Grannaslagur á laugardag

Á laugardag mætast grannarnir í Liverpool og Everton á Anfield og hafa þeir rauðu harma að hefna frá síðustu viðureign liðana snemma á leiktíðinni. Í þeim leik skildu liðin jöfn 2-2 á Goodison Park, það var dæmt af sigurmark af Henderson á loka andartökum leiksins í einni allra, allra tæpustu rangstöðu leiktíðarinnar (sem ég held enn að hafi ekki einu sinni verið rangstaða) og tveir leikmenn Everton straujuðu þá Van Dijk og Thiago svo báðir meiddust á hné, annar þeirra var frá í einhverja þrjá mánuði og hinn út leiktíðina. Ömurleg úrslit og leikur í alla staði, svo Liverpool hefur klárlega harma að hefna.

Það eru þrjú stig sem skilja liðin að í 6. og 7.sæti eins og er en Everton á leik til góða og gæti náð Liverpool að stigum. Eins fucking ömurlegt og það er þá segir það ansi mikið um það hve dýrkeyptar síðustu vikur hafa verið fyrir Liverpool. Það er því ansi fínt að næla í þessi þrjú stig fyrir baráttuna um eitt af efstu sætunum og til að hrista Everton af sér.

Það er engin Yerri Mina eða Gbamin í Everton en Dominic Calvert-Lewin, þeirra aðal striker og líklega mesta markógn, var ekki með gegn Man City í byrjun vikunar vegna meiðsla en hann mun að öllum líkindum snúa aftur í byrjunarliðið gegn Liverpool.

Fabinho, Milner og Jota verða ekki með Liverpool en það ætti vonandi að vera að styttast í að þeir muni snúa aftur í liðið. Það myndi styrkja hóp Liverpool alveg gífurlega mikið að fá þá inn því hópurinn er ansi þunnur þesa dagana. Hins vegar þá hefur Naby Keita verið byrjaður að æfa aftur af krafti, Klopp segir hann hafa getað verið með gegn hans gömlu félögum í Leipzig en þeir hafi ákveðið að bíða en svo veikist hann (en ekki hvað?!) en hann gæti verið með í hópnum gegn Everton sem yrði ansi flott. Það var óttast að Alisson væri meiddur en svo virðist ekki vera og segir Klopp hann vera í fínu standi fyrir leikinn.

Ég reikna með að sjá óbreytt lið frá leiknum gegn Leipzig en liðið lék mjög vel í þeim leik. Ef Henderson og Kabak byrja saman leikinn í miðri vörninni þá verða þeir það miðvarðarpar Liverpool sem hefur spilað flesta leiki saman í röð. Sem eru að ég held alveg heilir þrír leikir! Það segir nú ansi mikið um hve ljótt ástandið hefur verið í vetur og ég held að þeir muni koma til með að byrja þennan leik. Klopp gæti reyndar svo sem alveg hent Phillips inn í liðið til að styrkja liðið í föstum leikatriðum en ég reikna ekki með því.

Alisson

Trent – Kabak – Henderson – Robertson

Thiago – Wijnaldum – Jones

Salah – Firmino – Mane

Óbreytt lið frá því í síðasta leik. Salah og Mane skoruðu báðir, Thiago og Firmino áttu góðan leik og fóru nokkuð snemma útaf og Curtis Jones var frábær. Kabak og Henderson leystu miðvörðin vel gegn hröðu liði Leipzig og Wijnaldum held ég að sé alveg bókaður í djúpa miðjumanninn á meðan Henderson er í vörninni og Fabinho er meiddur. Enginn Milner svo mér finnst miðjan nokkuð velja sig sjálf, kannski Shaqiri komi inn í einhverju hlutverki en ég efast um það.

Ég vil sjá Liverpool byggja á leiknum gegn Leipzig og taka Everton í bakaríið – og vonandi að við þurfum ekki að tala um einhver ömurleg meiðsli eftir þennan leik og þrjú stigin verða okkar helsta umræðuefni!

22 Comments

 1. Ég vill bara sjá okkar menn vinna á morgun. Klopp segir þá hafa gleymt fyrri leik þessara liða, en ég held alls ekki. Vonandi verður þetta var drasl til friðs á morgun, og að við náum svo í öll stigin takk, og engin meiðist.
  Ég bið ekki um meira takk fyrir 🙂

  6
 2. Eina sem ég hef áhyggjur af fyrir þennan leik er hvort Bláskítum takist að slasa fleiri lykilmenn hjá okkur því það er eina sem þeir geta. Þeir munu aldrei geta keppt við okkur í fótbolta.

  6
 3. Já, í dag mætir liðið okkar kvölurum sínum í orðsins fyllstu merkingu.

