Kop.is í heimsókn á Fótbolti.net

Heiðursmennirnir á www.fotbolti.net ákváðu að bjóða ritstjórnartríóinu Magga, Einari og Steina í heimsókn í þáttinn sinn í dag til að fara yfir allt Liverpool tengt.

Útkomuna er að finna með því að smella á þennan hlekk hérna, en í þættinum er farið yfir leikinn gegn Everton, hvað þarf að breytast og rýnt er í næsta leik sem er gegn Sheffield United.

Það verður ekki podcast þessa vikuna en reikna má með því að spámennirnir reyni að skutla spá við þennan hlekk.

Ein athugasemd

  1. Málið er, það var oft búið að tala um það, ef VvD meiddist þá yrðum við í vandræðum, verandi með 2 aðra miðverði, sem voru meiðslapésar. Merkilegt nokk, þá var staðan góð um áramót, efsta sætið takk fyrir. Unnum CP á bensíngufuni, síðan bara tankurinn gal tómur. Það góða er, það kemur tímabil eftir þetta tímabil.

    YNWA

    1

Liverpool 0-2 Everton

Pæling – hvað er til ráða?