Hvernig þróast Liverpool liðið?

Byrjunarlið Liverpool undanfarin 2-3 ár hefur verið nokkuð niðurnjörvað og raunar er Klopp ekki mikið fyrir að hræra í sínum liðum nema hann þurfi þess. Liðið er ennþá á mjög góðum aldri heilt yfir og aldur lykilmanna er alls ekki aðalástæðan fyrir vandræðum liðsins á þessu ömurlega tímabili. Það er engu að síður aðeins farið að sjá fyrir endan á þeim kjarna sem hefur undanfarin 2-3 ár myndað eitt besta Liverpool lið sögunnar. Hvernig kemur liðið til með að þróast næstu 2-3 ár? Bæði hvað varðar mannabreytingar og með því leikstíl liðsins.

Stjórinn

Svo lengi sem Jurgen Klopp er stjóri liðsins er ekki ástæða til að hafa of miklar áhyggjur, jafnvel þó að félagið missi af Meistaradeildinni eitt tímabil. Hann er með samning fram á mitt ár 2024 og bíður mikið og flókið verk í sumar að bæði endurnýja hluta kjarnans í hópnum. Eins innleiða nýjar áherslur sem þjálfarateymið hefur ekki fengið neitt svigrúm til að gera í vetur.

Varnarlínan

Eru Ben Davies og Ozan Kabak nóg til að fylla skarð fjórða miðvarðar í staðin fyrir Dejan Lovren? Eða Nat Phillips? Ætlar Liverpool að fara inn í enn eitt tímabilið með Gomez og Matip sem part af fjögurra miðvarða hópi félagsins? Hvernig koma Gomez og Van Dijk undan svona meiðslum? Mímörg dæmi um að leikmenn taki alveg 18-24 mánuði að ná fullum styrk ef þeir ná honum aftur.

Persónulega myndi ég ekki gráta sölu á neinum miðverði Liverpool nema auðvitað Van Dijk. Meiðslasaga Joe Gomez eru endalaus vonbrigði því að hann er einn efnilegasti miðvörður sem Liverpool hefur átt. Fyrir næsta tímabil þarf að kaupa afgerandi miðvörð sem vonandi spilar 38 deildarleiki við hliðina á Van Dijk.

Vegna meiðsla lykilmanna í öðrum stöðum hefur Klopp ekki viljað hræra of mikið í bakvarðastöðunum með Neco Williams og Tsimikas. Grikkinn meiddist auðvitað á versta tíma í ofanálag en sjáið þið annanhvorn þeirra verða stórt nafn hjá Liverpool? Trent og Robbo þurfa miklu betra cover en hefur verið í boði í vetur. Það er ansi mikil breyting á hrap gæðalega að fá Neco Williams inn fyrir Alexander-Arnold sem dæmi, myndi ekki vilja slíka stöðu heilan vetur sem er líklegra en ekki m.v. heppni Liverpool í vetur.

Miðjumenn

Eins frábær leikmaður og Wijnaldum hefur verið fyrir Liverpool held ég að þjálfarateymið hafi helst horft í hans stöðu uppá breyttan leikstíl og það í þónokkurn tíma. Ekki endilega þá til að losna við Wijnaldum, en færa liðið meira úr þremur “iðnaðarmönnum” á miðjunni.

Ox-Chamberlain, Naby Keita og núna Thiago hafa allir verið keyptir á tíma Wijnaldum hjá Liverpool til að leysa nokkurnvegin sama hlutverkið en hafa þess í stað allir gert harða atlögu að Harry Kewell bikarnum.

Myndin hér að neðan sýnir ágætlega hvað Thiago og Keita eru mikil blóðtaka:

Þetta tímabil telur svo nánast ekki með, Liverpool hefur verið að spila fáránlega marga leiki með Fabinho eða Henderson í miðverðinum (ef þeir eru þar ekki báðir).

