Slúður – Ibrahima Konate frá Leipzig?

David Ornstein blaðamaður The Athletic hendir í nokkuð sannfærandi slúður um að Liverpool sé langt komið með að ganga frá samningi við Ibrahima Konate ungan miðvörð RB Leipzig, semsagt hinn miðvörðinn þeirra.

Hann er með 40m (EUR) klásúlu sem Liverpool þarf líklega að virkja til að klára þessi kaup.

Þetta er ungur, hrár og efnilegur miðvörður, góður í loftinu og hefur alla burði til að vera mjög góður leikmaður. Það sem maður horfit hinsvegar strax í er auðvitað hræðileg meiðslasaga hans. Hann passar of vel í hóp með Matip og Gomez þar…

Þetta er annars bara slúður, skoðum hann betur í Gullkasti

11 Comments

 1. Frábærar fréttir! Gaurinn er 194cm á hæð og snöggur. Vonandi verður hann meiðslafrír líka. Vildi bara að hann gæti komið núna.

  4
 2. Ef þetta er rétt, ætli það þýði þá að Kabak verði ekki keyptur í sumar? Eða á að fara inn í næsta season með 5 alvöru miðverði? Ekki langt síðan að Klopp var að útskýra fyrir blaðamanni, í kjölfar brottfarar Dejan Lovren, að það væri varla hægt að vera með svona marga miðverði af þessu kaliberi á bekknum eða utan hóps til lengri tíma, svona menn yrðu að vera spilandi reglulega.

  3
  • Miðað við meiðlsapakkann hjá Matip, Gomez og þessum gæja þá verða max 3 heilir miðverðir í einu..

 3. Hann getur leyst miðvörðinn og hægri bakvörð. Okkur vantar illa í báðar stöður. Lítur bara vel út að fá hann.

  3
 4. Það veitir ekki af að hafa nóg af miðvörðum ef þeir eru flestir meiðslagjarnir.

  Van Dijk 90%
  Joe Gomez 55%
  Konate 20%
  Kabak 15%
  Philips 15%
  Matip 5%

  Annars hef ég lítið sem ekkert séð af þessum strák, mögulega er hann efnilegur en meiðslasagan er ekki að gera mann eitthvað jákvæðan.

  2
 5. Í dag myndi ég reikna með Gomez og Matip sem einu stöðugildi í vörnina. Líklegt þykir mér að það verði lika reynt að losa Matip væru einhverjir tilbúnir að yfirtaka launapakkann hans. Phillips fer líklega og Ben Davies mun fara án þess að leika leik.

  Spurningin er hvort Kabak verði keyptur. Það eina sem hefur valdið mér vonbrigðum með hann er hraðinn sem er mikilvægt atriði þegar spilað er með háa vörn.18 milljón pund fyrir hann hljómar samt vel. Vonandi verða þeir báðir keyptir Konate og Kabak

  3

Kvennaliðið fær Blackburn í heimsókn

Gullkastið – Lokaspretturinn