Liðið gegn Brighton – enginn Alisson

Það er enginn Alisson á milli stangana í dag en hann er veikur. Kelleher tekur hans stöðu hans í markinu, Shaqiri heldur sæti sínu sem og Phillips en Fabinho og Mane eru enn frá.

Nýji miðvörðurinn Ben Davies er á bekknum og Firmino kemur í byrjunarliðið í stað Origi.

Kelleher

Trent – Henderson – Phillips – Robertson

Thiago – Wijnaldum – Milner

Salah – Firmino – Shaqiri

Bekkur: Adrian, Chamberlain, Jones, Tsimikas, Origi, Davies, Rhys Williams, Cain, Neco Williams

Það vantar ansi marga í þetta lið í kvöld en þetta er nógu sterkt til að fara fram á mikilvægan sigur.

94 Comments

  • Kannski eru það gleraugun, en okkar lið mætti nú alveg fara fram á það sama með suma….
   (Smá grín, það ætti að banna að spila á old trafford)

 1. Nú þarf yfirvegun í spili og nýta tækifærin. Þeir nánast yfirspiluðu tottenham og það segir manni töluvert, sýnd veiði en ekki gefin.
  Koma svo, ekkert klafs!

  5
 2. Meiðslalisti Liverpool er orðinn ansi langur af góðum leikmönnum.
  ——————–Alisson———-
  —–Gomez—-Van Dijk—-Matip
  ————Fabinho—–Keita——–
  ————–Jota ———Mane——

  En ekkert væl, tökum þessi 3 stig í kvöld.

  1
  • Nkl….hefur aldrei hjálpað að væla…verður kvöldið hans Shagiri…

   1
 3. BHA hafa verið að gefa alvöru leiki, vona að okkar menn komi í þennan leik af fullri alvöru. Spurning samt, hvaða pest hrjáir prestinn okkar? Ekki það ég treisti alveg Kelleher, liði bara betur með Allison.
  3-1

  YNWA

 4. Shit , kevin friend að dæma ! ! ! Ojjjjjjj bara, hann og mariner eru bara skíta dómarar, eru þeir ekki að nálgast sjötugt eða hvað ???? Þvílíkt drasl !

  2
 5. Skelfilegur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum, ég vil fá Ben Davies inná fyrir Milner og setja Hendo á miðjuna.

  2
 6. Liverpool væri besta lið í heimi ef dómgæslan væri með okkur í liði.. værum pottþétt búnir að jafna Man Utd í titlum!! ef dómarar væru okkur hliðhollir!!!

  1
 7. SLappur fyrri hálfleikur algjört grín að vera ekki með skot á markið á Anfield þetta er ekki boðleg spilamennska !

  7
 8. Það er bara ekki ábætandi, göngubolti skelfilega hægir og svo þetta dómara drasl bætir ekki hvað við erum lélegir 🙁 Hann gerir vont verra

  1
 9. Eruð þið að grínast, höfum ekki á skot á djöfulsins markið og allt er dómaranum að kenna!!

  8
 10. Það gengur lítið hér, brighton eru með tök á þessu eins og er því þeirra taktík er að ganga upp og vörnin sterk.
  Getur curtis breytt leiknum nú eins og gegn wh?
  Nú reynir á, jasskal seegjykkur það.

  3
 11. Ekkert núna sem mun breyta þessu en skiptingar og breyting á tempo þetta er göngubolti og auðvelt fyrir Brighton

  3
 12. Sælir félagar

  Afar slakur fyrri hálfleikur. Engin ógnun frá vinstri kantinum og svo er bara þrefaldað á Salah og ekkert gerist. Robbo verður að gera svo vel að gera einhverjar árásir á andstæðinginn þannig að losni um einhverja leikmenn. Það þarf ekki nema einn varnarmann vinstra megin og anstæðingurinn getur einbeitt sér að Salah og Firmino og þá gerist ekkert í sókn Liverpool.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 13. Vona að Klopp bendi mönnum á að þessi leikur er ekki til þess að slappa af fyrir sunnudags leikinn. Menn eru bara á hálfri ferð og það gengur bara ekki í svona leik og gætum vel fengið það í bakið. Koma svo og klára seinni með stæl og sýnið úr hverju þið eruð gerðir. Töpuð stig hér vinnast ekki til baka og við viljum og ætlum að vera í toppbaráttu. Koma svoooooooo
  YNWA

  1
 14. Við værum örugglega 3-0 yfir ef það væri maður að dæma sem kynni það!!

