Byrjunarliðin vs. Fulham á Anfield

Tímabilið er við það að falla í fúlan pytt en fall er fararheill og Fulham ferðast til Anfield með sunnudagsséns á þremur stigum.

Byrjunarliðin

Jürgen Klopp & Scott Parker hafa stillt upp sínum byrjunarliðum og styttist í leik á heimavelli Englandsmeistaranna.

Lið heimamanna er eftirfarandi:

Diogo Jota kemur inn í byrjunarliðið ásamt Shaqiri, Keita, Rhys Williams og Neco Williams með miklum 7 leikmanna hrókeringum fyrir leik dagsins. Firmino er smávægilega meiddur og bekkurinn er geysisterkur.

Liverpool: Alisson; N. Williams, Phillips, R. Williams, Robertson; Wijnaldum, Milner, Keita; Salah, Jota, Shaqiri

Bekkurinn: Adrian, Fabinho, Thiago, Tsimikas, Alexander-Arnold, Origi, Oxlade-Chamberlain, Jones, Mane.

Gestirnir stilla sínu liði upp á eftirfarandi hátt:

Fulham: Areola, Aina, Andersen, Adarabioyo, Tete, Cavaleiro, Lemina, Reed, Reid, Maja, Lookman.

Bekkurinn: Hector, Mitrovic, Ream, Loftus-Cheek, Bryan, Zambo, Kongolo, Ramirez, Robinson.

Blaðamannafundur

Jürgen Klopp hafði sitt að segja á blaðamannafundi föstudagsins varðandi varnarmálefni, gleðistuðul Mo Salah, leikinn gegn Fulham o.fl.

Upphitunarlagið

Til að ná upp góðu gengi að nýju þá dugar ekkert en að fara alla leið og fórna því sem til þarf. Liverpool verða að sýna “hot stuff” inná vellinum til að fella Fulham og til þess dugar ekkert minna en Full Monty:

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

63 Comments

 1. Algjört dauðafæri fyrir Fulham að ná í 3 mikilvæg stig í fallbaráttunni. Þetta er líklega eitt slakasta miðvarðarpar sem ég man eftir hjá Liverpool í nokkra áratugi!

  Hefði viljað sjá Fabinho á miðjunni en líklega er verið að hvíla hann fyrir Meistaradeildina. Gott að sjá Keita og Jota byrja. Vinnum óvænt í dag.

  4
  • Þú rétt slappst fyrir horn með síðustu setningunni nafni Hahahaha.
   Vona að klafs verði sem minnst og einhvert spil náist upp, og hver veit, kannski koma úrslit í hús.
   Ynwa

   1
 2. Ja hérna ! Kemur verulega á óvart ! Þessi vörn er aldrei að fara að halda hreinu á mót baráttuglöðum fulham mönnum. Hvernig er það , hafa ekki næstum allir leikmenn Liverpool meiðst eitthvað á þessu tímabili ?

  Eina sem ég vill er sigur, ef ekki í dag þá erum við að tala um evrópudeildar baràttu 🙁

  3
 3. Jahérna hér og heldur betur hrókeringar! Erum við hér með að henda inn hvíta handklæðinu með 4 sætið í deildinni? Hvíla fyrir Meistardeildina í vikunni og stíla upp á að vinna hana og laumast “bakdyramegin” inn í vor?

  Þetta verður eitthvað í dag!

  Koma svo!!

  3
 4. Líst bara ágætlega á liðið þó ég hefði viljað sjá Fab á miðjunni, finnst algerlega frábært að Mane og Firmino eru ekki með og verður fróðlegt að sjá hvað sóknin gerir því þeir 2 eru búnir að vera arfaslakir undanfarnar vikur og flott líka að Trent fer á bekkinn.

  1
 5. Vornin er eins og hjá 3 flokksliði en annars lýst mér vel á af hvíla menn eins og thiago mane og Firmino og vonandi bara af menn nýti tað. Líka áhugavert af sjá hvort hann sé af spila 4-4-2 nokkurnveginn eda hvort tetta sé ekki bara 4-3-3 med shaqiri og jota á sitthvorum kantinum

  2
 6. Lýst vel á að hrókera því við verðum að auka breiddina. Vinnum þetta 3-0.

  4
 7. Mjög gott að ná stigi í dag, þó það verði erfitt. Fulham eru á góðu skriði og eru í dag að spila betri fótbolta en við.

  3
 8. Rannsóknarefni hvernig lið getur á einu ári farið úr því að vera eitt allra besta knattspyrnulið sögunnar í eitt það slakasta í ensku úrvalsdeildinni.

  Ekki bjartsýnn fyrir leikinn, og svo sannarlega ekki eftir þetta fyrsta korter.

  Væri gaman að sjá einhvern neista… veit ekki hvaðan hann ætti að koma í dag… Bind vonir við að Salah eigi góðan dag.
  YNWA

  3
  • Einfalt að rannsaka það. Skoða sögu Klopp, hvernig Dortmund hrundi þegar Klopp blaðran sprakk þar.

