Liverpool 0-1 Fulham

Markið

0-1  Mario Lemina 45.mín

Leikurinn

Leikurinn byrjaði af góðum krafti hjá báðum liðum og eftir 2 og hálfa mínútu áttu Tete góða fyrirgjöf frá hægri kanti sem að Mojo tók á lofti en hitti boltann ekki vel og heimamenn sluppu með skrekkinn í blábyrjun leiks. Það var greinilegt á upphafsmínútunum að Fulham voru ekki mættir til að spila upp á varnarsinnað jafntefli heldur sækja á varaskeifulega uppstillingu Liverpool.

Það var þó líka hugur í heimamönnum sem pressuðu ágætlega og fóru hraustlega í tæklingar en í uppspilið vantaði lokagæðin til að opna vörnina eins og hálffæri Jota bar vitni um. Á 10. mínútu fékk Lookman flotta sendingu upp vinstri vænginn með varnarlínu Liverpool álíka þráðbeina og verðbólgulínurit á 8. áratugnum. Lookman spólaði sig í hægrifótarskot inní teignum en setti boltann framhjá nærstönginni. Mo Salah svaraði með færi á 15.mín og slapp inn fyrir en boltinn féll ekki almennilega fyrir Egyptann þannig að færið fór forgörðum.

Innkoma Jota gaf hraða og beinskeytt hlaup ásamt Salah en Liverpool átti einnig í vandræðum varnarlega með skiptingar Fulham kantanna á milli. Sér í lagi herjaðu gestirnir á Neco Williams með góðum árangri. Eftir um hálftíma leik höfðu hvítliðar verið 52% með boltann sem gaf raunsanna mynd af jafnræði liðanna frá upphafi leiks og Alisson þurfti að hafa sig allan við til að bjarga gegn Maja í teignum. Stuttu síðar áttu rauðliðar ágætis samspil og boltinn var lagður út á Milner við vítateigslínu en vinstri fóturinn brást maraþon-manninum á ögurstundu.

Fulham fengu hættulega skyndisókn á 34.mín þegar að hinn líflegi Lookman slapp enn upp vinstri vænginn en hægri fótarskotið í teignum fór yfir markið. Jota átti sprett upp völlinn stuttu síðar sem Kenny Tete stoppaði með broti og hlaut gult spjald fyrir. Svissneski spyrnusnillingurinn Shaqiri steig upp til að taka aukaspyrnuna af 35 metra færi og spyrnti föstu skoti sem endaði ofan á þaknetinu.

En gestirnir áttu sterkari lokasprett í hálfleiknum og ógnuðu stíft með aukaspyrnum, fyrirgjöfum og hættulegum leikstöðum. Það var því ekki úr takti við gang leiksins þegar að hreinsun á aukaspyrnu Cavaleiro endaði hjá Salah við eigin vítateig en Egyptinn vanrækti varnarleikinn, Lemina stal boltanum af honum og hamraði í fjærhornið framhjá Alisson. Fulham höfðu uppskorið í takt við frammistöðu sína og því miður var hálfleiksstaðan fyllilega verðskulduð.

0-1 fyrir Fulham í hálfleik.

Óbreytt lið heimamanna hóf leik í seinni hálfleik og fengu því allir tækifæri til betrumbóta eftir dapra frammistöðu í þeim fyrri. Jota hóf leik af krafti og fljótlega fékk Lemina spjald fyrir að toga í treyju Portúgalans á sprettinum. Örstuttu síðar þá komst Neco Williams upp að endamörkum og sendi fyrir í teiginn þar sem títtnefndur Jota hamraði boltann glæsilega á lofti og á rammann en Areola varði stórkostlega í markinu. Mögnuð tilþrif hjá báðum og Liverpool að sækja hressilega.

Liverpool var orðinn sterkari aðilinn og sóttu ágætlega en Fulham voru þó áfram hættulegir í snöggum skyndisóknum með öskufljóta framlínu. Breytinga var þörf og eftir um klukkutíma leik kom Mané inná fyrir Gini til að fjölga framherjum í framlínunni. Gestirnir féllu neðar og neðar með vörnina og þrýstingurinn jókst þó að markið léti á sér standa. Eftir hornspyrnu Shaqiri féll boltinn til Mané í markteignum en því miður tókst honum ekki að koma skoti að marki.

Á 70.mínútu átti Mané skalla sem sveif í boga yfir Areola í markinu en fór í stöngina og út. Heilladísirnar alls ekki á bandi heimamanna og Shaqiri átti innanfótar langskot stuttu síðar sem sveif rétt fram hjá samskeytunum. Klopp henti í tvöfalda skiptingu á 76.mín til að reyna að knýja fram mörk og Fabinho kom inn fyrir Milner og TAA fyrir Neco. En sama hvað Rauði herinn reyndi að mása og blása að þá var eitthvert ólukkans vonleysi í vorloftinu í Liverpool-borg. Fulham börðust eins og ljón til loka leiksins, björguðu ítrekað á síðustu stundu og fórnuðu sér fyrir 3 stigin.

0-1 tap gegn Fulham.

Góður leikur

Diogo Jota kom frískur til leiks og var hættulegur á meðan hann hafði leikform til en þreyttist þegar leið á leikinn enda nýkominn úr meiðslum. Shaqiri ógnaði með sínum hornspyrnum og langskotum úr opnum leik og föstum leikatriðum. Mané átti ágæta innkomu af bekknum en því miður endaði hans nærtækasti séns stöngin út. Neco Willams átti erfitt uppdráttar varnarlega í fyrri hálfleik en sýndi sínar ágæta sóknartakta í þeim seinni þar til honum var skipt útaf.

Það er varla að nokkur eigi maður leiksins medalíu skilið í dag en að mínu mati var Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri besti maður Liverpool heilt yfir leikinn.

Vondur dagur

Miklar hrókeringar með 7 breytingum í byrjunarliðinu voru því miður að mörgu leyti nauðsynlegar eftir toppslag á fimmtudagskvöld og fyrirliggjandi CL-leik um miðja viku, en vissulega rúllaði Klopp tölfræðiteningunum og tapaði illa á þeirri tækifærismennsku. Salah var ekki að sýna sín heimsklassagæði í neinum af sínum færum eða sóknaraðgerðum og mistökin hans í eina marki leiksins reyndust dýrkeypt fyrir liðið. Við vitum að bæði Klopp og Salah geta gert betur og við treystum á betri keppnisdaga en þennan í framtíðinni.

