Byrjunarliðin á King Power í Leicester

Liverpool-liðar mæta Refunum frá Leicester-skíri í dag í toppuppgjöri liðanna í 3. og 4.sæti. Brendan Rodgers mun freista þess að sigra LFC í fyrsta sinn sem stjóri LCFC á meðan Rauði herinn leitar að viðspyrnu eftir tap gegn öðru City-nefndu liði í síðasta leik.

Byrjunarliðin

Klopp hefur stillt upp sínu upphafsliði og er það eftirfarandi:

Liverpool: Alisson; TAA, Kabak, Henderson, Robertson; Wijnaldum, Milner, Jones; Salah, Mane, Firmino

Bekkurinn: Adrian, Phillips, N. Williams, R. Williams, Tsimikas, Thiago, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri, Clarkson

Ozan Kabak spilar sinn fyrsta leik fyrir Liverpool og spilar hann í miðri vörninni við hlið fyrirliðans Henderson. Thiago fær hvíld frá byrjunarliðinu en er til taks á bekknum ásamt ungliðanum Leighton Clarkson.

Hjá heimamönnum þá hafa Refir Rodgers endurheimt Vardy í framlínuna og stilla einnig upp sínum eigin tyrkneskum varnarjaxli í Caglar Söyüncü.

Leicester: Schmeichel, Pereira, Evans, Soyuncu, Amartey, Ndidi, Tielemans, Albrighton, Maddison, Barnes, Vardy.

Bekkurinn: Thomas, Under, Mendy, Fuchs, Ward, Perez, Iheanacho, Daley-Campbell, Choudhury

Upphitunarlagið

Til að rífa alla í gang um hádegisbil er hið reffilega Refalag Foxy Lady vel til þess fundið. Gítarriff gjöriði svo vel:

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

64 Comments

  1. Sælir félagar

    Það á greinilega að halda áfram að draga bit úr miðjunni og vera mað Hendo í vörninni. Til hvers er eiginlega að vera að kaupa miðverði ef það á ekki að nota þá. Ég er drullufúll og vil fá Hendo fram á miðjuna og hætta þessu drullumalli í vörninni.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
    • Hvað.. viltu hafa Davies og Kabak saman í fyrsta leik. Það er nú bara dauðadómur fyrir okkur. Það er nú bara þannig.

  2. Veit einhver af hverju Kelleher er ekki á bekk? Fyllist angist að sjá Adrian á bekknum.

    1
  3. Veit einhver hérna hvort að það sé einhver staður að sýna leikinn í Borgarnesi ?

    1
  4. Ef einhver lumar á góðum link fyrir streymi þá mætti viðkomandi gjarnan deila.
    Takk
    YNWA

    1
  5. Soft, en hversu miklar líkur eru á að rashford hefði fengið víti á old trafford?

    4
  6. Nanast kraftaverk að komast i gegn um heilar 17 min an meiðsla einhvers leikmanns Liverpool.

    2
  7. Bara sama af því sem maður er búinn að sjá svona undanfarna 2 mánuði eiginlega lítið að frétta..Leicester furðulega slakir líka.

    3
  8. Slakur hálfleikur.

    Sóknarmenn slæmir.

    Maður hreinlega getur ekki beðið eftir að fá Jota til baka.

    Heppnir að vera ekki undir.

    3
  9. Veit ekki, en mér finnst okkar menn hafa spilað af krafti og átt bara fínan hálfleik. Bæði lið átt færi en Liverpool klárlega betra liðið. Hreyfanleiki t.d. hjá bakvörðunum farin að minna á þegar best lét og krafturinn bara allur meiri. Núna vantar bara að koma boltanum í netið.
    YNWA

    1
  10. Sorrý með mig ( því hann er einhverra hluta vegna ósnertanlegur í huga margra), en er bobbý ennþá í byrjunarliðs mlassa? Í mínum augun gull varamaður, en er bara hættur að hjálpa til í sóknarleiknum nema einstöku sinnum. Aðallega hefur hann stöðvað sóknarleikinn þó hann sé góður í pressunni.

    1
  11. Ég er greinilega að horfa á annan leik en aðrir hérna.

    Liverpool voru að sundurspila Leicester liðið í 35 mín. Þeir komust varla yfir miðju en þetta er gott Leicester lið sem getur spilað flottan fótbolta en þeir litu út eins og WBA. Sem er reyndar slæmt fyrir okkur ef út í það er farið

    Klopp fór í extrem hápressuna í þessum leik(sem við notuðum nánast alltaf fyrir c.a 3 árum, höfum verið að nota aðeins öðruvísi pressu undanfarinn tvö tímabil) og vorum við að vinna boltan aftur og aftur inn á þeira vallarhelming og keyra á þá. Það sem vantaði var einfaldlega að klára þessar stöður sem við fengum.

    Mér fannst þetta fín hálfleikur hjá Liverpool en þurfum að ná inn þessu helvítis marki.

    YNWA

    7
  12. Hvernig væri aö drullast til að skjota a markið fyrlr utan teig, ekki alltaf að biða eftir þessum hliðarhlaupum osfrv.

    2
  13. Þegar við finnum Firmino í teignum eða rétt fyrir utan teig þá er hætta á ferð….menn er alltof ragir að dæla boltunum á Firmino hann er alltaf að bjóða sig …..

  14. Klarið þennan helvitis leik og nytið færin.

    Djöfull er eg orðin pirraður a þessu

    Eruð þið ekki að grinast i mer

    Aaaaaaaaanskotans

  15. Þarft að vera masókisti til að fylgjast með Liverpool þessa stundina.