   6
   • Sæll Sindri,
    Ég man eftir að það gerðist.
    Hvað er það nkl sem fór úrskeiðis þar? Almenn þreyta með álag og leikmennt gefast upp ?
    Með Liverpool undanfarið, ég hef það á tilfinningunni að það séu eh stór vandamál innan hópsins. Tel að það þurfi að fara í smá naflaskoðun, hreinsa til og fá inn nýtt blóð

    3
   • Balti, sammála að það þurfi nýtt blóð þar sem það er búið að hlaupa þennan hóp niður á astmalyfjum.

    3
 9. Hvernig er það er ég eitthvað að misskilja fótbolta reglur með að varnarmenn megi nota hendurnar til að hindra leikmenn að fara framhjá sér? Ótrúlegt hvað má gera mikið við snögga leikmenn eins og Salah.

 10. YES!! Fyrsta skotið á mark Fulham á 30 mínútu! Verður spennandi að sjá hversu mörg þau verða í leiknum!

  Hvar er Shaqiri?!

  5
 11. Í fyrsta sinn frá því Klopp tók við liðinu þá nenni ég ekki að horfa á leik með Liverpool ?

  7
 12. Verðum að sætta okkur við það að við virðumst vera eitt að lélegri liðum í deildinni um þessar mundir.

  4
 13. Fulham allan tímann líklegri til að skora og gera það náttúrulega á endanum eftir mistök hjá arfaslökum Salah!

  Ekkert að gerast og botninum er náð!

  5
 14. hætti að horfa á þetta áðan, fulham átti slatta af góðum færum, liverpool engin.

  3
 15. Eru raunsæjar spár bannaðar á kop.is?
  Afsakið, ég bara verð að spyrja.
  Bona að breytingar verði gerðar strax í hálfleik. Fab inn fyrir milner og mane fyrir shaq.

  4
 16. úff, hvernig getur lið hrunið svona rosalega og bara hætt að geta blautann ? Vissi svo sem að þessi vörn væri aldrei að fara að halda hreinu en sóknin er bara gjörsamlega horfin líka. Það stefnir í sjötta heimaleikinn í röð þar sem við töpum ! ! ! ! Þetta er bara ekki hægt lengur. Eitt skot á rammann í fyrri hálfleik.

  3
 17. Ég held að ekkert breytist nema að Klopp verði látin fara. Þetta er Dortmund all over again!

  8
  • Æi plís hættið þessu bulli! Þú býrð ekki til kjúklingasalat úr hæsnaskít!

   2
 18. Spurning ad pakka I v?rn, berjast fyrir thvi ad fá ekki anna? mark á okkur, reyna svo a? læ?a inn marki sì?ustu 5-10mìn, 1 stig á heimavelli er gott, eftir thessar fyrstu 45 min.

  1
 19. Klopp getur sjálfum sér um kennt að vera undir í hálfleik. Var búinn að skrifa þetta komment í kjölfar þess að kveikja á leiknum, á annarri mínútu.

  Það er virðingarleysi gagnvart öllum hópnum að gera svona margar breytingar í einu í úrvalsdeildarleik, bæði gagnvart þeim sem starta oft og þeim sem koma nýir inn. Hvað eiga Jota og Keita að gera þegar þeir þekkja varla haus né sporð á liðinu sem þeir koma inn í? Og hvað eiga hinir að gera?

  Það er í ökkla eða eyra núna. Lykt af hvítu handklæði en vantar þvottaduft. Eða mýkingarefni. Ég vildi Keita og Jota inn á móti Chelsea en ekki Salah út af. Hefði mátt taka út Curtis og Gini fyrir þá og reyna meira skapandi miðju og meiri ógn til að gera eitthvað í þeim leik.

  Þvottaduft, mýkingarefni. Blettahreinsirinn var niðurstaðan í þetta skiptið. Vonandi virkar hann í seinni hálfleik. Með Sicilian Lime úr einni ferskustu ölkeldu heimsins.

  3
 20. Stend við það sem ég skrifaði eftir Chelsea leikinn Klopp mun sjálfur hætta í vor því það er svo greinilegt að Liverpool æfintýrið hans er úti.

  Klopp out!

  8
 21. En hvernig svo sem þetta endar í dag þá er allavega hægt að gleðjast. Ég óska Steven Gerrard til hamingju með skoska meistaratitilinn!

  Vel gert Stevie – YNWA

  14
  • Þetta er ekki vettvangur til að tala um flötustu og fyrirsjáanlegustu deild í heimi.

   4
   • Má vera en ég áskil mér rétt til að óska okkar manni til hamingju!

    2
 22. Ooooooog markvörður andstæðinganna í stuði akkúrat í þessum leik.
  Hvað vill djöfullinn okkur þessa mánuðina?

  1
 23. Sælir félagar

  Ég er í leikhúsi með dotturdyni mínum – sem betur fer

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
  • Og get lofað þér Sigkarl meiri skemmtun þar en að horfa á þennan leik! Góð ákvörðun hjá þér í dag og góða skemmtun.

