað og klárt og Billy Hogan lét það út úr sér að þessi keppni væri rökrétt skref fyrir LFC.

Stormurinn fauk af stað og sem lengra leið á hann var fullkomlega ljóst að hér voru á ferðinni eins hrikaleg mistök og hægt er að gera í rekstri Liverpool FC og hægt var. Aldrei frá þeim tíma hefur komið upp hóst eða stuna frá eigendum félagsins, þeir létu bara í alvöru framkvæmdastjórann svara fyrir þessa gjörð og gerðu ekkert í því að laga orðspor félagsins í heiminum. Eftir leik og í dag hefur svo komið í ljós að mánuðum saman hefur verið unnið að þessu verkefni en algerlega vanmetið á allan hátt hversu ríkar tilfinningr liggja í evrópskum fótbolta, hvað þá á Englandi og HVAÐ ÞÁ Í LIVERPOOL!

Í einhver augnablik gat maður gripið það í kollinn að eitthvað mögulega lægi að baki. Aldrei kom neitt. Í dag gáfust önnur lið upp á hugmyndinni og að lokum hættu okkar eigendur við þennan mánaðalanga blauta draum um að hafa margfaldað virði “fyrirtækisins” síns til að geta selt það með hámarks hagnaði.

Þeir vaða skítinn uppfyrir axlir. Allir sem tengjast félaginu hafa snúið við þessu bulli baki. Stjórinn, leikmennirnir, goðsagnir og hver einasti aðdáendaklúbbur LFC.

Við podcöstuðum um málið í gær og tökum annað stutt upp núna innan skamms – verður komið inn upp úr hálf ellefu

Þetta má ekki stoppa hér takk. Fyrsta skrefið í að taka íþróttina úr græðgisveröldinni verður að hafa fleiri í kjölfarið.

16 Comments

 1. Frábærar fréttir en gefur manni efasemdir um rekstarhæfni þessara manna sem stjórna þessu að vaða út í svona án þess að hugsa þetta til enda og kynna fyrir öllum fyrst.
  Virkilega illa staðið af þessu og félagið bar skaða af þessu máli en vonandi er því hér með lokið.
  #FSG OUT

  5
 2. Arsenal eigendur eru menn að meiri fyrir að enda sína fréttatilkynningu á þessum orðum: “We made a mistake, and we apologise for it.”

  Hinsvegar örlar ekki á afsökunarbeiðni í yfirlýsingu John Henry og co. í FSG. Lúðar!

  17
  • Akkúrat það sem ég hugsaði einnig – vantaði afsökunarbeiðni frá F-ífl S-jálfsmiðaðar G-ungur eins og hjá Arsenal, tek hatt minn ofan fyrir þeim.

   Þetta lið þarna í Ameríkunni skulda okkur sömuleiðis útskýringar á þessum fíflaskap!

   6
 3. Þeir eru farnir að sverja sig í ættir kana sem áttu einu sinni okkar ástsæla klúbb. John Henry er með skítafarið alveg uppá hnakka !
  Þeir verða að biðjast afsökunar á þessari skitu og það er ekkert víst að þeir nái aftur trausti stuðningsmanna.

  4
 4. Held að Carra hafi mikið til sína máls, frá umræðunni á Sky í kvöld, að eigendum helv… FSG verði ekki vært á Anfield næstu árin, nú fari Liverpool einingin innan helv… FSG í sölu.
  Verður aldrei hægt að treysta á menn og konur sem stýra helv… FSG og hafa verið að vinna að samningi upp á 176 blaðsíður undanfarna mánuði.

  Var ég búinn að segja helv…. FSG ?

  6
 5. Öllum getur orðið á en það breytir því ekki að eigendur Liverpool eru með allt á hælunum en ég ætla að fyrirgefa þeim þetta klúður því ég er ekki búinn að gleyma því að þeir björguðu Liverpool frá gjaldþroti.
  Þeir komu með herra Klopp og saman hafa þeir og Klopp gert klúbbinn að því stórveldi sem hann var á árum áður.
  YNWA

  13
 6. Glæsilegt.

  Eeenn.. þetta má ekki gleymast. Þessum mönnum verður að koma burt. Meðan þeir eru við völdin erum við nákvæmlega jafn stórt vandamál í boltanum og olíu gengið. Þessu þarf að linna.

  6
 7. Þetta er ófyrirgefanlegt af hálfu John Henry og co., og í raun ótrúlegt að þeir hafi haldið að stuðningsmenn félagsins myndu taka þessu liggjandi. Sýnir að þeir bera ekkert skynbragð á það hvað klúbburinn stendur fyrir. Þessir aðilar hafa komið ýmsu góðu til leiðar þann tíma sem þeir hafa farið með ráðandi hlut í félaginu en þeir hafa haft það allt að engu með þessu. FSG OUT!

  5
 8. Maggi segir: “Fyrsta skrefið í að taka íþróttina úr græðgisveröldinni verður að hafa fleiri í kjölfarið.”

  Ég segi: Sniðganga þetta helvítis heimsmeistaramót í Katar!

  9
 9. Sælir félagar

  Ég hefi rennt yfir athugasemdir sem hér hafa komið fram og er þeim öllum sammála þó þær séu ekki allar samhljóða. Hafi eigendur LFC ekki manndóm í sér til að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar á þeim verður þeim aldrei vært á Anfield né í rauða hluta Liverpool borgar. Hafi þeir aftur á móti þann manndóm í sér og komi fram af þeirri auðmýkt sem t. d. Ardsenal eigendur gerðu þá eiga þeir möguleika annars ekki. Annars er ég svo glaður með að þetta mál sé dautt að ég er til í flest í framhaldinu.

  Það er nú þannig

  YNWA

  8
 10. Það er nú eitthvað meira á bak við þetta allt saman. Hrindir ekkert af stað tillögu sem er svo út úr kortinu að það er ekki nokkur leið að fái samþykki og biðst síðan afsökunar korteri seinna.

  Það á bara taka stig af þessum klúbbum og ekkert annað. Sekta þau rækilega og segja þeim síðan að þegja.

  • Eru bara píratar hérna inni 😀
   Þolinmæðin er enginn, ef afsökunarbeiðnin kom ekki strax, hengjum fsg.
   Flott afsökunarbeiðni hjá henry annars.

 11. Einn flötur á þessu rugli öllu. Leikmenn fordæma græðgina í eigendum, menn sem eru með þetta 120.000-400.000 £ ( 20-70 milljónir ) á viku og vilja endalaust meira og ef þeir fá ekki hækkun regluleg þá biðja þeir um sölu. Einhvern vegin þurfa klúbbarnir að geta borgað þessa vitleysu. Stuðningsmennirnir heimta að keyptir séu leikmenn í í hæsta gæðaflokki sem kosta hvítuna úr augunum og hrikaleg laun. Leikjum er fjölgað til að fá meiri tekjur til að borga ruglið, leikmenn og stjórar kvarta undan álagi og fl. Veit ekki hvar þetta endar.

  1

Lið farinn að yfirgefa Ofurdeildina

Gullkastið – PR hamfarir hjá FSG