Gullkastið – PR hamfarir hjá FSG

Það tók ekki langan tíma að kála hugmyndum um European Super League enda viðbrögð knattspurnuheimsins (ekki síst stuðningsmanna knattspyrnuliðanna tólf) vægast sagt kröftug. Núna eru topparnir sem voru á bak við þessar hugmyndir farnir að fjúka, stór nöfn bakvið tjöldin í fótboltanum sem verður ekki saknað.
Leikurinn gegn Leeds var í algjöru aukahlutverki að þessu sinni.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 332

43 Comments

  1. Í haust misstum við miðverði nr. 1 og 2 í langtímameiðsli.

    FSG höfðu sirka 2 mánuði til að bregðast við þessu áfalli.

    FSG höðu haldið að sér höndum varðandi eyðslu í tvo sumarglugga og ákveða samt að gera ekki neitt.

    Seint í jannúar kemur í ljós að Matip er líka frá út leiktíðina og hvað gera FSG. Eyða 500.000 pundum í Ben Davis og milljón pundum í lánsdíl á Kabak. Samtals útgjöld upp á 1.5 milljón punda.

    Hafa verður í huga að kaupin á Jota og Thiago voru þannig að aðeins 5 milljón pund voru borgaðar út fyrir sitthvorn leikmanninn, þannig að innkoma sl. sumar var líklega meiri en útgjöld.

    FSG voru einir af höfuðpaurum þessarar súperdeildar hafa opinberað sig fyrir mér.

    Vissulega fyrirfinnast auðmjúkir stuðningsmenn eins og Hannes Daði og Sigursteinn sem virðast tilbúnir að fyrirgefa þennan afleik en flestum okkar líður eins og Magga.

    Mistakist liðinu að ná meistaradeildarsæti verða skilaboð FSG væntanlega seljið til að við fáum upp í næstu afborgun á Jota og Thiago. Seljið meira til að þið fáið að kaupa.

    8
  2. Sælir

    Þetta ESL ævintýri er stjarnfræðilega illa ígrundað. Það að heimavinnan hafi verið unnin það illa að helmingur liðanna er búinn að bakka út eftir 48 tíma sýnir okkur hvað þessir stjórar hafa einblínt mikið á fjárhagshliðina…og þá bara tekjuhliðina við að taka þátt í þessu nýja móti. Annað sem hrópar á mann hérna er að þeim lá svona líka mikið á að klára þetta áður en UEFA kynnti nýja formið á Champions League. Kannski töldu þeir sig með þessu móti hafa einhvern ás upp í erminni til að stýra því í hvaða átt CL myndi þróast en ég tel að þeir hafi heldur veikt stöðuna sína nú þegar þeir koma hlaupandi heim með skottið á milli lappanna. Annars sjáum við núna að öll ensku liðin draga sig út á meðan spænsku og ítölsku gera það ekki. Það bendir eindregið til að Madrid og Juve hafi sennilega verið þeir sem drógu vagninn til þess að skara eld að eigin köku. Orð Perez sýna það reyndar bara svart á hvítu og það hvernig hann reynir að stýra umæðunni með því að segja að ungt fólk nenni ekki að horfa á boltann lengur og að þetta sé nauðsynlegt skref til að styrkja fótboltapýramídann….ja mér þætti gaman að sjá glærusjóvið sem styður við þessar fullyrðingar.

    Að okkar mönnum. Stjórnendur eiga afskaplega mjög erfitt með að biðjast afsökunar en ég verð að hróa FSG fyrir afsökunarbeiðnina sem send var út í gær. Ég var steinhissa á einlægninni og orðunum sem Henry sendi frá sér og þó að honum sé ekki fyrirgefið að fullu að þá virði ég þessa fyrstu tilraun til þess að bæta fyrir þetta klúður. Kaup á Mbappe í sumar munu svo tryggja að ég fyrirgef honum að fullu 😀

    6
    • Sammála! Og já nógu mikið búið að vera daðra við Mbappe til Liverpool síðustu mánuði. Kæmi ekki á óvart ef FSG myndi bæta stuðningsmönnum þetta klúður með myndarlegri “sumargjöf” hvert svo sem innihaldið verður.

      1
      • Sælir félagar

        Ég er sammála síðustu ræðumönnum og afsökunarbeiðni JH virtist einlæg og sönn. Hún bætir mikið en loforð hans um að hann og félagar væru ekki hættir að byggja þetta félag upp er líka mikils virði en þó því aðeins að efndirnar verði í samræmi við þá einlægni sem virtist vera í afsökunarbeiðninni til stuðningsmanna, allra starfsmanna og liðsins.