Tölfræði

Viðtalið

Klopp mætti í viðtal eftir leik og hafði þetta að segja:

Umræðan

Eðlilega þá verður þungt hljóð í Púlurum við kaffivélina á mánudagsmorgni eftir sjötta tapið í röð á heimavelli á meðan jörðin heldur áfram að hrynja undan tímabilinu. Vissulega ótrúleg röð hamfaraúrslita miðað við hina mögnuðu velgengni á Anfield þar á undan og Klopp og liðinu gengur hörmulega að stoppa hrunið. Sá sem hefði tekið skortstöðu á jóladag á slíkri katastrófu væri moldríkur maður í dag en hefði einnig þótt gjörsamlega galinn fyrir slíkan spádóm.

Þetta er að þróast í annus horibilis en við skulum ekki láta eins og þetta sé af því Klopp eða hans heimsklassaleikmenn séu allt í einu orðnir handónýtir pappakassar. Eftir þrjú mögnuð ár af fótbolta sem hefur skilað Rauða hernum Englandsmeistara- og Evrópumeistaratitli ásamt öðrum CL-úrslitaleik og ótrúlegu magni deildarsigra, stiga og marka með mögnuðum minningum þá er komið alvarlegt hikst í meistaramaskínuna. Meiðslatíðnin er á við skjálftavirkni suður með sjó síðustu viku og tómur Anfield er mun líklegri til að blása andstæðingum byr í brjóst heldur en að hvetja okkar lið til dáða. Þetta eru einstakir Covid-tímar og lukkan er alls ekki að falla með okkur þessi misserin.

Þekkjandi erkisnillinginn Jurgen Klopp þá mun hann nýta sér mótlætið til mikilfengleika áður en yfir lýkur, hvort sem það er í Meistaradeild, til að ná 4.sætinu eða einfaldlega góðra hluta á næsta tímabili. Þessi hruntími núna mun kalla á endurhugsun á leiktaktík okkar sem margir andstæðingar hafa fundið lausnir við og uppstokkun á leikmannahópnum (Origi, Keita o.fl.) þó að engin þörf sé á rýmingarsölu á þeim öflugu leikmönnum sem hafa skilað okkur nýlegum titlum.

Yfir Anfield í dag flaug flugvél með borða sem gaf kórrétt skilaboð sem allir Púlarar ættu að tileinka sér í mótlætinu:

Unity is strength – Let’s go REDS!

YNWA

61 Comments

  1. Neyðapodcast? Ef ekki núna þá hvenær? Fordæmalaus staða, án hliðstæðu.

    15
  2. Jurgen Klopp er svo gjörsamlega búinn á því, að það er ekkert annað en átakanlegt að fylgjast með honum verða liðinu okkar ástkæra og sjálfum sér til háborinnar skammar aftur og aftur á Anfield. Ég vildi óska þess að mjög svo sigurvissar spár Svavars Station myndu einhvern tíma rætast.

    :Það er nú bara þannig.

    13
      • Þetta er alveg ömurleg staða en núna gerði Klopp það sem margir hafa kallað eftir og það er hvíla þá leikmenn sem virðast ekki ná árangri hjá okkur núna. Við erum í bullandi krísu, það er klárt og sem betur fer er fallið ekki innan seilingar 🙂

        Ég er hins vegar jarðbudinn og þið megið kalla það pollýönnu eða hvað eina en staðreyndirnar eru þær að hópurinn hrundi í vetur og spilamennskan með. Það er drullufúlt og ég er viss um að fáir eru eins fúlir með það og Klopp því hann ber ábyrgðina. Ef ég yrði spurður hvort hann mætti nota núna 4-5 mánuði til að byggja liðið sitt upp fyrir næsta tímabil þá myndi ég segja já. Mér sýnist það reyndar vera að gerast núna þegar maður sér uppstillinguna á liðinu.

        Að reka Klopp er fjarstæðukennt. Hvern viljið þið fá í staðinn? Þetta er ógeðslega vont og svíður ofan í görn og það væri forvitnilegt að vita af hverju þetta er að gerast fyrir utan hið augljósa sbr meiðslin og það allt saman.

        30
  3. Jesús minn 🙁 hvað er eiginlega að þessu liði, við náum ekki einu sinni jafntefli á heimavelli. Miðjumoð framundan. Leikmenn leggja sig ekki sinu sinni fram !

    4
  4. söknuðum Bobby Firmino. Hann er tannhljólið sem fær gangvirkið til að virka.

    8
  5. Það má segja að Jurgen Klopp gaf tóninn fyrir þennan leik.
    Það er allt í góðu að gera breyttingar en það er ekki áskrift á góðum leik að gera sjö breyttingar og með lið fullt af leikmönum sem hafa ekkert verið að spila.

    Klopp var með þessu að segja að meistaradeildin er númer 1,2 og 3 og finnst mér það hálf skrítið því að lið sem er búið að tapa 6 heimaleikjum í röð eru nú ekki að fara að gera neitt merkilegt í meistaradeild.
    Með sigri í dag þá væri alveg raunhæfur möguleiki á meistaradeildarsæti en eins og svo oft áður þá gekk þetta ekki. Jájá þarna voru nokkur færi hjá okkur skotrétt framhjá , glæsileg markvarsla, þeir bjarga á síðustu stundu og svo skalli í stöng en þetta telur ekki neitt á meðan að boltin fer ekki inn.

    Maður er reiður og pirraður á Liverpool þessa dagana en líka bara smá tómur og maður skilur ekki alveg á hvað maður er að horfa. Þetta er lið sem virkar eins og það er ekki með snefill af sjálfstrausti og eru í fórnarlambs gírnum að allir eru svon vondir við sig og að meiðslinn eru að skemma tímabilið.
    Meiðslinn eru klárlega að skemma mikið en þegar maður skoðar leikmenn Liverpool vs t.d Fulham í dag þá eigum við samt að vera með miklu betra lið svo að meiðsla afsökun nær meira yfir tímabilið í heild heldur en tap á heimavelli gegn liðum eins og Fulham og Brighton.

    Eina jákvæða við þennan leik var að það var gott að sjá bæði Keita og Jota spila 90 mín og svo þegar ég sá liðið og uppgjöf Klopp þá fór maður strax á lengjuna og setti smá á Fulham enda var maður búinn að sjá þetta oft áður í vetur.

    YNWA – á alltaf við en maður vill sjá meira frá strákunum okkar og ég væri þakklátur ef Klopp lætur þá bara fleiri unga fá tækifæri í deild svo að við munum missa af þessari viðbjóðslegu Evrópudeild á næsta tímabili.

    7
  6. Erfitt að horfa upp á þetta, get ekki neitað því.
    Nenni samt ekki einhverju endalausu yfirdrulli, væri gaman að fá vandaða umfjöllun/umræðu um hvað er að gerast hjá liðinu, ekki klopp out level af umræðum og skilaboðum.