    2
  16. Jæja nú eru dómarar í Englandi búnir að finna upp nýja linu djofulsins bull er þetta með liðið það hrynur bara allt svo heldur alisson bara áfram með ruglið stend með því sem ég sagði eftir city leikinn á bekkinn með manninn

    2
  17. Helvitis skomm og ekkert annað að lenda i svona aðstoðu aftur og enn.

    2
  18. 10 mín eftir koma svo! Annars er maður farinn að huga að nýta bara Sofascore með Liv leiki, erfitt að horfa á þetta svona live. Liðið alveg svakalega opið fyrir þessum skyndisóknum frá Leceister og eins og eftir að við skorum að við séum bara hættir. Það eitthvað að hugarfarinu hjá leikmönnum.

    1
  19. Ekki rangstæða og ekki brot á mané?
    Sjáumst á næsta tímabili 🙂

    4
  20. Eru allavega að fara enda fyrir utan top 4 það er morgunljóst þetta er skelfilegt að horfa á liðið gjörsamlega hrynja þegar maður hélt að botninum er náð neibb bara endurtaka sömu skituna…minnir mig á eh Hodgson tíma.

    2
  21. Ætla henda þessu fram því það er komið að því!!!!!! Klopp—FSG?

    2
  22. Everton hlakkar ekkeet sma til að mæta Annfield og vinna sinn fyrsta leik þar i langan tima

    Þyðir ekkert að væla um þessi meiðsli.

    2
  23. Þeir sem vildu ólmir spila báðum nýju miðvörðunum geta étið nokkur sokkapör núna

    3
    • Hvað gerði miðvörðurinn rangt? Þessi gung ho markvörður keyrði inn í hann…. Smakkaðu bara á þessum sokkum sjálfur

      3
      • 1. Alisson átti þennan bolta, var í mun betri stöðu til að hreinsa. Vanari maður hefði ekki gert sömu mistök og Kapak
        2. Hann heldur ekki línunni og spilar Barnes réttstæðann.

        2
    • Disclaimer:
      Er alls ekki að reyna drulla yfir Kapak, finnst hann lofa góðu. Það tekur tíma að aðlagast og það að ætla að spila þeim báðum finnst mér óskynsamlegt.

  24. Núna krefst ég breytinga í vörninni við verðum að fá Henderson á miðjuna og setja einhvern af unglingunum með ef Davies er meiddur og svo verður að taka alisson úr liðinu ekki hægt að horfa framhjá þessu að hann er búinn að kosta okkur 2 leiki í röð núna.

    1
  25. Ég verð að fá að öskra á þetta helvítis andskotans aumingja fokking lið! DJÖFULL RR ÉG ORÐIN ÞREYTTUR Á ÞVÍ AÐ SKAPIÐ OG DAGURINN FARI ALLT TIL ANDSKOTANS YFIR ÚRSLITUM HJÁ ÞESSU JÓJÓ LIÐI.

    FARI ÞETTA SEASON ALLT NORÐUR OG NIÐUR!

    3
    • Nákvæmlega það er rétt hádegi á laugardegi og helginn strax orðin ónýtt.

      helvítis foucking fouck

  26. Óskiljanlegt- fyrir nokkrum mánudum sidan var thetta einfaldlega besta fótboltalid i heimi

    2
  27. Curtis tekinn útaf síðast á móti City ..City skoraði 3 mörk á stuttum tíma eftir það..Curtis tekinn útaf á móti Leicester 5 mín síðar raðast inn mörkin hjá Leicester.
    Klopp ekki taka Curtis útaf : D

    3
  28. Sæl öll
    Nú meiga þeir sem kalla það væl að kvarta undan dómurum, éta það sem úti frýs!?!
    Hver er munurinn á snertingunni á Barnes og Salah? Af hverju var ekki dæmd bakhrinding Evans í aðdraganda marks nr.2 (það er ekki einu sinni skoðað eða endursýnt!!?)? Gula spjaldið á Kabal, hvaða grín var það? Þetta er orðið svo yfirgengilega augljóst að dómarar dæma eftir ímynduðu áliti.á Mané og Salah, tilbúnu af umfjöllun á Englandi. Dómarar frá Englandi koma ekki til með að sjást á stórmótum í nánustu framtíð!?!

    10
    • Ég er svo algjörlega sammála þér ÞHS, þetta er orðið svo yfirgengilegt að það er ekki einu sinni prenthæft það sem maður vill segja um þessa dómgærslu, leik eftir leik.
      Vítið á Salah var borðleggjandi, fyrra atvikið hefði orðið vítið líka ef hann hefði bara sótt það. Gula spjaldið á Kabal, það þarf að geyma það upp í skáp og endursýna reglulega. Hrindingin á Mane – blessaður drengurinn verður að vekja athygli á þessu – það þýðir ekki bara að halda áfram, hann verður að æsa sig. Að segja ekkert og gera ekkert hefur aldrei virkað í fótbolta, þótt því sé sífellt haldið fram.
      Og svo rangstaðan, eins og ég skyldi það í Everton leiknum, þá átti það að vera olnboginn á Mane sem gerði hann rangstæðan … hef heyrt þulina halda því fram í nokkrum leikjum en ekki þarna – kannski einhver geti skýrt það út fyrir mér (sjálfsagt misskilningur)

      5
  29. Var N Philips buinn að standa sig svona illa að það þurfti nýjan miðvörð í dag. Algjörlega óreyndan að spila með LFC.

    7

Refaveiðar í Leicester

Leicester 3-1 Liverpool