Pæling – hvað er til ráða?

Það er vissulega þannig að þegar illa gengur hjá liðinu okkar þá kvikna fljótt eldar í “áhugamannaliði” félagsins okkar og við förum jafnvel í að skipta mönnum í “alvöru” stuðningsmenn og þá aðra sem eiga bara að finna sér önnur lið.

Það finnst mér leiðinleg umræða. Fótbolti er fyrir mér ástríða, ég verð alveg sultufúll þegar liðið mitt spilar illa og tapar og er þá alfarið jafnreiður við leikmennina og þjálfarann og þeir svartsýnustu, alveg eins og ég bara fyrirgef þeim allt þegar þeir vinna. Aly Cissokho varð minn duldi draumur á sínum tíma og ég á treyju til að sanna það! Á síðustu dögum hafa gagnrýnisraddir orðnar háværari enda svo dæmi sé tekið versti heimavallarárangur félagsins síðan 1923 og versti deildarárangur í 10 leikjum sýnist mér alfarið í sögunni, þar með talið Hodgson- og Sounesstíminn. Ef þessir tíu leikir væri upphaf mótsins sætum við nú í 17.sæti.

Jafn mikið og við hrósum Englands-, Evrópu- og heimsmeisturunum þá er skiljanlegt að menn reiðist því þegar félagið er með árangur á við slökustu lið deildarinnar á svo löngu tímabili. Enda er það þannig að í dag og í gær hafa jafn gegnheilir LFC menn eins og Jamie Carragher lýst á Sky og síðan James Pearce í Athletic því hversu þolinmæðin er farin og félagið þarf að fara að sýna viðbrögð. Í dag eru 13 leikir eftir af mótinu. Síðustu 10 leikir hafa gefið okkur 0,9 stig. Ef að við höldum þessu formi fáum við 12 stig, endum með 52 stig sem yrði jöfn stigatölu tímabilsins sem Dalglish náði einn og sér, 6 stigum minna en hann og Hodgson náðu og líklegt að það gæfi lægsta sæti okkar í efstu deild síðan við komum þangað upp 1963.

Það auðvitað viljum við ekki sjá, það er nokkuð ljóst að við munum verða það lið sem fellur niður um flest stig frá titli og næsta ár og líklega myndum við líka vera með mesta sætadropp milli ára ef svo fer. Það vill auðvitað enginn, allra síst Klopp og co. – því bæði þarf LFC að spila í Evrópu til að verða vænlegri kostur í leikmannakaupum og nú þegar ljóst er að við vinnum ekki titilinn skiptir líka máli að átta sig á hvaða leikmönnum er að byggja á. Mig langar því að skoða aðeins þær hugmyndir sem hafa verið ræddar til að bregðast við, aðferðir sem Klopp hefur ekki verið að grípa. Um Klopp ræðir Sigurður Einar á Fésbókinni okkar, hann er svo sannarlega maðurinn til að leiða okkur áfram en hér langar mig aðeins að kasta fram hugmyndum sem ég hef lesið og við getum kallað “pælingar um aðrar lausnir”. Hér að sjálfsögðu tel ég mig ekki vera þess umkominn að láta eins og ég viti betur en stjórinn…en mér hefur komið á óvart hversu fastir við höfum verið í fari sem ekki hefur gengið.

Tökum varnarlínuna aftar.

Þetta fór ég aðeins yfir í útvarpsþætti .net í hádeginu í gær og þeir sem vilja skoða þetta með myndritum geta kíkt á pælingar Jamie Carragher á Sky.

Varnarlína Liverpool er há. Í fræðum fótboltans er mæld meðalstaða varnarlínu frá miðlínu að vítateig. Vítateigurinn er 16,5 metrar og flestir leikvellir eru 110 metrar og hálfur völlur þá 55 metrar að lengd. 55 – 16,5 er þá 38,5 metra bil þar sem vörnin getur staðið. Liverpool hafa verið að mælast um 28 – 30 metra há varnarlínu, þ.e. minna en miðjuhringurinn. Það hafa komið leikir sem Liverpool hafa verið með 35 metra háa línu. Jamie Carragher vill að Liverpool fari aftar sem nemur allt að níu metrum. Vera þá með línuna ca. 20 metra frá teignum. Með þessu þá er í rauninni verið að gera hægari varnarmönnum Liverpool sem nú standa einir eftir (Kabak, Phillips og Davies) auðveldara um vik og þá um leið líka nýta það að fyrir aftan þá er markmaður sem vill fara framarlega. Semsagt, minnka stungusénsana í gegn.