    Vorum á toppnum um jólin og svo bara hrun, alltaf það sama aftur og aftur og aftur og aftur, engar lausnir í sjónmáli. Fannst borðinn flottur í flugvélinni og óska eftir slíkum stuðningi, ekki þessu helvítis væli. Menn alltaf að hrósa sér af því að vera bestu stuðningsmenn í heimi, áfram Liverpool, amk meðan vel gengur og svo bara beint í að leiða þann sem kom heim titli í fyrsta sinn í 30 ár fyrir aftökusveit þegar á móti blæs, flott.

    Áfram Liverpool

    41
  7. Þetta var í kortunum þegar við sáum uppstillinguna í dag.Allir sem standa að liðinu eiga að skammast sín fyrir það sem þeir hafa verið að bera á borð fyrir okkur aðdáendur undanfarna 2 mánuði færi það til andskotan.

    5
  8. 8 leikir í röð á heimavelli án sigurs og í þessum 8 leikjum hefur liðið skoðrað 1 mark úr víti.

    Semsagt við höfum ekki skorað mark í opnum leik á heimavelli í 720 mín plús viðbótartími,,, samtals sirka 750 mín.

    9
  9. Upplegg andstæðinganna er einfalt; standa þétt upp við framherjana okkar því þeir geta ekki tekið varnarmenn á! Höfum ekkert komis áleiðis undanfarin því öll liðin nota þessa taktík. Ekkert skorað af miðjunni og því engin mörk. Einfalt.

    4
  10. Liverpool er lélegast liðið í deildinni um þessar mundir, ótrúlegt fall

    14
  11. Uss, hvað ég gæfi fyrir að vera fluga á vegg innan herbúða Liverpool núna. Það hlýtur að vera einhver áþreifanleg (en aldrei rædd í fjölmiðlum) ástæða fyrir þessu óskaplega falli af stalli.

    5
    • Ég tek fram að ég hef ekkert álit á Michael Owen og finnst hann slappur pundit. En hann var að velta því fyrir sér hvort Mané hafi reynt að standa í lappirnar þegar var brotið á honum innan teigs gegn Chelsea, vegna þess að Salah tekur vítin.

      Hljómar eins og argasta bull, en Owen léti varla svona furðulegt komment út úr sér nema hann viti eitthvað sem við vitum ekki.

      Bobby Firmino hefur verið downhill í langan tíma, en skyndilega breyttist Mane úr því að vera besti leikmaður deildarinnar í leikmann sem ekkert getur. Mig grunar að þetta hafi eitthvað með einhverja óánægju að gera.

      7
      • Birgir,
        Já þetta er augljóst. Salah vill vera/(er) aðalmaðurinn. Mané er gífurlega metnaðarfullur gæi og vill gefa liðinu sínu allt, en ég held bara að hann sé kominn með uppí kok af sjálfelsku Salah (ég er ekki að fara að draga ályktanir eða ræða kosti og galla sjálfselskunnar), en eitthvað þarf að laga þetta. Miðjan er einnig gríðarlegt vandamál. Ég treysti klopp best til að laga þetta , þetta tímabil er farið fjandans til. Evrópusæti kæmi mjög á óvart.
        Gamla setningin, næsta tímabil.

  12. afhverju fór maður inn úr þessu geggjaða veðri til að horfa á leikinn er stór spurning og þegar stórt er spurt er fátt um svör , svo skal ég líka halda kjafti næst í stað þess að spá sigri það á örugglega eftir að breyta öllu varðandi næsta leik allveg viss.

    YNWA

    2
  13. Æ, áhorfendalaust covid tímabil, með VAR í ruglinu. Fínt að velja þennan tíma til að drulla smá, setja pressu á FSG, sjá hverjir eru tilbúnir í uppbyggingu og hverjir ekki. Þessi hópur lagði allt í að vinna deildina, það sem við öll vildum mest af öllu, sum okkar jafnvel beðið í 30 ár eftir þessu. Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Held liðið og klúbburinn hafi einfaldlega gott af þessu.

    Pottþett stemning í hópnum að vinna meistaradeildina, 10 sæti og úrslit í meistaradeildinni væri fínt. Svo bara versla og selja í sumar.

    Áfram Liverpool og áfram Klopp!

    23
    • Ég mun styðja Klopp áfram til góðra verka, en það þýðir ekki að ég sé ánægður með stöðuna á klúbbnum.

      12
      • Nei nei, við erum samt Englandsmeistarar og í góðri stöðu í Meistaradeildinni. Líklegir til alls þar. Staðan gæti svo sannarlega verið verri. Mér finnst ekkert óeðlilegt að við þetta allt. Það má segja þetta sé pínu lítill fórnarkostnaður fyrir þessi mögnuðu ár sem Klopp gaf okkur. Liðið er að endurhlaða sig. Andlega og vonandi líkamlega líka.

        Allt tal um Klopp out finnst mér persónulega algjörlega ótímabært.

        Áfram Liverpool og Áfram meistari Klopp!!

        15
  14. Þetta var ekki einu sinni svona slæmt undir Roy Hodgson. Er samt bara alls ekki á eitthverjum Klopp out vagni, dettur það ekki í hug. Það þarf að núllstilla og henda jafnvel í einn móralskan. Rótin af þessu veseni eru meiðsli en það er eitthvað meira að, sérstaklega andlega, hvað er hægt að gera í svoleiðis ástandi ? Eina sem er hægt að gera er að halda áfram en við þurfum lausnir við þessum low block liðum sem leggjast niður á sinn teig eftir að þau komast yfir. Klopp þarf að fara að koma með lausnir við því, þetta gengur ekki til lengdar. Held reyndar að ekkert undirbúningstímabil hafi mikið að gera með þessi meiðsli, líkamlegu og andlegu þreytu. Liðin hans Klopp þurfa gott sumarfrí og alvöru pre season að mínu mati. Nú þarf að grafa verulega djúpt. YNWA.

    10
    • “Þetta var ekki einu sinni svona slæmt undir Roy Hodgson”
      Alveg rólegur núna vinur, ég mann tímann undir stjórn Roy Hodgson og hann var verri og það mikið verri, þá höfðum við ekkert að gera með miðjumenn enda gerðu þeir ekkert nema horfa á boltan svífa frá aftasta manni og eitthvað langt í burtu.

      4
      • Ég er augljóslega að tala um úrslit, Roy tapaði ekki 6 heimaleikjum í röð á Anfield.

        3
  15. Úff…….anda inn, anda út.

    Nokkrir punktar:

    1) Þessi meiðslalisti er að kosta okkur, það er bara þannig. Auðvitað ekki eina skýringin, en sú langstærsta. Ein afleiðing þess er algert hrun á sjálfstrausti hjá þeim leikmönnum sem þurfa að draga vagninn.

