Gullkastið – Gleðivísitalan í frjálsu falli

Enn ein hörmungarhelgin og nákvæmlega ekkert gengur á Anfield, Meistaradeildarsætisbaráttan svo gott sem búin en Liverpool er þó ennþá inni í núverandi tímabili í Meistaradeildinni. Fengum formann Liverpoolklúbbsins og fréttamanninn Hallgrím Indriðason með okkur til að fara yfir síðustu viku og til að kynna nýjan hlaðvarpsþátt Liverpoolklúbbsins sem fór í loftið á miðvikudaginn.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Hallgrímur Indriða

MP3: Þáttur 326

7 Comments

 1. Talandi um að Klopp eigi meiðsli Jota skuldlaust þá hugsa ég að málið sé ekki svo einfalt.

  Vissulega var leikurinn fótboltalega tilgangslaus en miðað við allt tekjutap í kringum Covid, þá voru talsverðir peningar í húfi í þessum Midtjylland leik,, einhverjar 2,5 til 3 milljónir punda fyrir sigur og verandi með þessa aurasálir sem eigendur þá grunar mig að það hafi verið talsverð pressa á Klopp um að vinna þennan leik og þess vegna hafi hann stillt upp sterkara liði en flest okkar vildu.

  Ímyndið ykkur svo ef við komumst ekki í meistaradeildina og miðað við allt sem á undan er gengið verða skilaboð FSG væntanlega: selja til að kaupa.

  8
 2. Sælir félagar

  Í fyrsta skipti varð ég fyrir vonbrigðum með hlaðvarpið hjá félögum mínum Einari, Steina og Magga. Mér fannst spjallið anzi rýrt í roðinu þó Hallgrímur hafi reynt til að byrja með að ræða fótbolta af einhverju viti. Afar slappt á erfiðum tímum þar sem stuðningsmenn þurfa vitræna umræðu og stuðning. Blaðrið og bullið er manni ekki til sáluhjálpar þó gamansemi sé góð í bland.

  Ég hefði viljað heyra eitthvað um skýringar á gengi liðsins, hveð sé til ráða (sófaspeki), hverju er til að dreyfa í uppbyggingu þess og hvar þurfi að endurnýja, hverja eigi að selja, hverja þarf að kaupa til að þykkja hópinn, hverja á að kalla úr láni fyrir næsta tímabil og hverjir geta mögulega stigið upp á næstu árum úr akademíunni. Smá skvaldur um Klopp og hans stöðu var frekar fátæklegt en stuðningur við hann er afgerandi í kop.is hópnum og er gott, það vonandi svo um allan heim. Annars bara góður þó ég hafi misst af síðasta leik 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  9
  • já, þetta var ansi rýrt, umræðan ætlaði aldrei að komast í gang og hvert tækifæri notað til að koma einhverjum einkahúmor að. Ég slökkti svo þegar umræðan fór út í að velja óþolandi leikmenn annarra liða.

   Annars eru þeir oftast ágætir en eins og með liðið okkar þá eiga menn misjafnar frammistöður í þessu eins og öðru.

   3
 3. Mér fannst þetta fínt og létt. Við þurfum að hafa hlutina létta og ekki drepast úr volæði, rétt eins og manhjúdd-fansinn hefur verið á undanförnum áratug eða svo.

  Kane er á mínum lista, richarslon og hann þarna f%$# pigford. Ég held að ég hafi ekki hatað neinn eins djúpt (síðan keane og cantona) og hann þarna ógeðismarkmanninn í litla liðinu í Liverpool-borginni.

  Ég hef fulla trú á því að þetta fari allt að koma en mikið rosalega er þetta erfitt og vont!

  YNWA!!

  3
  • Mig grunar nú að þú hefðir ríghaldið í jákvæðni þína og þótt þetta fínt hefði umræðan farið alfarið út í Eurovision 🙂

   2
 4. Klopp ný búinn að staðfesta á fréttamannafundi núna að hann ætli EKKI að taka við þýska landsliðinu í sumar og lét þá vita að hann ætti 3 ár eftir að samning sínum við Liverpool..og hann hafi staðið við sína samininga við Mainz og svo Dortmund.

  Þetta vildi ég heyra áfram fokkin gakk og stuðningsmenn allir sem einn eigum að styðja stjórann okkar þó að móti blási..ég fagna samt rökræðum og þó að menn séu ekki sáttir við Klopp eða liðið það er eðlilegt enginn á að vera sáttur við stöðuna hjá liðinu núna ef þú ert það þá er það furðulegt.

  Ég vill kasta þessu seasoni útá hafsauga og gleyma því sem fyrst ég býst ekki við neinu en vona það besta auðvitað !

  YNWA !

  10
 5. Þvílíka veislan sem boðið var upp á hjá Juve og Porto í kvöld. Væri til í að sjá leikmann Porto, Jesus Corona ,hjá Klopp á næsta tímabili. Með bæði Jesús og Múhameð í liðinu hlýtur þetta að ganga betur.

  9

One Ping

 1. Pingback:

Liverpool 0-1 Fulham

RB Leipzig í kvöld á “heimavelli” (Upphitun)