Gullkastið – Leikmannaglugginn og leikir í London

Ensku meistararnir skelltu sér tvisvar til London í þessari viku og náðu í sex risastór stig. Þetta var allt annað að sjá en þessa 2010 útgáfu af Liverpool sem við fengum megnið af janúar. Auk þess var síðasti dagur leikmannagluggans í dag og Liverpool lét til sín taka með panic kaupum á tveimur miðvörðum, ekki veitir af enda var það tilkynnt þegar við vorum að ljúka upptöku að tímabilið er búið hjá Joel Matip. Brigton sem vann Tottenham líka í þessari viku er næst á dagskrá og svo risaslagur á Anfield við Man City.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 322

15 Comments

  1. Sex stig í þessum næstu tveimur heimaleikjum væri frábært og ég get alveg séð okkur taka þau en þá þyrfti svipaða frammistöðu og í síðustu tveimur leikjum.

    4
  2. Sæl öll

    Miklar framfarir hjá liðinu á síðustu 135 min og gaman að sjá liðið sýna sitt rétta andlit. Kaupstefna Liverpool er skýr og þeir láta ekki draga sig út í neina vitleysu. Nú fá þessir ungu menn tækifæri á að spreita sig án mikillar fjárhagslegrar áhættu, sem er gott.
    Ég hef hins vegar verulegar áhyggjur af dómarastéttinni á Englandi og velvild þeirra í garð manutd. Er ekki nóg að EKKERT lið fær jafn mikið af vítum og mörg þeirra fyrir nánast engar sakir og það nægir fyrir þá að henda sér niður fyrir utan teig að þá er eftirlitsdómarinn á leik manutd-shef.utd að gefa út afsökun á að mistök hafi verið gerð og mark shef.utd hefði ekki átt að standa en að það var í lagi hjá maguire að hoppa inn í markvörð sheffield. Þetta er alveg galin yfirlýsing!?! Var ekki nóg að þetta lið fékk algjöra sérmeðferð í 26 ár á meðan Ferguson grenjaði og grenjaði hvað dómarar væru vondir við þá. Það skilaði honum helling og á tímabili var alveg sama hversu illa þeir brutu af sé það bara var ekki dæmt víti á old trafford gegn þeim. Svo toppaði meistari Ferguson sig með því að viðurkenna gjafir dómara til þeirra með því að halda því fram að svona lagað jafnaðist út yfir tímabilið.
    OGS hefur lært fræðin vel hjá Ferguson og nú er svo komið að ekki er nóg með að afsökun er gefin út fyrir marki sem ekki átti að standa gegn þeim, heldur er afsökun gefin út að algjörlega kolólöglegt mark þeirra hefði átt að standa!! Hvar endar þessi vitleysa? Ekki höfum við Liverpool fengið afsökun á markinu sem dæmt var af okkur þegar van Dijk hoppaði upp með de Gea (sem skv. OGS var þá augljóst brot) fyrir ári síðan. Ég er algjörlega sammála því að það þurfi að kaupa inn betri dómara í ensku úrvalsdeildina.

    18
    • Rétt skal vera rétt, en Leicester hafa fengið flestar vítapsyrnur í PL þetta tímabilið 10stk á meðan Man Utd hafa fengið 6. Hins vegar hafði MU yfirburði á síðasta tímabili varðandi víti.

      MAður hafði á tilfinningunni að dómarasveitin ætlaði að gera það sem þeir gátu til að koma í veg fyrir að við myndum stinga af í deildinni eins og í fyrra. Viljandi rangar ákvarðanir hafa kostað okkur 5 stig.

      Reyndar eru fleiri lið en Liverpool að lenda í svipuðu, þá sérstaklega því blæti dómara að rembast við að teikna menn rangstæða og dæma af lögleg mörk.

      En þrátt fyrir allt þá hafa nýlega 2 mörk verið dæmd af United, mörk sem að mínu mati áttu að standa.

      Bottom line-ið er samt að flestir enskir dómarar eru ekki starfi sínu vaxnir.

