Byrjunarliðið vs. Wolverhampton Wanderers á Molineux

Rauði herinn er mættur á Molineux til að takast á við öfluga úlfasveit Wolverhampton Wanderers!

Byrjunarliðin

Leikskýrslum hefur verið skilað sem fylgiskjöl með skattframtali og uppreiknuð byrjunarlið eru eftirfarandi:

Liverpool: Alisson; Trent, Phillips, Kabak, Robertson; Fabinho, Thiago, Wijnaldum; Salah, Mane, Jota

Bekkurinn: Adrian, R. Williams, N. Williams, Tsimikas, Milner, Shaqiri, Jones, Keita, Oxlade-Chamberlain

Klopp stillir upp óbreyttu liði frá síðasta leik í annað sinn á leiktíðinni sem undirstrikar hversu sveiflukennt tímabilið og skelfilegt meiðslaástandið hefur verið. Jota er því í byrjunarliðinu á móti sínum fyrri félögum en Firmino er meiddur og ekki í leikmannahóp.

Heimamenn stilla upp á eftirfarandi hátt:

Wolves: Patricio, Boly, Coady, Saiss, Semedo, Neves, Moutinho, Jonny, Neto, Jose, Traore.

Bekkurinn: Ruddy, Hoever, Silva, Gibbs-White, Vitinha, Kilman, Dendoncker, Marques

Uppaldi Púlarinn Conor Coady er fyrirliði að vanda og þá er Ki-Jana Hoever á varamannabekknum en hann var hluti af dílnum sem landaði Diogo Jota

Blaðamannafundurinn

Jürgen Klopp mætti á hefðbundin blaðamannafund um helgina og þar var margt rætt:

Upphitunarlagið

Liverpool þurfa að mæta með massífa hungurtilfinningu til leiks í Wolverhampton og hverjir betri til þess að hita upp fyrir slíkt en kvintettinn knái frá nágrannasveitarfélaginu í Birmingham-borg.

Smell like I sound, I’m lost in a crowd
And I’m hungry like the wolf

Það munu fáir týnast í mannhafinu á Molineux vegna sóttvarnartakmarkana en leikmenn munu líklega lykta líkt og Duran Duran hljómar og vonandi mæta hungraðir sem úlfar!

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

27 Comments

  1. Lýst vel á liðið, miðverðir í miðverði og miðjumaður á miðjunni. Ég er bara hræddur um að varnarlínan muni verða of ofarlega, því miður. Vonandi ekki þó og þá munum við sigla þessu í höfn.
    Þori ekki að spá samt sem áður, koma svo.

    4
  2. Ég get bara ekki enn einn tapleikinn á þessu tímabili, hef trú á þessu og segi að við siglum erfiðum 1-2 sigri heim.
    Ánægjulegt að það sé sama lið 2 leiki í röð, það skapar vonandi smá stöðugleika.

    4
  3. Þetta er úrslitaleikur fyrir Liverpool. Þessi verður að vinnast. Vona við sjaum það á leikmönnum liðsins að þetta er alvöru.

    Spái 1-2 sigri Liverpool

    5
  4. Rett uppstilling loksins, þ.e. Klopp með retta menn a rettum stoðum. Miklar vinningslikur.

    4
  5. Mér list ekkert á þennan dómaravitleysing, hann á eftir að kosta okkur sigurinn

  6. Lið fyrir ofan okkur töpuðu stigum.. Það þýðir bara að við gerum það líka 🙁 0-0 eða 1-1 spái ég

    2
  7. Hefur eitthvað lið í sögunni verið með svona há númer á treyjum varnarmannana ?
    Trent 66
    Robbo 26
    Kabak 19
    Philips 47

    1
  8. Rosalega virðist Robbo vera þreyttur. Hann getur varla lyft fótunum.

    1
    • Það er ekkert út á dómarann setja það sem af er þessum leik.
      Og þar með skorar Jota.

      3
  9. Mikið svakalega er liðið okkar orðið þungt og fyrirsjáanlegt í öllum aðgerðum.

    1
  10. Jota er bara svo miklu meiri sóknarmaður heldur en Firmino sem er alveg frábær leikmaður en Jota er sneggri og meiri markaskorari.

    2
  11. Firmino hefur reynst Liverpool mjög vel en formið hjá honum hefur ekki verið uppá marga fiska..en það er hægt að nefna fleiri en hann.

    4
    • Það afsakar það ekki neitt að jota á allann tí ann að byrja í stað firmino.

      2
  12. Frábærlega gert hjá þremur fremstu í þessu marki. Sérstaklega Mané.
    Þetta slútt hjá Jota er svo erfiðara en sýnist. Varnarmaður og markmaður nánast loka og því virkilega vel gert að setja hann með vinstri á nær.

    3
  13. Hann lá bara þarna eftir markið hjá Salah ? ég sá aldrei neitt samstuð

Heimsókn til Úlfana annað kvöld

Wolves 0-1 Liverpool