  1
 15. Úr því það sem komið er, vonandi kemur ben d bara inn og jones.
  Er einhver að fara að sjá 3 stig hjá okkur? Ekki ég, sorrý. En vona.

  3
  • Nat búinn að kosta okkur mark og (öllu jöfnu) vítaspyrnu sem bobbý hefði fengið.

   • Bobby hefði aldrei komist í þetta færi ef Nat hefði ekki brotið. Og svo hefði aldrei verið dæmt víti á þetta.

 16. Jesús minn ! Skipta inná , ekki ásættanlegt að “ná” einu stigi á móti brighton. Hvað segja menn nú um væl ? Þetta er bara skelfilegt, verður varla verra !

  2
 17. Ef við töpum þessu þá er þetta tímabil búið eru ekki að fara vinna neitt með svona spilamensku.

  2
 18. 12-3 I aukaspyrnum, commentary gæjarnir eru bunir ad segja 5-6 sinnum, not sure how that’s a freekick.

  1
 19. Þessi dómari hlýtur að fá 10 leikja bann fyrir þessa frammistöðu!!

  2
 20. 70 mínútur og ekki skot á rammann…..ekki einu sinni hægt að kenna dómaranum um þá hörmung.
  YNWA

  3
 21. Hvaða dómaravæll er hérna inni, það er ekki honum að kenna að liðið á ekki skot á mark í leiknum

  10
  • Sammála! Skil ekki hvað menn eru að reyna að koma þessu þroti yfir á dómarann! Það er bara ekkert að gerast og engir á bekknum sem að geta breytt einu né neinu! Þeir eru allir á meiðslalistanum!

   6
 22. Frabært, ManU vinna 9-0 og við töpum fyrir skíta liðinu Brighton.
  Origi biddu er hann ennþa a launaskra???

  5
 23. Ekkert búið að breytast áttu góða spretti á undan og svo köld tuska í andlitið enn ein skitan gegn liðinu í 17 sæti þetta er óásættanlegt.

  3
 24. Vorum rosalega óheppnir, óðum í færum. Heilt yfir mjög góður leikur hjá okkar mönnum og við vorum miklu meira með boltann. Thiago og Robertson báðir frábærir. Milner eins og kóngur á miðjunni. Origi alltaf líklegur eftir að hann kom inn á. Er strax farinn að hlakka til leiksins á móti City.

  YNWA

  Pollyana.is

  2
 25. City er bara miklu miklu betri en við. Núna skiptir leikurinn á sunnudaginn engu fyrir city.

  3
  • City eru reyndar í hörku toppbaráttu við nágranna sína eins og staðan er núna.

   1
   • Nei Daníel, MU áttu góðan sprett en hafa hikstað og eru fallnir af toppnum. Þremur til sex stigum á eftir toppliðinu. MC hafa verið á fljúgandi siglingu upp á síðkastið og ekki hikstað neitt. Það er frekar augljóst að innviðir MC eru mun sterkari og ekki raunhæft að draga þeirra árangur í efa. Það er engin hörku toppnarátta í vændum um fyrsta sætið eins og gengi liða er núna.

    1
 26. Vonbrigði allir lélegir nema kanski kelleher gat lítið gert við markinu og varði ágætlega þegar á hann reyndi . Allir hinir meiga @#$% líta í eigin brók .

  2
 27. þegar á móti blæs þá á maður að styðja þetta helv.. veistu ég nenni þessu tímabili ekki, það eru allir meiddir, enginn með orku í að spila almennilegann bolta lengur, allir sem koma inn á af bekknum drullu lélegir.