Gini Wijnaldum er gríðarlega mikilvægur leikmaður og hefur hlutverk hans hjá Liverpool að stórum hluta falist í mikilli vinnu sem ekki er alltaf gott að greina. Vinna sem hefur gefið mönnum eins og Alexander-Arnold tækifæri til að endurskilgreina stöðu hægri bakvarðar. Andy Robertson hinumegin er líka með svo mikið frelsi til að sækja að hann er miklu nær því að vera kantmaður en bakvörður. Miðjan hjá Liverpool og vinnusemi leikmanna eins og Fabinho, Henderson, Wijnaldum (og Milner) er grunnurinn sem leikur liðsins er byggður á. Á hinn bóginn er Wijnaldum ekki að skora neitt rosalega hátt sem varnartengiliður og maður fær það mjög oft á tilfinninguna að annar miðjumaður gæti skilað mun betri tölum sóknarlega en Wijnaldum er að gera. Hér er ég að meina augljósa tölfræðin sem stuðningsmenn horfa og vitna í (mörk, tæklingar og stoðsendingar) ekki tölunar sem þjálfarateymi Liverpool er líklega að styðjast við.

Naby Keita er frábært dæmi um fullkomin arftaka Wijnaldum (á pappír). Hann er engu minna vinnusamur leikmaður og mun betri í bæði pressuvörn sem og sóknarhlaupum. Ox heill heilsu er meiri ógn sóknarlega þó Wijnaldum sé reyndar betri alhliða leikmaður. Thiago er svo í öðrum klassa þegar hann spilar á öllum cylinder-um. Áður en þeir allir komu var Lallana að reyna fylla sama hlutverk en það er gjörsamlega alltaf sama sagan. Engin þeirra tollir heill í meira en hálfan mánuð nema Gini Wijnaldum sem er nánast aldrei meiddur.

Eftir þetta tímabil ætti að vera fullreynt að vera með bæði Ox og Keita í hópnum, ef að það væri markaður og gott verð fyrir annanhvorn er líklega rétti tíminn í sumar að taka því. Persónulega myndi ég mun frekar vilja halda Keita áfram.

Gini Wijnaldum virðist vera að fara og með brottför hans myndast skarð sem þarf að fylla. Eins er Milner ekkert að verða yngri og Ox hefur ekki verið í Liverpool klassa í ansi langan tíma núna.  Líklega verður ekki keypt stórt nafn á miðjuna en ef að Wijnaldum fer þarf einhver af Thiago, Jones eða Keita að stíga upp og byrja taka tvöfaldan skammt af lýsi. Þarna strax væri komin nokkuð stór breyting á uppleggi liðsins.

Sóknarlínan

Blaðamennirnir sem hafa hvað bestan aðgang að Liverpool segja að félagið sé á eftir sóknarmanni (níu) ekki síður en miðverði. Það verður mjög áhugavert að sjá hvað gerist í þeirri stöðu í sumar og hvernig Liverpool ætlar á næstu árum að skipta út Salah, Mané og Firmino. Viðskiptamódel Liverpool í eðlilegu árferði er þannig að líklega myndi FSG vilja selja a.m.k tvo af þeim á hámarksvirði frekar en að semja við þá á stórum langtímasamning norður fyrir þrítugt. Næsta sumar verður hinsvegar ekkert nálægt normal glugga og líklega fer engin þeirra fet.

Firmino

Firmino er skráður sem fremsti sóknarmaður og sem slíkur hefur hann bara alls ekki skorað eða lagt upp nóg núna í 12 mánuði. Það er samt bara hálf sagan því að eins og áður njóta aðrir sóknarmenn sín mjög vel með Bobby. Það skiptir engu ef Bobby skorar bara 5-10 mörk ef að Salah skorar 25 af kantinum. Það er heldur ekki eins og Mané hafi vantað færin í vetur til að skila miklu betri afkomu, ekki frekar en Bobby reyndar.

Bobby hefur verið frábær hjá Liverpool og er nánast leikkerfið, þegar hann spilar vel þá spilar Liverpool vel. Öll lið eru líka búinn að átta sig á þessu og eru með 2-3 menn djúpa á því svæði sem Firmino finnst best að vinna á. Þetta hefur náð að gelda sóknarleik vængbrotins liðs Liverpool allt of mikið í of langan tíma. Það er ekkert eina útgáfan af árangursríkum sóknarleik að vera með Firmino týpu frammi, það er alveg hægt að dreifa álaginu á aðrar stöður og treysta á meiri markaskorara frammi.

