Gullkastið – Það er alltaf næsta tímabil

Veik von um alvöru titilbaráttu dó í síðstu viku og ljóst að Liverpool er í bullandi erfiðri baráttu um Meistaradeildarsæti ef gengi liðsins fer ekki að breytast til batnaðar. Afar erfið vika á dagskrá að þessu sinni. Framundan eru svo þrír stórir leikir.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 323

30 Comments

 1. Takk fyrir þetta podkast.
  Ég hef það stundum á tilfinningunni að það sé frekar lítill getumunur á milli liða í Úrvalsdeildinni, jafnvel þannig að það þurfi ekki nema að riðlast smá skipulagið hjá liði til að það hökti á móti hinum liðunum.
  Í okkar tilfelli erum við með frábært lið, en skipulagið hefur riðlast óvenjumikið – niðurstaðan óvenju mikið hökt. Nú er bara að vona að við náum að koma einhverju skipulagi á leikinn og aftur í gang og þá ættum við að ná meistaradeildarsæti.

  6
 2. Langar að sýna ykkur hvað Chris Coleman sagði um gagnrýnina sem okkarmenn hafa orðið fyrir síðustu vikurnar:

  Chris Coleman:

  “I’m amazed listening to some of the criticism of Liverpool. This is a team that won the title, Champions League title, been labelled as one of the best team in the Premier League – which absolutely they are.

  “This season they have had crippling injuries to important players. Also the style of football Jurgen Klopp likes – heavy metal football – that they have been doing for two or three seasons and sooner or later that will catch up.

  “They are a great team, they are in a sticky moment. Will they win the league, no.

  “I think they need to add some players and they need to back Jurgen in the transfer market.

  “No team can maintain those standards, but can they come back again? Of course they can.

  “A lot of their players look a bit tired and jaded from playing the most attacking, the most exciting football, but they will come back again. ”

  Stóri feillinn að mínu mati er sá að hópurinn er of þunnur og hefði verið gott að auka breiddina.
  En þetta hópmeiðsla rugl hjá liðinu er líka út úr kortinu.
  Hef trú að styrkingar hópsins verið miklar í sumar ef heimsfaraldurinn verður ekki þeimur erfiðari.

  YNWA.

  18
  • Fyrir utan gæði í varamiðvörðum var ekkert athugavert þannig við stærð hópsins, þessi meiðsli hjá algjörum lykilmönnum eru ekki eðlileg. Sérstaklega ekki svona mörgum í sömu stöðu, einmitt þar sem við máttum síst við því. Coleman hittir naglan vel þarna finnst mér.

   1
  • Chris coleman ekki að taka vitlausuna þarna.

   Í sambandi við breydd þá erum við með breydd en ekki eins mikil gæði í henni og sum lið.

   Það vita allir að miðvarðabreyddin okkar var ekki til staðar.
   Hægri bakvarða staðan með ungum varamanni sem virðist ekki alveg tilbúinn að gefa Trent auka hvílt er ekki til staðar.
   Vitum ekki alveg stöðuna á okkar nýja vinstri bakverði.
   Breyddin á miðsvæðinu er mikil en þegar það þarf alltaf að nota 1-2 miðjumenn í miðverði þá er sú breydd farinn.
   Sóknarbreyddinn okkar er þannig að við eigum 4 frábæra valmöguleika þegar einn eða tveir eru ekki á svæðinu(já eða þrír eins og hefur gerst) þá er fallið annsi hátt.

   Maður finnst lið eins og Man City og Chelsea vera með þannig hóp að það er hægt að rótera mikið án þess að gæðin verða eitthvað mikið slakari.

   1
 3. Sælir félagar

  Takk fyrir góðan þátt og það er anzi mikið til í því sem Höskuldur segir hér fyrir ofan. Það sem ég á við er það að meiðslin sem hafa hrjáð liðið í öftustu línu hafa riðlað öllu skipulagi og holningin á liðinu er einhvernvegin aldrei eins og hún á að vera nema liðið taki sig til og spili eins og allt sé í lagi í vörninni. Það gerði liðið í leikjunum við T’ham og W.Ham og átu bæði þessi lið. Það er líka annað sem ég hefi tekið eftir og veldur mér áhyggjum. Mané virðist vera orðinn anzi seinn að hugsa. Hann verður þannig fyrir því að boltinn er hirtur af honum sinn eftir sinn fyrir framan vörn andstæðinganna.