  3
 28. Getum ekki unnið á móti neðstu 6, bara ekki nógu skapandi á síðasta þriðjungi á móti þessum liðum.

  2
 29. Getur einhver sagt mér afhverju Origi er enn þarna í liðinu okkar var ekki hægt að kaupa handa honum flug eitthvað aðra leiðina djöfullinn hafi það.

  YNWA.

  1
 30. Menn voru greinilega með hugann við næsta leik eða allavegana ekki við þennan. Lítil sköpun og engin kraftur. Ekki auðvelt að gera breytingar þar sem bekkurinn bauð ekki upp á mikið. Hefði alveg viljað Curtis inn fyrr og síðan Adrian í sóknina frekar enn Origi. Kall greyið er alveg heillum horfin og honum og liðinu er engin greiði gerður með því að setja hann inn á. Vonandi sjáum við betur mannað lið í komandi leikjum. En annars bara góður
  YNWA

  1
 31. Djöfull er það orðið grátlegt hvað margir grenja yfir dómaranum eftir hvern einasta leik.
  Það er ekki dómaranum að kenna að við töpum gegn burnley eða Brighton.
  Okkar vandamál er ekki og hefur ekki verið vörnin, heldur fokking sóknin.
  Hefðu verið meira vit i að fá 1 miðvörð i jan og 1 striker.
  Það er ekki rassgat að frétta hja firmino

  5
 32. Það virðist vera að mönnum finnist þeir vera orðnir nógu góðir til að mæta bara í stóru leikina sem er að verða þeim að falli.
  Þetta er á allann hátt sorglegt, og það er ekki séns að þessu verði klínt á meiðsli Van Dijk, dómarann eða eitthvað annað.
  Við getum hlegið eins og við viljum að okkar helstu keppinautum þegar þeim gengur illa eftir að hafa orðið meistarar en þetta er bara rugl!

  1
 33. Að Milner hafi fengið 94 mín í þessum leik er mér algjör ráðgáta, Henderson hefði átt að fara á miðjuna og Davies inn.
  Firmino verður svo ekki lengi að detta á bekkinn þegar minn maður Jota kemur aftur.

  5
 34. Þetta verður niðurstaðan ef menn spila nánast sama liðinu þrjá leiki í röð. Miðjan alveg á hælunum af þreytu og Bobby datt í jólagírinn aftur. Robertson algerlega uppgefinn. Vandinn er náttúrlega sá að bekkurinn býður ekki upp á neitt, Origi og Chamberlain skokkandi um völlinn, bíðandi eftir næsta launatékka, í stað þess að reyna að stimpla sig inn í liðið. Vil ekki sjá þá aftur í Liverpool-treyju. Hefði frekar viljað sjá nýliðann Davies skipt inn á og fá Henderson á miðjuna. Hann var alla vega að reyna í lokin.

  En það verður ekki tekið af Brighton að þeir lögðu þetta vel upp. Og ef mið er tekið af þessum leik sýnist mér Bissouma geta leyst Gini af hólmi á næsta tímabili og rúmlega það, hreinlega át okkar miðjumenn með húð og hári.

  2
 35. Eftir Sigur gegn spurs og svo í kjölfarið West ham. Er liðið komið aftur í sama farið og í leikjunum á undan að undanskildu tapinu gegn Utd.

  Afsökun eða ekki þá er klárlega enginn stöðuleiki hjá liðinu.
  Alison markmaður ekki með
  Dijk miðvörður ekki með
  Gomez miðvörður ekki með
  Matip miðvörður ekki með
  Fabhino miðvörður miðjumaður ekki með
  Mané sókn ekki með
  Jota sókn ekki með

  Nú nefni ég nokkra þá helstu.
  Menn sem voru inná eru sumir að koma til baka úr meðslum eða tæpir.

