Heimsókn til Chris Wilder, uppáhalds þjálfara Klopp (Upphitun)

 

Með hækkandi sól á Íslandi og lokum stysta mánuðar ársins býður næsta verkefni Jurgen Klopp og Liverpool: Heimsókn til lang lélegasta liðs deildarinnar. Það er löng vika liðin síðan hörmunginn gegn Everton og væntanlega hafa þessir fjórir eða fimm heilu leikmenn á æfingasvæðinu verið í harkalegum gír. Menn vilja væntanlega ná að bæta fyrir að vera fyrstu leikmenn Liverpool til að tapa fyrir Everton á Anfield síðan Moulin Rouge var vinsælasta kvikmynd í heimi. Það eru auðvitað meiðslafregnir and fjárin hafi það ég neita að fara annað en bjartsýnn inn í leik gegn liði sem er búið að skora 15 mörk í 25 leikjum.

Andstæðingurinn – Sheffield United

Hvað fór úrskeiðis er spurning sem Chris Wilder hlýtur að hafa spurt sig oft í vetur. Eftir að hafa náð hálf ótrúlegum árangri í fyrra varð fljótlega ljóst að lærissveinar hans voru á leið rakleitt aftur í B-deildina. Í svona nóvember-desember leit út fyrir að þeir væru besta von Derby County að losna við stigamet sitt frá 2007-08. Það er að segja metið fyrir fæst stig í efstu deild. Sheffield unnu ekki leik í september. Né október. Né nóvember. Né desember! Þeirra fyrsti sigur í deild leit dagsins ljós þann tólfta janúar(!) gegn Newcastle í átjándu umferð.

Þannig að spurningin er, hvað fór úrskeiðis? Það þarf ekki snilling til að sjá að þú þarft að skora mörk til að vinna leiki og Sheffield skorar ekki mörg mörk. Fimmtán samtals í deild hingað til, fjórum færi en West Brom sem eru með næst fæst skoruð í deild. Okkar maður Rhian Brewster átti að vera stór hluti þess að liðið færi að skora fleiri mörk en það hefur, pent orðað, ekki gengið. Þeir verða líka án John Egan og fleiri.

Nú eftir á er líka stórskrýtið að hugsa til þess að Chris Wilder og Klopp lenti harkalega saman í fjölmiðlum fyrr í vetur. Opinberlega var Wilder sá sem barðist harðast gegn því að fleiri skiptingar yrðu leyfðar í vetur. Þeir skutu hvor á annan nokkrum sinnum í viðtölum og manni finnst þetta hálf vandræðalegt svona í baksýnispeglinum. En Wilder fékk sitt í þessari deilu og aldeilis það virðist hafa gagnast honum…

Þessi mynd fangar nákvæmlega svipinn á þeim þegar þeir hittast á morgun.

Við hverjum megum við þá búast frá þeim á morgun? Bara því nákvæmlega sama og gegn flestum öðrum. Sheffield munu pakka í vörn, reyna að loka á bakverðina okkar og treysta á að (gróflega áætlað) sextugasta varnarpar okkar á tímabilinu geri einhver mistök. Við höfum séð þetta svo oft og þekkjum þetta orðið ágætlega. Það er komin formúla og auðvitað fylgja andstæðingar Liverpool henni.

Okkar menn.

Þó Liverpool hafi ekki spilað í átta daga hefur verið nóg um fréttir af liðinu. Þær stærstu eru að markmaðurinn Alisson missti föður sinn snemma vikurnar. Becker eldri drukknaði í stöðuvatni í Suður-Brasilíu. Hræðilegur atburður og við sendum öll hlýja strauma til Alissons okkar á þessum ömurlegu tímum. Nógu slæmt að missa föður sinn en ennþá skelfilegra að geta ekki verið með stórfjölskyldunni á á svona stundu.

En að öðru. Í gær bárust þær fréttir að eigendur Liverpool væru að loka samning um að selja 10% hlut í FSG. Þetta er ekki í fyrsta sinn í vetur sem slíkar fréttir hafa borist, meðal annars var rætt í haust að Redbull myndi kaupa hlut í móðurfélaginu. Það er vert að minnast á að hér er ekki verið að selja hlut í Liverpool heldur aldrei samsteypunni sem á líka Red Sox og Nascar lið. Það er líka alls ekki ljóst hvort þetta sé fjárfesting inn í félagið eða hvort eigendurnir séu einfaldlega að casha-út aðeins. Semsagt það er ekkert að frétta nema að það verður (líklega) eitthvað að frétta bráðum.

Hendo er meiddur í tvo mánuði. Er sjúkraþjálfari Liverpool svona hrikalega skemmtilegur að menn berjast um að eyða tíma með honum?  Góðu fréttirnar eru þær að Jota er loksins búin að klára endurhæfingu og hefur náð tveim æfingum með aðalliðinu, ásamt því sem Fabinho, Keita og Milner eru að detta aftur á æfingar. Maður veltir fyrir sér hvort Klopp taki sénsinn að spila einhverjum af þessum leikmönnum, ætla að vona ekki. Hafa þá á bekknum og leyfa Jota að leika lausum hala þegar leikurinn er að klára, tala nú ekki um ef við þurfum mark.