  Maður sá þetta gerast í Brighton leiknum og líka City leiknum. Hann virkar stundum seinn og ráðalaus með boltann. Robbo virðist heldur ekki treysta á að senda honum boltann upp í hornið eins mikið og áður. Ef til vill vegna þess hvað miðjan er “passív” ekki síst með Gini sem sóknartengilið. Ég veit að miðjan hefur verið löskuð vegna varnarvandræða og það virðist koma illa niður á áræðni liðsins en þetta ástand á Mané er samt skrítið. Ég er ekkert ósáttur í sjálfu sér við að tapa City leiknum en er ósáttur við hvernig það gerðist.

  Ég er nú samt svo vitlaus að ég trúi því eins og Maggi að botninum sé náð. Þegar afburðamaður eins og Alisson gerir svona mistök þá er botnskafið komið og neðar förum við varla. Við höfum haft fín tök á Leicester undanfarin misseri og ef við fáum einn til tvo varnarmenn inn í liðið í leiknum við þá, þá munum við vinna þá nokkuð örugglega. Ég man í fyrri leiknum við þá með laskað lið þá sást Vardy ekki í þeim leik. Það ætti að vera jafn auðvelt fyrir Klopp að taka hann úr sambandi núna með Kabak amk. í vörninni og þar með snúa þessu gengi við. Ég hefi trú og vona að aðrir hafi hana líka ekki síst leikmennirnir okkar.

  Það er nú þannig

  YNWA

  7
 4. Sæl og blessuð.

  Bara í enn eitt skiptið:

  Engir fastir hafsendar >>> miðjumenn fara í vörn >>> hægir á spilinu >>> andstæðingar komst fyrr í vörn>>>sóknarlínan skilar minni afköstum >>> engir turnar inni í teig >>> föst leikatriði verða tannlaus.

  Sókn vinnur leiki en vörn vinnur titla. Þetta er ekki flókið. Og þegar allt þetta riðlast þá aukast líkurnar á mistökum oþh eins og við höfum séð.

  Svo er auðvitað magna að mansésterliðin skuli hvort um sig hafa getað eytt 5-7x það sem við höfum eytt nettó. Við skröpum ,,botninn” í hreinum útgjöldum og það leiðir eðliega af sér að hópurinn þolir enn síður áföll af þessum toga.

  Það þýðir ekki að ræða þetta – ,,you cannot change the laws of physics” sungu þau í Star trek laginu forðum daga.

  7
 5. Hefur einhver heyrt um af hverju liverpool tók ekki suarez tilbaka eftir að koeman vildi losna við hann?
  Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að við værum með a.m.k 10 stigum meira með 34 ára gamlan suares!

  9
  • Liverpool er með þrjá heimsklassa sóknarmenn og keypti einn til viðbótar með framtíðina í huga líka. Tími Suarez hjá Liverpool gefur svo ekki beint tilefni til að félagið sé að eltast við hann í ellinni. Þó hann sé vissulega frábær leikmaður og hefur verið flottur í þéttu liði A. Mardríd.

   Svo er spurning hvort hann vilji ekki bara búa á Spáni áfram?

   3
   • Full djúpt í árinni tekið með að setja Jota strax í heimsklassa. Mo og Sadio vissulega heimsklassi.

    5
   • eitthvað var ég að misskilja. Þú vilt semsagt meina að BOBBY FIRMINO SÉ Í HEIMSKLASSA?

    Vissulega þykir hverjum sinn fugl fagur.

    Ást sumra manna á þessum leikmanni nær út fyrir gröf og dauða.

    4
   • Einar,
    Okkar eini hreinræktaði striker heitir origi, sorry en hann er ekki góður leikmaður.
    Suarez væri alltaf á undan bobbý, í versta falli að berjast um sæti við hann.
    Það hefði verið minn draumur, þinn draumur er annar og er raunveruleikinn ( minn draumur væri búinn að færa okkur fleiri mörk, þú veist það jafnvel og ég Mané-Suarez-Salah……)

    3
  • Ég held að money-ball stefnan kaupi aldrei svona gamlan leikmann eins og Suarez. Því miður. Ég hefði alveg verið til í að sjá hann aftur á Anfield (og eitt og eitt lovebite í kaupbæti).

   3
 6. Sælir,

  Við skulum anda inn og andu út, við erum Liverpool og við munum eiga framundan marga góða tíma þegar meiðsl lykilmanna þurrkast upp.

  Öll lið lenda í erfiðleikum og leikmenn líka. Þetta tímabil hefur verið óútreiknanlegt fyrir margar augljósar sakir.

  Mörgum líkar afar illa við Liverpool, og af hverju er það? Það er öfund yfir glæstri sögu Liverpool, þeir þola ekki hvernig Liverpool spilar þegar það keyrir á öllum cylendrum, þeir öfunda stjórann sem við höfum og karekterinn sem hann hefur og smitar til leikmanna og megi hann vera sem lengst við stjórnvölin, þeir þola ekki áhangendur með Liverpool hjartað og stoltið sem þeir bera fyrir merkinu.

