Liðið gegn Sheffield United

Þá er komið að næsta verkefni, Liverpool heimsækir Sheffield United á Bramall Lane, þar sem vinirnir Wilder og Klopp leiða saman hesta sína.

Það er ekki margt sem kemur á óvart í liðsvali dagsins (nema þá kannski að Kelleher er ekki í hóp), öll varnar og miðju hryggjarsúlan eins og hún leggur sig ekki leikfær (Alisson, Van Dijk, Gomez, Matip, Henderson og Fabinho), ekkert óeðlilegt þar á ferð.

Alisson, Jota og Fabinho eru ekki með liðinu þennan sunnudaginn, allir af ólíku ástæðum auðvitað, en Klopp stillir þessu annars svona upp:

Ég er farinn að vera ansi svartsýnn á að það hafist en ef við ætlum okkur að eiga einhvern séns á meistaradeildasæti þetta tímabilið þá er þetta leikur sem þarf, og á, að vinnast.

Koma svo!

YNWA

42 Comments

 1. Afhverju Adrian ! Anskotinn mér lýst ekkert á þetta því miður !

  YNWA

  2
 2. Allt í einu varð ég svartsýnn um leið og ég sá þetta byrjunarlið og þennan bekk.
  Gat Jota ekki verið á bekk og tekið seinustu 10 mín í leiknum. Keita og Shaqiri á bekk þrátt fyrir að aðrir í byrjunarliðunu hafi engan rétt á því miðað við seinustu frammistöður.

  Það er algjör must að taka 3 stig í kvöld.

  3
 3. Djöfullinn sjálfur.
  Skil vel að Alisson sé ekki þarna, en að varamarkmaðurinn meiddur, jota búinn að vera að æfa en svo horfinn (dettur helst í hug að hann hafi skellt sér á hörmungardaga á Hólmavík til að leyfa forminu að sinka inn).
  Ég held að eina ráðið sé að skella sér í vörn og treysta á 2 eða 3 skyndisóknir, ooog vona að menn nýti eitt færi (smá draumórar).
  Eða bursta þá.
  Eða tapa í leiðindaleik.
  Eða jafntefli.
  1×2
  Ég vona.

  2
 4. Nú vil ég ekki vera svartsýna týpan, en það er farinn að læðast að manni sá grunur að það geti orðið erfitt fyrir liðið að verja titilinn í vor.

  20
 5. Jafntefli væri rosalega sterk úrslit. En kannski er það bjartsýni. Vonum það besta.

  1
 6. Mér lýst alls ekki nógu vel á þetta og er hættur að skilja að menn eins og Chamberlain sem hefur verið heill síðan í desember fá ekki fleiri sénsa. Sama á við um Shaqiri sást aðeins um daginn og var alla ekki versti maður vallarins í neinum þeirra leikja að mínu mati. En klopp hefur ofsa trú á Jones og viv verðum að treysta honum bara fyrir þessu..

  Ekkert nema sigur er í boði í kvöld er staðreynd sem má ekki klikka. Pressan er a okkar liði í kvöld og núna þarf að vera með einhverjar lausnir gegn liði með 11 menn á sínum eigin vítateig

  1
 7. Hvernig er það, hefur liðið einhvern tímann unnið leik í þessum náttfötum?

  2
 8. Að vera stressaður fyrir leik gegn neðsta liðinu í deildinni er skrýtinn tilfinning ?koma svo LFC klárum þennan leik með nokkrum mörkum

  4
 9. Að skora ekki úr þessu færi… sjálfstraustið er alls ekki í jafnvægi.

  1
 10. Firmino á seinasta timabili hefði skorað no-look mark úr þessu færi.

  2
 11. Veit ekki hvort markmannsdruslan í gula búningnum er að eiga toppleik eða okkar menn ekki á skotskónum!

  1
  • Hann er búinn að halda einu sinni hreinu á leiktíðinni sögðu þulirnir á sky áðan

   2
  • Ég hef oft velt fyrir mér hvers vegna markmenn mótherja okkar manna kaupi ekki lottómiða einnig (fyrir fátæka eða eitthvað), þeir eiga oft leik lífs síns og ljónheppnir.
   Tap eða jafntefli í kvöld, tja, það er ekki til orð yfir það.
   Er einhver taktík í gangi hjá okkur? Mér finnst menn bara vera þar sem þeir vilja nema adrian og vörnin.
   Maður er bara stjarfur hérna, lyfin eiga að virka öfugt.

   2
 12. Ég held grínlaust að einhver manchester norn hafi lagt álög á liðið okkar

  3
 13. Að hirða á liðið þessa dagana þá býst maður við 9-0

  En common á ekki að vinna leikinn ?

  Það er bara inna með Origi

  1
 14. Svakalega lélegir fyrri hálfleikur erum við í alvöru svona lélegir Mane gerði bara allt vitlaust og Firmino þarf að taka sendinga og skotæfingu alveg fram að næsta leik….

  1
 15. Ósköp er að sjá þessa spilamennsku. Það er af allur meistarabragur…

  1
 16. Fullt af færum hjá okkur en við lélegir að vera ekki búnir að skora.

  Er þetta þá lélegur leikur? Já, þetta er lélegur leikur ef við lýtum á stöðuna 0-0 og að við erum ekki nýta færin eða nei, við erum að spila vel og skapa fullt af færum og þurfum bara að klára þetta.

  Því lengur sem staðan er 0-0 því meiri barátta eigum við eftir að sjá hjá heimamönum sem eru líklega í skýjunum með að halda þessu svona og okkar menn eru líklegir til að vera stressaðir þegar lítið er eftir.
  Þurfum að mæta af krafti í síðari hálfleik og ná inn marki fjótlega og láta þá þurfa að koma hærra upp völlinn.

  3
 17. Mikilvægt að leyfa þeim ekki að sigra í síðari hálfleik. Getum alltaf potað inn marki með smá heppni, erum jú með Mo Salah í okkar liði.

  2
  • Og gleymdi að nefna, er það lukkan okkar að vera með alvöru miðverði? (Menn í réttum stöðum).

   1
  • Af hverju ekki? Hann er 20 ára og nýkominn, hent í djúpu laugina. Ég er ánægður með hann.

   2
 18. Frábært að vinna í kvöld og mjög mikilvægt. Núna þarf að byggja á þessu og halda áfram. Vonandi stækkar ekki fráfallslistinn eftir kvöldið og að botninum sé náð. Helgarnar eru alltaf góðar þegar við vinnum. Áfram gakk!

Kvennaliðið fær London Bees í heimsókn

Sheffield United – Liverpool 0-2