Liðið gegn RB Leipzig

Liðið komið, og það er gleðilegt að sjá ákveðið andlit í hópi miðjumanna:

Alisson

Trent – Kabak – Phillips – Robertson

Thiago – Fabinho – Wijnaldum

Salah – Jota – Mané

Bekkur: Adrian, H.Davies, Milner, Keita, Ox, Jones, Tsimikas, Shaqiri, Origi, Neco, Rhys, B.Davies

Fabinho semsagt kominn á miðjuna (nema planið sé að henda í 3-4-3?). Firmino ekki leikfær, og því ansi þunnur þrettándinn á bekknum ef það á að skipta leikmönnum inn í framlínuna.

Harvey Davies er 17 ára markvörður úr akademíunni sem er að sjást á skýrslu hjá aðalliðinu í fyrsta sinn. Nú þarf bara að kaupa Alonso Davies í vinstri bak og þá væri hægt að stilla upp öftustu línu eingöngu með Williams og Davies.

Það væri frábært að loka þessu og komast í 8 liða úrslit, við hefðum alveg gott af smá jákvæðni.

KOMA SVO!

41 Comments

  1. óstuð á okkar mönnum.

    hefðu skorað allan daginn og allt kvöldið úr svona færum í fyrra…

    1
  2. Þetta var flott skyndisókn!

    Skallatennis fram út úr eigin vallarhelming …

  3. Þessi skalli hjá Mané…

    hvar er jóhann ingi sálfræðingur þegar við þurfum á honum að halda?

    1
  4. Með þessa yfirburði er Liverpool einhvern vegin alltaf að fara að lenda undir.

    1
    • það er ein meinlokan í okkar stjóra að hafa ekki haldið hendo og fab á miðjunni og vanið þessa tvo miðverði í vörninni.

      3
  5. Maður bíður bara eftir því að Jota komist í 100% form ..þessi gæði sem hann er með yndislegt að horfa á hann spila.

    6
  6. Frábært að sjá miðvarðarpar sem eru miðverðir og eru að spilast saman, fab og thiago vernda vörnina vel. Svo að sjá bæði Mané og Salah brosa eftir darraðadansinn er ákveðinn vendipunktur, þeir hafa slíðrað sverðin.
    Nú er lag! Við erum að spyrna okkur frá botninum!

    7
  7. Bara nokk sáttur við fyrri hálfleik..það voru mjög góð færi þarna og djuf að Jota setti hann í hliðarnetið þarna í lokin kemur !

    1
  8. Allt allt annað að sjá liðið í þessum leik, miðjan er sterk og smá klaufaskapur fyrir framan markið en við skorum 2 í seinni ef þeir halda svona áfram.
    Fabinho er svo geggjaður þarna á miðjunni, gaurinn er eins og pacman sem étur allt upp á miðjunni.
    Thiago er búinn að vera flottur.
    Tökum þennan leik.

    7
  9. Ég er svo að fíla Nat Phillips. Væri gaman ef hann fengi að vera áfram í hópnum og spila. Hef það á tilfinningunni að hann gæti orðið költ-hetja. Síðasti miðvörðurinn af gamla skólanum sem skallar ALLT.

    12
    • Já hann minnir smá á Carra. Ekki tæknilega færasti fótboltamaðurinn en leggur allt sitt í þetta fyrir klúbbinn. Flottur leikmaður.

      7
      • FAB aldrei af miðjunni aftur …. allt önnur holning á liðinu með þessa kjölfestu þarna … liðið virkar ekki ef Hendo eða FAB eru ekki þarna…

        2
    • Sammála! Svolítið mikil jarðýta á köflum en á klárlega heima í miðverðinum það sem eftir lifir leiktíðar.

      3
      • Og ekki búinn að vera síðri í seinni hálfleik. Stangað allt í burtu sem á hann hefur komið og þar að auki tvisvar stöðvað skyndisókn (með skalla auðvitað) á vallarhelmingi andstæðinganna.

        2
  10. Ættum að vera 3-0 yfir.
    Sóknin er glæpsamlega mistæk.

    Dásamlegt að hafa miðverði í miðvarstöðu. Þvílíka ruglið að eyðileggja miðjuna með því að færa hendo og fab. þangað niður.

    Nú er það spurning hvort passían heldur áfram hjá okkar liði. Ef tannhjólaverkið fer að hitta á réttu staðina er aldrei að vita hvað kann að gerast í CL.

    1
  11. Loksins loksins komið jafnægi og yfirvegun á miðjuna með komu Fabinho. Leipzig ekki að gera neitt, klárum þetta í kvöld.

    4
    • Og Origi þurfti þetta líka! Hvað var hann búinn að vera lengi inná þegar hann gaf stoðsendinguna? 30 sek?

      4
  12. Gamla Liverpool komið aftur! Allt annað að sjá til liðsins í þessum leik. Eigum fullan séns á að bjarga tímabilinu og taka Meistaradeildina. Mjög fínn leikur.

    3
  13. Getum við nokkuð samið um það að spila restina af tímabilinu í Búdapest??

    17
  14. Rétt upp hönd sem vill sjá byrjunarliðið í sömu uppstillingu í næsta PL leik líka ? P

    15
  15. Frábær leikur. Fabinho geggjaður. Nú er bara að byggja ofan á þetta.

    2
  16. Drullusáttur við liðið í kvöld..þeir gáfust ekki upp það voru helling af færum og já drengir eh sem maður saknar…það var verið að skjóta oft og mörgum sinnum meira segja nálægt markinu veit ekki hvað ég á að segja !

    1
  17. Fabinho maður leiksins engin spurning Salah var sprækur og Jota líka og N.Phillips er eitthver með tölu á skallaboltum í leiknum hjá honum ?

    4
  18. Frábær sigur og svo hryllilega kærkominn! Getum alveg farið alla leið í þessari keppni ef við spilum eins og við eiga að gera á okkar góðu dögum. Það var æðislegt að sjá Fabinho þarna á miðjunni og þetta með að nýta færin, það kemur!

    4
  19. Vá hvað það var gaman að sjá bros aftur á vörum hinna rauðklæddu!

    Sannarlega uppstilling á liðinu til að byggja á. Og lúxusinn að geta skipt Keita inn á fyrir Thiago.

    Nat Philips fær pottþétt verðlaun eftir tímabilið fyrir mestu framfarir ?

    2

RB Leipzig í kvöld á “heimavelli” (Upphitun)

Liverpool – Leipzig