Liðið gegn Arsenal

Þá er vetrarfríinu loksins lokið, og þetta er liðið sem mætir Skyttunum í London í kvöld:

Bekkur: Adrian, Wijnaldnum, Keita, Ox, Jones, Jota, Tsimikas, Shaqiri, Rhys

Jota er semsagt á bekk á meðan þríeykið okkar byrjar. Jota er svosem nýkominn úr landsliðsverkefni þar sem hann spilaði ansi margar mínútur, en Firmino hefur fengið góðan tíma til að jafna sig á hnjaskinu sem hélt honum utan vallar í síðustu leikjum, og honum hefur nú aldrei leiðst að spila gegn Arsenal!

Eins er Milner kallaður til í byrjunarliðið og það kemur kannski líka aðeins á óvart, en á sama hátt má líka segja að Gini spilaði helling í landsleikjahléinu og er svosem búinn að spila mjög mikið í vetur heilt yfir.

Kelleher ekki ennþá orðinn leikfær, og því er Adrian eini markvörðurinn á bekknum. Við höfum nú alveg séð veikari bekki, a.m.k. hafa oft verið fleiri kjúklingar þar. Rhys er vissulega eini miðvörðurinn á bekknum, það verður áhugavert hvort við eigum einhverntímann eftir að sjá Ben Davies í Liverpool treyjunni í opinberum leik.

Hafi einhverntímann verið mikilvægt að hirða stigin þrjú, þá varð það ennþá mikilvægara þegar Chelsea töpuðu fyrir FC Barcelona WBA. En þetta eru sýnd þrjú stig en ekki gefin.

KOMASO!!!

18 Comments

 1. Ég hefð viljað sjá nánast allt en Milner ía miðjunni . Chamberlain.keita.shaqiri einhvern af þeim eða jota uppá topp og firnino neðar. Hefði helst viljað það

  2
 2. Enginn Jota og ekki Gini líklega veit Herr Klopp mið meira hvað veldur en ég ?? Krafan alltaf sú sama þrjú stig takk

  2
 3. Við höfum verið mun sterkari aðilinn í þessum leik en það vantar mörkin.
  Held að það væri sterkur leikur að fá Jota og Chamberlain eða Keita inn í seinni hálfleik fyrir Firmino og Milner.
  Vonandi höldum við hreinu því að við skorum líklega ekki meira en 1 mark ef það þó.

  2
 4. Hér er ýmislegt auðvelt nema að klára “næstuþvítækifærin”.
  Ég hef ekki séð firmino mikið í boltanum fyrir utan eitt skot, reyndar ekki salah heldur og mané að reyna meira heldur en hann getur.
  Nenni ekki að ræða Milner jeez.
  Vonandi jota og gini í lagi tul að spila seinni, eða keita í stað gini.
  Plís, vinnið þennann leik.

  2
 5. Þurfa að nýta sér úrslitin í dag ef þeir vilja ná top4 sætum það er bara þannig.

  1
 6. Eins og ég sagði hvenær kemur JOTA inná ….!
  JOTA !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  5
 7. hvar væri þetta lið í deildinni ef jota hefði ekki verið sendur í þennan tilgangslausa leik í danmörku?

  7

Landsleikjahléi lokið – Arsenal á morgun

Arsenal 0 – 3 Liverpool