        Það er nú þannig

        YNWA

        5
  3. Sæl liverpool fjöldskylda.

    Nokkrir punktar:

    * Eigendur okkar eru frá usa, verk þeirra sýna að þeir hafa engan skilning á sögu og hefðum klúbbsins og bera litla virðingu í raun fyrir sínu starfsfólki. Eru ekki í neinum tengslum við aðdáendur, leikmenn eða lykilstarfsmenn eins td þjálfara liðsins. Ofurdeildin og td furlough dæmið sýna þetta svo ekki verður um deilt.

    * Frábær ráðning á þjálfara og að mestu vel farið með peninga sem fást í leikmannakaup. Nettó eyðsla í leikmannakaup þó þannig að með óbreyttri slíkri stefnu verðum við ekki í toppbaráttu til lengri tíma. Af því þeir eru nú okkar næstu andstæðingar þá hefur td hin frábæri eigandi Newcastle eytt meira nettó í leikmenn sl 5 ár en fsg.
    Barátta við olíulið til lengri tíma vonlaus með slíkri stefnu.
    Aumingjaháttur og sparnaðarsjónarmið í því að leysa miðvarðarkrísu í janúarglugganum gætu t.a.m. kostað meistaradeildarsæti. Spyrjið Arsenal menn hvað það þýðir að vera ekki í meistaradeild ef þið eruð fljót að gleyma.

    * FSG out, hljómar víða í Liverpool núna.
    Veit ekki, þeir eru bara bisnessmenn og vilja græða. Eru þar bara á pari við aðra slíka hjá öðrum liðum. Brenna ekki fyrir liðið og hag þess, það er nokkuð ljóst. Aumir karakterar með mikil fjárráð, er þá ekki bara skárra af tvennu illu að fá inn auma karaktera með meiri fjárráð svo unnt sé að keppa á leikmannamarkaði við city og vini þeirra til lengri tíma.

    * FSG hafa sýnt sinn innri mann ítrekað, sá sanni innri maður er ekki fagur. Láttum því ekki blekkjast af einhverjum þvinguðum sorry mynböndum JH og co, sumt er bara ófyrirgefanlegt.

    * Takk fyrir gott podcast á góðri síðu.
    Áfram Livetpool.

    14
  4. Jæja Maggi var þessi afsökun nóg fyrir þig vinur :-). Allavega hefur John W stigið skref í rétta átt og komið fram með afsökun þannig að við ættu að gefa honum séns en mikið vildi ég að hann tæki upp veskið og keypti Kylian Mbappe, þú mátt allvag senda þína línu á hann og segja honum að honum verði fyrirgefið ef hann lætur vaða ég bakka það upp.

    YNWA

    5
    • sama hvernig á þetta er litið, John Henry þurfti að koma með þessa afsökunarbeiðni. Þetta var aðallega honum sjálfum fyrir bestu.

      Mögulega gætu FSG unnið til baka eitthvað af því trausti sem þeir hafa misst en til þess duga engin orð heldur gjörðir.

      Einna erfiðast í þessu er það að John W. Henry og hans menn eiga að hafa setið við borðið með Perez og fleirum og gert áform um að breyta leiknum til þess að gera hann eftirsóknarverðari fyrir Ameríku og Asíumarkað.

      Hvernig FSG og aðrir sem komu að þessari deild unnu á bak við tjöldin var ekki bara árás á gildi klúbbsins heldur var þetta árás á fótboltann sjálfan.

      6
  5. Kæru félagar, þá er þetta leiðindamál afgreitt vona ég og ég tek afsökunarbeiðninni og fagurgala um aukinn styrk og féaustur fagnandi. Ég hef að vísu stórar áhyggjur af viðbrögðum annarra liða í deildinni sem eru þegar byrjuð að öskra á refsingar til handa þessum svokölluðu “stóru sex”. Væntanlega verður kallað á að það verði dregin stig af þeim sem myndi væntanlega þýða það að lið eins og Leicester og Westham væru að slást um toppsætið , ég spái því að það sé sú leið sem verði farin í stað fjársekta sem skipta sum þessara liða eða eigendur þeirra litlu máli, þá er komin upp staða sem mun væntanlega enda í dómsmálum og lokaniðurstaða fáist ekki fyrr en eftir dúk og disk þótt krýndir verði nýir meistarar ? en hvað veit ég svo sem.