Hliðarafurð þessa er að bakverðirnir eru þá komnir aftar á völlinn líka og myndu alls ekki taka eins mikinn þátt í sóknarleiknum og áður. Semsagt, líklega færri sóknarsénsar en á móti minni líkur á að lið nái að breika á okkur. Þetta hefði ekki komið í veg fyrir fyrsta mark Everton svo sannarlega en Burnley og Brighton sóknir hefðu líklega átt erfiðar um vik. Með því að taka línuna aftar og þar með setja hafsentana fyrst og síðast sem varnarmenn sem skila boltunum til næsta manns er viðbúið að fleiri “minni spámenn” ættu séns í þessar leikstöður.

Snúa þríhyrningnum á miðjunni

Flesta leiki leggur Liverpool upp með því að hafa djúpan mann (hreina sexu) sem að er framan við hafsentaparið og svo tvær “áttur” sem eru box-í-box miðjumenn sem að eiga að flytja boltann fram á efstu mennina. Í vetur hafa 4 leikmenn verið þessi djúpi miðjumaður, nú síðast Gini Wijnaldum. Þessi leikstaða er í raun alger lykill að þeirri útfærslu á pressu sem Klopp hefur sett upp, átturnar fyrir framan sexuna eiga að vinna boltann hátt og koma strax í sóknarséns og sexan á að kovera svæðin þar fyrir aftan…og hjálpa vörninni að fylla upp í svæði þegar bakverðirnir fara hátt.

Í síðustu leikjum hefur þetta gengið hreint arfailla! Mikið púður hefur farið í að ræða Thiago en hann er þó sá leikmaður á miðjunni sem á YFIRBURÐARflestar sendingar fram á við. Í síðustu leikjum hefur hann verið með töluvert fleiri slíkar sendingar en hinir tveir sem hafa verið inni á miðju. Þessar tvær áttur eiga að leysa mörg hlutverk og því miður hefur það verið mjög erfitt fyrir Curtis og Thiago sem hafa mest verið þar. Hendo og Gini eru mennirnir sem að hafa lengst verið þarna og Milner drjúgur líka.

Afar algengt er að þessum þríhyrningi sé snúið við og þá kannski má segja að menn séu að spila 4-2-3-1 með tvær sexur og þá eina “tíu” fyrir framan. Mörg bestu liða heims spila þetta kerfi og t.d. kerfi sem Thiago spilaði mikið með Bayern. Klopp lék ákveðna útfærslu af því lengi með Dortmund. Þetta kallar auðvitað á lægri pressulínu en við erum núna, þar sem að við yrðum alltaf í undirtölu með fjóra efst á vellinum. Þetta leikkerfi þekkir Thiago mjög vel en vissulega erum við enn í ákveðnu brasi með hver ætti að vera með honum þar á meðan meiðslin eru á fullu en þó hafa bæði Gini og Milner leikið þessa stöðu með félags og landsliðum. Það væri líka hægt að leika 4-4-2 með þetta kerfi og þá fá inn aggressíva kantmenn, en nánar um það síðar.

Breyta sóknarlínunni

Eini maðurinn með lífsmarki uppi á topp núna er Mo Salah. Ef hans nyti ekki við værum við í alvöru í fallbaráttu og hefðum líklega ekki farið upp úr CL riðlinum. Hann verður því að verða miðpunktur okkar sóknarleiks. Ég elska Bobby Firmino en eins og James Pearce skrifar um í The Athletic þá er líklega enginn leikmaður í LFC sem þarf meira á hvíld að halda og einnig að sóknarleikur okkar sé brotinn upp. Firmino hefur leitt sóknarleik LFC í raun síðan 2015. Það eru sex leiktímabil. Leikmaður sem einfaldlega lætur hlutina gerast. Tölfræðin hans síðustu tvö ár hefur legið niður á við og það er líka til marks um það að liðin hafa bara einfaldlega sett á hann frakka, jafnvel tvo, sem elta hann uppi allan leikinn. Mér dettur ekki í hug að afskrifa Bobby minn en núna þarf að horfa í það að hann ræður ekki við það hlutverk sem á hann er lagt. Það styttist auðvitað í Jota en það eru bara stórir leikir framundan sem þarfnast þess að þeir verði kláraðir.