  Það er rosalega erfitt að byggja upp stöðuleika
  Þegar ástandið er svona.
  Við meigum ekki dæma Klopp eða liðið of mikið út frá þessu sem er í gangi.
  Ég held að við séum ekki að fara sjá liðið fara á það flug sem það var á í fyrra eða hitt í fyrra til þess er alltof mikið rót á liðinu.
  Það eru menn að fá endalaust af mínútum sem á venjulegu tímabil fengu engar nema í deildarbikar.
  Meðan menn eru að missa úr 2-3 leiki á nokkra leikja fresti eða hreinlega frá út tímabilið þá verður þessi stöðuleiki. Liðið verður bara að halda haus og bjarga tímabilinu með lágmarks árangri 4 sætinu.

  7
 36. Djöfulsins væl er þetta út í dómarann og ákveðna leikmenn, á hverju anskotanum áttuð þið von, við erum með nánast hálft liðið á sjúkralistanum og þið haldið að liverpool geti bara rúllað yfir andstæðinganna eins og að drekka vatn.
  Það er vissulega sárt að tapa leiknum en ég er búinn að halda með þessu liði síðan ég mann eftir mér eða tæp fimmtíu ár og ætla að halda því áfram á meðan ég tóri án þess að taka leikmenn nánast af lífi í hvert skifti sem við töpum fótbolta leik.
  YNWA.

  8
  • Giska á að menn hafi haft von á að fyrrum evrópu og heimsmeistarar og ný krýndir englandsmeistarar myndu vinna liði í 17 nda sætinu á Anfield en kanski var það of mikið !

   4
 37. Er það bara ég eða er Thiago dragbítur á þessu liði? Finnst ekkert koma út úr honum. Hafði svo rosalegar væntingar og það er kannski að trufla.

  Annars botna ég ekkert í þeim sem kvarta undan dómaranum. Ekkert út á hann að setja.

  Get svo lofað sigri á sunnudag. 100% öruggt. En svo töpum við þar næsta leik líklega. Þetta er orðin spurning um að ná topp 4. Titillinn er farinn. Topp 4 og kannski e-h í CL er vonin til að bjarga tímabilinu.

  3
  • Er sammála með Thiago, vill fá hann á bekkinn í næsta leik. Hann er einhvern veginn ekki að passa inní þetta, eins snjall og hann er með boltann. Hendó, Fab og Gini á miðjuna í næsta leik.

   1
 38. Þessi úrslit þýða í rauninni að þessi panick kaup voru í raun óþarfi, þar sem PL tímabilið er hér með búið.

  Nú þarf bara að stýra leikjaálagi leikmanna í kringum Meistaradeildina og gera góða atlögu að þeim titli.

  2
  • Þetta er ekki alveg svona einfalt. Lífsnauðsynlegt að enda í topp4 miðað þennan launapakka sem klúbburinn er með.

   2
  • Sammála en komum væntanlega til með að eiga fullt í fangi með að halda fjórða sætinu. Ekki erum við að fara að vinna Meisyatadeildina með þessari spilamennsku.

   2
  • Ég hafði í alvörunni trú á að liðið myndi berjast um titilinn fram að síðustu umferð, og að þessi kaup voru algjörlega nauðsynleg fyrir það.
   Þessi hópur, þrátt fyrir meiðslin, á alltaf að ná topp 4.

   En jú þessu kaup ættu að hjálpa enn frekar með rotation á mönnum, þ.a. það er kannski of djúp í árina tekið að segja að þau hafi verið óþörf 🙂

 39. Og West Ham andar ofaní Meistaradeildar-hálsmálið á okkur! West Ham!

  2
 40. Hvurslags svartagalsraus er þetta í ykkur. Nóg eftir af tímabilinu til þess að snúa taflinu við. Varla slembilukka að þessir gæjar hafi siglt evrópumeistara- og englandsmeistaratitli í land á síðustu 2 árum.

  En auðvitað þurfa menn að girða sig í brók og taka lýsið sitt. Og hana nú.

  2
 41. Að lesa færslurnar hér að ofan sýnir hvað menn eru blindir. Dómarinn gerði akkúrat ekkert til að við töpuðum þessum leik. Skoraði hann markið? Var það hann sem var algjörlega hugmyndaslaus/bitlaus gegn enn einni vel skipulagðri rútunni? Var dómarinn sekur um að við erum ennþá að nota Origi, Milner, Philips, Shaqiri (bara til að nefna nokkra), þegar við höfum haft tækifæri á að breyta til í hópnum? Nei!

