Heimsókn til Úlfana annað kvöld

Annað kvöld er Liverpool á farandsfæti og heimsækir skyndisóknaliðið Wolves í 29.umferð Úrvalsdeildarinnar. Það boðar kannski gott fyrir Liverpool að leikið sé á útivelli þar sem heimavallarformið hefur nú verið vægast sagt, já… ömurlegt.

Í miðri síðastliðinni viku vann Liverpool mjög góðan heima (en samt útivallar) sigur á Red Bull Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og spilaði liðið líklega heilt yfir sinn lang besta leik í alltof, alltof langan tíma. Sadio Mane og Mo Salah skoruðu mörkin í leiknum en Liverpool hefði þó átt að skora töluvert fleiri mörk en samanlagt 4-0 gegn Leipzig í þessum tveimur leikjum var flott.

Vonandi tekst Liverpool að byggja á þessum úrslitum og taka síðasta leik sinn fyrir landsleikjahlé með ansi langþráðum og mikilvægum deildarsigri. Ég ætla að giska á að Klopp muni ekki vera að hrófla mikið við liðinu sem byrjaði gegn Leipzig.

Kabak og Phillips byrjuðu í miðvarðarstöðunum og áttu afbragðsleik en Fabinho fór í sitt gamla góða hlutverk á miðjunni með Wijnaldum og Thiago sem færðust einnig í “eðlilegri” hlutverk svo holningin á þessu var heilt yfir bara mjög flott. Þar sem það er svo einhver bið á milli leikja hjá Liverpool eftir leikinn á morgun og nokkuð óljóst hvert eða hvort menn fari í landsliðsverkefni þá held ég að þetta verði meira og minna óbreytt. Mögulega gæti Firmino komið inn í byrjunarliðið fyrir Jota, sem átti fínan leik þar sem hann fékk góð færi og lagði upp mark Mo Salah, en hann var meiddur og var ekki með gegn Leipzig.

Wolves er átta stigum á eftir Liverpool og eru með 35 stig og hafa verið rosa mikið hit or miss á leiktíðinni. Undanfarnar leiktíðir hafa þeir alveg verið óstöðugir á milli leikja og svona en alveg extra mikið í ár, slæm höfuðmeiðsli Raul Jimenez og sala á Diogo Jota hafa alveg spilað sinn þátt í því held ég.

Þeir eiga það til að vilja liggja svolítið til baka, mynda þéttan pakka og beita skyndisóknum þar sem Daniel Podence, Pedro Neto og Adama Traore eiga að valda ursla en það hefur alveg vantað eitthvað smá annað þarna með þeim í fjarveru Jimenez en hinir framherjar þeirra hafa ekki verið næstum því í sama gæðaflokki og hann.

Það er erfitt að segja með leikina undanfarið en auðvitað finnst mér og ætlast ég til þess að Liverpool vinni aftur nokkuð sannfærandi og góðan sigur á Wolves en líkt og gegn Burnley, Fulham, Everton, Burnley og ég veit ekki hvað og hvað þá getur maður svo sannarlega ekki gengið af neinu vísu með Liverpool þessa dagana en vonandi miðað við frammistöðuna í síðasta leik, endurkomu Jota inn í sóknina og vonandi Fabinho á miðjunni þá vonandi förum við að sjá önnur úrslit en við höfum þurft að venjast undanfarnar vikur.

Byrjum nýja viku á góðum útisigri, takk!

6 Comments

 1. Eigum við ekki bara að segja að þessi leikur verði byrjunin á góðu runni af sigurleikjum þar sem við endum í topp 4 og förum alla leið í úrslitsleikinn í Cl.
  Ef menn haldast heilir þá eigum alveg að gera komist á gott flug, mannskapurinn er alveg nógu góður ef hausinn fer í lag.
  Sama lið og í seinasta leik og við siglum 3 stigum í hús.
  En er eitthvað vitað um hverjir fara hvert í þessa landsleiki ?
  Fer Salah í landsleiki eða Fabinho, Alisson og Firmino eða fá þeir mikilvæga hvíld ?

