Leikir hjá kvennaliðinu og U23

Þetta er ein af þessum helgum þar sem öll liðin okkar eru að spila. Aðalliðið afgreiddi Arsenal jú eftirminnilega í gær, en fyrr um daginn höfðu U18 afgreitt United 0-1 í útileik í bikarnum.

Í dag eru svo tveir leikir – sem hófust reyndar báðir núna kl. 11. U23 liðið okkar mætir Brighton, og stilla svona upp:

Hughes

Gallacher – Beck – Savage – Boyes

Clayton – Clarkson – Dixon-Bonner

Longstaff – Hardy – Woodburn

Sumir þeirra sem hafa verið að spila með U23 léku með U18 í gær, eins og Billy Koumetio t.d., og svo er Jake Cain á bekknum. Liðið er strax lent 0-1 undir þegar þetta er skrifað.

Stelpurnar okkar eru svo að spila við Lewes, og þetta er byrjunarliðið hjá þeim:

Foster

Roberts – Fahey – Moore – Hinds

Jane – Bailey – Holland

Hodson – Linnett – Furness

Bekkur: Heeps, Robe, Thestrup, Lawley, Rodgers, Kearns, Parry

Aftur er Rachel Laws frá vegna meiðsla, og því heldur Rylee Foster stöðu sinni í markinu, enda nýbúin að framlengja samning sinn við liðið.

Liðið er strax komið 1-0 yfir eftir sjálfsmark Lewes snemma leiks. Leikurinn er hvorki sýndur á The FA Player, né á opinberu rásinni hjá Liverpool, en hins vegar eru Lewes með streymi á sinni YouTube rás.

Við komum svo með úrslit síðar í dag úr báðum þessum leikjum.

2 Comments

  1. Leik kvennaliðsins gegn Lewes lokið með 2-0 sigri, en það var Meikayla Moore sem skoraði seinna markið í síðari hálfleik. Okkar konur eiga þá að vera komnar með 35 stig eftir 18 leiki, vantar 4 stig til að ná Durham í 2. sætinu, en þar sem það eru aðeins tveir leikir eftir þá verður það nú að teljast hæpið.

    4
  2. U23 liðið vann sinn leik sömuleiðis, 3-2 eftir að hafa lent tvisvar undir. Þar með unnu öll Liverpool liðin sinn leik þessa helgina.

    4

Arsenal 0 – 3 Liverpool

Helvítis Real Madríd