Liðið gegn Real Madrid

Byrjunarliðið er komið, við fáum að sjá þessa “gömlu góðu” fremstu þrjá en miðjan samanstendur svo af Milner, Gini og Fabinho. Þetta þýðir að það er ekki pláss fyrir Jota og Thiago, ég hefði sérstaklega viljað sjá þann síðarnefnda í kvöld:

Ég held að ég tali fyrir hönd okkar allra þegar ég segi að ég væri bjartsýnni ef við værum að fara inn í þennan leik með stútfullann, hoppandi Anfield. Við búum ekki við þann lúxus og þurfum því að trúa á þessa leikmenn, þeir hafa alveg unnið sér inn fyrir því trausti s.l. 3 ár eða svo. Þó það séu vissulega skörð í liðinu okkar þá á það einnig við um lið gestanna.

Ég trúi.

Koma svo!

YNWA

44 Comments

  1. Úff ég veit ekki…… finnst miðjan vera helst til varnarsinnuð þegar við þurfum að sækja ekki bara eitt mark heldur tvö. Þið megið kalla mig neikvæðan, svartsýnan og allt það, ég vil meina raunsæi en án áhorfenda í kvöld tel ég verkefnið nánast ógerlegt.

    YNWA

    2
  2. Þeir hafa allt til þess að klára svona leik!

    Trent er vonandi kominn með sma auka boost eftir sigurmarkið a moti villa.

    Thiago og jota koma inna i seinni.

    KOMA SVO!!!

    6
  3. Ætla rétt að vona að menn setji meiri pressu á menn með boltann í kvöld hjá Madrid sérstaklega Modric og Kross þeir fengu alltof mikinn tíma með boltann í síðasta leik…

    5
  4. Sæl og blessuð.

    Það eina sem ég bið um er 100% framlag okkar manna. Ef þetta er leikurinn þar sem Mané mætir með rétt skrúfaðan haus á sínum snögga búk – þá er það fagnaðarefni.

    Spyrjum að leikslokum.

    1
  5. Þetta er steindautt hjá okkar mönnum og sendingargetan er nánast engin.

    Færið sem Salah fékk í upphafi leiks gaf tóninn og ótrúlegt að nýta það ekki. Skil ekki þessa ást Sigkarls á Salah!

    3
  6. Sorry Bobby og Mane eru bara búnir á því og alveg komin tími til að hvíla þá og senda inn á eitthvað með viti og einhvern sem vill vinna þennan leik því þeir eru alla vega ekki líklegir að gera það.

    3
  7. Þetta eru fastir liðir eins og venjulega nú þegar fyrri hálfleikur er að klárast:

    Miðjan fín: Fabinho, Millner og Gini finnast mér traustir.
    Bakverðirnir eru sprækir.
    Vörnin nokkuð sólid.
    Sóknin… úff Mane og Firmino eru eins og þeir hafi aldrei spilað saman.
    Salah brennir af eins og enginn sé morgundagurinn.

    Þessi færanýting…

    Fastir liðir eins og venjulega.

    Hvers vegna er Jota á bekknum?

    5
    • Sammála ykkur Robbi og Lúðvík! Ekkert að gerast og einhvern veginn eins og menn hafi ekki trú á þessu. Engu að tapa í seinni og vil fá Jota inn fyrr en síðar!

      3
    • Ertu að tala um Mane sem er búinn að leggja upp tvö dauðafæri fyrir Salah og er búinn að fara framhjá fleiri leikmönnum en nokkur annar í þessum leik og komið með nokkrar hættulegar fyrirgjafir?

      3
      • mane sýnir leiftur af sínu gamla sjálfi en ég er búinn að sjá hann detta um sjálfan sig aðeins of oft og tapa boltanum. Og Firmino er ekki búinn að heilla.

  8. Hvernig getum viðunnið leik þegar við eru að klúðra hverju dauðafærinu á fætur öðru.

    6
  9. Salah fær ekki betra færi alla leiktíðina, hann verður að skora þarna. Svo fékk hann annað gott færi og Gini líka.
    Við höfum verið betri og spilað vel en helvítis mörkin telja og þá megum við ekki klúðra svona færum.

    6
  10. Það er rosalega erfitt að ætla að sigra Real þegar menn nýta ekki svona færi eins og hafa komið.
    En við erum mun sterkari aðilinn enda þarf Real ekkert að sækja á okkur í stöðunni 0-0.
    Núna þarf bara að halda áfram að koma sér i færi og þá kemur þetta, er samt nokkuð viss um að Jota væri að nýta þessi færi betur.
    Við sjá skiptingu mjög snemma í seinni, helst bara strax og setja Jota inn

    3
  11. Finnst við vera að pressa vel àn bolta, spila vel út à vellinum en eigum erfitt með að hittast nafnið. Erum full stressaðir ì færunum. Àfram og nà að koma tuðrunni ì netið og þà fara real à taugum.