  Það er gott að hafa skoðanir en við skulum ekki gleyma hverja við styðjum, það er og verður í gegnum súrt og sætt,

  YNWA……alltaf

  31
  • Amen á þetta, hjá þér!

   Hlakka til að hlusta á hlaðvarpið á morgun í vinnunni! Annars eru stórtíðindi að meiðslalistinn okkar er kominn niður í fimm meidda leikmenn. Tel ég það vera sú lægsta heildartala sem náðst hefur í langan tíma! Megi talan halda áfram að lækka!

   7
 7. Tek undir með síðasta ræðumanni. Þetta gengur svosem ekkert sérstaklega þessa dagana, en skítt með það. Við skulum bara fagna því að það eru fínustu forréttindi að vera Liverpool-stuðningsmaður á Íslandi i dag, sama hvernig á vellinum kann að ganga í ófyrirséðu mótlæti. Við fáum skýrslurnar, podköstin og kommentin, raddirnar, innsýnina og greininguna frá síðuhöldurum sem líklega eru í hópi ástríðufyllstu stuðningsmanna nokkurs íþróttafélags um víða veröld. Og þetta litla samfélag hér er fastapunktur í lífi margra okkar og gerir fótboltaáhorfið að aðeins indælli nördaskap en það væri annars. Nú bjátar smá á. En það mun breytast. Það má alveg hafa tekið smá á síðustu vikur að sjá liðið bregða af beinum vegi. Þetta er ekki staða sem neitt okkar er vant sé litið til síðustu þriggja ára eða svo. Það er búið að ganga með ólíkindum vel síðustu misserin og eitthvað hlaut einhvern tíma undan að láta. Hvort sem það er niðurstaða álags á líkama og skapgerð leikmanna eða ófyrirsjáanleg meiðslahrina sem vart á sér fordæmi hjá liði í fremstu röð skal ósagt látið. Við verðum að taka þessu eins og menn. Vonandi fer okkar ástkæri þjálfari Klopp að sætta sig vð þetta líka og verða aftur jafn svalur í viðtölum og hann hefur alltaf verið og ná þannig að snúa stöðunni við af auðmýkt og töffaraskap. Það mun væntanlega ekki gerast með vorkunnsemi eða með því að kenna aðstæðum endalaust um. Mögulega töpum við fimm leikjum í viðbót, hvað veit maður, en við eigum að klára þetta mót kokhraust, Liverpool-way og fara inn í alla leiki eins og 99% líkur séu á sigri. Það er ekki síður flott að vera kúl í mótlæti en meðbyr; ég býst við því að Klopp komi til sjálfs sín á næstu dögum og negli það bara að vera töff sama hvað. Nú má segja að pressan sé farin. Það býst enginn við titlinum úr þessu. Restin af mótinu snýst um að halda haus og gera það besta úr því sem orðið er. Ná topp fjórum og mögulega gera eitthvað í meistaradeildinni. En ekki síst byggja upp fyrir næsta ár og halda stemningunni áfram innan hópsins. Alvöru lið með alvöru fyrirliða eins og Hendó lætur ekki slá sig út af laginu þótt á bjáti. Allur alvöru mannskapur veit að það mun einhvern tíma á bjáta. Þá er bara að rísa upp, segja skítt með smá mótbyr, og verða sterkari. Við getum ekki grátið það hvernig staðan er akkúrat núna. Að baki henni búa margar ástæður. Það væri aðeins ef liðið léti þetta brjóta sig til framtíðar að aðvörunarbjöllur hringdu. Haters hamast á liðinu og gera allt sem þeir geta til að brjóta stemninguna niður. Ekki við. Við stöndum saman allt til enda. Ekkert annað í boði. Áfram Liverpool. You Never Walk Alone.

  19
  • Þetta er nefnilega málið. Eins og ég sagði við einn 10 ára nemenda minn í dag að það er ekkert hægt að halda út stórkostlegu gengi endalaust og með því að sýna auðmýkt og ekki síst, að kunna að tapa, þegar að því kemur segir meira um okkur sem alvöru stuðningsmenn. Við sem púllarar höfum mátt þola mörg óþolandi vond tímabil á undanförnum áratugum en við erum á góðu róli þótt mótstaðan sé ótrúleg núna. Sannir meistarar standa upp eftir högg en liggja ekki bara og væla.

