Gullkastið – Loksins sigur

Loksins loksins sigur í deildarleik þrátt fyrir ennfrekari brottföll í leikmannahópnum, framundan er eru svo tveir ólíkir leikir við höfuðborgarliðin og nágrannana í Chelsea og Fulham.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 325

15 Comments

 1. Sælir félagar

  Takk fyrir spjallið og mikið er ég sammála ykkur um að sigur í Chelsea leiknum er afar mikilvægur í baráttunni um meistaradeildarsæti. Sigur í þeim leik gæti komið okkur í stöðu til að ná öðru sætinu og þar með bjarga andlitinu þetta tímabil. Það taka nefnilega engir mark á meiðslasögu tímabilsins núna og ennþá síður þegar frá líður. Ég er líka ánægður að þið eruð ekki á Firmino út vagninum sem ýmsir misvitrir spekingar blaðra um. Áhyggjum ykkar af Mané deili ég einnig – hann hefur ekki verið svipur hjá sjón í vetur. Vonandi hressist eyjólfur seinnipart tímbilsins og sigrarnir fara að tikka inn.

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 2. Vissulega þarf Bobby hrósið, en þetta “fallega” mark “hans” var réttilega skráð sjálfsmark vegna þess að skotið frá honum var á leið framhjá markinu.

 3. Takk fyrir mig – okkur gengur bara nokkuð vel þegar við spilum í náttfötunum.

  2
 4. Vona að það teljist ekki klikkun að opna augun kl. 04,00, þegar ég geri fastlega ráð fyrir Gullkasti. Fara fram úr og hlusta á þáttinn, reyndar vitandi að ég get farið aftur að sofa að þætti loknum. En að vanda góður þáttur.

  YNWA

  3
  • Ég væri til í að sjá liðið svona á móti Chelsea.

   ——————–Alisson——————-
   Trent—-Philips—-Kabak—-Robbo
   ——————-Fabinho——————-
   ———Jones————Winjaldum—–
   ——————–Thiago??——————–
   ———–Salah———–Mane————-

   Setja Thiago mun framar á völlinn og Fabinho fer aftast á miðjuna til að verja þá félaga í vörninni.
   Eigum þá Jota og Firmino klára á bekknum

   8
   • Red,
    Hjartanlega sammála þér að sjá þetta lið byrja, ekki spurning.

    2
   • Jota má vera þarna líka : ) ..en já vill sjá Fabinho á miðjuni ekkert meira kjaftæði.

    4
 5. Bið ekki um annað en að ekki berist frétt um kvennaliðið frá Eyþóri rétt fyrir byrjunarlið okkar 😉 það drepur allt spjall um leikinn sem við bíðum eftir.

  2
 6. Ég vil sjá Fabinho á miðjunni og Thiago byrja á bekknum gegn Chelsea. Jota byrja í stað Firmino líka.

 7. Þetta kvöld gat varla spilast betur fyrir okkur, núna verðum við að fá 3 stig á morgun

  1
  • Ekki var nú hátíðarspilamennskunni fyrir að fara hjá Man U. Hrikalega leiðinlegur leikur. En Roy Hodgson sjálfsagt hæstánægður með sitt stig.

   1
  • Sammála. manhút áttu reyndar að tapa lífið er ekki fullkomið 🙂

 8. Og já, takk fyrir mjög góðan þátt. Ég er ótrúlega ánægður með að ?enn séu byrjaðir að tala um ástandið eins og það er en ekki hversu lélegir við erum orðnir. Það gæti ekkert lið í deildinni náð árangri með slík áföll eins og við höfum verið að lenda í. Jújú, svekkjandi dæmi með Jota og leikinn í DK en shit happens og kannski hefði hann bara meiðst í næsta leik, hvað veit maður? 🙂

  Við gætum gert þetta tímabil mjög gott ef við náum langt í CL og náum í sætið mikilvæga. Lið eins og manhjús og leiceister eru óstabíl og hafa, þegar á reynir, ekki mannskap til að vinna deildina nema náttúrulega að city og Liverpool séu slakir.

  Þannig er það nú bara, ekki satt Sigkarl?

  1

Sheffield United – Liverpool 0-2

Lærisveinar Tuchel mæta á Anfield