    3
    • Auðvitað verða ekki stig dregin af þessum sex liðum. Allt var dregið til baka innan 2 sólarhringa. Það myndi aldrei standa fyrir dómstólum að klippa stig af þessum liðum.

      3
  6. Myndi vilja sjá þýska 50+1 módelið innleitt í Englandi: https://www.goal.com/en/news/what-is-50-1-rule-ownership-model-bayern-munich-dortmund/1tbauau8p6cm01xbm8ok60k1uc

    “Essentially, it is a shorthand term for a clause in the regulations of the German Football League (DFL) which states that clubs will not be allowed to participate in the Bundesliga if commercial investors hold more than a 49 per cent stake. That means a club’s members – the fans – must therefore retain a majority ownership stake .

    The effect of the rule […] is to guard clubs against the motives of private investors, who could potentially prioritise and fiercely pursue profit over the will of the supporters or the long-term health of the club.”

  7. Myndi vilja sjá þýska 50+1 módelið innleitt í Englandi: https://www.goal.com/en/news/what-is-50-1-rule-ownership-model-bayern-munich-dortmund/1tbauau8p6cm01xbm8ok60k1uc

    “Essentially, it is a shorthand term for a clause in the regulations of the German Football League (DFL) which states that clubs will not be allowed to participate in the Bundesliga if commercial investors hold more than a 49 per cent stake. That means a club’s members – the fans – must therefore retain a majority ownership stake .

    The effect of the rule […] is to guard clubs against the motives of private investors, who could potentially prioritise and fiercely pursue profit over the will of the supporters or the long-term health of the club.”

    4
  8. Sammála Magga í þessu og gáttaður á Steina.
    FSG verður að fara John Henry á ekkert inni.

    4
    • Já, kannski er bara best að selja klúbbinn til engilsins í hvítu klæðunum, með geislabauginn yfir höfðinu, úttroðið rassgat af peningum sem hann kærir sig lítið um hvort ávextist eða ekki og mun aldrei á lífsleiðinni gera mistök, stór eða smá. Fallegur draumur maður.

      Það mun kosta nokkra milljarða punda að kaupa félagið og hvers lags aðilar heldur þú að standi í röðinni að bíða eftir því tækifæri? Ef við lítum í kringum okkur t.d. innan Premier League, eru þar margir eigendur sem hafa staðið sig betur en þeir sem eiga Liverpool FC?

      Jú, þeir gerðu stór mistök, RISA mistök, og það er ekki nokkur maður sem heldur öðru fram. En það hlýtur að þurfa að horfa á stöðuna eins og hún er og hvað annað tæki við ef menn myndu ákveða að selja.

      Þú getur alveg verið gáttaður á mér, en það breytir ekki skoðun minni að það væri alvitlaust að fara að fara með félagið í gegnum eitthvað söluferli. Við vitum manna best hvað getur komið út úr slíku *hóst* Gillet&Hicks *hóst*. Viljum við fá olíubaróna frá Katar? Jú, þeir kæmu með gríðarlegt fjármagn inn, en er það virkilega það sem menn vilja? Erum við viss á því að aðrir eigendur myndu standa við gildi félagsins?

      Auðvitað væri best ef einhver moldríkur die hard Poolari myndi kaupa og vera tilbúinn að fara með félagið enn lengra, en ég er því miður á því að það sé einhver draumaheimur sanni veruleikanum.

      20
      • Ég sagðist nú bara vera hissa á þér Steini minn. Að kalla þessa hörmung sem FSG býður okkur uppá PR-slys eða mistök er einfaldlega ótrúlegt understatement.

        Það að einhver sé hissa á því að þú sért, eins og þú segir sjálfur ,,algerlega 100%, fullkomlega ósammála” að vilj losna við aðilana sem drógu okkur í gegnum þetta svað, þarf ekkert að koma þér á óvart.

        Annars þakka ég fyrir frábært podcast. 🙂

        3
    • ekki ég, Steini hefur t.d. yfirleitt varið aðgerðarleysi FSG í leikmannamálum og að mestu verið á bak við FSG. Í podcastinu á mánudag steig hann afar varlega til jarðar þrátt fyrir að hafa tekið afstöðu gegn ofurdeildinni.

      En menn þurfa ekki alltaf að vera sammála og fyrir nokkrum árum leiddist mér podcastið á tímabili vegna þess að allir voru yfirleitt á sömu skoðun.