    2) Allt tal um að Klopp verði rekinn er algert kjaftæði. Þeir hjá Dortmund hafa rætt það að sennilega hefði verið skynsamlegra að reka alla leikmennina heldur en Klopp á sínum tíma. Eru menn búnir að gleyma því að við urðum Englandsmeistarara i fyrsta sinn í 30 ár fyrir nokkrum mánuðum síðan og Evrópumeistarar fyrir tæpum tveimur árum?

    3) Þurfum að taka til í leikmannahópnum, Klopp er búinn að átta sig á því hvað hann hefur í búningsklefanum. Kaupa eitt stykki 9 og eitt stykki alvöru hafsent. Ljóst að menn eins og Wijnaldum sem ætluðu að vera sniðugir með því að skrifa ekki undir nýjan samning geta nagað sig í handabökin. Barcelona er á barmi gjaldþrots og eru ekki að fara að kaupa hann. Sá samningur sem honum stóð til baka hjá Liverpool fyrir nokkrum mánuðum er ekki lengur á borðinu.

    4) Já, þetta tímabil er búið. Er farinn að hlakka til þess næsta undir stjórn meistara Klopp.

    19
  16. Ég kommenta ekki oft hérna en ég bara verð í þetta skiptið. Svo ótrúlega ljótt að vera krefjast brottför Klopp eftir þetta fáránlega meiðsla- og covidvæna tímabil. Eftir allt sem hann hefur gert fyrir klúbbinn okkar. Barnaleg hegðun af ykkur fáu “stuðningsmönnum” sem eru að kvarta undan honum. Það er enginn annar þjálfari sem gæti gert betur með þennan handónýta hóp, B-liðið er bara ekki jafn frábært og meiðslalaust A-lið Liverpool.

    YNWA

    33
  17. Leikskýrslan komin inn. Minnum alla á að vanda orðræðuna þrátt fyrir vonbrigðin.

    YNWA

    13
  18. Margt jákvætt í dag:
    – Við skutum oftar en einu sinni á markið.
    – Jota og Keita voru sprækir og fengu góða æfingu.
    – Fabinho kom inn á miðjuna í fyrsta sinn í háa herrans tíð.
    – Leikmenn á jaðrinum fengu leik sem vonandi bætir leikformið hjá þeim.
    – Örþreyttir leikmenn fengu hvíld sem veit vonandi á gott fyrir Meistaradeildina.

    Er búinn að sætta mig við að þetta er einhvers konar freak tímabil og hef trú á því að næsta haust boði betri tíma þegar Klopp verður búinn að þamba nokkra kalda í sumarfríi á Ibiza, flestir leikmenn búnir að fá alvöru hvíld og búið að gera vorhreingerningu innan liðsins. Ótrúlega frelsandi tilfinning!

    Öll él birtir upp um síðir.
    YNWA

    7
  19. Þessi janúar-gluggi, þegar virkilega þurfti á innspýtingu, er algjört djók! Klúbburinn hefur gjörsamlega skitið uppá bak í síðustu tveimur gluggum og þetta er niðurstaðan!

    9
  20. Tvennt sem vakti athygli mína í þessum leik. I fyrsta lagi get ég tekið undir þá gagnrýni að byrjunarliðs uppstillingin var stórfurðuleg. Heldur Klopp virkilega að hann geti leikið hápressu fótbolta með háa varnarlínu með svona ungna og óreynda og ósamhæfða varnarleikmenn. Miðað við gang leiksins var Liverpool þrælheppið að vera ekki 2-3 mörkum undir í hálfleik. Svona hefur þetta verið i mörgum leikjum að undanförnu. Að fá á sig mörk alltaf snemma i leikjum leggur tóninn fyrir þvi sem koma skal. Andstæðingar leggjast i vörn og Liverpool sækir og sækir án árangurs. l öðru lagi var likamstjáning leikmanna í þessum leik eftirtektarverð. Hvar var ákefðin og reiðin yfir eigin getuleysi ? Það var eins og leikmenn væru langtímum saman að spila tilgangslausan æfingarleik. Það var sjokkerandi að horfa upp á þetta. Jafnvel Klopp var langtímum saman óvenju þögull á hliðarlínunni. Það er greinilega eittvað mjög allvarlegt að hjá liðinu þessa dagana. Ég vildi að ég hefði skýringu á þessari hegðun leikmanna. Það vantar að vísu Henderson sem er vanur að drífa mannskapinn áfram þegar á móti blæs.

    12
  21. Það er eh mikið að þegar maður er hættur að vera hissa á að tapa leik á Anfield

    7
  22. Að mínu viti er þetta hrun í leik okkar búið að vera að koma síðustu 18 mánuði. Það er einfaldlega ekki hægt að leggja það á lítinn leikmannahóp að vera með svona mikla pressu um allan völl í svona langan tíma. Fremstu menn eru einfaldlega sprungnir, komin langvarandi þreyta í skrokkinn. Það er ekki nálægt því að vera sami sprengjukrafturinn í þeim, fyrsta snerting á bolta yfirleitt frekar léleg, sem gerir það að verkum að mjög erfitt er að athafna sig á litlu svæði.

    Mér finnst tölurnar sína þetta: 2019 – 2020, Ágúst – október, sigrar 9, jafntefli 1, sigurhlutfall 90%. Nóvember – janúar, sigrar 14, sigurhlutfall 100%. Febrúar – júlí, sigrar 9, töp 3, jafntefli 2, sigurhlutfall 64%. 2020 – 2021, September – nóvember, sigrar 6, töp 1, jafntefli 3, sigurhlutfall 60%. Desember – mars, sigrar 6, töp 8, jafntefli 4, sigurhlutfall 33%.

    Get ekki sagt að ég sé neitt voða bjartsýnn fyrir næsta tímabil heldur. Margir leikmenn okkar að fara á Evrópumótið í sumar og eru því ekki að fá þá hvíld sem þeir þyrftu, Salah á Olympíuleika og aðrir landsliðsmenn sjálfsagt að spila eitthvað líka.

    Það þarf einfaldlega að stækka hópinn verulega, hafa allavega 2 leikmenn um hverja stöðu sem geta talist vera byrjunarliðsmenn. Öðruvísi er ekki hægt að spila þessa pressu sem þjálfarinn vill gera. Allavega ekki til langs tíma eins og ég tel tölurnar sanna.

    8
  23. Við getum kannski bara verið þakklátir fyrir að Winjaldum sé ekki að fara að skrifa undir nýjan samning.

    Virðist alveg búinn á því kallinn, þó það sama megi segja um nokkra í viðbót.

    4
  24. horfði á 20 min af fyrri hálfleik, sá enga bætingu á neinu, sama krafsið svo ég hætti að horfa,, hafði rétt fyrir mér, stuttu síðar fengu þeir mark á sig og töpuðu enda af því sem ég sá þá ætti fulham flott færi eitthvað sem liverpool hefur ekki átt síðan á síðasta ári.

    aldrei séð þetta áður.. þetta er lélegasta liverpool lið sem ég hef séð á minni æfi sem er að spila á þessu ári.