  8
  • Búið að fresta landsleikjum í Ameríkunni þannig að þríeykið okkar fær kærkomna hvíld. Klopp áður búinn að gefa það út að ef leikmenn þurfa að fara í 10 daga sóttkví eftir landsleiki þá verði stóllinn settur fyrir dyrnar og þeir fari hvergi. Þannig að spurningamerki með Mane, Jota, Keita og Salah.

   1
 2. Chelsea gerir jafntefli, Everton tapar á heimavelli, Tottenham tapar Lundúnaslagnum, West Ham tapar stigum með sjálfsmarki.

  Hagstæð úrslit fyrir okkur um helgina og leikurinn í kvöld skyndilega orðinn “must win” leikur.

  Það glittir í von um fjórða sætið – koma svo!

  8
 3. Sælir félagar

  Takk fyrir upphitunina Ólafur Haukur og vonandi hefur þú rétt fyrir þér með upphaf sigurleikjahrinu sem endar með meistaradeildarsæti. Sjaldan hefur landsleikjahléi verið fagnað af okkur stuðningmönnum en núna er það kærkomið og tækifærið til að þjappa mönnum saman og hvíla þá sem leikið hafa ógnvænlega mikið undanfarið.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
 4. Mikið þarf nú lítið til að gleðja mann þessa dagana hvað snýr að okkar ástkæra félagi. Heil vika án þess að tapa leik og meira að segja einn góður sigur í sömu viku gerir það að verkum að brosið færist yfir andlitið á ný og meira að segja sólin virðist bjartari hér á fróni. Hvað fær mann til að líða svona yfir gengi einhverra fótboltamanna úti í heimi ? Jú líklega sú staðreynd að ég sé búinn að ganga með félaginu í gegn um súrt og sætt í hartnær 45 ár og fyrstu árin var þetta yfirleitt mjög sætt en síðan hófst löng eyðímerkurganga með örfáum undantekningum en hápunkturinn var að sjálfsögðu síðasta vor þegar sá stóri í Premier vannst. Ekki misskilja mig, CL titlarnir voru líka mjög sætir en einhvernvegin var þetta dollan sem búið var að bíða lengst eftir og því kærkomið.
  Þá að leiknum í kvöld sem gæti skipt sköpum um hvort við eigum yfirleitt séns í að ná fjórða sætinu. Aston Villa er að narta í hælana á okkur og geta farið yfir okkur með þeim leik sem þeir eiga inni og því verður leikurinn í kvöld að vinnast ég tippa á sigur en ég held að þetta verði drulluerfiður leikur sem ræðst á einu marki en hvað veit ég svo sem ? Hvernig sem allt fer þá mun sólin rísa á morgun og ég mun halda áfram að verða harður stuðningsmaður Liverpool FC !

  8
 5. Þetta verður hörkuleikur í kvöld en það væri helvíti gott að næla í 3 stig fyrir þetta langa hlé(Arsenal 5.apríl).
  Það var gaman að sjá Salah/Jota/Mane spila saman en þeir eru allir hraðir og áræðnir og eru með öðru vísi ógn en þegar Firmino er inná sem er meira að draga sig til baka , vera með í spilunu og skapa.
  Það væri fróðlegt hvort að við myndum fá að sjá lið einhverntíman með tvo djúpa miðjumenn t.d Fabinho/Thiago með Firmino fyrir framan þá og svo S/J/M fremsta.

  Tottenham, Everton, West Ham töpuðu og Chelsea gerði jafntefli sem þýðir að með sigri í kvöld. Kæmist liðið upp fyrir Tottenham/Everton – 2 stigum á efti West Ham og 4 stigum á eftir Chelsea í meistaradeildarsæti.

  Mín spá er 1-2 sigur með mörkum frá Jota og Salah

  YNWA – Ef við sigrum þá tjá sig c.a 20 um leikinn hér á síðunni en ef við töpum þá í kringum 50. Væri skemmtilegra ef stuðningsmenn væru til í að taka þátt þegar vel gengur líkur 🙂

  8

Kvennaliðið fær Coventry í heimsókn

Byrjunarliðið vs. Wolverhampton Wanderers á Molineux