Líklegasta svarið er að setja Mo Salah upp á toppinn og fara að vinna í því að senda hann í gegnum vörnina. Sadio Mané hefur átt erfitt líka svo það er meira að segja pæling að stilla upp í 4-4-2 með sem dæmi Origi og Salah. Origi ræður alls ekki við þetta fölsku níu hlutverk sem Bobby er en hann er ennþá fínn klárari ef hann fær boltann í teiginn svo það væri held ég tilraunarinnar virði og setja þá t.d. Ox og Tsimikas á kantana í 4-4-2. Það er þó alls engin nauðsyn – en nauðsynin er að koma Mo ofar á völlinn og fæða hann. Bobby inná í 20 – 30 mínútur væri svo áskrift á alls konar uppbrot því það þarf bara að horfa á stoðsendingar gegn United og Leicester til að rifja upp galdrana í skónum hans.

Þetta þrennt hefur verið mest í umræðunni en svo eru fleiri pælingar sem hefur verið skoðað.

Stillum upp þriggja manna vörn

Hér er horft til þess að bæði Trent og Robbo væru frábærir wingback kostir og Tsimikas hefur leikið þá stöðu. Hægt væri að stilla upp í 3-5-2 með tvo sentera og einmitt annað hvorn þríhyrninginn sem áður er ræddur eða 3-4-2-1 þar sem Salah færi upp á topp og við værum aftan við hann með t.d. Ox, Shaq, Curtis eða Bobby.

Setja Trent inn á miðjuna

Trent Alexander Arnold hóf ferilinn vissulega sem bakvörður en undir lok unglingaferilsins var hann kominn inn á miðju út frá sendingargetu sinni og skotnákvæmni. Það að skella Neco í bakvörðinn og Trent með Thiago er kostur sem margir hafa nefnt, hér eru það sérlega þeir sem horfðu á hann mikið með unglingaliðunum.

Spila leikmönnum í sínum stöðum

Einfaldasta leiðin kannski er að bara taka sér City til fyrirmyndar og eiga tvo leikmenn sem eiga “sína stöðu” í hverri leikstöðu. Myndi þá þýða að heill Fabinho færi í DM-C og við sæjum hafsentana okkar spila þær stöður þó um kost 5 – 8 sé að ræða. Líka má segja að bæði Ox og Shaq hafa oft verið settir inn í sóknartríóið þó þeir séu fyrst og síðast sóknarmenn.

Stýra álagi þegar menn koma úr meiðslum

Það eru að berast jákvæðar fréttir því Jota, Fab, Keita og Milner eru að nálgast að mæta til leiks á ný. Þeir þrír síðastnefndu hafa (eins og Hendo) verið að detta fljótt út aftur út frá vöðvatognunum. Það er morgunljóst að eitthvað er að klikka í meiðsladeildinni hjá LFC og nú þurfa menn að passa upp á það að þeir hrynji ekki strax út á ný þegar þeir koma inn. Þessir leikmenn geta breytt ansi hreint miklu fram til enda tímabilsins.


Hér er að finna samansafn af alls konar pælingum í umræðunni síðustu daga. Auðvitað er það þannig að við treystum Klopp og co. – allavega ég – til að vera með hausinn á kafi í alls konar pælingum. Að mínu mati er það líka kostur að við erum að horfa til mjög svipaðs árs eins og það síðasta var hjá okkar manni með Dortmund, nema það varð á fyrsta helmingi. Ég er alveg viss um að til lengri tíma eru mjög margir hjá félaginu að læra hvernig stilla er hægt af liðið á næsta tímabili.

Fyrst þarf þó að klára þetta. Eins og Carragher sagði bæði á meðan á leik stóð um helgina og í Monday Night Football þá verður liðið okkar einfaldlega að fara að standa upp og spyrna við fótum. Það eru svo sannarlega mikið af hæfileikamönnum í félaginu og algerlega klárt að hæfileikarnir á Anfield voru meiri í okkar liði en hjá Burnley, Brighton og Everton. ÞRÁTT FYRIR MEIÐSLI!!!