    4
  25. Sælir félagar

    Ég sá ekki leikinn og ætla því svosum ekki að tjá mig mikið um hann. Það er þó ljóst að liðið okkar hefir gert betur en í undanförnum leikjum miðað við tölfræðina í markskotum og skotum sem fara í rammann. Mér sýnist tölfræðin bara nokkuð góð og miðað við nærfærna úttekt Magnúsar á leiknum getum við vel við unað að öllu leyti nema úrslitunum. Það er stundum þannig að allt blæs á móti liðum. Liverpool hefir fengið að kenna á því í vetur þar sem bókstaflega engin lukka né lán er með liðinu. Mér sýnist í þessum leik eins og reyndar anzi mörgum leikjum öðrum sé þetta meira og minna hvort það er stöngin út eða stöngin inn.

    Svona ólán varir ekki endalaust hefði maður haldið en við sjáum t.d. lið eins og Sheffield United þar sem hver einast leikur hjá þeim hefur verið svona. Ég hefi séð nokkra leiki með þeim og í einum eða tveimur leikjum hefur lukkan verið með þeim en annars alfarið á móti þeim. T. d. í leiknum gegn okkar mönnum hefðu þeir í færum talið alveg getað náð jafntefli 2 – 2 ef lukkan hefi verið með þeim í liði en ekki okkur. Það er gott að við erum aðeins lánsamari en Sheffield United.

    Það er ekki ennþá vonlaust að ná meistaradeildarsæti, við skulum muna það. Þessi tími hefur líka kennt okkur að við erum með of lítinn hóp toppgæða leikmanna. Það þurfa að vera amk. 2 jafngóðir leikmenn í hverri stöðu til að leikmenn haldi út leiktíðina. Í sumum tilvikum dugar það ekki einu sinni til eins og við höfum séð með miðvarðarstöður okkar liðs. Við eru líka bara með einn varnartengilið sem nær máli sem slíkur en erum betur staddir með sóknartengiliði þó líka þurfi að bæta í þar.

    Það er augljóst ef farið er yfir allar stöðu vallarins að það vantar “bakkup” í anzi margar stöður á vellinum ef gæði eiga að haldast við skiptingar. Ég ætla að telja upp nokkrar:

    Hægri og vinstri bakk.

    Miðverði

    Varnartengilið og sóknartengilið

    Sóknarmenn amk. 2

    Þetta eru amk. 8 leikmenn sem vantar sem ná því að vera jafngóðir og okkar bezta byrjunarlið og það kostar alveg annan handleggin og bæði eyrun að fjármagna það. Hitt tel ég vera ljóst að frammistöður FSG í leikmannakaupum hafa verið ömurlegar í mjög langan tíma. Netto eyðsla hefur verið minni en hjá lökustu liðunum í deildinni. Skaðinn sem af því hefur hlotist er mikill og verður varanlegur ef ekki verður undinn að því bráður bugur að leiðrétta það. Svo er algerlega ljóst að Klopp á að vera áfram með liðið eins lengi og hann vill og ef hann fær það “bakkup” sem hann þarf og á skilið þá verður lið’ið á sigurbraut aftur innan skamms.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  26. Ég sá ekki eftir Christian Benteke þegar hann fór frá Liverpool. Allsekki. En OMG hvað við hefðum getað notað glæsiskallamarkið sem hann tuddaði inn hjá Tottenham áðan!

    2
  27. Sæl og blessuð.

    Blús. Ok. En tvennt er öðru fremur að setja okkur í þetta rugl.

    1. Enginn Hendó á miðjunni. Sorrí krakkar en þetta liverpoollið breytist í bitlausa krít þegar hans nýtur ekki við á sínu eftirlætissvæði. Klopp hefði átt að láta amlóðana vera í vörninni en hafa Hendó og Fab. áfram á miðjunni. ÞAÐ GERIST EKKERT ÞEGAR HANN ER EKKI Á SÍNUM STAÐ. Leikmaður síðasta tímabils – ekki fyrir hjólhestaspyrnur, skæri og skeytin-inn heldur fyrir það sem gerðist þegar hann meiddist. Eða öllu heldur að sem gerðist ekki – vörnin hætti að halda og sóknin missti allan kraft. Í fyrsta leik eftir að hann meiddist í fyrra rétt mörðum við botnlið West Ham – á Anfield eftir að hafa verið undir lungann úr leiknum. Næsti leikur var gegn Watford – fyrsta tapið í langan tíma – annað botnlið. Það var sama skitan. Og hvern vantaði þegar við töpuðum fyrir Aston Villa 7-2 í haust? Hendó er, eins furðulegt og það hljómar, alfa og ómega í þessu liði okkar.

    2. Engir áhorfendur á bekkjum. Með sama hætti og fjarvera Hendós gerði hann að leikmanni síðasta tímabils eru tómir bekkir ávísun á það að liverpool áhorfendur eru einfaldlega í sérklassa. Sénsinn að þessir leikir hefðu farið svona með gargandi stuðningsmanna kórinn.

    Það vantar bæði fyrirliðann og hvatninguna. Klopp á alveg sína sök sem og margir aðrir en þessir tveir faktorarnir skýra hööööörmulegt gengi það sem af er árinu.

    Og það mun (sorrí krakkar) ekkert skána fyrr en þessir tveir þættir verða komnir í lag. Næsti leikmaður sem við fáum inn skal verða alvöru leiðtogi og þindarlaust kvikindi sem skilur ekki eftir grasstrá á vellinum án viðkomu.

    11
  28. Stundum er umræðan eftir tapleiki mjög skrýtin. Eins og þetta narratív að Klopp hafi verið að vanvirða deildina með liðsvalinu.

    Tökum fyrst vörnina fyrir.

    Miðverðir í leiknum eru Nat Phillips og Rhys Williams. Voru aðrir miðverðir leikfærir? Nei. Kabak að ná sér eftir hnjask og Davies hefur ekki enn spilað sinn fyrsta leik fyrir liðið, og er auðvitað ennþá meiddur. Þurfum auðvitað ekkert að ræða VVD, Gomez, Matip eða Hendo. Jú Fab var á bekknum, en það sást vel í Chelsea leiknum að hann er nýkominn til baka úr meiðslum, hann spilaði allan leikinn á fimmtudag og það er meistaradeildarleikur núna á miðvikudaginn. Í alvöru, Klopp hafði ekkert mikið fleiri valkosti. Hvernig stóðu þeir sig? Ég man eftir sendingu frá Rhys sem átti að fara á Neco en var étin af sóknarmanni Fulham, snemma leiks. Það slapp til. Annars voru þeir að standa sig í raun umfram það sem hægt er að ætlast til af leikmönnum sem höfðu spilað 0 mínútur í deildinni fyrir þessa leiktíð. Svo var Neco í hægri bak. Leit sá vængur eitthvað áberandi verr út en þegar Trent hefur spilað? Ég gat ekki merkt það. Fulham gerðu greinilega atlögu að hans væng, og e.t.v. hefði hann mátt verjast betur, en hann hefði líka mátt fá betra cover frá miðjunni. Hann átti líka sendinguna á Jota sem hefði átt að verða stoðsending.

