Liðið gegn Chelsea – Jota og Fabinho með

Liðið fyrir ansi mikilvægan leik gegn Chelsea hefur verið birt.

Fabinho kemur inn í miðvörðinn eftir meiðsli en Nat Phillips er ekki með. Kabak er við hlið hans í vörninni og Alisson er í markinu en annað er óbreytt frá síðasta leik.

Diogo Jota er mættur aftur og byrjar á bekknum og er þetta líklega sterkasti varamannabekkur Liverpool síðan guð má vita hvenær.

Alisson

Trent – Kabak – Fabinho – Robertson

Thiago – Wijnaldum – Jones

Salah – Firmino – Mane

Bekkur: Adrian, Milner, Keita, Chamberlain, Jota, Shaqiri, Rhys og Neco.

62 Comments

  1. 19 miðvarðarparið? (Man ekki hvort kabak spilaði með fab)
    Draumurinn farinn um fallega tígulmiðju með fab að stöðva sóknirnar.
    Vona að menn séu tilbúnir í hausnum, þetta verður verulega erfiður leikur (plís ekki var rugl)

    3
  2. Virkilega mikilvægir póstar að koma til baka en fyrst að Rhys Williams er á bekknum þá hlýtur Philips að vera meiddur/veikur.
    Rosalega mikilvægur leikur sem má alls ekki tapast.
    Ég ætla að vera mátulega bjartsýnn og spá okkur 2-1 sigri.

  3. Fab inn og þá meiðist Nat Phillips. Ben Davis búinn að vera meiddur síðan hann kom?

    2
    • Einhverjir vilja meina að Davies hafi ekki verið að heilla og komist ekki í hóp. Takk FSG fyrir þessa rausnarlegu reddingu.

      3
  4. Frábært að fá Fabinho i hafsentinn….bekkurinn mun sterkari en við höfum haft í síðustu leikjum

    7
  5. Þetta verður geggjaður leikur! Held að liðið verði þétt og að við eigum eftir að stjórna leiknum. Við verðum heilt yfir mun betra liðið en það er það sem við þurfum til að skora meira en andstæðingurinn. 4 – 2 En Guð minn góður þessi lýsandi hjá Símanum, það verður hljótt í stofunni í kvöld, þ.e.a.s. á milli marka.

    3
    • Ég meina í seinni hálfleik 😉 nema hvað lýsandinn byrjaði sín leiðindi fyrir leik.

  6. VAR vitleysan að bjarga okkur þarna.

    Guð hvað þetta er samt orðið þreytt. Henda þessu VAR drasli í ruslið.

    4
  7. Bjargað af VAR, þetta verður ekki fallegt miðað við byrjunina. Góður lýsandi hjá Símanum.

    1
    • Þetta er hlutdrægur leiðindapési þessi gaur sem lýsir leiknum.

      3
  8. Hvað er eiginlega með.þennan dómara, getur hann ekki dæmt rét!!??!!

  9. Þetta stefnir í erfitt kvöld það verður væntanlega hressileg ræða í hálfleik, Koma svo Liverpool

    1
  10. Hvað er í gangi með þetta lið eiginlega..alltof auðvelt fyrir Chelsea

    3
  11. Kopp,er því miður búinn. Hann hefur engin svör eða lausnir þegar andstæðingarnir hafa lesið leikaðferðir hans.

    7
  12. Djöfull er þetta orðið lélegt lið þegar miðlungslið eins og Chelsea eru betri en þeir og bara heppni að Liverpool er ekki 4 eða 5 mörkum undir andskotinn bara.

    4
  13. Hvenær ætlar TAA að læra almennilega varnarvinnu? Mount 1v1 á móti Fabinho og hann hjálpar ekki neitt!!

    5
  14. Fabinho áberandi hægur þarna í vörninni sem og allt uppspil! Hvað varð um “direct” hlaup og árás á box andstæðingna?!