      2
    • Bíddu hvaða eigendur eru til í að kaupa klúbbinn ? Þeir verða bara að hysja upp um sig og láta verkin og kaupin tala núna. Það eru ca 5-6 leikmenn sem fara í sumar fyrir um 100 millj punda allavega. Þá þurfa þeir bara að eyða eins og ca 300 millj plús í þá sem koma í staðin takk fyrir ! ALLAVEGA !

      2
  9. 7.1

    “Erum við viss á því að aðrir eigendur myndu standa við gildi félagsins?”

    Þessi setning hefði ekki geta verið verr tímasett.

    3
    • Ég hélt í sakleysi mínu að þetta skyldist sem ég var að tala um þarna, sem sagt hvort aðrir eigendur myndu standa eitthvað frekar við gildi félagsins, að peningar myndu ekki ráða þar för. En ok, it is what it is.

      10
  10. Ég var mjög pirraður og reiður yfir þessu og lét í mér heyra meðal annars hér inná KOP en ekki hvar ?

    En ætla ég að fara vera reiður endalaust og kalla menn út sem eftir er..ég nenni því ekki þetta voru mistök og skita uppá hnakka og ég veit ekkert hvort menn muni treysta Henry og Co eftir þetta en ég mun halda áfram að styðja Klopp og mitt lið það er á tæru.

    Þeir létu í sér heyra frá day 1 og Klopp var settur í ömurlega stöðu með þetta viðtal og þetta glataða útspil hjá Leeds með bolina..hefðu átt að senda Henry 1 stk ekki tala um að vinna sér inn sæti við Klopp og liðið okkar því þeir hafa svo SANNARLEGA gert það.

    Að halda í samt 1 mínutu að knattspyrna í dag snúist ekki aðalega um peninga þá ertu að blekkja þig.

    Það sem ég er ánægður með er að þrátt fyrir skituna upp á hnakka á eigendum Liverpool með þessa vitleysu þá erum við hér að ræða hvað hefði getað gerst en ekki að þetta sé að gerast áfram og þeir hafa beðist afsökunar ..ég er viss um í þeirra huga hafi þetta verið góð hugmynd svona meira eins og hollywood mynd þar sem ný meistaradeild yrði sett á laggirnar á stórum íþróttavöllum og allir yrðu bara sáttir en það virkar ekki þannig í evrópu og mun aldrei verða eins og í USA.

    Aðdáendur eiga legacyið af liðunum og liðin á englandi eru ekkert án þeirra. Þetta vissu þjóðverjarnir og eiga hrós skilið og furðulega PSG líka sem reyndar kom mér á óvart.

    5
    • Já og auðvitað á þetta við um aðdáendur allra liða alls staðar.

      3
  11. Sælir félagar

    Ég er það gamall og “vitur” að ég veit að rómatísk viðhorf eins og Magga míns góða vinar endast ekki í branzanum. Ég átta mig á því líka að það voru þau viðhorf sem gerðu eigendur liðanna afturreka með vitleysuna. Ég er samt frekar á línunni hans SSteina hvað framhaldið varðar. Eigendur Liverpool eru með skituna upp allt bakið og alveg uppúr hálsmálinu og uppá hnakka. Það góða við það er að þeir gera sér grein fyrir því og einnig að LFC er einskis virði ef stuðningsmenn yfirgefa liðið. Það að gera sér þetta ljóst er gott.

    Að selja klúbbinn er bull. Fyrir það fyrsta er hann svo dýr að engir nema olíufurstar geta keypt. Það er nokkuð ljóst að við getum ekki treyst því að þeir verði betri eigendur en Kanarnir. LFC er orðið þriðja dýrasta merkið í fótboltanum eða þar um bil. Þetta er nottla eign sem Kanarnir bjuggu til. Framhjá því verður ekki horft og ber að virða. Þeir hafa komið Liverpool á þann stall sem það á að vera og ef orð JH standa þá munu þeir auka verðmæti liðsins með liðsmannakaupum og líklega stækkun vallarins sem eru til áætlanir um.