    Var einhver þessarra þriggja ábyrgur fyrir markinu? Nei, Shaq gaf aukaspyrnuna, Salah missti boltann á vítateigslínunni, og Robbo var ekkert að flýta sér að loka á sóknarmanninn (en var samt líklega minnst sekur af þeim þremur).

    Sóknin var sett upp nánast nákvæmlega eins og ég spáði, og það voru margir sem lýstu yfir ánægju með það í upphituninni. Mané og Firmino teknir út úr liðinu – reyndar ekkert annað hægt með Bobby vegna meiðsla – enda báðir ísjökulkaldir fyrir framan markið á síðustu vikum. Jota var alltaf að fara að byrja þennan leik ef hann gat það líkamlega, Salah er okkar markahæsti leikmaður í ár (og í deildinni overall), og Shaq hefur átt fína spretti (og Maggi Beardsley metur hann sýnu skástan af okkar mönnum). Hefðum við verið sáttari við að fá Origi þarna inn?

    Keita kemur svo inn á miðjuna eins og margoft hefur verið kallað eftir, enda loksins orðinn leikfær. Eina sem mætti e.t.v. setja spurningamerki við varðandi uppstillinguna á miðjunni er að spila Milner og Gini, en voru aðrir kostir í alvörunni betri? Thiago á örugglega eftir að koma til sem leikmaður Liverpool, en hefur ekki verið að leggja til sóknarleiksins eins og við höfum vonast til. Milner er vissulega ekkert að verða yngri, en hann er samt reynslubolti og leiðtogi, eitthvað sem þarf klárlega að vera til staðar eftir að Hendo datt út. Persónulega hefði ég ekki spilað Gini, en á móti kemur að aðrir kostir í stöðuna hans voru Thiago, Ox og Curtis Jones. Ef það hefði ekki verið leikur á fimmtudaginn og annar á miðvikudaginn þá hefði ég spilað CJ í dag í stað Wijnaldum, en það þarf líka að hugsa um leikjaálagið. Svo er ekki eins og Ox hafi verið að heilla í síðustu leikjum, en engu að síður: þetta er sú staða sem ég hefði líklega helst viljað breyta.

    Svo þetta var nú öll vanvirðingin.

    Gleymum því ekki að ef Klopp hefði stillt upp “besta” liðinu, þá hefðu komið fram raddir um að hann væri að keyra áfram á örþreyttum mannskap.

    Það má einna helst finna að uppstillingunni, en eins og Sigurður Einar hefur bent á í athugasemdum, þá er oft verið að leika sér með þær innan leiks. Þetta er þó það atriði sem ég held að sé kannski einna helst hægt að fikta í, og vonandi koma andstæðingunum eitthvað á óvart með. Hvernig? Ég er ekki nógu klár til að geta komið með neitt gáfulegt innlegg á þá umræðu, ekki nema þá að nefna hluti sem hafa verið nefndir áður (skipta í 4231, skipta í 442 tígulmiðju etc. etc.)

    Næsti leikur á Anfield er ekki fyrr en 10. apríl, sem undir eðlilegum kringumstæðum væri mikið sorgarefni, en er fagnaðarefni eins og staðan er núna. Mögulega nær liðið að endurstilla sig í landsleikjahléinu (eins og Sturridge bendir réttilega á í tvíti í kvöld), þó það sé auðvitað ekkert hægt að stóla á það.

    Annars myndi ég helst vilja að liðið og leikmenn einbeiti sér núna að æfingasvæðinu, en að það verði algjört “radio silence” á samfélagsmiðlum. Engar upprifjanir af því hvernig liðinu gekk fyrir ári síðan, eða þrennan sem leikmaður X skoraði fyrir 10 árum etc. Í allrabesta falli kallar svonalagað fram þunglyndi hjá manni, því þetta minnir mann á hvernig liðið gat einu sinni spilað, og hvernig leikurinn fór fram með áhorfendur á pöllunum. Hins vegar mættu Klopp, Lijnders og leikmenn finna slíkar klippur, bera þær saman við leik liðsins á síðustu vikum, og athuga hvort þannig sjáist ekki hvað er að klikka.

    Því eitthvað þarf að gera.

    21
    • margir góðir punktar þarna Daníel. En varðandi hægri bakvörðinn þá er það vissulega rétt að Neco var ekkert verri en Trent hefur verið undanfarið, en droppið er gríðarlegt þegar þessi frammistaða Neco er borin saman við Trent á góðum degi.

      Phillips var traustur og Rhys Williams komst sæmilega frá sínu, en gegn öflugri sóknarlínu er ég ekki að treysta Rhys.

      2
      • Mikið rétt. Enda er ég bara að bera saman epli og epli, þ.e. frammistöður leikmanna á þessu augnabliki, en ekki einhverja ídeal frammistöðu þegar allt er í himnalagi.

        3
      • Svo má kannski benda á að í opinbera “highlights” myndbandinu:

        youtube.com/watch?v=udbAtbQ4aVw

        þá eru allar klippurnar frá því þegar Neco er inni á vellinum, en ekkert sem gerist eftir 76. mínútu, eftir að Trent og Fab koma inná fyrir Neco og Milner. Maður hefði haldið að ferskur Trent hefði kannski komið með meiri ógnun á þessu síðasta korteri, að keppa á móti varnarmönnum sem voru búnir að hlaupa allan leikinn (og margir búnir að spila 3 leiki á 8 dögum).

        4
  29. Fyrir utan þessi ævintýralegu meiðslahrynu þá eru 6 fastamenn sem hafa haldist nokkuð heilir í vetur og 4 af þeim hafa einfaldlega brugðist okkur.

    *Firmino er skugginn af sjálfum sér og virkar eins og hann sé búinn.

    *Mané virkar óánægður og öðru eins droppi frammistöðu leikmanns á svo stuttum tíma hef ég aldrei orðið vitni af.

    *Trent. Það er áhyggjuefni að svo ungur leikmaður virðist saddur. Virkar einbeitningar og áhugalaus.

    *Winjaldum var svosem þokkalegur fram í desember en eftir Palace leikinn breyttist hann í algjöran farþega sem bæði virðist þreyttur og kominn með hugann annað.