Bíta í skjaldarrendur drengir, spyrna sér ofar í deildinni og alvöru atlögu að CL takk. Ef þið viljið prófa eitthvað af því sem hér er rætt og hjálpar mögulega. Þá bara gleður það okkur á kop.is-samfélaginu!

18 Comments

 1. Sælir félagar

  Takk fyrir þetta Maggi, alltaf gama að pælingum um liðið okkar. Það er líka gott að tala í lausnum og möguleikum sem gætu hugsanlega snúið gengi liðsins við. Klopp og félagar fundu á sínum tíma lausnir á vanda Dortmund enda hætti Klopp ekki þar fyrr en liðið var komið upp úr holunni. Ég treysti engum betur en Klopp og félögum til að finna lausn á vandanum og snúa gengi liðsins til betri vegar. Þrátt fyrir þrjóskuröskunina hlýtur Klopp að vera búinn að átta sig á að eitthvað verður að breytast, eitthvað verður að gera sem gefur leikmönnum tækifæri og möguleika.

  Það er nú þannig

  YNWA

  8
 2. Fínar pælingar eins og við mátti búast úr þessari átt.

  Mér svelgdist samt á kvöldkaffinu þegar ég las nafn Origis sem mögulega lausn á okkar vanda. Það þarf að setja smá viðvörunartexta áður en svona skilaboð birtast.

  En við þurfum að búa okkur undir magra tíma. Hendó er ekki á miðju og ekki einu sinni í vörn. Í fyrsta leik á síðasta tímabili eftir að hann meiddist þá tókst okkur að tapa 3-0 fyrir Watford og langri hrinu án ósigra var þá lokið. Sú staðreynd að vinnudýrið okkar, heilinn, hjartað og lungað sjálft, er ekki með moppuna á miðjunni að hreinsa allt upp og dæla boltum fram hefur líklega hvað mest að segja um nýgengnar ófarir.

  10
  • Flottar pælingar Maggi og er ég hjartanlega sammála mörgu hjá þér. Klopp verður að hætta þessari þrjósku og breyta um leikstíl fram á vorið svo getur hann farið aftur í sína hugmyndafræði þegar næsta tímabil byrjar. Takk fyrir góðan pistil.

   5
   • Já ég tel því miður við munum sjá svipaða uppstillingu og síðast hef ekki nokkra trú um að Klopp fari í 3 manna vörn en væri til í að sjá eitthverja svona breytingar þar sem ekkert gengur hjá okkar mönnum og það getur ekki versnað eða hvað?

    En að jákvæðu nótunum Jota er byrjaður að æfa aftur og maður getur ekki beðið eftir að fá hann til baka..hversu ryðgaður hann er mun koma í ljós en hann var besti maður liðsins fyrir meiðslin svo mikið er víst.

    4
 3. Voru að berast mögulega slæmar fréttir af Henderson..þarf mögulega leggjast undir hnífinn og það þýðir 3 mánuði frá ef rétt reynist sem þýðir tímabilið búið hjá honum : ( vona að þetta sé ekki svona alvarlegt.

  • Uss, við eigum ekki eftir að vinna marga leiki án Hendersons! Ekki að við höfum svosem verið að vinna þá hvort sem er… en samt.

   2
   • Hefði viljað sjá hann koma á miðjuna aftur með Fab en það er ekki víst við sjáum þá 2 saman aftur á þessu tímabili.

    1
  • Þetta tímabil ætlar að verða eins skít-ónýtt og hugsast getur!

   2
   • Já það mun alveg örugglega ekki skána mikið við að missa meistara Henderson burt í langan tíma.
    Maður bindur vonir við að Jota komi inn með neistann til að fara skora aftur mörk en við munum sakna Hendo það er morgunljóst.

    2
 4. Þegar spilað er gegn minni liðunum pakka þau í vörn og beita skyndisóknum, stærri liðin, sem og evrópuliðin, leika svipaðan bolta og Lpool og þá gengur betur að sækja. Þessa varnartaktík ræður Lpool ekki við. Finna þarf lausn á því.
  Það er líka eins og menn veigri sér við að skjóta, eins og það séu bara einhverjir ákveðnir sem mega skjóta og færum er klúðrað trekk í trekk.
  Einnig óþolandi, sérstaklega hjá Robertson, þegar tækifæri gefst til hraðrar sóknar, þá snýr hann oftar en ekki við og sendir boltann til baka, stundum alla leið á markmann. Þessu verður að breyta. Það getur ekki bara verið markmiðið að halda tuðrunni. Það vantar illskuna.