    Ef þetta gerist sem ég nefni hér (leikmannakaup og bættur völlur) þá eru þeir komnir langt með að bjarga andlitinu fyrir okkur. Sjáum til áður en við göngum úr augnaköllunum báðu megin. 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  12. Mér leiðist svakalega þegar menn eru að setja út á skoðanir okkar góðu drengja hjá KOP og óbreyttra skrifara á KOP.IS. Þetta er eini vettvangurinn þar sem mér hefur liðið vel með að tjá mig og fundist ég geta sagt það sem mér finnst. Mér finnst það MJÖG mikilvægt og er þakklátur fyrir að hafa tækifæri til að tjá mig og virði um leið allar skoðanir félaganna. Við erum ekki alltaf sammála en ómetanlegt að allir geti tjáð sig. Þökk sé KOP.IS. Fyrir mér er eðlilrgt að vera ekki alltaf sammála öllum öðrum en þá er eðlilegast að segja sína skoðin og láta þar við sitja, annað er stjórnun og yfirgangur.

    16
    • Algjörlega sammála. Þó er það nú þannig að ræða málin er það sem er nauðsynlegt. En þegar einhverjir koma inn á síðuna, ég á ekki við þig Kristján, til þess eins að drulla yfir leikmenn og alla þá finnst mér það fyrir neðan virðingu okkar stuðningsmanna. Allt annað er að tala um að þessi eða hinn hafi ekki átt sinn besta dag eða að leikkerfi hafi ekki gengið upp. Sumir leikir jafnvel ekki rétt settir upp og leikmenn ekki í sínum bestu stöðum. Leikmenn eru bara eins og aðrir, dagarnir eru misjafnir og eins er það með stjórann. Almennt finnst mér gaman af þessari síðu og vona að umræðurnar verði sem líflegastar og sanngjarnar.

      5
  13. Ég bíð þangað til í sumar til að meta FSG eftir þennan skandal. ef maður lítur á þetta frá seinustu 10 árum sem þeir hafa átt klúbbinn hafa þeir gert nánast allt rétt. Enginn neitar því að þetta var RISA klúður á alla vegu og ég er á báðum áttum með afsökunarbeiðnina. Ef þeim er alvara í því að bæta klúbbnum, stuðningsmönnunum og leikmönnum þetta upp munu þeir rækilega taka upp veskið í sumar og signa Mbappe eða Haaland. ég mun dæma þá eftir því hversu mikið afsökunarbeiðnin virkilega meinti frá þeim þegar ég sé í sumar glugganum hvað þeir eru til í að gera til að bæta þetta upp.

    5
  14. Takk fyrir það. Kemur ekkert á óvart að þessi hugmynd hafi fengið rassskellingu og það ærlega. Man eftir umræðum hér á síðunni þar sem menn slefuðu yfir þessum eigendum Liverpool og að þeir væru að öðru sauðahúsi heldur en olíufurstarnir og garkarnir sem komast hafa yfir önnur stórlið. Svo kemur á daginn að peningaöflin eru öll eins og hugsa bara að græða eins mikið og mögulegt er, svei. Minnst er á þýsku regluna og skil ég ekki af hverju hinir knattspyrnuóðu Bretar geta ekki tekið upp eitthvað slíkt. Tryggja eign og völd stuðningsmannanna. Ekki er vafi að ást þeirra á sínum liðum er ósvikin og er liðið þeirra bara eins og hver annar fjölskyldumeðlimur og á sama stalli og aðrir í fjölskyldunni.
    Liverpoolaðdáendur, nú er kannski ekki þörf á því að finna sér annað uppáhaldslið. En samt sem áður, eins og ég hef margoft talað um, peningaöflin í knattspyrnuheiminum eru ógeðsleg. Færri og færri klúbbar soga til sín alla bestu leikmennina með ævintýralegum gylliboðum og yfirboðum sem engir miðlunsklúbbar geta tekið þátt í. Þetta er vond þróun og virðist bara versna og meðan stórklúbbarnir ráða þá er ekki von á neinum breytingum td alvöru launaþak, hámarksfjöldi aðkeyptra leikmanna eða etv einhverskonar forgjöf fyrir lakari liðin til að jafna deildirnar. Hver er spennan í deildunum þar sem alltaf sama liðið vinnur eða sömu tvö eins og því miður er ríkjandi í alltof mörgum löndum. Enska deildin hefur það fram yfir flestar að þar geta, og hafa, undanfarin ár og áratugi mörg lið getað unnið deildina. Frá aldamótm ein sex ef ég tel rétt. Þetta gerir þá deild þá langskemmtilegustu og vona ég að MC eyðileggi það ekki með yfirburðum í fjármunum.