   2
 24. Þetta er allt að koma. Spáði 5 – 1. Nú er Fulham komið með markið sitt. Koma svo með mörkin fimm!

  • Já ég. Hann tholir sem betur fer meira mótlæti en sumir. Slæmt gengi i deildinni á thessu timbili tekur ekki af okkur evrópubikar og deildarbikar. Mér persónulega finnst hann eiga MIKID inni hjá öllum Púllurum eftir thennan árangur, en thad er bara min skodun.

   10
 25. 6 tap a Annfield i röð, er þetta ekki bara agætis met hja okkar mönnum.

  3
 26. Það hlakkar öllum skíta þjalfurum orðið að koma a Annfield þvi það eru gefins 3 stig.

  Það er bara ekkert, ekkert að fretta.

  3
 27. Liverpool á bara ekkert einasta helvítis svar við liðum sem liggja lagt og það verður bara Klopp að taka ábyrgð á þetta er ekkert að byrja nú að lið verjast lagt þetta er bara skammarlegt.

  2
 28. Skil ekki þennan pirring hér. Erum talsvert langt frá fallsæti……..enn þá.

  3
 29. Fallbaráttu stigasöfnun!!! þetta lætur Hodgson uglu tímabílið líta vel út….

 30. Hreint út sagt frábært! Þetta sannar bara að við erum með lið fullt af “leiguliðum” sem hafa ekki minnstan áhuga á þessu eftir að hafa unnið dolluna.

  Salah, Firmino, Mane, Robertson, Trent, Wijnaldum……..og rest…..þið eruð til skammar! Það er ekki hægt að kenna meiðslum um að NENNA þessu ekki!

  Svo hefur Klopp líka slatta af sökinni þar sem að þetta falska öryggi sem hann hefur unnið undir sl 2-3 árin, þeas ekkert mótlæti eða meiðsli, heldur spilað á sömu 13 leikmönnunum stanslaust. Núna, þegar við þurfum á hópnum að halda þá er hann ekki til staðar. Varamennirnir eru flestir Championship gæði og aðrir lélegri og það fellur á þjálfarann og eigendurnar að laga. Afhverju það hefur ekki verið lagað er algjörlega Klopp að kenna/þakka. Þið Pollýönnur þarna úti ættuð ekki að reyna að afsaka þetta og koma með skýringu því það er ekki hægt.

  SEX tapleikir heima Í RÖÐ eftir tvö ár án taps er staðreynd og er þetta ekki bara smá bóla. Þetta er orðið að stóru vandamáli sem Klopp virðist ekki hafa hugmynd um hvernig á að laga. Hann gerir það ekki í sumar þegar við verðum ÚT ÚR EVRÓPU og enginn vill koma til okkar. Svo þarf hann að vera í starfinu til að það gerist og er ég farinn að breyta mínum hug varðandi þjálfarastarfið, algjörlega sama hvað hann hefur gert hjá okkur.

  Þetta er bara annað Dortmund í uppsiglingu og gjörsamlega til skammar! Ég ætla að vona að hann komi ekki með “ég veit ekkert hvað er í gangi” þvæluna eftir þetta tap því þá vill ég hann í burtu! Ekki traustvekjandi að hafa þjálfara sem lýsir yfir uppgjöf.

  1
 31. Hvað er hægt að seigja
  Hver ætlar fara að stíga upp
  Ætla allir að gefast upp og gràta
  Þetta er orðið mjög mikið vandamàl að tapa hverjum leiknum à eftir öðrum og það à heimavellli enginn àstríða bara ströggl og afsakanir
  Og að liðið sé orðið skugginn af sjàlfum sér einhver ber àbyrð og einhverjir
  Verða að fara að stíga upp eða fara annað þar sem minni metnaður.
  Leikmenn og umgjörðin öll þarf að finna lausnir einhver ber ábyrgð á þessu dropi
  Allir stuðningsmenn hljóta að vera samàla um það

 32. Jæja, ekki að ég sé stoltur af því en ég “spáði” rétt, 0-1. Hvar er sauðurinn núna sem gerði lítið úr spánni? Spá sem byggð var á raunveruleikanum þessa stundina.
  Það þarf að fara að snúa þessu við, ég er að vona að sjá framlínuna mané firmino jota í næsta leik. Keita fab og jones á miðjunni. Robertson einhver einhver og trent í vörninni.
  Þá hætta menn kannski að treysta á að salah skori, ég held að þetta sé eitt vandamálið.

  • Það skiptir engu hvernig þú stillir upp liðinu ef allir eru að gera sinn eigin hlut í leiknum. Engin samstaða. Allir að vorkenna sjálfum sér. Mèr sýnist mjög margir leikmenn vera að undirbúa brottför því flestum virðist drullu sama.

  • Salah var reyndar ekki inni á vellinum í tæplega hálftíma í leiknum gegn Chelsea, og ekki skoraði Liverpool þá. Og Salah er n.b. ennþá markahæsti leikmaður deildarinnar (þó Bruno Fernandes sé farinn að anda svolítið ofan í hálsmálið á honum).

Fulham á Anfield

Liverpool 0-1 Fulham