   12
 8. Ég er og verða mun púllari þar til ég dey þó þetta sé andskotanum erfiðara núna í augnablikinu . Ég fullyrði að ekkert lið í ensku deildinni þolir að missa leikmenn á því caliberi sem Liverpool hefur þurft að þola í vetur, ekki bara höfum við misst þrjá burðarása úr vörninni heldur líka tvo burðarása í Fab og Hendó af miðjunni sem eins og fram hefur komið hefur riðlað öllu leikskipulagi liðsins og það er held ég ein af orsökum þess hvernig hefur gengið uppá síðkastið. Herr Klopp hefur virkað mjög pirraður síðustu vikur enda ekki furða miðað við að það hefur nánast ekkert gengið upp en ég hef ekki gefið upp alla von um að eyjólfur hressist með hækkandi sól. Titillinn er væntanlega farinn til city en munum að Liverpool eru Englandsmeistarar þar til í vor (í það minnsta) njótum þess allavegna og sú tilfinning sem því fylgir að verða meistarar verður aldrei af okkur tekinn.

  9
  • Einmitt, við komum sterkir til baka og með því að sýna ómældan stuðning í mótbárum þá verðum við sterkari fyrir vikið.

   4
 9. Smá hliðar-spurning: Hvenær er vaninn að dómarar í enska boltanum hætti sökum aldurs? Ég var að horfa á Jon Moss dæma Wolves-Southampton í FA cup og hann átti í stökustu vandræðum með að halda í við leikmenn á vellinum, því bæði þyngd og hraði voru honum í óhag… Ég fletti honum upp og hann er FIMMTUGUR. Er ekki komið gott? Hvað segir Maggi dómari?

  2
 10. Þegar allt fór á hliðina hjá MC með alla sýna breidd, þá höfðu þeir tekið besta miðjumanninn og sett hann í vörnina. Viðkomandi stóð sig vel í stöðunni en miðjan brást og Liverpool vann örugglega. Svo ákveða þeir að gefa varnarmönnum sem fyrir voru séns og hvað kemur í ljós, þeir eignast heimsklassa hafsent.
  Nú fetum við sömu braut, tökum bestu miðjumenn í heimi, hendum þeim í vörnina, veikjum miðjuna og allt fer á versta veg.
  Ég held að Liverpool hefði aldrei átt að rugla miðjunni, þeir áttu að spila á liðinu og uppstillingunni sem var að virka og setja menn í vörnina sem eru aldir upp þar, þó svo þá vanti reynslu.
  Það er nefnilega betra að fá á sig mörk með mönnum sem eru að aðlagast deildinni, heldur en að fá sig mörk með mönnum sem aldrei eiga eftir að spila í vörninni.

  8
 11. Mér finnst Phillips vera vel til stöðunnar vaxinn. Sammála með miðjuna, hún þarf að vera sterk og rétt valin en það er svo lett að gagnrýna allt og alla. Ég treysti Klopp 100% enda hefur hann sýnt og sannað að hann er traustsins verður. Fabinho er meiddur og ástandið heldur bara áfram! Væri til í 2-3 mánaða covid-pásu.

  3
 12. Sagan endalausa hjá okkur – Fabinho meiddur og ekki með um helgina og óvíst með Evrópuleikinn í næstu viku. Keita og Jota ekki klárir í þessum mánuði!

  1
 13. Sælir félagar

  Þetta er ótrúlegt. Hendo líklega í vörninni og sama vesenið áfram. Miðjan jafn löskuð og verið hefu þegar Fab er núna meiddur og Klopp setur líklega Hendo í miðvörðinn. Ég verð ekki sáttur við það því ég vil fara að spila þessum miðvörðum sem við höfum. Kabak getur verið með Nat eða Davis, mér er sama. Þessu miðjumannamiðvarðarveseni verður bara að linna og fara að spila mönnum í stöðunum sínum 🙁

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
  • Sammála! Kominn tími á að spila “náttúrulegum” miðvörðum í sínum stöðum og um leið láta Hendo á miðjuna…. þar sem hann er bestur! Það er ekki hægt að bíða fram að páskum með þessa nýju menn, nú þarf djörfung hug!

   2
 14. Ég held að eina vitið er að láta Hendo í miðvörðinn í næsta leik. Hann átti líklega að byrja á miðjuni en Fabinho er meiddur og því er glapræði að fara að henda tveimur leikmönum sem hafa hvorugir spilað leik fyrir Liverpool í miðvörðinn eða láta Phillips allt í einu verið reynsluboltan í miðvarðapari.

  Leyfum nýjum miðverði að spila með reynslubolta og treystum Gini, Thiago og Jones til góðra verka á miðsvæðinu.

  4

Liverpool 1 – Man City 4 (Skýsla uppfærð)

Refaveiðar í Leicester