  6
 5. Góðar pælingar Maggi, ég er búinn að segja lengi að það á eins og Kristján segir hér að ofan að lúðra tuðrunni á markið fyrir utan teig en til að árangur náist með því þarf klárlega að hafa getuna til að skjóta af 20 metrunum, spurning hvort Herr Klopp hafi ekki sett miðjumennina á auka skotæfingar. Ég sakna þess að sjá menn reyna á markmenn andstæðinganna. Í nokkrum leikjum höfum við verið að sjá fyrstu skottilraun á markið á 75-85 mínútu og það er ekki boðlegt, alltaf skal hnoðast með tuðruna inn í gegnum vörn andstæðinganna. Ég er algerlega sammála því að meðan við höfum ekki varnarmenn sem geta tekið menn á í hraða þá verður að færa línuna aftar og treysta á hraða í skyndisóknum. Í vetur höfum við því miður ekki getað treyst á að skora meira en andstæðingurinn ef við fáum á okkur mörk eða mark. Origi er því miður að mínu mati ekki lykillinn að lausninni en hann og liðið allt má alveg troða upp í mig sokk eða jafnvel sokkapari ef svo ber undir. Hvernig sem allt fer mun ég alltaf standa með mínu liði í blíðu jafnt sem stríðu og treysti á að botninum sé sannarlega náð.
  En hvað veit ég svo sem ?

  2
  • Já sammála þetta liggur við er orðið þannig að ef eh lið skorar 1 mark á Liverpool þá eru þeir bara nánast búnir að vinna þessu erum við ekki vön þar sem Liverpool hefur aldrei átt í vandræðum með að skora mörk það var áður að þurfti að stoppa í vörnina sem var hriplek en sóknin er ekki búinn að vera til vandræða í 10 ár eða eh álíka.

   Man ekki eftir annari eins markaþurð og er núna..við söknum lykilmanna við söknum áhorfenda og stuðningsmanna okkar á völlum englands og VAR er drasl.

   5
 6. Skelfilegar fréttir af föður Alisson! drukknaði í brasilíu hugur minn er hjá Alisson þessa stundina : (

  6
 7. Áhugaverðar vangaveltur. Ég er annað hvort mjög svartsýnn eða raunsær og spái liðinu fyrir neðan Evrópusæti og max 8 liða úrslit í CL.
  Hver ætli stuðullinn sé á að Ozan Kabak meiðist á sunnudaginn og verði frá út tímabilið?

  1
 8. Henderson búinn í aðgerð og menn tala um 3 mánuði í það minnsta og ekki með meira á þessu tímabili og jafnvel mun missa af með Englandi sem manni finnst líklegt eftir svona.

  Batakveðjur á meistara Henderson !

  YNWA !

  1
 9. Þrettán leikir eftir. Megum ekki tapa nema svona 10-12 stigum af þeim 39 sem eru í boði til að eiga séns á UCL sæti. Það eru 2 töp og 4-6 jafntefli. Alveg hægt en aldrei nema 1:4 líkur og sennilega minna.

  1
 10. Þetta tímabil er þannig, þar sem allt hefur farið úrskeiðis, sem mögulega gat farið úrskeiðis. Hvar sem við endum þetta tímabil á töfluni, þá er ég löngu hættur að gera mér stórar vonir, þá á ég við topp 4, ja nema undur og stórmerki gerist. EEEn, næsta tímabil ættum við að vera full mannaðir, Gini verður sennilega þá farinn en annar eða aðrir komnir í staðinn, sem er möst. Held að Kabak verði ekki keyptur, heldur eithvert stærra nafn, Davies verður 3-5 kostur, miðjan verður styrkt til muna meðan aðrir verða seldir. Spurning hvort keyptur verði framlínumaður, held ekki, Klopp lætur reyna á þá 4 sem hefja næsta mót.

  YNWA

Kop.is í heimsókn á Fótbolti.net

Heimsókn til Chris Wilder, uppáhalds þjálfara Klopp (Upphitun)