    Robbo og Salah eru þeir einu af þeim 6 sem hafa haldið haus þó báðir hafi átt misjafna leiki.

    Fab og Hendó hafa svosem báðir staðið sig en verið talsvert meiddir báðir og spilað of mikið út úr stöðum.

    Alisson hefur misst of marga leiki úr og átt nokkra dapra leiki líka.

    Við erum ekki fyrsta liðið sem eigum slappt tímabil í titilvörn og það segir sig sjálft að stemningslið eins og Liverpool saknar áhorfenda meira en lið eins og City þar sem aldrei er stemning á vellinum. Með áhorfendum hefðum við ekki tapað 6 heimaleikjum í röð.

    Höfum samt í huga að liðin í kringum okkur eru líka að tapa stigum svo meistaradeildarsæti er ekki enn úr sögunni og 2005 unnum við meistaradeildina með slakara lið en við erum með í dag.

    9
    • Ég man í fyrra þá voru margir United stuðningsmenn að væla um að við værum heppnir með meðsli. Staðreyndir sýndu þó að það munaði ekki svo miklu á meiðslalistum þessara liða. Þá breyttist viðkvæðið í að við værum alltaf með lykilmenn heila, því það skipti engu máli hver spilaði með Van Dijk og hver væri á miðjunni með Hendó.

      Í fyrra meiddist Laporte alvarlega en hann var þá af mörgum álitinn jafn mikilvægur og Van Dijk er fyrir okkur og hverjar urðu afleiðingarnar fyrir City? Jú leikur liðsins riðlaðist það mikið að við stungum af í deildinni.

      10
      • Með fullri virðingu…Liverpool hefði unnið deildina þó að City hefði haft Laporte : )
        EN ég er sammála þeir City hefðu klárlega endað ofar með hann í lagi.

        2
      • það átti ekkert lið heims séns í Liverpool í þessu beastmode sem þeir voru í ..liðin gáfust upp í nóvember/Des minnir mig..en sagan er önnur nuna eru okkar menn búnir að gefast upp og nenna þessu ekki lengur því miður gætu ekki keypt sér mark eins og staðan er í dag.

        2
      • Góðir punktar hjá Daníel og birgi. Ég hef sagt það áður sem flest okkar vita af einnig að þetta Covid ástand og engir áhorfendur hafa haft gríðarleg áhrif á okkar lið og líklegast miklu meiri áhrif en hjá öðrum liðum. This is Anfield inn á völlinn við glymjandi YNWA söng á pöllunum setur inn jafnmikinn óhug hjá andstæðingunum eins og það er orkusprauta fyrir okkar menn.

        Las einhversstaðar í gær þar sem borin var saman staðan á West Ham og Liverpool með tilliti til áhorfenda. Á meðan allt er í kalda koli hjá okkar mönnum þá hefur gengi West Ham sjaldan ef nokkurn tíma verið jafn gott og það undir stjórn Moyes sem venjulega er að brölta um miðja deild ár eftir ár.

        Ástæðan……… jú engir áhorfendur að baula og ausa úr skálum reiði sinnar yfir leikmenn þegar það gengur illa sem oftar en ekki hefur verið raunin. Núna spila þeir stresslaust fyrir tómum velli og allt gengur svona glimrandi vel!

        Góðar stundir.

        2
  30. Sælir félagar

    Takk fyrir pistilinn Daníel (#30) það eru orð í tíma töluð. Það er skiljanlegt að stuðningsmenn séu orðnir pirraðir og leiðir á ástandi og árangri liðsins. En hitt er ljóst að bullið um að láta Klopp fara er engin lausn enda segja leikmenn sem tjá sig á annað borð að ástæðan sé þeirra, þeir séu ekki að standa sig og leggja sig nógu mikið fram. Það hefir hvergi komið fram í viðtölum leikmanna (amk. það sem ég hefi séð) að þeir séu á einhverju Klopp out vagni. Hitt hefir berlega komið fram hjá Klopp að ef leikmenn vilja ekki vera þá megi þeir fara, samanber Gini.

    Eins og ég hefi áður sagt þá er ástæða fyrir gengi liðsins núna of þunnur hópur, of sein og slök viðbrögð við miðvarða krísunni og níska eigenda á fé til leikmannakaupa sem ná máli nema þá að selja leikmenn á móti en sú aðferð styrkir hópinn ekki. Ef t.d. Salah verður seldur og annar framherji keyptur þá er bekkurinn áfram jafn veikur og þunnur, sama með Mané, Bobby, Virgil, og Alisson o.s.frv. Það þarf að kaupa menn sem geta komið inn á völlinn án þess að liðið veikist við skiptinguna.

    Það mun kosta peninga að búa til hóp sem hefir nánast sömu gæði á bekknum og eru inni á vellinum. Ég ætla mér ekki þá dul að segja hverja og hvar á að kaupa þessa leikmenn. Það verða þeir að gera sem um v´le hjá klúbbnum. En til dæmis þá er hægt að skila Kabak ef hann nær sér ekki á strik. og kaupa einn miðvörð sem ef til vill sleppur til ef VvD og Gomes koma báðir til baka. Á miðjuna sleppur ef til vill til að kaupa “bakkup” fyrir Fab og í sókninni sleppur það ef til vill til að kaupa einn sóknarmann. Það þarf líka að kaupa einn bakvörð sem nær máli. Þannig að amk. þarf að kaupa 4 toppleikmenn.

    Á móti má selja þá sem ekki eru að skila því sem þarf til liðsins. Adrian, Milner, Ox, Saq, Minamino, Tsimikas, Matip, Gini, Rhys Williams. Koumetio, Leighton Clarkson og ef til vill fleiri eða amk. losa þá af launaskrá (brotthvarf, lán eða sala). Einnig eru leikmenn á láni sem má selja og kalla einhverja til baka eins og t. d. Elliot sem er að gera það gott í Championship deildinni en selja aðra sem eru búnir að vera á láni í lengri tíma og virðast ekki vera í náðinni. Alla vega verður að bæta hópinn með gæðaleikmönnum og selja þá sem ekki eru nógu góðir. Það að losa þá af launaskrá sem engu skila það ætti að bæta fjárhaginn og auka kaupgetuna.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  31. Like-ið þessa færslu ef ykkur finnst Klopp eiga eitt skíta tímabil inni 🙂

    19
    • Með þessi meiðsli þá er ekki annað nema að gefa þessu séns..myndi ekkert breytast þó við fengum annan þjálfara þvert á móti ..Ef að Klopp ákveður sjálfur að þetta sé komið gott þá mun maður þakka honum fyrir allt saman sem hann hefur gert og virða það en árangurinn verður aldrei tekinn frá okkur þessi tímabil hvernig sem fer.