    8
  15. Ég veit ekki hvað veski eigenda Liverpool er bólgið, allavega ekki eins bólgið og olíufélaganna. Ég held að kaup á dýrustu leikmönnum heims sé aðeins draumur án Ofurdeildarinnar. Ég geri mér grein fyrir því að samkeppni um dýrustu leikmenn heims eru ekki lengur til staðar og næstu ár verður aðeins spurning hvort Liverpool komist í Meistaradeildina eða ekki. Búið ykkur undir það að við munum aðeins ströggla næstu árin. Næstu árin verður toppurinn frátekin til Olíufélaganna nema sett verði launaþak. Að kaupa dýrustu leikmenn heims er heildarpakki til 4 ára upp á 4-500 milljónir punda og svo fer leikmaðurinn á frjálsri sölu nema hann fái launahækkun og þannig setur hann félögin upp við vegg. Þetta er afleit staða.
    Gleðilegt sumar.

    2
  16. Sælir félagar

    Perez segir að eitt enskt félag hafi verið lengi mjög tregt að koma inn í þennan ofurdeildarpakka. Hann vildi ekki nefna hvað félag það var en sagði: “Eigendurnir hjá þessum félögum koma flestir frá Bandaríkjunum, kannski frá NFL-deildinni eða NBA”. Hvaða félag ætli það hafi verið? Nei maður spyr sig.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  17. Eins og þið flestir hafði ég heyrt orðróm um að stofna ætti þessa ofurdeild fyrir þónokkru síðan. Mér þótti þessi hugmynd fjarstæðukennd og það vekur hjá mér ánægju að það er nánast samstaða hjá aðhangendum allra toppliðina um hvað þessi ákvörðun var beinlínis heimskuleg, út í hött og úr öllum takti við veruleikann.

    Meistaradeildin er einmitt frábært fyrirkomulag. Það er viss sjarmi t.d við það að lið úr minni deildum geti keppt í henni og jafnvel unnið hana. Valur gæti t.d unnið þessa deild tæknilega séð – þó svo að líkurnar á því eru smásjáárlitlar. T.d byggir sjarmi ensku úrvaldsdeildarinnar á því að það er í rauninni ekkert sem kalla mætti “skildusigur”. Crystal Palace eða jafnvel Sheffield United geta hæglega unnið hvaða stórlið sem er ef sá gállinn er á þeim og núna erum við t.d að sjá að West Ham á mjög raunhæfan möguleika á því að spila í meistaradeildinni á næsta ári. Það er viss fegurð í því.

    Það er einmitt þessi rómantík sem býr til sjarmann og fyrir mína parta fanst mér eitt fegursta moment í enska boltanum þegar Leicester varð Englandsmeistari en með svona deild er búið að taka aðalfegurðina úr þessu. Þessari fegurð sem fylgir því að Davíð getur unnið Goliat.

    Ég er á þeirri skoðun að FSG á skilið tækifæri til þess að bæta ráð sitt. Við erum jú ríkjandi Englandsmeistarar þrátt fyrir allt og það er ekki langt síðan að við vorum Evrópumeistarar og það eitt að 30 ára eyðurmerkurgangan sé afstaðin er mér óendanlega mikils virði. Ég virkilega hélt fyrir nokkrum árum að ég myndi aldrei ná að upplifa það aftur að Liverpool yrði aftur Englandsmeitari.

    8
  18. Finnst ekki alveg fara saman mynd og hljóð þegar að menn níða niður þessa “ofurdeild” og heimta svo leikmenn fyrir tugi ef ekki hundruði miljóna punda sem afsökunarbeiðni. Að eyða peningum sem erfitt er að finna nema sennilega með tilkomu slíkrar deildar.

    Persónulega myndi ég vilja sá einhverskonar þakk á leikmannasölur, greiðslur til umboðsmanna og launagreiðslur, ef ekkert slíkt kemur til eiga peningarnir eftir að eyðileggja leikinn eins og hann er í dag.

    FSG og Klopp hafa gert mjög vel að mínu viti hingað til og ekki elt mörg önnur lið í sinni vegferð á leið skuldafenið.

    Ég vil ekki sjá þessa gjá sem er að myndast á milli þessara ofurríku klúbba og svo þeirra sem eru reknir með sjálfbærni að leiðarljósi. Hún leiðir bara á endanum fótboltann á endastöð.

    Það segir sig líka sjálft að þegar að innkoman er hvergi nærri því peningaflæði sem streymir út úr rekstrinum að þá fer illa, ofurdeild er ekki að fara bjarga neinu þar, svo mikið er víst.