  Bölvað væl og menn þurfa að fara að vakna yfir þeirri staðreynd að þessi hópur eins og hann er er að renna sitt skeið og endurnýjun þörf. Jota, VVD, Gomes, Allison og Mané hefðu allir hjálpað í kvöld, en við höfum samt verið að ströggla með svona lið með fullmannað lið. Við þurfum meiri breidd, hugmyndir í leikmannahópinn.

  Shaq, Milner, Origi af bekknum eru ekki allt í einu að fara að gera þetta þegar við þurfum þá eftir að hafa verið úti í kuldanum nánast síðast þeir voru keyptir. Úrslitin í kvöld og hvernig þessi leikur spilaðist kom mér alls ekkert á óvart enda búnir að vera að tapa stigunum gegn botnliðunum allan vetur á þennan sama hátt. Ekki einu sinni reyna að afsaka svona frammistöðu vegna meiðsla!!! Please stop!

  Eftir sumarinnkaupin:

  Jákvætt – Diogo Jota. Hann er að brjóta upp þetta Mane-Firmino-Salah monopoly frammi sem er bara hollt. Hann er einnig að koma inn með nýjar hugmyndir frammi en ekki sama groundhog day move sem Salah hefur yfir að ráða. Reyna að færa sig yfir á vinstri fótinn til að geta skotið. 85 ára kerling stoppar svona! Fokking allir stoppa svona! það að lána Minamino, sem er þessi snögga týpa sem opnar rútulið og halda Origi sem er stór drumbur sem aldrei hefur verið notaður fyrr en meiðsli koma upp. Meistari Klopp ákveður hreinlega að frysta Minamino algjörlega og gefa aldrei séns fyrir trjádrumbinn Origi! Hvaða þrjóska er þetta?!?!

  Neikvætt – Að losa sig ekki við Shaq, Origi og þessa leikmenn sem hafa ekki verið treyst hingað til og vitað er að þeir virðast ekki passa inn í það sem Klopp er að reyna. Síðan versla inn “like-for-like” í þá stöður sem vantar og fá leikmenn sem passa betur. Þetta er svo öskrandi augljóst að maður svitnar við tilhugsunina! Og þörfin fyrir að selja Lövren svo fljótt að það “gleymdist” að kaupa arftaka gleymist aldrei. Ef afsökunin er sú að “réttu mennirnir voru ekki fáanlegir á þessum tíma” (lesist: Enginn frjáls sala eða lið sem er að missa leikmann í frjálsa sölu á þessum tíma þannig að við getum fengið þá á skít og kanil), þá eigum við þetta svo sannarlega skilið. Það þarf enginn að segja mér að við hefðum ekki geta keypt betur í sumar án þess að fara á hausinn!

  Já, ég er drullu pirraður ef ekki reiður þó svo að ég var 65% viss um að þessi leikur spilaðist akkúrat eins og hann gerðist. Þessi 35% voru bara púllarinn í mér að vonast eftir kraftaverki. Ég læri seint.

  4
  • Ég skil heldur ekki þetta með að lána Minamino. Eða hvers vegna Origi fékk nýjan fimm ára samning…

   2
  • Mér finnst nú illa vegið að Shaqiri, finnst hann hafa staðið sig heilt yfir vel eftir að hann kom út meiðslum. Finn leikmaður til að hafa sem varamann í nokkrar stöður á vellinum.

   Sammála samt með Minamino vs. Origi – skil það bara engan vegin.

   2
 42. “”“Jóhann: Hvurslags svartagalsraus er þetta í ykkur. Nóg eftir af tímabilinu til þess að snúa taflinu við. Varla slembilukka að þessir gæjar hafi siglt evrópumeistara- og englandsmeistaratitli í land á síðustu 2 árum.