Draumurinn væri einhver nær Suarez í markaskorun en sömu Klopp vinnusemi. Suarez sem fremsti maður var ekki minna vinnusamur en Firmino og ekki hélt hann aftur af Sturridge við makaskorun nema síður sé. Klopp mótaði Lewandowski og er þannig kaliber af þjálfara að hann nær því besta út úr þeim sóknarmönnum sem hann hefur. Ef að hann væri með prime Michael Owen eða Robbie Fowler væri leikstíll Liverpool nær þeirra styrkleikum. Þó að Firmino hafi verið frábær er ekkert útilokað að annarskonar sóknarmaður geti ekki gert liðið betra. Helst þá með Firmino áfram í liðinu (eða a.m.k. hópnum).

Salah

Sá eini af þeim sem hefur verið með stæla undanfarna mánuði, umboðsmaðurinn með óljós tíst, fýla þegar hann er tekin af velli, viðtal við AS á Spáni frá leikmanni Liverpool sem gefur annars aldrei færi á sér í slík viðtöl o.s.frv. Hann væri pottþétt að fara til Real Madríd fyrir 5-10 árum. Það er bara alls ekkert sjálfgefið í dag og ef að eitthvað lið myndi bjóða 100-150m í okkar besta sókmarmann efast ég um að því yrði hafnað.

Annars er manni sama núna um söluvirði hans, þetta er leikmaður á hátindi ferilsins og í liði sem er að fullnýta hans krafta og skora rúmlega tuttugu mörk á tímabili. Auðvitað vill maður alls ekki missa hann. Hann er reyndar galin ef hann er að reyna komast í burtu og myndi sakna Liverpool (Klopp) miklu meira en Liverpool hans.

Mané 

Allt síðasta tímabil var dásamað Mané fyrir að vera nánast eins og vél. Hann var geggjaður með Liverpool og ein stærsta ástæðan fyrir því að titlinum var loksins landað en hafði ekki fengið pásu í 2-3 ár. Mögulega hefur það eitthvað verið að ná í skottið á honum núna, kannski ekki líkamlega þar sem flestir líkamar fengu nú góða pásu á Covid tímanum en mögulega þarf eitthvað ferskt hjá Liverpool til að snúa Mané aftur í gang.

Diego Jota

Hérna erum við hljóðlega líklega strax komin með fyrsta arftaka einhvers af Salah, Mané eða Firmino. Eða þá að Klopp finni stað fyrir þá alla fjóra í sínu sterkasta liði á næsta tímabili.

Eins og Jota hefur verið að spila í vetur sé ég ekki hvernig hann geti lengur talist fjóðri kostur í framlínu Liverpool? Eins og staðan er núna ógnar hann líklega Firmino hvað mest, eða hvað?

Það er miklu líklegra að Liverpool skipti framlínunni út með Diego Jota kaupum heldur en Mbappé eða Haaland kaupum, eins mikið og maður væri samt tíl í að sjá Liverpool prufa þannig kaup líka.

Leikmenn utan kjarnans?

Divock Origi verður ekki þessi nía sem maður var alltaf að vonast til að hann myndi þróast í að verða undir stórn Klopp. Svekkjandi þar sem þetta er markaskorari og ætti að hafa allt sem þarf til að verða algjört skrímsli fyrir framan markið. Hausinn virðist hinsvegar alls ekki í línu við það sem Klopp fer fram á.

Origi er auðvitað er ennþá að njóta góðs af því að hafa skrifað undir samning í Madríd svona 7.mínútum eftir að hann tryggði okkur Evrópumeistaratitilinn að líklega verður hálfvonlaust að selja hann í sumar. Verði honum bara af góðu með það, fullkomlega verðskuldað.

Shaqiri er hinsvegar leikmaður sem fjölmörg lið neðar í fæðukeðjunni en Liverpool gætu hafi mikil not fyrir. Eitthvað lið sem gerir hann að sínum aðalmanni.

Adrian er væntanlega svo gott sem farinn

Lánsmenn – Af öllum sem eru á láni núna sér maður bara Harvey Elliott eiga séns á að verða aðalliðsmaður hjá Liverpool og það eru líklega 1-2 tímabil í viðbót í það. Leikmenn eins og Harry Wilson, Minamino og Marco Grujic eru ekki nærri því jafn verðmætir í dag og þeir voru fyrir Covid sem er mikil synd. Sama á samt við sambærilega leikmenn hjá öllum liðum.

Liverpool þarf að selja nokkra leikmenn en það er stærra atriði að fara inn í næsta tímabil með stærri (og sterkari hóp).

