Gullkastið – Meistaradeildin í aðalhlutverki

Meistaradeildarsæti á næsta tímabili er orðið raunhæfara í dag en það fyrir ekki svo löngu síðan en baráttan um sæti í 8-liða úrslitum á þessu tímabili er orðin töluvert snúnari. Fórum yfir misjafna leiki gegn Aston Villa og Real Madríd. Liverpool hefur auðvitað séð það svartara gegn spænskum risa fyrir leik á Anfield. Leeds bíður svo handan við helgina. Einfaldlega stærsta vika tímabilsins framundan.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 330

5 Comments

 1. Takk fyrir þennan þátt góðu herramenn. Gott að fara yfir stöðuna eftir góðan sprett upp á síðkastið. Verð þó að viðurkenna að ég nenni þessu VAR dæmi ekki lengur né heldur umræðum um það, punktur.

  4
 2. Sælir félagar

  Takk fyrir skemmtilegan þátt og allt í lagi að takast svolítið hressilega á – bara gaman. Þessi Madridar leikur verður erfiður og ef tekst ekki að vinna miðjuna þá einfaldlega tapast hann. Svo leikurinn mun skera úr um hvor hafði rétt fyrir sér Einar eða Maggi. Við sjáum til og vonandi hefur Einar réttara fyrir sér en Maggi og LIverpool vinnur leikinn 2 – 0.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 3. Takk fyrir góðan þátt.

  Sammála með VAR. Mér finnst að það þurfi að leggja þetta konsept niður fyrst vandamálin eru orðin fleiri núna en áður. Svo þarf maður að fá að vita hverjir stjórna þessu því það er ekki sama hverjir eru að spila. Sumir mega taka hálstak og tækla lappir af án þess að atvikið sé skoðað og svo eru rangstæðurnar ótrúlega oft ekki rangstæður. Þetta er fáránlegt. Rangstæða á hendi þegar það má ekki skora með hendi!

  FSG eru að gera frábæra hluti með liðið okkar og við ættum ekki að kvíða framtíðinni með svona stjórnun. Núna er bara að vona að næsta tímabil verði nokkurn veginn eðlilegt því þar erum við bestir.

  Tökum þetta RM dæmi og förum í undanúrslit. Er viss um það.

  7
 4. Takk fyrir hlaðvarpið sem var ljómandi skemmtilegt að vanda. Við vinnum þennan leik því liðið okkar er best þegar það er komið upp við vegg. 2-0.
  Góða skemmtun bræður og systur.

  ps. Ef við töpun þá ætla ég samt að fara glaður að sofa og vakna jafn glaður á morgun.

  5
 5. Milner-vélin á miðjunni en enginn Thiago og enginn Jota í byrjunarliði…

  1

Real heimsækja Anfield

Liðið gegn Real Madrid