Real í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar

Nú rétt í þessu var dregið í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar. Við mætum Real Madrid í fyrsta sinn síðan í úrslitaleiknum í Kiev. Því fór sem fór og ekki laust við að manni finnist tilhugsunin um hefnd sæt.

Ef rimman vinnst bíður sigurvegurinn úr keppni Porto og Chelsa. Leikirnir við Real fara fram annað hvort sjötta eða sjöunda apríl annarsvegar og svo seinni leikurinn viku seinna. Fyrri leikurinn fer fram í Madríd (ef ég skil textalýsinguna á Guardian).

 

Hvernig lýst ykkur á? Raunhæft hvernig metið þið séns Liverpool í keppninni?

 

25 Comments

  1. Þetta fór nákvæmlega eins og ég vonaði, vissulega eru Real Madrid gríðarlega erfiðir andstæðingar en á móti þá tel ég Man City, Bayern, PSG og Dortmund öll vera erfiðari.
    Það eru engin auðveld lið eftir og vonandi förum við áfram og endurheimtum svo Van Dijk og Gomez áður en næsta umferð byrjar.

    5
  2. Ég er ánægður með dráttinn, kominn tími á hefnd á drullunni honum Ramos.
    YOU SHALL NOT PASS!

    12
  3. Sá síðasta leik með Madrid og þeir virkuðu nokkuð góðir þar. Þetta verður spennandi. Sigurvegarinn mætir svo Chelsea 90% í undanúrslitum. Held að við höfum verið mjög heppnir með drátt. Held að við eigum sæmilega sjéns í þessu einvígi. Vonandi meiðist enginn og þá er allt mögulegt. Spái við sláum þá út óvænt. ( myndum taka þá létt í eðlilegu árferði 🙂 )

    4
  4. Frábært að fá Real Madrid. Bæði lið hafa verið betri en á sama tíma bæði til alls líkleg.

    Loksins alvöru stórleikir á dagskrá.

    4
  5. Draumurinn væri auðvita að mæta Porto eða Dortmund en á móti kemur að sleppa við Bayern, PSG og Man City.

    Við fengum Real og eru þeir líklega sigurstranglegri fyrir fram en við eigum samt alveg góðan möguleika að komast áfram og það sem meira er ef við komust áfram þá fáum við líklega Chelsea sem þýðir að við myndum sleppa við hættulegustu andstæðingana þangað til í úrslitaleik.

    s.s hefði getað verið betra og hefði getað verið verra.

    4
  6. Sælir félagar

    Þessi dráttur er hvorki verri né betri en hver annar. Ég er feginn að ensku liðin sluppu hvert við annað og nú fer styrkur þessara liða að telja þ. e. hvort þessi ensku lið eru eins sterk og vil teljum þau vera Chelsea fengu líklega bezta (veikasta) mótherjan en City voru líka nokkuð heppnir. Öll lið vildu sleppa við núverandi meistara og þekkjum við Liverpool menn það að enginn vildi lenda á móti okkur á síðasta leiktímabili. Vonandi endurvekjum við þá tilfinningu hjá öllum liðum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  7. Eins og alltaf þá eru engir auðveldir andstæðingar í þessum drætti. Feginn að fá ekki enskt lið en allt eru þetta hörku einvígi. Samkvæmt fyrstu tölum af skoðanakönnun hjá UEFA þá er þetta jafnasta einvígið þó svo að Real sé talið aðeins sigurstranglegra liðið.

    Miðað við gengið undanförnu þá dettum við út þarna. Liverpool fyrir ári síðan myndi samt fara áfram að mínu mati. Bæði þessi lið eru svo að fara að slá út Porto eða Chelsea. Sigurvegari þessa einvígis er að mínu mati að fara að mæta annað hvort Bayern eða City í úrslitum.

    3
  8. Mjög sáttur við dráttinn. Ef allt er eðlilegt þá eigum við að klára þetta Spánarlið. Ef allir haldast heilir og Henderson nær sér í tíma þá klárum við undanúrslitin líka!

    Já ég sé Istanbúl í hillingum!

    YNWA

    8
  9. Leiðin að þeim sjöunda er þá þessi. Real Madrid – Chelsea – Man.City. Verður frábært.