Þá er það byrjunarliðið. Ætla að spá því að Alisson fái frí í þessum leik til að hugsa um sig og sitt fólki, sumir hlutir skipta meira máli en einn leikur. Kelleher er heill og verður þarna á milli stangana. Kabak, Trent og Robbo verða á sínum stað. Ætli Nat Philips sé ekki besti kosturinn með þeim. Vona bara að við séum með boltann allan tímann og lítið reyni á þessa vörn. Helst ekkert.

Miðjan er ekki alveg augljóst. Held samt að Klopp sé að reyna að spila meira á sama byrjunarliði til að menn finni taktinn hjá hvor öðrum, þannig að Thiago – Jones – Wijnaldum. Framlínan er svo sjálfvalinn eins og fyrri daginn.

Spá.

Þetta er ekki sterkasta byrjunarlið Liverpool en það á að vera alveg nógu gott til að vinna þetta hundlélega Sheffield lið. Ég held líka (því miður) að það vinni með okkur að vera á útivelli en það er eins og Anfield stressi okkar menn eitthvað smá þessa dagana. Þannig að við tökum þetta 2-0, Salah skorar eitt og svo fáum við Jota inn á þegar korter er eftir og hann nær að pota einu inn. Það eru bjartari tímar framundan og ég ætla meira segja að vera svo djarfur að spá að engin leikmaður liðsins meiðist í þessum leik!

 

14 Comments

 1. Ég vil ekki sjá Firmino í byrjunarliðinu í þessum leik, setja hann á bekkinn og Salah framm og Shaqiri á hægri kantinn. Ég held að Firmino þurfi að hvíla sig aðeins og koma ferskur í næsta leik þar á eftir.
  Væri alveg til í að sjá Davies spreyta sig í miðverðinum með Nat Philips.
  Gefa svo Fabinho og Jota vonandi 30 þessum leik.

  5
 2. Skv fréttum er ólíklegt að Fabinho og Milner verði klárir á morgun sem og Kelleher í markið. Þannig að við fáum “nýliðapar” í miðvörðinn sem er fínt, kominn tími til að spila “original” miðvörðum hvernig svo sem það fer! Ef það gengur ekki upp á móti Sheffield Utd, þá aldrei!

  Og fjandakornið ef Firmino getur ekki komið frískur inn í liðið á morgun eftir 8 daga hvíld þá er illa komið fyrir honum.

  Ef ekki koma 3 stig í hús á morgun þá getum við endanlega gleymt 4 sætinu í vor!

  Koma svo….. YNWA!

  7
 3. Takk fyrir þetta. Sýnd veiði en ekki gefin. Leiðist óskaplega þegar talað er um léleg lið í PL, þau eru bara ekki til. Liðin eru vissulega misjafnlega sterk. SU hefur verið að vakna þegar líður á tímabilið eftir hörmulega byrjun. Er með jafnmörg stig og Liverpool í síðustu sex leikjum eða heil 6 stig og 0 stig í síðustu þremur leikjum eða jafnmörg og okkar menn. Gleymum því ekki að liðin sem eru byrjuð að lykta af fallinu eru yfirleitt stórhættuleg þegar styttist í annan endann á tímabilinu. Þrátt fyrir allt og allt, og liðið okkar frábæra upp við vegginn stóra, þá held ég að menn spýti í lófana og girði sig vel í brók og sigri þennan leik. 1-0 dugar alveg fyrir mig og nú hlýtur Firmino að skora eftir upplegg frá TAA.

  7
 4. Það er klárt að við getum ekkert verið að leika okkur með uppstillinguna á liðinu á þessum tímapunkti því of mikið er undir. Þunnur hópur og því eigum við að spila á okkar sterkasta liði. Topp 4 og við eigum séns á markaðnum í sumar. Ekki topp 4 þá er fjandinn laus.

  Klopp er algjörlega með bakið upp að vegg hvað DC stöðurnar varðar. Hann VERÐUR að nota tvo af Rhys, Philips, Davies eða Kabak í dag því það eru það mikil meiðsli að við höfum ekki efni á að breyta enn einum miðjumanninum í DC af því að þjálfarinn treystir ekki því sem hann hefur í vörninni.

  Ég gæti séð fyrir mér Kabak og Nat Philips með Davies á bekknum. Væri samt til í að sjá Davies og Philips í dag. Hafa þetta breska vörn gegn týpísku breskum leikstíl. Kabak virðist ekki tilbúinn ennþá, ef hann verður það einhvern tímann. Davies er búinn að æfa nógu lengi til að vita hvað Klopp vill.