    Staðan núna og úrslit kvöldsins ekki að falla með okkur!

    Fimmti tapleikur á heimavelli í uppsiglingu??

    Úff………

    3
  15. Djöfullinn sjálfur að rugla í okkur enn eina ferðina!! Ég á ekki til eitt andskotans helvítis orð!

    3
    • Á einhver bjór? Hélt að þetta yrði fjögurra bjóra leikur. En allt búið og staðan ekki nógu góð. Mig vantar a.m.k. SEX fyrir seinni hálfleikinn 😉

      3
  16. ég segi þetta í hverjum einasta leik, hvað er thiago að gera í þessu liði

    9
  17. Útaf með Firmino og inn með Jota strax, ég get ekki meira af Firmino. Hann gerir nákvæmlega ekkert sóknarlega fyrir þetta lið þessa mánuði.
    Ég væri líka til í að setja meiri sóknarþunga á miðjuna, mögulega Uxann eða Shaqiri fyrir Thiago.

    8
  18. Enn ein ofurskitan í uppsiglingu þetta er orðið frekar vandræðalegt.

    5
  19. Eg bara sætti mig ekki við enn eina skituna a Anfield. Klopp þarf að fara að gera eitthvað sem er ekki alltof fyrirsjaanlegt.

    5
  20. Heldur slakt hjá okkar mönnum….hvað er Mane búinn að tapa mörgum boltum í vetur ?? 567 ??

    2
    • Afskaplega dapurt. Chelsea einfaldlega miklu betra. Heppnir að vera ekki meira undir. Mane off eins og í allan vetur en það eru fleiri í ruglinu. Nú væri gaman að sjá plan b.

      1
  21. Lífið geur ekki verið það ósanngjarnt að við þurfum að horfa uppá þetta greppitrýni Tuchel fagna sigri á Anfield núna, það bara er ekki að farað gerast. KOMA SVO!!!!

    3
  22. Enn einn leikurinn sem að liðið á ekki skot á markið, hversu dapur er þessi sóknarleikur orðinn hjá þeim.
    Trent og Robbo fara varla fram, engin ógn af miðjunni og Firmino og Mane einfaldlega skora ekki mörk í dag.
    Þetta er það stór leikur að hann má ekki tapast, vonandi fær Jota 45 mín

    4
  23. Alltof hægt og fyrirsjáanlegt hjá okkar mönnum. Mane og Firmino geta ekki fyrir sitt litla líf skorað. Ef við töpum þá getum við hætt að hugsa um meistaradeildarsæti

    4
  24. Helvítis fokking fokk, það er allur broddur úr þessu liði. Guð hjálpi Liverpool.

    5
  25. Ekki búast við víti þegar kemur að höndum. Southampton leikurinn sýndi og sannaði að móthernir mega allir nota hendurnar inn í þeirra eigin teig.

    1
  26. Hvaða ást er hjá Mane og Bobbý. Tekur Sala útaf. Hann var búinn að vera líklegri en þeir báðir.

    3
  27. Jota koma inná gaman að sjá ..en að vera ekki búnir að eiga skot á markið þetta er fokking óþolandi

    2
  28. Klopp er að sýna það og sanna að hann er bara með eina sýn á hvernig hann vill spila fótbolta og hreinlega neitar að þroskast breyta til. Ekkert plan B, andstæðingurinn á alltof auðvelt með að spila á þessa háu varnarlínu og steingeldu miðju.
    Ofan á það hefur mér ekki leiðst eins mikið yfir spilamennsku liðsins, hrein hörmung.
    Klopp hefur klárlega unnið sér inn það að honum sé sýnd þolinmæði þegar illa gengur en fjandinn hafi það þetta er svo óafsakanlega lélegt. Engar meiðsla afsakanir eða in Klopp we trust kjaftæði. Þetta er bara fokkings ömurlegt.