    8
    • Algjörlega sammála. Það þarf að vinda ofan af þessum launa-sirkus.

      1
  19. ´FSG out eða ekki. Ég horfi á þetta þannig að viljum við láta HItler fara fyrir Stalín eða jafnvel Satan sjálfan? Olíujöfrar, auðmenn, jöfnunarsjóðir eða hvað sem má kalla peningamenn sem geta keypt þennan stóra klúbb munu aldrei brenna fyrir gildi klúbbsins. Eina leiðin til að fá eitthvað hjarta í eigendur LFC er þýska leiðin 51 vs 49. Áfram gakk.

    2
    • Ekki láta svona Fói, ef þú vilt hafa hræsnina á pappírum eins og BM. verði þinn vilji. Það sem eigendur knattspyrnufélaga hafa lært undanfarna daga er að án stuðningsmanna er klúbburinn dauður, hvaða klúbbur sem er. Það þíðir ekki að setja á sig englahárkollu og segja FSG out eða ekki, hvern villtu í staðin? Ég skil þig að sumu leiti, en samt verðum við að horfast í augu við raunveruleikann, því meiri peningar, því sterkari eigendur, efnahagslega. Persónulega samþykki ég afsökunarbeiðni FSG og mæli með að allir geri það.

      YNWA

      3
  20. FSG og eigandinn drullaði upp á bak í þessu máli og kom svo og bað afsökunar.

    Það eru blendnar tilfingar gagnvart FSG núna því að heilt yfir hefur manni fundist þeir standa sig vel sem eigendur. Liðið ríkur upp töfluna í verðmæti, ný stúka, góð Klopp ráðning og titlar í hús.
    Svo finnst manni þeir ekki hafa verið tilbúnir að eyða nó í leikmenn þegar liðið er að græða fullt af seðlum og svo kemur þessi drulla með ofurdeild.

    Ég var fyrst á því að þeir ættu að fara og má segja að tilfingarnar hafi verið miklar þegar Liverpool ætlaði bara að hætta í meistaradeild og fara í sína eigin elítudeild þar sem hægt væri að baða sig í seðlum og ekki hægt að detta úr þeim potti(siðlaust). Maður var bæði reiður og sár og var varla að trúa þessu bulli. Þetta mun aldrei gleymast.

    Í dag er maður að sjá þetta aðeins öðruvís en þegar maður var fullur af reiði og er maður þakklátur fyrir að þetta sprakk allt í höndunum á þeim.
    Ég vill að þeir fylgi eftir þessari afsökunarbeiðni með því að styðja liðið og stjóran á leikmannamarkaði og reyni að bæta þetta upp fyrir stuðningsmenn(sem munu margir aldrei horfa á þá eins aftur). Ég vona að þeir læra af þessu og hlusti meira á rödd stuðningsmanna en þegar þeir gera það ekki t.d hækka miðaverð(sem var breytt), reka starfsfólk og setja á ríkistyrk(sem var breytt) og ætla sér í ofurdeild( sem var breytt) þá fer allt til fjandans.

    s.s Er í dag ekki alveg á FSG out því að maður veit aldrei hvað kemur í staðinn en oftast er það ekkert spennandi og svo langar mér að sjá hvort að þeir gera eitthvað gáfulegt restina af árinu til að reyna að fá stuðningsmenn(hlutaf af þeim) aftur á sitt band.

    5
  21. Áhersluatriði ykkar voru eilítið ólík, bæði í fyrra og seinna hlaðvarpinu.

    Aftur á móti var meginhljómurinn: “ég er á móti þessu, hins vegar er UEFA drasl og til þess að vera samkeppnishæf þá þurfum við að vera með í þessu dæmi”. Í fyrra hlaðvarpinu sérstaklega þá fannst mér sú afstaða að vera á móti ofurdeild vera orðin tóm því 90% af efninu fór í að réttlæta gjörðir FSG.

    Einnig var hljómurinn einnig ólíkur þegar kom að því hvort FSG ætti áfram að vera með aðkomu að Liverpool.

    Fyrir mér, sem utangarðsmanni, finnst mér þetta fróðleg afstaða. Eilítið eins og slagorð Framsóknarflokksins hér í den; árangur áfram, ekkert stopp.

    Árangur liðsins er auðvitað mikilvæg breyta í þessu öllu saman. Hins vegar áttaði ég mig ekki á að árangur er upphaf og endir í þessu öllu. Grunngildi og prinsippmál heyrðust vart í fyrra hlaðvarpinu.