  Thiago, Curtis og Wijnaldum verða sennilegast á miðjunni og við sjáum einhverja krakka á bekknum með Keita.

  Framlínan verður þríeykið með Jota sem backup ef fréttir eru réttar af endurkomu hans. Engin ástæða að byrja með hann strax eftir meiðslin. Hann kemur inn síðustu 30.mínuturnar þegar staðan er enn 0-0 og við þurfum að skora.

  Mín spá:
  Hef aldrei rétt fyrir mér þannig að best væri að spá ömurlegum leik sem þýddi akkúrat öfugt fyrir okkur. Það er bara þetta “botn 7” liða stemmning við þennan leik sem ég fæ kjánahroll yfir. Við höfum tapað titlinum þetta tímabilið gegn neðstu liðunum (já og meiðslin!) en við virðumst ekki komast yfir þann vegg sem neðstu liðin virðast vera. Þetta svokallaða “momentum” hefur smá saman horfið með hverju meiðslinu á fætur öðru sem hefur lamið sjálfstraustið úr liðinu. Nú þegar við erum sem lægstir ætti restin af hópnum að geta lamið sig saman og barið í sig smá samkennd og klárað þennan leik. Þegar maður les í gegnum fjölmiðla leikmenn eins og Robertson og Salah vera að róa aðdáendur með einhverjum orðum þá vil ég sjá þessa leikmenn standa upp og taka við keflinu þegar mest á reynir. Orð eru ódýr ef þau eru ekki bökkuð upp.

  Liverpool hjartað segir 1-3 Liverpool og leikmenn mæta til leiks, en hausinn segir 1-0 Sheff Utd og sama possession kjaftæðið með 257 krossum inn í teig ætlaðar einhverjum striker sem við höfum ekki.

  Sjáum til.

  4
  • Vel mælt og mikið rétt þetta með DC stöðurnar. Og “rómantík” að sjá fyrir sér breska miðverði gegn Sheffield trukkunum.

   Neita að trúa öðru en sigri í dag eftir viku hvíld!

   2
 5. Sælir félagar

  Nú eða aldrei segi ég bara. Ég held að Kabak verði alltaf í vörninni enda ekki ástæða til að vantreysta manni sem er búinn að spila einhverja tvo til þrjá leiki og hefur þurft að læra ýmislegt. Hann hefur fengið heila viku til viðbótar með liðinu svo hann ætti að vera tilbúinn. Ég reikna með að Davis verði með honum í hjarta varnarinnar og miðjan er það eina sem einhver vafi leikur á um.

  Hvernig er það, er Keita ekki búinn að æfa í 2 – 3 vikur með liðinu. Hvað er að honum núna, af hverju ætti hann ekki að vera með? Hvað aðra á miðjunni varðar þá er hún líklega gefin eins og Ingimar stillir henni upp ef Keita er meiddur, lasinn eða bara ekki í stuði!?! Mér segir svo hugur að þessi leikur vinnist nokkuð örugglega og spái 0 – 4 þar sem það er engin ástæða til að fá mark á sig gegn þessu liði.

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
 6. Hörmungardagar á Hólmavík, vonum að það hafi ekki áhrif í kvöld.
  Fyrri hálfleik lei ars að ljúka og brotin sem dæmd eru á lei gegn sóknarmönnum ars eru brot sem mané og salah fá frekar gult fyrir leikaraskap heldur en aukaspyrnu. Ég skil engan veginn hvernig slíkt geti verið.
  Hafa vísindamenn knattspyrnu engan áhuga á þessu?
  Allvega býst ég ekki við neinu sérstöku í kvöld, ber ávallt von í brjósti en það er einhvern veginn svo mikið sem vinnur gegn liðinu, eitthvað sem erfitt er að skilja.

  2
 7. Þetta er að spilast vel fyrir okkur. City vann West Ham í gær og Leicester var að tapa. Þurfum að halda með Mu gegn Chelsea. Þetta eru skrýtnir tímar?

  7
  • Jafntefli best í che-man. 2 stig á milli liðanna og 1 dautt er betra en 3 til annars. ManU eru ekkert öruggir þar sem þeir eru og geta alveg tapað fullt af stigum það sem eftir lifir móts.

   1
  • Þetta gat endað 0-5 ef ekki hafi verið fyrir þá sök að Sheff U stilltu upp markmanni í kvöld.
   En annars góður baráttusigur í kvöld og gott að koma brosi á varirnar eftir erfiðleikana. Upprisan byrjar svona og ef við náum að lyfta okkur aftur upp þá sé ékkert að því að næla í 2.sætið. Öll liðin fyrir ofan eru að droppa stigum.

 8. Takk fyrir mig og ég er sammála. Við vinnum þetta stórt! Við eigum mikið inni og mótlætið hefur verið gríðarlegt. Við erum Liverpool og Klopp er okkar stjóri!

  Come on you Reds!

  2

Pæling – hvað er til ráða?

Kvennaliðið fær London Bees í heimsókn