    4
  10. Það er að sjálfsögðu ekkert gefið í þessari keppni. Ef Liverpool vinnur titilinn – og þetta er ansi stórt ef! – þá gerist það bara ef liðið mætir til leiks og berst eins og ljón. Real Madrid voru kannski ekki neðst á óskalistanum manns, en voru ekki heldur efst. Reyndar er það svo að öll lið sem komast í átta liða úrslit CL eru samkvæmt skilgreiningu erfið viðureignar.

    Nú vonar maður bara að okkar menn nái að hefna fyrir tapið í Kiev forðum daga, þar fyrir utan væri líka roslega gaman ef Dortmund myndi ná að slá út City. Ég bið ekki um meira í bili.

    11
    • Já væri virkilega sætt hjá Dortmund með sitt YNWA að henda City út!

      2
  11. Svona er þetta, RM í 8 liða úrslitum. Hefðum getað fengið BM, MC eða PSG. Miðlungs heppnir að ég tel. Reyndar er það þannig að ef okkar lið ætlar að vinna þennan titil þá verður það að geta unnið öll lið og líka það næstbesta. Okkar lið á harma að hefna og spái hörkuleikjum og jafnvel rauðu spjaldi í öðrum hvorum leiknum. Á Anfield 87 mínúta; Salah klobbar Ramos og klínur honum í sammann og Ramos grenjar í lokin.

    6
  12. Liverpool fyrir ári var auðvitað mun sterkara lið en Liverpool er það sem af er þessu ári. Samt getum við alveg ráðið við Real Madrid ef Klopp tekst að blása siguranda í liðið eins og honum hefur tekist að undanförnu með réttri uppstillingu.

    5
  13. Off-topic, en haldið þið að það takist að selja einhverja af lakari leikmönnum Liverpool í sumar? Eru einhver lið með peninga til að láta Edwards plata sig, eða erum við ekki að fara að losna við neinn af launaskrá? Bara vangaveltur…

    2
    • Ég held að það sé nú alveg einboðið að einhverjir leikmenn muni fara. Sjálfsagt megnið af þeim leikmönnum sem eru á láni (ekki Elliott samt) og ég myndi veðja á 2-3 til viðbótar af þeim sem tilheyra hópnum í dag. En ég veit auðvitað ekkert um það, og margt sem spilar inn í (vill leikmaðurinn fara annað, er til lið sem vill fá leikmanninn, nást samningar milli Liverpool og kaupanda, nást samningar milli kaupanda og leikmanns um kaup og kjör o.s.frv. o.s.frv.)

      Peningahliðin mun svo auðvitað stýrast að mjög miklu leyti af væntingum félaga um það hvernig næsta haust muni ganga: verður hægt að hleypa áhorfendum á pallana?

      2
      • Ég held að þetta verði skrýtið sumar og margir leikmenn í lausu lofti. Engin tilboð í þá, engin lið sem vilja þá osfrv. Og svo er allsekki víst að það takist að hleypa áhorfendum aftur á pallana á þessu ári…

        1
    • Já, án ef munu nokkrir fara frá Liverpool í sumar en við munum ekki ná að losa okkur við alla.

      Origi – Hann fer í sumar held ég að sé ekki nokkur spurning. Hans tími er búinn hjá Liverpool og hvort sem það er lán með klásúlú um kaup eða bara bein kaup þá þökkum við bara fyrir minningarnar.

      Milner – Er leikmaður sem við viljum halda kringum liðið en það kæmi manni ekki á óvart en honum langar að fara að spila meiri fótbolta á lokasprettinum og Leeds líklegt að fá týnda soninn aftur heim.

      Shaqiri – Er reyndar leikmaður sem hefur átt nokkra fína leiki í vetur en er klárlega varaskeifa. Ég hefði ekkert á móti því að halda honum áfram sem slík en líklega vill hann fara eitthvað annað til að spila meira.

      OX – Er leikmaður sem er alltaf meiddur en sýnir svo inn á milli ágæt tilþrif sem minnir mann á afhverju við keyptum hann. Liverpool eru klárlega tilbúnir að hlusta í tilboð í hann en held að liðið munn ekki gefa afslátt því að Gini er að fara og það þarf einfaldlega breydd.

      Minamino – Kæmi mér ekkert á óvart ef Southampton kaupir hann ekki bara í sumar af okkur.

