Lið farinn að yfirgefa Ofurdeildina

Tveimur dögum eftir stofnun umdeildu Ofurdeildarinnar er spilaborgin fallinn liðin er farinn að efast og líklegt að fallið verði frá þessum plönum á næstu dögum. Chelsea voru fyrstir að tilkynna í dag að þeim hefði snúist hugur og ætla ekki að taka þátt í þessu verkefni. Chelsea voru ekki eitt af þeim liðum sem keyrðu þetta í gegn heldur stukku þeir seint á vagninn og því eðlilegt að þeir væru fyrstir til að bakka út þegar mótlætið var jafnmikið og raun hefur verið.

Á síðustu mínútum hafa Atletico Madrid og Manchester City einnig tilkynnt að þeir ætli að bakka með þessa ákvörðun og því líklega nú orðið kapphlaup um að vera ekki síðasta liðið til að hætta við. Spilaborgin er því að falla og ætla liðin að funda um áframhaldið í kvöld. Uppfærum færsluna þegar meira kemur í ljós.

(19:04) Talksport og fleiri miðlar tala um að Ed Woodward hafi sagt upp hjá Manchester United í kvöld.

19:11 Fleiri hausar að fljúga vegna málsins þar sem talað er um að Andrea Agnelli hafi gengið frá borði sem forseti Juventus í kvöld.

20 Comments

    • Sem er ekki gott þar sem ég held að hann eigi góðan þátt í hruni ManU síðustu ár anskotinn jæja vona að annar jafnmikill sauður komi þar inn í staðinn ?

      YNWA

      6
    • Okkur vantar svona skúrk til að taka fallið í kjölfar þessa alls. Þessi farsi endar sem guðsgjöf fyrir man utd…

  1. Djufulsins FÍASKO nú vill ég að FSG sýni sóma sinn í því að reka sjálfa sig takk fyrir.

    7
    • Skil alveg þá afstöðu en fyrir mér þá eiga þeir enn aðeins í bankanum ef þeir bakka með þessa ákvörðun. Björguðu liðinu frá gjaldþroti á sínum tíma og komið okkur upp úr algjörri meðalmennsku í eitt af bestu liðum heims. Vissulega hafa þeir brennt brýr og traustið lítið sem ekkert en ég mun gefa þeim tækifæri að byggja þær brýr aftur.

      6
  2. Graeme Souness var ekkert að skafa utanafþví á Sky rétt í þessu. Oft er hann nú reiður en aldrei eins og í dag.

    3
  3. Ég skal alveg þakka FSG fyrir það sem þeir hafa gert fyrir okkur en lengra nær það ekki. Það er óafsakanlegt hvernig að þessu hefur verið staðið og sýnir hve langt frá klúbbnum og gildum hans þeir standa.

    Þeir verða að stíga frá.

    YNWA – Yanks OUT!!

    7
  4. FSG senda liðið í Leeds leikinn með þetta yfir sér, segja ekki orð við Klopp eða leikmenn.
    Klopp svarar öllum spurningum gær, það múkkar ekki í FSG í gær eða dag. Svo virðist þessi Super League að vera fara í vaskinn… aumingjar
    Ég er ekki að segja að við hefðum unnið Leeds í gær en guð minn góður hvað þetta hefur alveg eflaust sitið í höfðinu á leikmönnum.
    Þetta er skita frá byrjun. Þvílíkt og annað rugl!
    FSG out

    9
  5. Einhverstaðar var sagt að RM(Peres) hafi manna mest viljað þessa keppni, auðvitað til að fegra stöðu RM, sem eins og Barca, eru í skíta málum. Nú ætla ég ekki að leggja dóm á gæði hugmyndarinnar varðandi slíka keppni, en af fregnum um dauða hennar, þá virðist hún ekki hafa verið beint góð og nógu vel ígrunduð, því eftir sem áður þá eru þessi lið stuðningsfólkið. Síðan má spyrja sjálfan sig í fullri alvöru, voru eigendur LFC ekkert að hafa áhyggjur af gengi liðsins, því það færi hvort eð er í superið. Ég meina þegar miðvarðastaðan var algjört vandamál t.d. í janúarglugganum, kom niður á og hafði stór áhrif á miðjuna, þá var keyptur miðvörður sem ”sumir” telja að sé ekki til, og hinn svona lala.

    Mitt enda álit er samt þetta, Liverpool hefur oft skitið upp á bak, það er samt og verður alltaf mitt lið. FSG gerðu það að vissu leiti líka, en hafa gert gott fyrir klúbbinn, ég fyrirgef þeim. Læt Le Baron rassskella þá aðeins niður á miðju Lækjatorgi eins og mútta sagði í gamla daga.

    YNWA

    5
  6. Hér er yfirlýsingin:

    We don’t like it and we don’t want it to happen.

    This is our collective position.

    Our commitment to this football club and its supporters is absolute and unconditional.

    You’ll Never Walk Alone

    12
  7. Komin yfirlýsing frá FA:

    “We welcome news that some of the clubs have decided to abandon the plans for the European Super League, which threatened the whole football pyramid. English football has a proud history based on opportunity for all clubs and the game has been unanimous in its disapproval of a closed league. It was a proposition that, by design, could have divided our game; but instead, it has unified us all.

    We would like to thank the fans in particular for their influential and unequivocal voice during this time, holding true the guiding principles of football. It is a powerful reminder that the game is, and always will be, for fans.”

    2
  8. English clubs all out

    Simon Stone

    BBC Sport

    The remaining four English teams have decided to pull out of the Super League.

    BBC Sport understands a formal announcement will be made this evening.

    The move comes at the end of a seismic day, which had already seen Manchester City pull out, with Chelsea due to follow suit.

    1
  9. Statement from Liverpool

    Liverpool

    Liverpool Football Club can confirm that our involvement in proposed plans to form a European Super League has been discontinued.

    In recent days, the club has received representations from various key stakeholders, both internally and externally, and we would like to thank them for their valuable contributions.

Leeds United 1-1 Liverpool

Liverpool FC hættir við þátttöku í Super League (staðfest)