  En auðvitað þurfa menn að girða sig í brók og taka lýsið sitt. Og hana nú.”””

  Varstu að borða skyr?

  1
 43. Nei, afsakið mig. Ég gleymdi. Við vorum að splæsa í einn 12 ára frà Derby fyrir skömmu og einn 9 ára í siktinu lika. Vantar ekki innkaupin!

  1
 44. “”” Mér finnst nú illa vegið að Shaqiri, finnst hann hafa staðið sig heilt yfir vel eftir að hann kom út meiðslum. Finn leikmaður til að hafa sem varamann í nokkrar stöður á vellinum.”””

  Nah. Hann hefur ekki þær lappir sem Klopp vill að menn hafi. Gerir ekki hlaupin og fótavinnuna sem þarf. Þess vegna vantar okkur Hendo á miðjuna. Þegar við spilum Shaqiri og Origi td þá vinnur liðið ekki eins vel og ef við td spilum með Hendo á miðju og Jota eða einn af tríóinu frammi. Þess vegna finnst mér lánið á Minamino skuggalega vandræðalegt þar sem hann er gaur sem gæti hlaupið alla vikuna án hlés.

  2
 45. https://www.independent.ie/sport/columnists/liverpools-failure-to-do-what-united-used-to-do-is-the-main-reason-their-reign-as-champions-appears-to-be-over-40053940.html

  Richard Dunne að koma með góðan punkt (áskriftargrein) varðandi Sir Alex og hvernig hann hélt hópnum á tánum með árlegum breytingum á leikmannahópnum þrátt fyrir sigur í deild. Ég er sammála að þess er þörf til að halda liðum á tánum og koma upp samkeppni í hópnum. Það hefur Klopp reynt og gert vel að koma upp sterkum og samheldnum kjarna en hann hefur ekki reynst nægilega ákveðinn (ruthless), í að endurnýja hópinn til að halda nægilegri samkeppni gangandi. Það eru allt of margar áskriftir af stöðum í liðinu sem er að koma okkur um koll núna

  Ég á td í erfiðleikum með að reyna að skilja þráhyggju Klopps að kaupa inn leikmenn sem síðan fá sjaldan sèns sem þýðir að þessir sömu spila endalaust magn af mínútum og brenna út. Koma svo í viðtal í sjónvarpinu vel hissa og segja að leikmennirnir virðast þreyttir og segja nánast í sömu setningu að hann trúi ekki á það að gefa leikmönnum frí. Þetta er eins og að reyna að telja fólki trú um að blái liturinn sé í rauninni hvítur.

  Hversu lengi þurfum við td að bíða eftir að Ben Davies og Kabak fái að spreyta sig? Fá þeir jafnvel að spreyta sig yfir höfuð? Èg veit að þeir eru varla komnir á svæðið en það eru dæmi um leikmenn sem hafa verið frystir og notaðir í hallæri. (Origi, Minamino, Shaqiri til að nefna þá helstu). Ímyndið ykkur ef þessum þremur væri skipt út fyrir leikmenn sem pössuðu betur í hópinn og þar af leiðandi myndu geta gefið öðrum langþráð frí inn á milli sem er þörf. Og þetta er akkúrat það sem Sir Alex gerði svo vel hjá ónefndu liði. Hann vissi nákvæmlega hvað hann þurfti, í hvaða stöður og hverja hann vildi losa sig við til að skapa heilbrigða samkeppni.

  Ég bara er ekki viss hvor á meira sökina í stöðnuninni sem átt hefur sér stað í leikmannahópnum. FSG með sitt Moneyball plan, selja hátt og kaupa lágt en vera til í að eyða stórum summum í réttu leikmennina. Eða Klopp með sína þráhyggju að leikmennirnir verði ekki keyptir nema þeir annað hvort betri en þeir sem fyrir eru eða, eitthvað framtíðarefni.

  Bæði frábær sjónarhorn en endar með stöðnun ef ekki menn gefa ekkert eftir á kröfunum.

Upphitun: Brighton & Hove Albion á Anfield

Liverpool 0-1 Brighton