  2
 4. Sælir félagar

  Þessi leikur er skyldusigur í baráttunni um meistaradeildarsæti. Þetta bláa skítalið sem spilar drullubolta og fær oftar en ekki að leika gróft og skaðlega á ekkert gott skilið. Enskir dómarar eru þeir lélegustu í Evrópu svo maður veit aldrei hvað kemur til með að gerast og hvað bláa skítaliðið fær að komast upp með. Ég var þannig fyrir síðasta leik þessara lið að mér var ekkert illa við eVARton en eftir þann leik hata ég líklega ekkert lið meira en eitt lið svipað. Ég ætla að spá 3 – 0 mér til hugarhægðar.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 5. hvernig sem þetta fer þá vill ég sjá liverpool spila þetta af hörku.

  4
 6. Minamino að skora fyrir South og við getum KKÍ notað hann jáhér.

  YNWA

  3
 7. Minamino er heldur betur að finna sig hjá Southampton. Búinn að koma þeim yfir gegn Chelsea. Kláraði mjög yfirvegað.

  4
   • Þetta var mjög vel gert hjá honum. Í uppstillingunni virðist hann spila vinstri vængmann, sem er ýmist í þriggja manna framlínu eða þriggja manna miðju. Það var ekkert að gerast hjá Southampton, þeir höfðu aldrei svo mikið sem komist inn í vítateiginn hjá Chelsea. Minamino kom skokkandi af vinstri vængnum, benti á hlaupaleið milli miðvarða, Djenepo skilaði boltanum í línuna, Minamino fylgdi á eftir, fintaði markvörðinn niður á rassinn og kláraði svo með utanfótarsnuddu.

    Ég sé hinsvegar ekki hvernig hann gæti spilað þessa stöðu hjá Klopp… nema kannski í staðinn fyrir Firmino?

    3
   • Minamino spilaði síðast fyrir okkar lið á móti Crystal ef ég fer ekki með rangt mál og var hann að eiga stjörnu leik kemur síðan ekkert við sögu er lánaður og hann heldur áfram að stíga upp ég hefði allan dagin látið Origi á lán frekar en Mína en ég er ekki Klopp. Síðan er ég ekki að sjá afhverju Nathan P fær ekki fleirri leiki er hann ekki búinn að vera frábær fyrir okkur í vörninni?.

    4
   • Kaldi ég er þér sammála ég lýsi bara yfir furðu hjá þjálfarateyminu að láta Mino fara þegar liðið okkar er meira og minna allt í meiðslum allt andskotans tímabilið.

    4
   • þetta Origi dæmi er orðið svo þreytt að það nær ekki lengur neinni átt..leikmaður sem svo kaldur að ísmoli nær ekki að lýsa því einu sinni.
    Eins og menn þurfi að halda honum til að þakka fyrir það sem hann gerði 2019 ?
    hefði allan daginn viljað sjá Elliot fá að spreyta sig í staðinn og fá mikilvægar mínutur fyrir Liverpool..er þess handviss að drengurinn væri búinn að gera meira en Origi.

    2
  • Akkurat sá markið virkilega vel gert hjá honum hélt cool head og fíflaði markmanninn og varnarmann og geggjað finish.

   En já satt hjá þér manni fannst hann hvergi passa inní kerfið hjá okkur og ég er sammála væri vel hægt að prufa hann í staðinn fyrir Firmino sérstaklega ef hann er að komast betur inní ensku fær sjálfstraust við að skora auðvitað og vonandi heldur það áfram og við fáum betra version af Mino til baka.

   4
 8. Eru fleirri ég að sjá það hvað dómarinn er lélegur í þessum leik nb sami dómari dæmdi dæmdi okkar leik á móti Leicester, ef þú er svartur leikmaður færðu ekkert hjá þessum dómara ég fullyrði það að hann er fordómafullur þessi maður.

  YNWA.

 9. That’s it then! Minamino tryggði Southampton stig á móti Chelsea. Ekki sem verst.

  3
 10. Ég vil fá Henderson á miðjuna í þessum derby leik, það er galið að hafa ekki fyrirliðann á miðjunni að berjast við þá bláklæddu. Einnig væri ég til í að hafa scouserinn Jones fyrir framan þá Henderson og Winjaldum.
  Thiago sest á bekkinn.
  Philips er sterkur í loftinu og getur vel passað upp á Calvert Lewin

  ——————Alisson—————–
  Trent—Philips—Kabak—Robbo
  —–Henderson—-Winjaldum—-
  ?——————-Jones—————–
  —–Salah—–Firmino—–Mane

  1
  • Þá eru bestu miðjumenn okkar báðir meiddir og Nathan P búinn að vera geggjaður eftir að hann kom inná anskotans þrjóska að vera nota Hendó og Fab í þessar stöður.

   YNWA.

 11. Merkilegt hvað margir leikmenn fara að spila betur og jafnvel skora þegar þeir fara frá Liverpool er eitthvað að klikka hjá herra Klopp?

 12. Er að horfa á Burn-WAB ekki myndi ég borga mikið fyrir þá dómgæslu

Leipzig 0 – 2 Liverpool

Byrjunarliðið gegn Everton