    19
  29. Meira en einkennilegt að taka Salah og Jones af velli…vona fyrir hönd Klop að þetta skili einhverju??? Skil þetta bara ekki.

    3
  30. Klopp er búinn að gera vel fyrir okkur en hann er bara ekki með þennan “long term” því miður.

    3
  31. Komnar 70 mín á Anfield Lfc ekki með skot á rammann . Hugmyndasnauðar langspyrnur sem allir lesa, menn hanga of lengi á boltanum og þessar helv spyrnur til baka þegar það á að vera keyrt hratt upp eru bara til þess að manni fallist hendur svo hangir þessi tíagó inná allann tímann án þess að gera drullu . Svo var þetta alltaf víti áðan þar sem að hendur upp fyrir haus er ekki eðlileg staða . Shit hvað ég er búinn að fá nóg !!!!!

    4
  32. Guð minn almáttugur, Milner inn þegar við þurfum að fá mark, Salah og Jones útaf áður.
    Þetta lið og Klopp eru gjörsamlega orðnir gjaldþrota, það er lélegur varnarleikur, léleg miðja, léleg sókn og allar skiptingar algjörlega óskiljanlegar.

    3
  33. Þetta er full reynt, ég er byrjaður að smíða vagninn “Klopp out”.

    5
  34. Steindautt allt saman! Því miður tap í kvöld og meistaradeildarsætið fjarlægur draumur!

    Ég vil ekki sjá Evrópudeild og leiki á fimmtudögum og sunnudögum!

    Uppbyggingartímabil framundan!

    1
  35. Klopp:
    -hey ég er með hugmynd hvernig við eigum að fara að skora mörk. Tek salah út af!

    Jæja metin hrúgast inn. Fimm tapaðir heimaleiki í röð. Aldrei áður í sögu þessa félags.

    3
  36. 5 tapleikir á Anfield og þessi frammistaða er óafsakanlegt, alveg saman hvað menn heita eða hafa afrekað.
    Algjört gjaldþrot.
    Það þarf að byrja alveg upp á nýtt, og byrja á toppnum.
    Sorry Klopp. Þakka frábæra tíma síðustu ár, en þetta er búið.

    3
  37. Hvað fær Klopp langan tíma til að eyðileggja Liverpool hversu neðarlega þarf liðið að fara áður en eitthvað verður gert eða er það bannað að ræða eittvað svona á þessari síðu.

    2
  38. Jæja þá er ljóst að við verðum ekki í meistaradeildinni næsta tímabil. Nú er spurning um að Klopp gefi nokkrum lykilmönnum sem eru búnir að vera lélegir og virka þreyttir bara frí. Höfum engu að tapa. Klopp þarf að hætta þessari þrjósku og reyna að brjóta þetta upp og breyta um taktík. Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að segja þetta en það er farið að hitna undir Klopp

    2
  39. Eftir svona leiki þá veltir maður fyrir sér hvað fari fram í kollinum á Klopp. Er hann í einhverri sjálfstortímingarherferð? Er hann að biðja um að vera rekinn? Við erum með þokkalega skipað lið og fína menn á bekknum en það er sama sagan aftur og aftur. Engar hugmyndir þegar í harðbakkann slær, engar taktískar breytingar þegar ljóst er að 4-3-3 gengur ekki, tekur út af mest skapandi leikmanninn og þann markahæsta og setur svo inn Milner þegar leikurinn öskrar á mann eins og Keita. Mér finnst meiðsli liðsins engin afsökun í þessum leik, við eigum að vera með alveg nógu reynslumikið og gott lið í dag til að klára leikinn.

    Mér finnst ég vera búinn að horfa á sama leikinn síðan í desember með örfáum undantekningum. Ég styð þetta lið fram í rauðan dauðann en ég held að allir Evrópudraumar hafi fokið út í veður og vind í dag, því miður.

    3

Liverpool leikur við Leipzig í Búdapest

Liverpool – Chelsea 0-1