FSG fær nýja hluthafa (og £538m)

FSG eigenda hópur Liverpool og fleiri félaga var rétt í þessu að tilkynna um sölu á hlut í fyrirtækinu upp á £538m. FSG er metið á um £5.32 billion.

Þetta gætu verið afar jákvæðar fréttir fyrir Liverpool þó að engin sé að búast við því að Mbappe og Haaland séu væntanlegir. Það er hinsvegar talið að þetta gerir félaginu fyrir það fyrsta kleyft að beita sér með svipuðum hætti á leikmannamarkaðnum og þeir hafa gert hingað til og núlla út um £120m tap vegna Covid.

Ef að Liverpool fer inn í sumargluggann með svipað fjármagn og þeir væru undir eðililegum kringumstæðum gæti það verið mjög jákvætt í Covid glugga enda ljóst að mörg lið verða að selja leikmenn á töluverðu undirverði eða hreinlega losa samninga. Það á vissulega við um Liverpool líka.

Þetta er einnig sagt tryggja stækkun Anfield en þau áform hafa verið á ís vegna Covid undanfarið ár.

Þetta er samt auðvitað kaupa á hlut í FSG ekki Liverpool beint og hefur áhrif á alla starfsemi fyrirtækisins, þ.m.t. Red Sox.

2 Comments

Gullkastið – Lokaspretturinn

Litið eftir lánsmönnum LFC