      2
      • Sæll,

        Rétt skal vera hárrétt!
        Þar sem ég nefni hvergi að ég sé eingöngu að tala um þetta tímabíl skal ég glaður vera nákvæmari. manutd hafa fengið 42 vítaspyrnur á síðustu sex tímabilum en Liverpool 30. Á þessu tímabili hafa manutd fengið sex vítaspyrnur en þarf af amk tvær sem eru mjög vafasamar svo ekki dýpra sé í árina tekið. Tímabilin 19/20 og 18/19 fengu manutd flestar vítaspyrnur, 14stk 19/20 og 12stk 18/19, á sama tíma fékk Liverpool 5 víti og 7 víti. Reyni hver sem vill að sýna fram á að öll þessi víti sem þessir vælukjóar fá séu öll réttlætanleg! Þessi tvö mörk sem þú talar um er EKKERT sem önnur lið hafa ekki þurft að þola í vetur.
        Þessir bévítans dómarar á Englandi dæma augljóslega eftir tilbúnu áliti því það er hroðalegt að sjá meðferðina sem Mané og Salah fá.
        Vinsamlegast berið saman vítið sem pogba fékk á móti Aston Villa og svo t.d. brotið á Salah í stöðunni 1-0 á móti Aston Villa….. þetta er algjörlega út í hött!!

        3
      • Hérna er tafla síðan 2002,

        Flest víti fengin:
        Man City: 112
        Man Utd: 108
        Liverpool: 103
        Chelsea: 102
        Arsenal:90
        Spurs: 80
        Everton: 70

        Fest víti fengin á sig:
        Arsenal: 84
        Spurs: 76
        Everton: 67
        Liverpool: 63
        Man City: 62
        Man Utd: 54
        Chelsea: 47

        2
    • Það er hroðaleg skítafýla af því hversu manhjútt-liðið virðist eiga mikið inni hjá FA. Held reyndar að þeir séu þar ansi stórir. Það er spilling víðar en á landinu okkar fallega.

    • Það er vonandi að þu náir að sofa fyrir þessum áhyggjum.
      Þvilika vælið og fórnarlambavæðingin, veit ekki afhverju, en eg hélt að poolarar væru meiri menn og væru ekki með svona sýru

      • Getur kallað þetta hvað sem er eða mig. Staðreyndirnar blasa samt við. Vona að þú náir að sofa vel út af þessu öllum saman líka 😉

        2
  3. Takk fyrir þáttinn, heyrist að gullstund hafi átt sér stað fyrir þáttinn ?

    2
  4. Sælie félagar

    Takk fyrir skemmtilegan þátt og gott spjall. Það að auki er ég algerlega sammála ÞHS hér fyrir ofan. Samkvæmt þessu dómarafífli má gera öðru megin á vellinum það sem ekki má gera hinu megin. Svona fullkomið bull er hinn endanlegi dómur á dómarastétt Englands. Enda er staðan sú á dómurum á Englandi að ekki er eitt einasta dómaratrió á stórmótum heimsins vegna fullkominnar vanhæfni þeirra og hlutdrægni í dómum. Þeir dæma nefnilega lið en ekki leiki. Ömurðin ein.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  5. Þriðja tiki taka mark okkar á móti West Ham voru 69-70 snertingar og það var bara eins og leikmenn west ham væru ekki á svæðinu ??? þvílíkt mark !

    6
  6. Sæl og blessuð.

    Gott að fá þessa tvo en ferlegt að fara inn í þennan janúarblús með laskaða vörn. Þetta hefði átt að gerast í byrjun síðasta mánaðar en ekki í byrjun þessa eins og fram kemur í samtalinu! Það er með ólíkindum hvað þeir jaskast á leikmönnum sem eru viðkvæmir fyrir. Matip væri sjálfsagt í fullu fjöri ef hann hefði ekki þurft að spila með undirliggjandi meiðsli.

    Jamm og já. Nú vonum við bara að tveggja hesta kapphlaupið fari að hefjast af fullum krafti.

    1

Gluggavaktin á kop.is

Upphitun: Brighton & Hove Albion á Anfield