      Mun Klopp ákveða að segja þetta gott þá mun það verða mjög bittersweet missa þennan meistara frá okkur en líklega fá annað Legend inní staðinn en er auðvitað að tala um Gerrard.

      Veit engin vill hugsa um þetta núna en það er möguleiki að þetta muni gerast fyrr en við vildum.

      Annars yrði ég ánægður ef við myndum taka annað try með áhorfendur til baka og liðið úr meiðslum OG ekki covid hangandi yfir hausnum á öllum þetta season er algjörlega OFF að öllu leiti.

      1
    • Er löngu hættur að vera pirraður yfir úrslitunum þýðir ekkert nema fyrir stuðningsmenn að þjappar sér saman og ef við gerum það ekki núna hvenær þá ?

      3
  32. Mér finnst eigendur fá merkilega litla gagnrýni á sig. Það er endalaust verið að tala um að Klopp klári hópana sína vegna álags, hann hafi gert það hjá Dortmund og Mainz, er það ekki eitthvað sem tölfræðingarnir ættu að vita? Af hverju fær Klopp þá svona lítinn stuðning frá eigendum með hópinn? Ég get ekki ímyndað mér a Klopp hafi t.d. verið ánægður með janúargluggann. Vilja eigendurnir reka klúbbinn eins og Tottenham eða Arsenal? Þá erum við bara að fara keppa um wenger bikarinn, með hugsanlega einhverja litla titla inn á milli, eða vilja þeir bakka einn albesta þjálfarann upp og keppa um stærstu titlana?
    Gerrard er ekkert að fara koma og gera okkur að meisturum með engan stuðning frá eigendum þegar samkeppnin er Gardiola með óútfyllta ávísun til leikmannakaupa.

    5
  33. Gengi okkar ástæla liðs þessar vikurnar er hreinlega lögreglumál. Við þurfum að fá einhvern sem getur upplýst hvað var gert við strákana okkar ? Það virðist eins og það hafi verið skipt á hverjum einasta leikmanni fyrir einhver mun lakari klón ? Ekki það að gengi liðsins frá því í lok janúar á síðasta ári hafi nú verið uppá mjög marga fiska og það eina sem bjargaði því að við urðum meistarar síðasta tímabil var hreinlega það að forskotið sem búið var að byggja upp meðan við rokkuðum feitt nægði til að þetta hafðist. Það virðist sem velgengnin hafi hreinlega stigið mönnum rækilega til höfuðs og ekki er ég að undanskilja þjálfarann og starfsliðið þar. Fékk fínan punkt hjá einum vini mínum í dag sem heldur með rauða liðinu í Manchester. Alvöru meistarar fagna velgengni í stuttan tíma og svo er það búið, við virðumst því miður ætla að fagna þessum mjög svo langþráða titli allt þetta tímabil og sitja svo uppi með arfaslakan árangur og skiljum ekki neitt hvað kom fyrir. Annað sem er líka ótrúlegt og það er að það virðist ekki mega koma með gagnrýni á liðið hvað þá Herra Klopp án þess að hinir hreintrúuðu (sem ég tel mig líka vera) rísi upp á afturfæturnar og fara að tala um hvað liðið sé nú búið að vera frábært og þjálfarinn einstakur og hefði nú náð frábærum árangri síðustu ár EN það er liðið og nú þarf heldur betur að bíta í það súra að við erum því miður ekki með ásættanlegan árangur langt í frá síðustu vikurnar og eitthvað róttækt þarf að taka til bragðs ef ekki á illa að fara. Er alls enginn talsmaður þess að láta Klopp víkja en kannski kemur annað hljóð í strokkinn ef illa fer í seinni leiknum í CL í vikunni þá hljótum við að fara að spyrja spurninga ? Er einhver þarna úti sem getur gert betur með þetta lið ? Í það minnsta er liðið ekki að spila núna sem ein heild heldur hópur einstaklinga því miður en vonandi kemur betri tíð með blóm i haga en hvað veit ég svo sem ?

    1
    • Ótrúlegt að lesa þetta hér að ofan – það er eins og megi ekki gagnrýna Klopp og liðið, þessi frammistaða er bara til skammar og liðið algjörlega gjaldþrota – og það er bara einum manni að kenna, sem heitir Jurgen Klopp – og siðan er menn hérna sem gera stöðugt grín að R Hougson – þetta er bara miklu verra

      1
  34. Ótrúlegt að lesa þetta hér að ofan – það er eins og megi ekki gagnrýna Klopp og liðið, þessi frammistaða er bara til skammar og liðið algjörlega gjaldþrota – og það er bara einum manni að kenna, sem heitir Jurgen Klopp – og siðan er menn hérna sem gera stöðugt grín að R Hougson – þetta er bara miklu verra

    1
  35. Við vitum að hópurinn er alls ekki eins góður og margir eru að segja. Það hefur sýnt sig við fyrstu og aðra skiptingu í leikjum. En það er eitt sem ég er að velta fyrir mér.

    Ok, við eigum í meiðslum og það hjálpar ekki en gefur allavega skýr skilaboð til þeirra sem stjórna liðinu að okkur vantar breidd. En nú hefur Klopp treysst á sína traustu stoðir sem hafa alls ekki verið að virka. Leikmenn eru hættir að pressa og ekki eins mikill áhugi á að hjálpa sem lið að verjast og sækja. Nokkrum svona leikjum síðar gerir hann algjöra breytingu og gefur restinni af hópnum séns sem bregst við á sama hátt, þegar maður bjóst við að menn myndu vilja bóka sæti i liðinu með frammistöðu á kostnað þeirra sem ekki eru að standa sig. Alveg ótrúlegt!

    Það situr því eftir spurning sem enginn vill viðurkenna. Er Klopp búinn að missa búningsklefann? Ég meina, ef akkúrat enginn er að gera það sem þeir eiga að gera þà eru þeir ekki að hlusta á hann.

    Kannski er þetta Klopp að kenna og hann bara ekki að skilja að hann getur ekki verið með svona háa varnarlínu þegar miðjan (Hendo/Fabinho) er alls ekki til staðar til að hreinsa upp. Það samt afsakar ekki áhugaleysi leikmanna sem ég tel vera tengt búningsklefa missir sem er gjaldþrot.

    1
  36. Er einhver nógur slyngur í tölfræði til að taka saman hversu mörg stig Liverpool hefur krækt í síðastliðna 12 mánuði? Væri fróðlegt að sjá hver staða liðsins væri miðað við tímabilið 8. mars 2020 – 7. mars 2021. Það eru fleiri og fleiri blaðamenn farnir að skrifa um að rótarfúinn í liðinu sé miklu eldri en meiðslin frá í haust, og nái yfir amk. heilt ár ef ekki meira.

    1

Byrjunarliðin vs. Fulham á Anfield

Gullkastið – Gleðivísitalan í frjálsu falli