    4
  12. Erum sterkari, Wijnaldum bestur okkar manna þótt hann hafi átt að hamra hann inn. Bobby út Jota inn.

    Koma svo.

    YNWA

    4
  13. Er ekki alveg ad skilja thetta væl I m?nnum, Liverpool er buid ad fa endalaust af færum of hálf færum, Madrid menn virka threyttir.

    Vid erum ad spila vid real Madrid sem er á topnum I spænsku og var ad vinna Barcelona, vi? eigum ad vera 1-2 mörkum yfir eftir 45 mìn og ekki 1 jákvætt comment hérna inn á.

    Vantar okkar captain og vi? erum ad spila med 2x varnarmenn sem hef?u fengi? max 60 mìn yfir seasoni? ef ekki væri fyrir mei?sli.

    7
  14. Er það èg eða er ég ekki að horfa á samaleikinn og þeir sem eru að væla hér !

    Flott pressa hjá framherjum og miðjuni…. mættum vera búnir að skora eitt en mjög flottur fyrrihálfleikur.
    ( hefði Bobby verið að stjórna pressuni í sóknini í fyrrileiknum þá hefði Kross aldrei fengið tímann í sendinguna í marki nr 1)

    Hef fulla trú á að við höldum hreinu og förum áfram.

    6
  15. Ljósi punkturinn í fyrri er Nat Philips, frábær frammistaða hjá honum.

    3
  16. Hvað er með þennan dómaravitleysing, af hverju getur hann ekki dæmt eins og maður????

  17. Getum alveg skorað 2 mörk í seinni madrid eru meira að hugsa um að verjast en sækja en breyta um taktík ef við skorum…Skjóta og Thiago koma inná á 60min ef það er enn 0-0

    1
  18. þetta er skelfilegt, getum ekki hitt markið úr dauðafærum, þurfum haug af færum til að koma boltanum einu sinni í netið, hitt liðið fær svona dauðafæri og skorar örugglega úr því.

    1
  19. Real ætlar bara að syngja drengina í svefn. Það er ekkert að gerast.

    3
  20. Eigum við ekki bara að fara að setja JOTA inná ! Það er von að hann nýti færin sín. Við fáum ekki endalaus færi í þessum leik. Milner má fara út fyrir hann.

    1
  21. Jæja Jota og Thiago.

    Sjáum hvað þeir geta gert. Sá fyrrnefndi býður upp á hvassari sóknarleik og markvissari. Thiago gæti reynst drjúgur.

    Við eigum þó eitthvað á bekknum…

    1
  22. Myndi þetta nokkuð versna þó Shaqiri kæmi inná fyrir Bobby?

    1
  23. Er ég einn um það að finnast wijnaldum eigi ekki að spila svona mikið? (Hvað þá fyrirliði). Hann klappar boltanum alltof mikið og hægir sóknirnar mikið.

    4
  24. Held að þetta sé að verða frekar erfitt 20 mín eftir og ef að það kemur ekki mark mjög fljólega þá er þetta búið.

  25. Það vantar bara alla ákefð og greddu í þetta hjá okkur. Mane er alveg horfinn, Bobby líka, setja inn ferskar fætur og setja smá hraða, greddu og ákefð í þetta í restina. real hefur ekki einu sinni fyrir því að verjast, göngubolti í 90 mínútur. Gjörsamlega GLATAÐ !

    2
  26. Liverpool er með 44 fyrirgjafir so far í leiknum ! HVER Á AÐ SKALLA ÞETTA INN ??

    2
  27. Er ekki bara komin tími á hreinsanir í sumar hjá Liverpool ég held alla vega að það sé eitthvað að hjá liðinu og margir leikmenn virðast ekki nenna þessu lengur og einhver þreyta eða áhugaleysi í gangi.

    2
  28. Já bara svona eins og City gerði eftir síðasta vonbrigða tímabil?

    Öndum með nefinu. Í leikjum eins og gegn Madrid skipta tveir meðalleikmenn eins og Kabak og Phillips sköpum.

    Styrkjum vörnina og höldum öllum fyrstu 11 – 14. Það ætti að duga.

    Áfram Liverpool!

    4

Gullkastið – Meistaradeildin í aðalhlutverki

Liverpool – Real Madrid 0-0 [1-3]