    Ég held að sumir Liverpool-stuðningsmenn þurfi að fara í naflaskoðun. Hvernig hefðu þeir brugðist við ef þetta hefði gerst á tímum Roy Hodgson og þeim hefði ekki verið boðið með?

    Liverpool er klúbbur í blóma en eigendurnir voru reiðubúnir að selja sálu félagsins síns. Fyrir meiri pening. Og þetta bull um að það hafi ekki verið hægt að segja nei? Hvað með PSG, Bayern og Dortmund?

    Eigendur knattspyrnuliða skipta máli. Ég get ómögulega skilið hvernig hægt er að sætta sig við eigendur sem ekki er hægt að treysta.

    Nema auðvitað að árangur sé eina breyta sem skipti máli. Þá skil ég afstöðuna en eru þið þá ekki bara klassískir gloryhunters?

    2
  22. Það eru ekki öll kurl komin til grafar og því vil ég ekki dæma FSG of mikið fyrir þetta.
    Ég hefði t.d. verið fúll ef stofnuð hefði verið ofurdeild án Liverpool.
    Við vitum heldur ekki hvernig viðræður fóru fram og hversu rík skylda var um trúnað.

    Vonandi rífum við okkur upp úr þessum farsa.

    3
  23. Sælir félagar

    Í framhaldi af athugasemd Brynjars Bjarkasonar þá tók ég mig til og hlustaði á fyrra hlaðvarpið. Þar finnst mér þeir félagar vera reyna að ræða málin af raunsæi. Það kemur skýrt fram hjá þeim öllum að þeir eru á móti Ofurdeildinni. Hitt er svo annað að þeim virðist þeir standa frammi fyrir orðnum hlut og reyna að takast á við það af raunsæi. Sem Liverpool stuðningsmenn spjalla þeir um hvað þetta þýðir fyrir liðið, deildina og önnur lægra röðuð lið. Það kemur líka fram sem mér finnst eðlilegt að fyrst búið er að stofna þessa ofurdeild (sem nota bene er staðreynd nánast þegar þátturinn er tekinn upp) þá er betra fyrir LFC að vera þar innan vébanda en utan.

    Það getur verið rétt að Liverpool stuðningsmenn þurfi að fara í naflaskoðun en þarf umræddur Brynjar ekki að gera það líka. Umræða um ofurdeildina er reyndar, amk. í bili, deila um keisarans skegg. Umræðan um eigendur LFC er hinsvegar anzi lifandi og býsna hörð hjá sumum í Liverpool borg. Ég er einn af þeim sem vil gefa þeim möguleika á að bæta fyrir brot sitt enda áttu þeir nokkra innistæðu að mínu mati. Þeir gengu nokkuð á hana í vetur þegar ekki voru keyptir miðverðir fyrr en of seint. Þeir kláruðu hana í ofurdeildarmálinu en líklega hafa þessi tvö atriði hangið saman að einhverju leyti.

    Nú er barátta liðsins fyrir meistardeildarsæti orðin að raunverulegri og mjög erfiðri áskorun ekki sízt eftir sigur Leicester á WBA. Liðið þarf að öllum líkindum að vinna alla sína leiki og þar á meðal leikinn við MU. Þeim mun þó ekki þykja það leiðinlegt að verða til þess að við náum ekki meistardeildarsætinu. Þórðargleðin á þeim bænum yrði illþolanleg. Þannig að stuðningsmenn ættu að einbeita sér að stuðningi við Klopp og liðið allt til loka. Annað getur beðið þangað til deildinni lýkur í vor.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  24. Sæll Sigkarl

    Ofurdeildin er búið spil. Það er ekki vegna þess að stuðningsmenn, leikmenn og aðrir sögðu: “Við erum á móti þessi en höfum samt skilning á ákvörðun FSG. Þetta var óumflýjanlegt”.

    Holur hljómur.

    1
    • NM ekki búið en
      Ibrahima Konaté to Liverpool, here we go soon! The deal is set to be completed, personal terms agreed on a five-years contract.

      Liverpool will pay the release clause to RB Leipzig in the next days [around €35m] in order to finalize the signing of Konaté.
      vonandi bara !

      2

One Ping

  1. Pingback:

Liverpool FC hættir við þátttöku í Super League (staðfest)

Liverpool – Newcastle (Upphitun)