      Harry Wilson – Verður seldur því að hann á ekki framtíð hjá Liverpool.

      Karius – Á enga framtíð hjá Liverpool

      Ojo – Líklega seldur eða lánaður aftur.

      Marko Grujic – Líklega seldur í sumar.

      Harvey Elliot – Ekki seldur því að hann er mikið efni og mun fá tækifæri til þess að stimpla sig inn hjá Liverpool og jafnvel lánaður svo aftur.

      Þetta verður mjög fróðlegt sumar hjá eigendum liðsins og maður mun sjá hversu mikið þeir eru tilbúnir að fjárfesta í liði sem brottlenti í vetur. Ef þetta verður eitthvað prump sumar þá mega þeir fara að selja liðið. Maður vill sjá 70 m punda + sölu á öðrum leikmönum í sumar sem Klopp má eyða.

      2
      • Liverpool hópurinn er eins og 250 lítra fiskabúr sem þarfnast hreinsunar. 25-30% vatnsskipti til að hreinsa og koma öllu aftur í venjulegt lag.

        Við þurfum að losa við 6-8 leikmenn sem í dag eru og hafa ekkert verið að hjálpa okkur nema þá fá útborgað. Ef þessir 6-8 leikmenn væru nothæfir værum við á toppnum en ekki um miðja deild. Staðreynd!

        Eigendurnir (og Klopp!) þurfa að fara að ákveða sig hvort þeir ætli að vera með í partýinu næsta tímabil og taka alvarleg þessa hreinsun sem er þörf. Þegar ég meina að taka þetta alvarlega þá vil ég sjá okkur landa stjörnu(m) sem margfaldar innkomu okkar í gegnum sölu á varningi ofl. Nike mun vilja það. Þess vegna gáfu þeir okkur þennan efnilega langtíma samning.

        Að semja (kannski) við 35 ára Argentískan DC á frjálsri sölu gefur mér alls ekki bjartsýna mynd á framhaldið nema þeir séu að fylla upp í holurnar tímabundið til að geta eytt meiru í stjörnukaup. Alveg til í free transfer leikmenn og kemur Memphis Depay upp í hugann sem góður kostur.

        Ég skil alveg að við erum ekki á sér samning hjá UEFA hvað Financial Fair Play varðar eins og mancity, PSG, Chelsea ofl lið en við getum samt ekki staðið í stað. Við höfum fjandi góðan samning við NIKE að uppfylla og þurfum fleiri stjörnur til að klæðast treyjunni okkar til að fá meira út úr samningnum. Þetta ættu FSG að skilja og það að fá LeBron James inn er staðfesting á því. Nú þarf bara að gera heimavinnuna.

        3
  14. Times (nokkuð áreiðanlegir) segja að Wijnaldum sé búinn að semja við Barcelona.

    Skil ekki að það sé verið að leyfa honum að fara en ætli það sé ekki stefna félagsins að gera ekki langa samninga við leikmenn yfir þrítugt.

    Þetta þýðir að það verður að kaupa miðjumann í sumar til viðbótar við heimsklassa varnarmann.

    3
    • Menn hljóta að vera búnir að undirbúa brottför hans enda búið að stefna í þetta ansi lengi. Það sem ég er mest hissa á er að hann hefur verið að bera fyrirliðabandið á þessum tíma. Finnst það senda röng skilaboð til annarra leikmanna

      3
  15. Salah, Fabinho, Hendo, Andy og Jota eru einu leikmennirnir sem hafa spilað ásættanlega í vetur. Meirihluti þeirra þó talsvert meiddur eins og aðrir lykilmenn. Allison verið undir pari og sama á við um Trent, um miðverðina þarf ekki að tala, Thiago hefur lítið sýnt og Gini kominn með hugann annað, lítið gengið upp hjá Mané og Firmino. Það gengur ekki að minnihluti liðsins sé á pari þegar bekkurinn er ekki betri en hann er. Þetta er ákveðið rannsóknarefni og skrifast ekki allt á meiðslin. Við þurfum nýjan miðvörð, nýjan miðjumann og nýjan sóknarmann, alla í hæsta gæðaflokki. Það kostar mikið. En vonandi, hver veit?

    3

Wolves 0-1 Liverpool

Gullkastið – Real Madríd á leiðinni til Istanbul