 • Fá t.d. inn tvo alvöru sóknarþenkjandi menn fyrir Wilson, Origi, Shaqiri og Minamino.
 • Fá inn tvo alvöru miðverði fyrir Matip, Davies, Phillips, (Kabak?).
 • Fá 1-2 í staðin fyrir Milner, Ox og Wijnaldum.
 • Fá a.m.k. einn bakvörð

Þetta gerist ekkert allt á einu sumri en svona væri hægt að prjóna leikmannaglugga.

Ein athugasemd

 1. Sælir félagar

  Takk fyrir umræðuna Einar og gott að fá eitthvað að spjalla um í bölvuðu (kærkomnu) landsleikjahléinu. Ég er sammála flestu sem sagt er í þessum pistli en tel þó að ef Jota skipti við einhvern af fremstu þremur þá væri það hinn heillum horfni Mané. Þrátt fyrir markaþurrð Firmino (er hann ekki með svipaðan markafjölda og Mané?) þá leggur hann samt ótrúlega mikið til liðsins í sóknarspili þess. Mané hefur verið í sorglegu ástandi í vetur og virðist ekkert lát á því miður. Allir vita hvað hann getur þegar allt er eðlilegt og vonandi kemur hann sterkur inn eftir þetta hlé.

  Hvað varðar fýluna í Salah þá finnst mér það ekki vera vandamál og hann hefur gríðarlegan metnað og vill fá stærra hlutverk í leikmannahópnum ss fyrirliðahlutverkið. Aðferð hans hinsvegar til að fá það er ekki líkleg til árangurs því enginn leikmaður segir Klopp hvað hann á að gera og hvernig hann deilir stöðum innan liðsins. Þetta er bæði styrkleiki og veikleiki Klopp að hann gerir ekkert tilneyddur. enginn neyðir hann til ákvarðanatöku og Salah virðist vera búinn að átta sig á því og hefir verið eins og maður síðan enda afar sjaldan skipt af velli.

  Það sem mér hefir sýnst um framlínuna er að þar vantar fyrst og fremst “erkiframherja” svona eins og ég held að hugmyndin með Origi hafi verið. Stóran, sterkan og fljótan mann sem er þefvís á staðsetningar og hlaup í teignum, menn eins og Lewandowski eða Haaland. Þannig erkiframherji gæfi alveg nýja vídd í framalínunni og mundi hjálpa liðinu til að sprengja varnir liða sem leggja rútunni í leikjum og okkur hefir reynst erfitt að brjóta á bak aftur. Ég held að Mbappé sé ekki alveg sá maður en hann hefir gífurlegan hraða og knatttækni sem erfitt er að ráða við. Líkt og Mané í öðru veldi en mundi ef til vill ekki geta breytt leikjum gegn rútuliðum eins og Lewandowski og Haaland geta ef til vill.

  Miðjan tel ég að sé vel mönnuð með Jones á hliðarlínunni og Keita heilan sem ég vona að verði eftir að sú ákvörðun var tekin að lata hann gróa fullkomlega áður en hann yrði settur unn á völlinn. Hvað vörnina varðar þá er Kabak líklega sá eini sem er framtíðarmaður(???) en þó ekki gott að segja ennþá og menn eins og Ben Davis eru algerlega óskrifað blað en Klopp virðist hafa trú á honum. Við vitum lítið i Tsimikas sem raunverulegt “bakkup” fyrir Robbo en Neco er ekki tilbúinn fyrir stóra sviðið ef hann þá verður það nokkurn tíma.

  Það virðist morgunljóst að TAA þarf alvöru staðgengil þó líklega enginn geti ógnað honum í hans stöðu þegar og ef hann nær sínum fyrri styrk. Ég er feginn að hálfvitinn sem stjórnar Enska landsliðinu sér þetta ekki og því fær Trent kærkomna hvíld nú um stundir. Gaman væri að heyra hvað Maggi segir um strákana í Akademíunni stráka eins og Musialowski og fleiri en hann hefir manni sýnst vera hæpaður veruleg upp. Af lánsmönnum virðist Elliott vera sá eini sem er einhver von um að verði klassa leikmaður.

  Það er nú þannig

  YNWA

  6

Gullkastið – Real Madríd á leiðinni til Istanbul

Kvennaliðið fær Blackburn í heimsókn